Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 21
AUSTURLAND
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 21
SÍÐASTA STOPPIÐ FYRIR
FERÐINA
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
7
2
2
7
ÍBÚAR í Hallormsstað una nú hag
sínum illa vegna stóraukinnar um-
ferðar um Upphéraðsveg gegnum
skóginn, m.a. þungaflutningafarar-
tækja á leið til og frá Fljótsdals-
heiði og virkjanasvæðinu við Kára-
hnjúka. Hafa menn ekki síst
áhyggjur af umferðarhraða, því
ekki er óalgengt að ekið sé á 80 til
90 km hraða við þéttbýlið og Atla-
víkurafleggjarann.
Umferð um Upphéraðsveg á eftir
að fara mjög vaxandi eftir því sem
framkvæmdaþungi við Kárahnjúka-
virkjun eykst.
Svo aðeins séu nefnd tvö dæmi
bíða nú á höfninni á Reyðarfirði um
600 farmar til flutnings inn í Kára-
hnjúka og flytja á um 7.000 tonn af
steypustyrktarstáli í meginstíflu
virkjunarinnar. Allt fer þetta um
Egilsstaði og Velli, gegnum Hall-
ormsstað, yfir brúna á Jökulsá og
um Fljótsdalsheiði inn að virkjun.
Um fimmtíu manns búa að stað-
aldri í skóginum ofan Upphéraðs-
vegar og eru foreldrar mjög
áhyggjufullir vegna barna sinna,
sem leita bæði í að leika sér í skóg-
inum neðan vegar og í verslunina
Laufið, sem einnig stendur neðan
Upphéraðsvegar.
Menn hlíti reglum um
hámarkshraða
Í þriðju grein auglýsingar um
umferð á Austur-Héraði sem sam-
þykkt var af Lögreglustjóranum á
Seyðisfirði 10. október 2002, segir
um ökuhraða í þéttbýli að á Upp-
héraðsvegi við vegamót við Atlavík
og 300 m norðan við tengingu að
Hallormsstaðarskóla, skuli ökuhraði
að jafnaði vera 50 km/klst.
Jón Guðmundsson, íbúi í Hall-
ormsstað, segist margoft hafa orðið
var við að ekið sé á ofsahraða gegn-
um skóginn. „Ég þekki dæmi þess
að ekið hafi verið á 130 km hraða
hér inni í skóginum og um daginn
sá ég flutningabíl með vörubíl ofan
á og stóran malarflutningabíl fara í
gegn á rúmlega 90 km hraða. Þetta
eru gígantískir flutningar sem allir
fara um Hallormsstað,“ segir Jón.
„Það sem við íbúarnir myndum vilja
er að þeir sem standa í þessum
flutningum og aðrir sem fara hér
um svæðið, svo sem eins og ferða-
menn og heimamenn, hlíti reglum
um hámarkshraða í gegnum staðinn
svo maður sé sæmilega öruggur um
sig og fjölskyldu sína. Börnin okkar
eru að hlaupa í sjoppuna og vilja
hjóla yfir veginn, sem er auðvitað
útilokað mál og manni er alls ekki
sama. Við höldum börnunum okkar
vísvitandi frá veginum.“
Jón segir lögreglu af og til við
mælingar í skóginum en hann
myndi gjarnan vilja sjá hana meira
á svæðinu. „Lögreglan mun eitt-
hvað hafa rætt við þá sem sjá um
flutningana hér í gegn og mér
finnst eins og margir þeirra hafi nú
slegið af síðan,“ segir Jón. „Við vilj-
um sjá eitthvað gerast í því að hrað-
anum sé haldið niðri.“
Veigra sér við að vera
með börn í skóginum
„Ég hef verið við Trjásafnið og
verslunina Laufið að hraðamæla,“
segir Reynir Arnórsson, umferðar-
fulltrúi Austurlands. „Hraðinn á
sumum er skuggalegur, allt að því
90 km/klst. fram hjá versluninni. Ég
á sjálfur sex börn og hef undanfarin
ár verið af og til í Atlavík með þau.
Mér finnst þetta ægilegt og ég skil
fólkið sem á heima fyrir ofan veginn
afskaplega vel. Í samtölum mínum
við ferðafólk hefur komið fram að
það veigri sér við að vera með börn
í skóginum við þessar aðstæður.
Hallormsstaðarskógur og Atlavík
eru paradís landsmanna og við
þurfum að virða það og ná niður
umferðarhraðanum,“ segir Reynir.
Umferðarfulltrúinn vill færa 50
km hraðatakmörkin inn fyrir Atla-
vík og segir hraðann í útmörkum
skógarins ekki eiga að vera hærri
en 70. „Það er 90 km hraði eftir að
þú kemur fram hjá Trjásafninu og
þar með hjá afleggjaranum niður í
Atlavík og ekki biðskylda upp úr
Atlavík. Ég er búinn að senda
Vegagerðinni álit frá mér og íbúum
um að þarna vanti biðskyldu og að
lækka þurfi hraðann.“
Samkvæmt hraðamælingum sem
umferðarfulltrúinn gerði í Hall-
ormsstað á tímabilinu 11. júní til 19.
júlí sl., virðist sem 33% ökumanna
aki á 50 km hraða eða minna, 51%
aka á hraðanum 50 til 70 km/klst.,
15,5% á milli 70 og 90 km hraða og
0,5% ökumanna á yfir 90 km/klst. í
gegnum skóginn. Lögregla hefur
einnig hraðamælt á svæðinu en ekki
orðið sérstaklega vör við hraðakst-
ur.
Byrjað að huga að
mótvægisaðgerðum
Í úrskurði skipulagsstjóra, sem
staðfestur var af umhverfisráð-
herra, um mótvægisaðgerðir vegna
virkjunarframkvæmdanna við
Kárahnjúka, segir að Vegagerð
skuli í samráði við Skógrækt rík-
isins og Landsvirkjun standa að
mótvægisaðgerðum vegna umferðar
um Hallormsstaðarskóg.
Þór Þorfinnsson, skógarvörður í
Hallormsstað, segir mótvægisað-
gerðirnar muni einkum felast í að
leggja göngustíg meðfram veginum
frá Atlavík út að versluninni og
einnig standi til að setja gangbraut-
ar- og hraðamerkingar. Þór segir
ekki ljóst hvenær verður farið í
framkvæmdir, en vonast til að sjá
þær hefjast sem allra fyrst.
„Við Hallormsstaðarbúar höfum
undanfarið verið að átta okkur á
þessari miklu aukningu á umferð og
þeim mikla hraða sem er í gegn.
Þetta snýst þó ekki einvörðungu um
okkur, heldur einnig um ferðafólkið
sem dvelur í skóginum á sumrin og
skiptir tugþúsundum,“ segir Þór.
Hann segist jafnframt undrast að
ferðafólk nýti sér ekki gönguleið
með Lagarfljóti milli Atlavíkur og
verslunarinnar Laufsins, heldur
hneigist menn til að ganga eftir
Upphéraðsvegi á milli.
En það eru fleiri sem líða fyrir
umferðarþungann, því fugladauði er
mikill á veginum í gegnum skóginn.
Fleiri hundruð fuglar drepast á
veginum og liggur slóðin af fugls-
hræjum frá Hallormsstað og út alla
Velli. Einkum er það þrösturinn
sem situr í lúpínunni, sem vex með-
fram veginum gegnum skóginn og
flýgur upp þegar ekið er hjá, sem
verður umferðinni að bráð.
Þungaflutningar í gegnum Hallormsstaðarskóg hafa
aukist mjög vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun
Íbúar og ferðamenn
hræddir um börnin sín
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Íbúar í Hallormsstaðarskógi kalla eftir mótvægisaðgerðum vegna ört vax-
andi umferðar og ökuhraða gegnum skóginn.
Hallormsstaður
ÞEIR Kristján Már Magnússon og
Ólafur Gauti Sigurðsson vinna fyrir
Mylluna hf. við að sprengja grjót í
veginn við Grenisöldu. Þeir vinna á
nóttunni og voru undir hádegið að
búa sig í háttinn. Aðeins að raka sig
og fægja byssuna fyrir hrein-
dýraskytteríið áður en skriðið væri
í koju. Ólafur Gauti sagðist hafa séð
tvö hundruð hreindýr skammt frá
og því full ástæða til að gera sig
kláran. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Skriðið í
koju undir
hádegi
Kárahnjúkavirkjun