Morgunblaðið - 01.08.2003, Qupperneq 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 25
NÝÚTKOMIN ferðakort Land-
mælinga Íslands eru um margt frá-
brugðin hinum eldri kortum, dönsku
herforingjaráðskortunum, sem flest-
ir kannast við, í mælikvarðanum
1:250.000. Án efa eru þetta þau kort,
sem flestir nota á ferðum sínum um
landið og einnig til þess að átta sig á
höfuðdráttum landsins. Fyrst er til
að taka, að blöðin eru nú þrjú í stað
níu áður. Að sumu leyti er hagræði af
þessari stærð, því að kortin eru hag-
anlega brotin. Á hinn bóginn eru þau
oft óþægilega stór, ef breiða þarf úr
þeim (86x135 cm) og samanbrotin að
fullu fara þau heldur illa. Pappírinn í
kortunum er vel valinn og virðist þola
talsvert hnjask. Gerð leturs og stærð
eru sömuleiðis vel valin, svo að kortin
eru mun læsilegri en hin gömlu.
Mörgum kemur sjálfsagt spánskt
fyrir sjónir, að engar sýslur eru
skráðar á kortin. Ástæðan er sú, að
þær eru ekki til samkvæmt bókstaf
laganna. Hins vegar eru umdæmis-
mörk sýslumanna færð á kortin og
sums staðar falla þau að mörkum
gömlu sýslnanna en annars staðar
ekki. Hreppamörk eru löngu dottin
upp fyrir en hvergi er að finna skil á
milli sveitarfélaga og hin nýju nöfn
eins og Árborg og Fjarðabyggð eru
ekki tekin með, að því er þó bættur
skaðinn. Gömlum og gildum nöfnum
yfir stærri svæði er þó víða haldið,
eins og Staðarsveit, Flói, Mýrar,
Landsveit og Kelduhverfi, en engar
línur dregnar, sem sýna víðáttu
þeirra; en Holt og Tungusveit eru
ekki merkt, svo að dæmi sé tekið.
Þarna á milli er víða mikið ósamræmi
í stærð leturs.
Að sjálfsögðu eru hæðarlínur á
kortunum, en það hefur gleymzt að
geta um hver hæðin er á milli lína.
Verra er, að hvergi eru hæðartölur
við línur, svo að það getur verið taf-
samt að komast að réttri hæð. Öllu
verra er þó, að hæðarlínum á jöklum
er sleppt. Slíkt má ekki koma fyrir og
verður að laga það hið snarasta.
Margar hæðartölur á fjöllum eru
aðrar en á eldri kortum og má því
ætla, að þessar séu réttar. Árni
Hjartarson sýndi fram á það hér í
blaðinu fyrir skömmu, að hæð Heklu
er röng og leikur grunur á, að það
eigi við um fleiri fjöll (t.d. Snæfell,
Hengil og Eyjafjallajökul), þó að
ekki sé auðvelt að sannreyna það.
Einkennilegt er, að búið er að þurrka
út hæðartölur á mjög áberandi
kennileitum eins og Krakatindi, og
Grettishæð á Stórasandi er ekki einu
sinni merkt lengur. Á eldri kortum er
tiltekin hæð vatna yfir sjó, en hér er
þessum mjög svo nauðsynlegu tölum
sleppt, þó að skýringar við kortin
sýni annað. Það þarf ekki að lýsa því,
hve bagalegt það er.
Ár og lækir eru teiknuð með bláum
línum og eru því nokkuð greinileg á
kortinu. Þó eru sumar ár slitnar í
sundur (t.d. Háumýrakvísl og Grjótá
undir Búrfellshálsi) en um aðrar hef-
ur ekki verið kunnugt áður, eins og
allar lækjarsprænurnar, sem sýndar
eru á Heiðinni hárri. Þar sem ár falla
um sanda eða aura eru oft aðeins út-
línur látnar duga, svo að árnar líta út
sem stórfljót, stöðuvötn eða jafnvel
firðir. Þannig má ætla, að fjörður
gangi norðaustur úr Hvítárvatni, þar
sem Fróðá rennur í það, og ókunn-
ugir kunna að halda, að Skyndidalsá í
Lóni sé allt að því skipgeng og að
stöðuvötn séu í Múlakvísl og Klif-
anda. Þá eru upptök Jökulsár á Fjöll-
um teiknuð þannig, að þau líkjast
uppistöðulónum. Mesta furðu vekja
þó vötnin stóru í Eldhrauni austur af
Árkvíslum (eða Djúpabresti). Þeim
hafa þó engin nöfn verið gefin.
Svo aftur sé vikið að gömlu kort-
unum, þá voru mýrar, hagar, engi og
skógar merkt með grænum lit, auk
smærri tákna. Nú eru aðeins skógar
(kjarr) og ræktað land merkt græn-
um lit en flóar og fen með litlum
bláum, ógreinilegum táknum. Þessar
merkingar eru með slíkum eindæm-
um, að það hálfa væri nóg. Ljósvatns-
skarð er eitt akurlendi fjalla á milli
samkvæmt kortinu, enginn túnbleðill
við Þórðarstaði en hins vegar víðlent
ræktað land í Fnjóskadal frá Stein-
kirkju suður fyrir eyðibýlið Grjótár-
gerði. Það eru og nokkur tíðindi, að
Vaglaskógur (eða Hálsskógur),
vöxtulegasti birkiskógur landsins, er
með öllu horfinn af korti. Þá eru
hvorki flóar né fen í Þjórsárverum,
Hvítárnesi eða Miklumýrum og eng-
inn mýrarblettur lengur til í Guð-
laugstungum. Þannig mætti lengi
telja og er með ólíkindum hvað merk-
ingar eru ónákvæmar.
Þá er komið að örnefnum. Ef allt
yrði talið, sem fundizt hefur við frem-
ur litla leit, yrði sá bálkur ærið lang-
ur. Hér eru því ekki tök á að birta
nema fáein dæmi til glöggvunar.
Ekki eru öll örnefni rétt, Vondubjall-
ar á Rangárvöllum kallast Rauðu-
bjallar og Biskupstunga á Auðkúlu-
heiði er nefnd Biskupstungur. Sumir
bæir eru á röngum stað; Heiðarbrún
í Holtum er úti í miðri Ytri-Rangá en
eyðibýlið Sandar í Leiðvallarhreppi
er sýnt á bakka Kúðafljóts en ekki á
eyju í miðri á. Sömu sögu er að segja
um Belgsá í Fnjóskadal, sem er sett
við Selgil vestan Fnjóskár á korti nr.
2 en er með réttu austan árinnar.
Fyrir kemur að merkingar bæja séu
rangar. Í Aðaldælahreppi er nöfnum
á Brúnahlíð og Klambraseli víxlað og
Víkingavatn II er nefnt Kílakot, en
það er eyðibýli sunnan við vatnið og
ekki merkt. Bærinn Fjall í Seylu-
hreppi er ómerktur og Íbishóll þar
skammt frá er þurrkaður út, þó að
þar sé búið. Þá hafa nöfn á mörgum
gömlum eyðibýlum, sem mörgum
leikur forvitni á að vita hvar eru, ver-
ið afmáð. Nú sjást engir Hólar lengur
í Biskupstungum og niðjar kenndar
til Víkingslækjar finna ekki lengur
ættaróðalið á korti. Ótal önnur dæmi
mætti nefna.
Það eru ekki aðeins bæjarnöfnum,
sem hefur skolað til, Arnarneslón er
sett við Botnatjarnir og gleymzt hef-
ur að teikna Úlfsvatn á Arnarvatns-
heiði, og af ómerktum, stórum vötn-
um má nefna Skjálftavatn og
Svínafellsvatn í Nesjahreppi. Þá er
mörgum þekktum örnefnum sleppt.
Gránunes á Kili, Paradís á Skógar-
strönd, Útfall og Grasver í Fögru-
fjöllum, svo að fátt eitt sé nefnt, eru
ekki lengur auðkennd, en hins vegar
er nýnefnið Lónsöræfi sett á kort.
Þau hétu áður Stafafellsfjöll og dugði
það nafn þangað til kaupstaðabúar
fóru að spranga þar um. Á kortunum
er hitt líka til, að nöfnin standa en
tákn um fyrirbærin eru horfin. Þann-
ig eru tákn um jarðföllin í Urðarhálsi
og Stóra- og Litla-Víti í Þeista-
reykjabungu ekki sýnd.
Þó að hér hafi verið fjallað um nöfn
má líka geta þess, að víða eru áber-
andi eyður í kortunum. Sem dæmi
má nefna, að á leiðinni á milli Selvogs
og Þorlákshafnar er ekki eitt einasta
staðarnafn, þó að af nokkru sé að
taka (t.d. Bjarnavík, Viðarhellir,
Háaleiti og Básar). Úr þessu verður
ef til vill bætt, þegar Suðurstrand-
arvegur kemur.
Ekki skal fjallað hér um akvegi, en
þar gætir oft mikillar ónákvæmni.
Engum skal ráðlagt að treysta þess-
um merkingum. Samkvæmt korti er
akfær leið fram Kjálka alla leið að
Ábæ; brúarsmíðin þar hefur því ekki
farið hátt og er síðast fréttist lá leið
fram Fnjóskadal ofan bæjar við
Þórðarstaði en ekki fram bakkann
eins og sýnt er. Að síðustu má geta
sér þess til, að jökulskerin, sem tákn-
uð eru við Grímsvötn, hafi á loft-
myndum aðeins verið gjóskuflekkir,
sem hafa glapið kortagerðarmönnum
sýn.
Skal nú lokið athugasemdum, þó
að af nógu sé enn að taka. Við lestur
kortanna fer ekki hjá því, að hugur-
inn leiti aftur til Eggerts og Bjarna,
Sveins Pálssonar og Björns Gunn-
laugssonar, sem lögðu á sig ómælt
erfiði til að grafast fyrir um hæð
fjalla, svo að sem minnstu skakkaði.
Um langan aldur stóðum við í þakk-
arskuld við erlenda kortagerðar-
menn, meðal annars Frisak, Scheel
og Koch og síðan hóp erlendra
manna, einkum danskra, sem unnu
stórkostleg afrek. Flest af því, sem
þeir unnu, var gert af slíkri ná-
kvæmni við hinar erfiðustu aðstæð-
ur, að ekki hefur þurft að bæta um
síðar.
Kortagerðarmenn nú á dögum
vinna við allt aðrar aðstæður en áður
og þurfa ekki að vaða eina einustu
lækjarsprænu. Nútímatölvutækni og
dýrustu tæki standa þeim til boða.
Árangurinn er því miður ekki að
sama skapi góður og þessi nýja út-
gáfa er, frómt frá sagt, afspyrnu lé-
leg, frá sjónarhóli þess leikmanns í
þessum fræðum, sem hér heldur á
penna. Nauðsynlegt er að fá ítarleg-
ar skýringar á því, hvers vegna svona
óhöndulega hefur til tekizt, því að út-
gáfa landakorta er ábyrgðarmikið
starf. Kortaútgáfa er hvort tveggja í
senn menningarlegt og vísindalegt
viðfangsefni, sem krefst þess að við-
höfð séu hin vönduðustu vinnubrögð.
Landmælingar Íslands, sem notið
hafa mikils trausts til þessa, geta
ekki vikið sér undan því að útskýra
þessi flausturslegu vinnubrögð.
Ágúst H. Bjarnason
ahb@ismennt.is
Hrapalleg ÍslandskortKORTKortagerð
Útgefandi er Landmælingar Íslands.
Reykjavík 2002/03.
Ferðakort 1 til 3, mælikvarði 1:250.000–
Ferðakort Landmælinga Íslands
gefst kostur á að sjá verkið á
Listahátíð Reykjavíkur á vori
komanda.
Aðspurður hvernig hugmyndin
að verkinu hafi kviknað svarar Jó-
hann að það sé í raun innblásið af
upptökum úr tölvu af gerðinni
IBM 1401, sem var fyrsta tölvan
er kom til Íslands. „Faðir minn
sagði mér frá því að þegar hann
var að vinna hjá IBM á sjöunda
áratugnum þá dunduðu starfs-
mennirnir sér við það eftir vinnu
að forrita tónlist á tölvur, sem
voru annars einungis notaðar til
bóhaldsútreikninga. Þegar ein slík
tölva var tekin úr notkun árið
1971 þá tóku starfsmennirnir upp
hljóðin úr tölvunni ásamt tónlist-
inni sem þeir höfðu forritað á
hana. Mér fannst þetta mjög
spennandi og langaði að heyra.
Þegar ég hlustaði á upptökuna þá
upplifði ég þetta sem hálfgerða
kveðjuathöfn, líkt og verið væri að
kveðja gamlan vin. Upptakan af
hljóðum tölvunnar var þannig
nokkurs konar svanasöngur tölv-
unnar,“ segir Jóhann sem varð
hugfanginn af þessum mögnuðu
hljóðum.
Vélrænar hreyfingar
andspænis lífrænum
Jóhann segir að sig hafi þegar í
stað langað til þess að gera eitt-
hvað við þetta efni og búa til tón-
verk úr því. Þegar hann bar hug-
myndina undir Ernu heillaðist hún
strax af henni. „Í verkinu erum
við að kanna tengsl líkamans við
vélar. Við veltum fyrir okkur
hvernig manneskjan persónugerir
vélar, auk þess sem okkur langaði
að gera samanburð á annars vegar
þróun mannsins og hins vegar
þróun vélarinnar. Í raun má segja
að manneskjan sé algjörlega háð
vélum og oft getur verið erfitt að
skilja að mann og vél og því má
spyrja sig að því hvort hugsanlega
sé að verða til ný tegund sem
sameini mann og vél.“ Aðspurður
segir Jóhann uppsetninguna afar
einfalda, bæði hvað varðar lýsingu
og sviðsmynd, sem geri sýninguna
mjög ferðavæna. „Sýningin bygg-
ist þannig aðallega á tónlistinni og
kraftinum í Ernu sem dansara og
hennar sviðsnærveru. Hún hefur
mjög persónulegan og sterkan stíl
sem dansari, sem er alveg magn-
aður. Í verkinu er hún að leika sér
með andstæðurnar sem birtast
annars vegar í vélrænum og hins
vegar í lífrænum hreyfingum. Auk
þess hefur hún verið að vinna með
hugmyndina um raf-
magn sem lífgefandi
kraft.“
Spurður um tón-
listina sjálfa segist
Jóhann m.a. notast
við vinnsluhljóðin úr
tölvunni, bút úr Ís-
land ögrum skorið
sem forritað var á
tölvuna auk þess sem
hann notar upptöku
af upplestri úr hand-
bókinni sem fylgdi
tölvunni. „Þetta er
gömul upptaka frá
1960 af einhverjum
vinalegum Breta sem
er að lesa upp úr
handbókinni. Allt er þetta gam-
aldags tæknimál, hugtök sem eng-
inn skilur lengur, en tónninn í
röddinni er mjög sefandi og talar
beint til manns. Þannig að þegar
maður er búinn að hlusta á upp-
lesturinn í smátíma þá fer maður
að líta á þetta nánast sem einhver
almenn heilræði.“
Englabörn í Belgíu
Skammt er milli stórra högga
hjá Jóhanni því frá Vín liggur leið
hans til Belgíu þar sem Lista-
miðstöðin í Hasselt hefur boðið
Tilraunaeldhúsinu að skipuleggja
tveggja daga tónlistardagskrá með
íslenskri tilrauna- og raftónlist í
safninu. Framlag Jóhanns verður
flutningur á tónlist sem hann
samdi fyrir Engla-
börn, leikverk Hávars
Sigurjónssonar er
sýnt var í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu.
„Þetta er í fyrsta
skiptið sem við spilum
þetta verk í Evrópu,
en fleiri tónleikar eru
ráðgerðir m.a. í Bret-
landi. Tónverkið
Englabörn byggist
upp eins og hálfgerð
svíta. Upprunalega er
þetta leikhústónlist,
safn stemningsbúta
sem ég raðaði upp á
nýtt og endurhannaði
þannig að tónlistin
gæti virkað ein og sér á plötu. Síð-
an endurskoðaði ég verkið aftur
þegar það var flutt á tónleikum í
Borgarleikhúsinu sl. vor, þannig
að tónlistin gæti staðið alveg sjálf-
stæð án leikritsins og virkað sem
slík.“ Á þeim tónleikum spiluðu
með Jóhanni Matthías Hemstock
og Eþos-strengjakvartettinn. Á
tónleikunum í Hasselt munu þeir
Jóhann og Matthías spila með
belgíska kvartettnum Helikon.
Tónleikarnir fara fram 19. og 20.
september og meðal annarra ís-
lenskra flytjenda eru Kristín
Björk Kristjánsdóttir, Hilmar
Jensson og Kippi Kaninus.
Morgunblaðið/KristinnJóhann Jóhannsson tónlistarmaður.
Erna Ómarsdóttir
dansari.
silja@mbl.is
...í ferðalagið
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
/ sia
.is / N
M
0
6
8
2
1