Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 24
LANDIÐ 24 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIKLAR framkvæmdir hafa í sum- ar verið í gangi vegna fyrirhugaðrar færslu Strandvegar um allmarga metra til austurs, allt frá Hegra- braut að Eyrarvegi á Sauðárkróki. Verkið hefur verið á áætlun um margra ára skeið, og var raunar komið inn í umræðuna fyrir um það bil tuttugu árum, en nú í vor var ákveðið að hefja framkvæmdir með því að færa grjótvörn alllangt til austurs og vinna þannig nýtt land. Gerð Strandvegar er í tengslum við nýja vegtengingu yfir Þverár- fjall, en með opnun þess vegar er leið Sauðárkróksbúa til Reykjavíkur stytt um rúmlega þrjátíu kílómetra. Fyrirtækið Norðurtak, sem er í eigu Rögnvaldar Árnasonar, annast byggingu grjótvarnarinnar, en um miðjan júlí sl. kom sanddæluskipið Perlan, sem er í eigu Björgunar, og hóf dýpkun við enda Norðurgarðs- ins, en með reglulegu millibili þarf að dæla verulega úr höfninni vegna sandburðar, sem hefur gert stærri skipum erfitt um vik að athafna sig. Að sögn Hallgríms Ingólfssonar, tæknifræðings á Sauðárkróki, verð- ur verkinu lokið um miðjan ágúst, en þá er gert ráð fyrir að teknir hafi verið um 30.000 rúmmetrar af sandi, og verður um tveim þriðju hlutum dælt í uppfyllingu innan grjótvarnar, en hitt flutt á haf út. Kostnaður við dælinguna er ellefu og hálf milljón króna, og verður dýpi við Norður- garðinn þá milli átta og níu metrar. Fyrir haustið verður sandurinn jafnaður og sett yfir hann gróft yf- irlag til að hefta sandfok. Ekki er að sögn Hallgríms vitað hvenær fjár- veiting fæst til að leggja þennan nýja veg, en einnig þarf að endurnýja brú yfir Gönguskarðsá og veg, að núver- andi vegi upp Gönguskörð. Einar Gíslason, deildarstjóri framkvæmdadeildar Vegagerðar- innar, sagði kostnað við gerð grjót- varnargarðsins vera 85 milljónir, en á þessari stundu væru engar fjár- veitingar vísar. Hins vegar sagði Einar áætlað að hefja á næsta ári byggingu brúarinnar yfir Göngu- skarðsá, en haustið 2004 er gert ráð fyrir að lokið verði við að leggja var- anlegt slitlag á Þverárfjallsveg frá Skagastrandarvegi að Skagavegi í Laxárdal, en síðan urði unnið frá Sauðárkróki og vegurinn byggður upp norður Laxárdalsheiði og að vegamótum Skagavegar. Landvinningar fyrir vegarstæði Sauðárkrókur Morgunblaðið/Björn Björnsson DAVÍÐ Örn Halldórsson mun opna sýningu á verkum sínum laugardaginn 2. ágúst. Á sýningunni eru um 20 málverk eftir Davíð unnin með blandaðri tækni. Sýn- ingin fer fram í Galleríi Borg á Skagaströnd en þar er jafnframt vinnustofa listamannsins. Þetta er önnur einkasýning Davíðs en áður var hann með sýningu í Galleríi Geysi í Reykjavík árið 1999. Davíð Örn útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2002 og hefur hann búið á Skagaströnd frá síðasta hausti og unnið að list sinni. Nú í haust er hann á leið til Nor- egs þar sem hann mun dvelja í Dalsasen á vinnustofu í þrjá mánuði á Nordisk kunstner senter. Við opnun sýningarinnar mun hljómsveitin Örkuml leika nokkur lög en fyrirhugað er að hafa sýninguna opna fram í september. Á myndinni er Davíð Örn við eitt verka sinna sem er málað beint á gaflinn á sýning- arsalnum og verður því ekki til sölu. Morgunblaðið/Óli Benna Myndlist á Kántríhátíð Skagaströnd FRÁ ÞVÍ um miðjan maí hefur brú- arvinnuflokkur frá Hvammstanga unnið að gerð tvíbreiðrar brúar á Staðará í Staðarsveit. Brúarsmiður er Guðmundur Sigurðsson en aðstoðar- maður hans Sigurður Hallur Sigurðs- son sagði að smíði brúarinnar yrði væntanlega lokið í næstu viku. Ekki verður hún þó opnuð fyrir umferð fyrr en um miðjan ágúst því steypan þarf að standa lengur til að jafna sig og herðast áður en umferð er hleypt á brúna. Með tvíbreiðri brú eykst um- ferðaröryggið á vegi 54 á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Brúarvinnuflokkurinn sem verið hefur við Staðará í sumar er einn af þremur brúarvinnuflokkum sem Vegagerðin rekur. Í honum eru tíu til ellefu manns, þar með talin ráðskon- an, og ferðast þeir milli vinnustaða með vinnubúðir sínar. Þegar verkinu við Staðará bíður flokksins að öllum líkindum verkefni norður í landi. Ný brú á Staðará Hellnar Ljósmynd/Guðrún G. Bergmann MIKILL fjöldi ferðamanna hefur ferðast með ferjunni Baldri í sumar. Tíuþúsundasti farþeginn í júlí fór með Baldri hinn 30. júlí. Aldrei fyrr í sögu Baldurs hafa svo margir far- þegar farið með Baldri í einum mán- uði. Fjölgað hefur ferðamönnum sem fara til Vestfjarða og nota sér þjón- ustu Baldurs og eins hefur ferðafólki sem á leið til Flateyjar fjölgað. Nýting á bílaþilfari hefur einnig verið mjög góð, um 93%. Í júlí flutti Baldur um 1.800 fólksbíla, 220 tjald- og fellivagna og 58 rútur og vörubíla. Væri öllum þessum farartækjum raðað í einfalda röð væri hún um 9 kílómetra löng. Að sögn forráða- manna Baldurs er ekki óalgengt að 8–10 bílar séu á biðlista í ferð og mið- að við fyrirspurnir væri hægt að auka flutningana yfir fjörðinn til muna, en ferjan Baldur er of lítil til að svo geti orðið. Gunnar Nikulásson, ferðamaður úr Reykjavík, var tíuþúsundasti far- þeginn með Baldri í júlí. Hann var á leið út í Flatey í dagsferð eins og margir aðrir hafa gert. Honum var færður blómvöndur af þessu tilefni og gjafabréf þar sem boðið var upp á siglingar um Breiðafjörð með Sæ- rúnu. Áhöfn Baldurs var færð rjóma- terta af sama tilefni. Yfir 10.000 farþegar með Baldri yfir Breiðafjörð í júlí Stykkishólmur Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Gunnar Nikulásson var tíuþúsundasti farþeginn með ferjunni Baldri í júlí- mánuði. Hann kom um borð í seinni ferð Baldurs 30. júlí og var á leið út í Flatey. Áhöfn og forsvarsmenn Baldurs færðu honum gjafir af því tilefni. ÞÓRUNN Ósk Marinósdóttir víólu- leikari heldur einleikstónleika í Ketilhúsinu í gilinu á Akureyri í dag kl. 12. Ketilhúsið hefur staðið fyrir hádegistónleikum sem þess- um á föstudögum í sumar en þeir eru 45 mínútna langir svo fólk geti skroppið á tónleika í hádegishléinu sínu. Þórunn ætlar að mestu leyti að endurtaka dagskrá sem hún flutti á tónleikum í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar þann 15. júlí síð- astliðinn við mjög góðar undir- tektir. Á efnisskránni er Kadenza eftir Áskel Másson, Svíta samin fyr- ir einleiksselló eftir J.S.Bach og Sónata eftir Paul Hindemith en hann var sjálfur víóluleikari og eft- ir hann liggur mikið af merkilegri tónlist fyrir hljóðfærið. Þórunn er fædd og uppalin á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá tónlistarbraut MA og tónlistarskólans á Akureyri áður en hún hélt til frekara náms í Belgíu. Hún lauk meistaragráðu með láði frá Tónlistarháskólanum í Brussel árið 1996 en í dag starfar hún með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands auk þess að starfa ötullega á sviði kammertónlistar. Tónleikar í Ketilhúsinu Þórunn Ósk Marinósdóttir TÓNLISTARMAÐURINN Jó- hann Jóhannsson og Erna Ómars- dóttir dansari sýna í kvöld frum- samið dansverk er nefnist „IBM 1401 – Notendahandbók“ á al- þjóðlegu danslistarhátíðinni Impulstanz í Vín. Þau sýna tvær sýningar á verkinu á hátíðinni og verður seinni sýningin á föstudag- inn eftir viku. „Við frumsýndum dansverkið á danshátíðinni Dans- em í Marseille í fyrra og þar má segja að það hafi slegið í gegn því í kjölfarið hefur okkur verið boðið á fjölda hátíða. Frá Vín liggur leið okkar á listahátíð fyrst í Ljubl- iana, síðan Mílanó og loks Caen í Norður-Frakklandi,“ segir Jóhann Jóhannsson og bendir á að fleiri sýningar eru fyrirhugaðar á næsta ári. Verkið hefur enn ekki verið sýnt hér á landi en Íslendingum Dansverk innblásið af tölvu Tveir íslenskir listamenn sýna á alþjóð- legu danslistarhátíðinni Impulstanz í kvöld. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Jóhann Jóhannsson tónlistarmann um dansverk þeirra Ernu Ómarsdóttur. SÖNGVÖKUR Minjasafnsins á Ak- ureyri hafa vakið verðskuldaða at- hygli enda hvergi hægt að finna svip- aða skemmtidagskrá. Í sérstakri en viðeigandi umgjörð Minjasafnskirkj- unnar eru áheyrendur leiddir í söng- ferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Efnisskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóðlaga frá nítjándu og tuttugustu öld. Í sumar eru söngvökurnar orðnar þrjár talsins og er óhætt að segja að þeir fjölmörgu sem hafa lagt leið sína í Minjasafnskirkjuna hafi notið ein- stakrar upplifunarinnar. Föstudaginn 1. ágúst verður söngvaka í Minjasafnskirkjunni á Akureyri kl. 20.30. Flytjendur eru þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Söngvaka í Minjasafnskirkju Kaupvangsstræti 23 Akureyri Að- alheiður S. Eysteinsdóttir opnar lokasýningu í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.