Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 26

Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINS og kunnugt er hefur nefnd á vegum Evrópuráðsins gegn kynþáttafordómum og um- burðarleysi gagn- rýnt kristinfræði- kennslu í íslenskum grunnskólum. Hún sé skyldufag þó mögulegt sé að fá undanþágu. Hvetur nefndin stjórnvöld til að tryggja að vel sé staðið að kennslu um önnur trúarbrögð en kristni. Eftir orðum formanns Fé- lags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum að dæma er slík kennsla þó mjög í skötulíki í grunnskólum landsins (Mbl. 10.7. sl.). Fyrir greinarhöfundi rifjast upp hálfgleymd saga. Í ársbyrjun 1964 birtist frétt í Vísi undir fyrirsögn- inni „Grein „klippt úr“ skólablaði“. Nemandi hafði skrifað grein í skólablaðið sitt um það hvort kenna ætti kristinfræði í gagn- fræðaskólum. Fannst honum slík fræðsla ferlega hallærisleg og þessi heilagi andi þarna uppi alveg glataður. En viti menn! Skóla- stjórinn varð svo uppnæmur yfir þessum ungæðislegu stælum að hann lét rífa greinina úr þeim ein- tökum blaðsins sem átti eftir að dreifa til nemenda. Jafnframt var biskupnum, fræðslumálastjóra, formanni Prestafélags Íslands, menntamálaráðherra og guð má vita hverjum gert viðvart til að tryggja að slíkur atburður end- urtæki sig ekki. Í Vísi sagði einnig að skólastjóri hefði kallað nem- endur og kennara til fundar og harmað þennan atburð. Frá því var hins vegar aldrei sagt op- inberlega að nemandinn fylltist óyndi miklu yfir því að hafa verið fordæmdur „á sal“ frammi fyrir öllum nemendum og kennurum og flosnaði upp úr skólanum fyrir vorpróf. Samt var hann gæddur ágætum námsgáfum. Hann var til að mynda eini nemandi skólans sem hafði fengið einkunnina 10,0 fyrir ólukkans kristinfræðina! Vegir guðs eru sannarlega órann- sakanlegir! En hvað skyldu marg- ir aðrir grunnskólanemendur hafa orðið að líða fyrir það umburð- arleysi sem oft hefur loðað við kristinfræðikennsluna? Það virðist síst hafa minnkað. Varaformaður Siðmenntar nefnir nokkur dæmi í Morgunblaðinu 16. júlí. Er það forsvaranlegt að kennsla í grunn- skólum ríkisins meiði og lítillækki nemendur? Þarf enga „aðgát í nánd sálar“ þegar um krist- infræðikennslu er að ræða? Aðfinnslur nefndar Evrópuráðs- ins gefa gullvægt tækifæri til að bæta úr þessu ranglæti. Einfald- asta og heiðarlegasta ráðið er að taka alla trúarbragðafræðslu af námskrá grunnskóla í eitt skipti fyrir öll. Skilning milli ólíkra menningarheima ætti að vera hægt að efla með öðrum ráðum en eilífum bíblíusögum frá fyrsta til tíunda bekkjar í grunnskólum og smágælum við nokkur önnur trúarbrögð, bara svona til að sýn- ast. Það er nefnilega augljóst að námskráin um trúarbragðakennsl- una er næstum öll um kristnina og þar er víða gengið út frá ýmsum trúarlegum og siðferðilegum gild- um hennar sem gefnum. Ekki er hægt að kalla það annað en inn- rætingu. Nemendur fá ekkert svigrúm til að efast. Þið ættuð bara að lesa námskrána, bæði áfram og aftur á bak. Það er hægt að skoða hana á Netinu eins og svo margt annað „kinky“ efni. Menntamálaráðherra ætti að gera alvöru úr þeirri hugmynd sinni að kanna hvernig trúar- bragðakennslu er háttað í grunn- skólum. Þá myndi hann til dæmis sjá að samkvæmt námskránni um „kristin fræði, siðfræði og trúar- bragðafræði“ er „siðfræðin“ í náminu öll hugsuð út frá trúar- brögðunum rétt eins og siðfræði eigi sér enga sjálfstæða tilvist. Trúarbrögðin fást fyrst og síðast við sáluhjálp manna fyrir til- stuðlan guðlegrar opinberunar þótt ýmsar siðakenningar fylgi flestum trúarbrögðum. Siðfræðin er hins vegar alveg sjálfstæð fræðigrein, óháð öllum trúar- brögðum. Hún lýsir og greinir sið- ferðilegan vanda sem mætir fólki í daglegu lífi með aðferðum er styðjast við skynsamleg rök en ekki vísunum til trúarlegra op- inberana eða guðfræði. Það er nauðsynlegt að skilja að siðareglur ýmiss konar, svo sem boð og bönn trúarbragðanna, eru ekki eiginleg siðfræði þótt þessar siðareglur geti orðið viðfangsefni hennar. Námskrá um „kristin fræði, sið- fræði og trúarbragðafræði“ gerir siðfræðina hins vegar að auð- mjúkri ambátt trúarbragðanna í grunnskólunum. Það nær engri átt. Það hlýtur að mega krefjast þess í nafni heiðarlegrar hugsunar að börnum og unglingum verði kennd raunveruleg siðfræði sem ekki styðst við nein sérstök trúar- brögð. Slík kennsla myndi fremur auka víðsýni nemenda og skilning á ólíkum lífsviðhorfum en allar þessar biblíusögur. Enga trúarbragða- fræðslu í grunnskólum Eftir Sigurð Þór Guðjónsson Höfundur er rithöfundur. EVRÓPUNEFND gegn kyn- þáttafordómum og umburðarleysi birti nýverið skýrslu sem varðar m.a. kristin fræði í grunnskólum lands- ins. Samkvæmt lög- um ber að kenna kristin fræði, sið- fræði og trúar- bragðafræði í skyldunámi hér á landi, en samt eru aðeins kristin fræði tilgreind í skýrslunni og hvatt til þess að öllum börnum sé tryggt tækifæri til að fræðast um mismunandi trúarbrögð. Það er rangt sem haldið hefur verið fram í sumum fjölmiðlum að krist- infræðikennsla í skólum sé gagn- rýnd í skýrslunni. Þar er aðeins gagnrýnt að í sumum tilvikum hafi reynst erfitt fyrir börn að fá und- anþágu frá kristinfræði enda hafi nefndinni verið tilkynnt um það, en hún hvetur til að boðið verði upp á aðra fræðslu í staðinn fyrir þá sem það vilja. Sú athugasemd að erfitt hafi reynst að fá slíka undanþágu hef- ur komið á óvart og segist menntamálaráðherra t.d. ekki vita til þess að það hafi verið vand- kvæðum bundið. Komið hefur fram að oftast séu það Vottar Jehóva sem sæki um undanþágu og virðist það jafnan hafa verið auðsótt mál. Fólk af öðrum trúar- brögðum sækist hins vegar sjaldn- ast eftir slíkri undanþágu. Í aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 segir að skólinn sé „fræðslu- stofnun en ekki trúboðsskóli“, enda eigi þar fyrst og fremst „að miðla þekkingu og auka skilning á kristinni trú og öðrum trúar- brögðum“. Undir þetta hafa marg- ir tekið, m.a. biskup og prestar þjóðkirkjunnar sem segja að kennslan eigi ekki að vera trúboð heldur fræðsla um trúarbrögð þorra landsmanna og helstu heimstrúarbrögðin. Í forystugrein í Morgunblaðinu 12. júlí er tekið undir þessi sjón- armið um leið og mikilvægi krist- inna fræða og trúarbragðafræða í skólakerfinu er áréttað. Þar segir að þar sem þekking á kristindóm- inum sé nauðsynleg til að skilja menningu og siði landsmanna sé „engin leið að láta eins og krist- indómurinn komi þeim ekki við, sem ætlar að búa á Íslandi“. Sömuleiðis geti kristnir menn ekki skilið aðra menningarheima nema kunna skil á þeim trúarbrögðum sem hafi mótað þá. Kristinfræðikennsla í grunn- skólum hefur verið gagnrýnd af fáeinum einstaklingum á þeirri forsendu að þar sé um trúboð að ræða og hafa dæmi verið tilgreind í því sambandi. Enda þótt mis- brestur kunni að hafa orðið á í einstaka tilfellum dregur það ekki úr vægi fræðigreinarinnar. Hætta á innrætingu er auk þess ekki bundin við kristin fræði því að kennarar geta allt eins misnotað aðstöðu sína hvað varðar t.d. sið- fræðileg álitamál, sagnfræðistefn- ur og stjórnmál. Margt bendir hins vegar til að kristnum fræðum hafi ekki verið sinnt sem skyldi víða í skólakerfinu á liðnum árum og má allt eins tilgreina dæmi um kennara sem hafa dregið úr vægi kennsluefnisins eða sniðgengið það alveg. Kemur það ekki á óvart þar sem kennsla í kristnum fræð- um og trúarbragðafræðum er ekki skyldugrein við Kennaraháskól- ann, aðeins valgrein. Því ber að fagna að menntamálaráðherra segi það koma til greina að gera athug- un á tilhögun námsins í grunn- skólum. Í ljósi þess hversu mikilvæg kristin fræði eru, ekki aðeins til skilnings á sögu og menningu þjóðarinnar heldur einnig alls hins vestræna heims, má spyrja hvort ástæða sé til að veita undanþágu frá henni. Evrópunefndin virðist líta á það sem mannréttindi að börn geti fengið undanþágu frá kristinfræðslu. Sé kennslan hins vegar fagleg en ekki trúboð má allt eins spyrja hvort það geti ekki verið rangt að veita undanþágu þar sem barnið færi þá á mis við bráðnauðsynlega grunnmenntun. Það er æði margt í menntakerfinu, sem er á skjön við hugmyndafræði sumra þeirra trúarhópa, sem feng- ið hafa opinbera viðurkenningu hér á landi. Enda þótt þessir trúarhópar afneiti þróunarkenn- ingunni og víki frá ýmsum við- teknum siðferðisviðhorfum er ekki þar með sagt að rétt sé að hlífa börnum úr þeirra röðum við nátt- úrufræði, jarðfræði eða siðfræði í skólum landsins. Ástæða þess að Vottar Jehóva kjósa að sniðganga kristin fræði er einkum sú hversu ólíkar trúar- hugmyndir þeirra eru þeim krist- indómi sem helstu kirkjudeildirnar eru grundvallaðar á. Í aðal- námskránni segir að nemendur 8. bekkjar skuli kunna skil á „helstu kristnu trúfélögunum sem starfa hér á landi, hvað greinir þau hvert frá öðru og hvað þau eiga sameig- inlegt“ og er meira að segja talað um „vettvangsferðir í kirkjur og aðra helgidóma“. Þar sem Vottar Jehóva eru tiltölulega fjölmennur trúarhópur hér á landi, sem auk þess hefur hlotið opinbera við- urkenningu, ætti námsefnið einnig að greina frá því í hverju sérstaða þeirra er fólgin. Ástæða er til að taka undir með Morgunblaðinu þar sem segir að trúarbragðafræði eigi að vera sjálfsögð skylda í skólakerfinu, enda sé hún „ein forsenda gagn- kvæms skilnings og friðsamlegrar sambúðar í fjölmenningarlegu samfélagi“. Að gera nemendum grein fyrir hvaða þýðingu einstaka trúarhugmyndir hafa fyrir hina trúuðu er ekki trúboð heldur fræðsla sem er nauðsynleg for- senda víðsýnis og umburðarlyndis. Skortur á fræðslu í trúarefnum er hins vegar gróðrarstía vanþekk- ingar, fordóma og umburðarleysis. Trúarbragðafræði ætti einnig að vera skyldufag í framhaldsskólum eins og í nágrannalöndunum. Í HÍ er nú boðið upp á þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum á vegum félagsvísindadeildar, guð- fræðideilar og heimspekideildar og sýnir það þá vitundarvakningu sem á sér stað um mikilvægi þess- ara fræða. Kristin fræði og trúarbragðafræði Eftir Bjarna Randver Sigurvinsson Höfundur er í doktorsnámi í almennum trúarbragðafræðum við HÍ. FYRIR skömmu kom út skýrsla Evrópunefndar er vinnur gegn kynþáttafordómum og umburð- arleysi og þar var kristinfræði- kennsla hér á landi gagnrýnd. Þar er meðal ann- ars talað um að kristinfræði- kennsla geti verið undirrót fordóma og erfitt geti verið fyrir foreldra/forráðamenn að fá undanþágu fyrir börn sín, kjósi þeir svo. Skýrsla þessi hefur vakið athygli og ýmislegt verið skrifað varðandi þetta mál und- anfarið. Miklar breytingar hafa verið á kristinfræðikennslu á liðn- um áratugum, er hófust með að- skilnaði skóla og kirkju árið 1926. Kirkjan lætur sig varða kennslu í kristnum fræðum og réttir kenn- urum og foreldrum hjálparhönd eftir því sem við á, en meginmunur stofnananna er sá að skólinn fræðir, kirkjan predikar. Skólanum er ekki ætlað að þröngva ákveðnum trúarlegum viðhorfum upp á nemendur sína heldur veita þeim tækifæri til að þroska með sér skilning á ýmsum þáttum trú- arinnar og stuðla að því að þeir öðlist sjálfir forsendur til að taka afstöðu byggða á þekkingu og skilningi. Þá er markmið kennsl- unnar að auka trúar-, siðgæðis- og félagsþroska nemenda og má benda á að í dag heitir greinin kristinfræði, siðfræði og trúar- bragðafræði. Það verða sífellt háværari þær raddir sem telja kristinfræði ekki eiga heima í skólum landsins vegna síbreytileika mannflórunnar þar sem ólík trúarbrögð lifa hlið við hlið, og gæti fræðslan þannig leitt til fordóma. Fjölmenningarleg kennsla getur einmitt leitt til þess andstæða, þ.e. að við þekkjum eig- in trú, en fræðumst jafnframt um trú og lífsskoðanir annarra, þar sem traust þekking á eigin rótum er forsenda þess að nemendur skilji önnur trúarbrögð. Krist- infræðikennurum er einmitt uppá- lagt að virða trú og lífsskoðanir annarra, og á það ekki síst við hin síðari ár þar sem nemendur tengja ýmis voðaverk við ákveðna trúar- hópa. Þá þarf að leiða nemendum það fyrir sjónir að þar sé hinn mannlegi þáttur að verki í trúnni, ekki trúin sjálf. Þekkingarleysi el- ur á fordómum á meðan þekking á eigin trú og umburðarlyndi og skilningur á trú annarra, vinnur gegn þeim. Kristinfræðikennarinn er fyr- irmynd nemenda sinna og þarf að sýna fram á að ákveðin sannfæring og opinn hugur þurfa ekki að vera andstæður. Kennslan verður að einkennast af umburðarlyndi og víðsýni og vilja til að virða fólk með mismundandi trúar- og lífs- skoðanir. Kennarinn þarf að gera hlutlæga og heiðarlega grein fyrir ólíkum viðhorfum án tillits hvort hann aðhyllist þau viðhorf sjálfur eða ekki. Hlutverk kennarans er í fyrsta lagi að fræða nemendur sína og í öðru lagi að leiða nemendur sína til fundar við námsefnið, þ.e. að nemendur fái að glíma við ýmis málefni innan frá. Í allri kennslu þarf kennari að leitast við að bera virðingu fyrir sjálfum sér, náunga sínum og umhverfinu. Þetta á sér- staklega við í kristinfræði. Ef stað- reyndin er sú að í íslenskum skól- um séu kennarar sem líta á sjálfa sig sem trúboða, er það alvarlegur hlutur sem þarf að skoða sér- staklega. Varast skyldi þó að setja alla undir sama hatt og í Kenn- araháskóla Íslands hefur verið haft að leiðarljósi í kennaranáminu að hlutverk kennarans er fræðsla, ekki predikun. Skýrsla Evrópu- nefndar er kannski ákall á frekari fræðslu fyrir kennara er kemur að kristinfræðikennslu, og vonandi að þeir er láta sig málið varða taki við sér og komi með skíra stefnumót- un hvað þetta varðar. Þegar ís- lensk ungmenni komu illa út í stærðfræði hér á landi fyrir nokkr- um árum, var gert átak í þeim efn- um og í dag er stærðfræði önnur kjarnagrein grunnskólans (hin er íslenska). Það er vel og væri skref í rétt átt ef samskonar rannsókn sýndi fram á að trúar-, siðgæðis- og félagsþroski nemenda væri á niðurleið, unglingarnir væru með lélegri sjálfsmynd en áður og ættu erfiðara með að staðsetja sig, að vægi greinar sem stefnir að því að ná fram þessum þroskaþáttum, yrði aukið. Það fer ekki á milli mála hvert viðhorf höfundar er í grein þessari. Sú skoðun að krist- infræði eigi fullan rétt á sér og kannski aldrei meir en nú, er hér sett fram, með þeirri von að sam- félag okkar sýni fleiri hlutum áhuga í framtíðinni en þeim er verða í askana látnir. Þetta er há- leit hugsjón, en verði allt í okkar heimi metið til peningaverðs og markaðsöflin þau einu sem ná ein- hverju fylgi, verða hugsjónir ekki hátt metnar hjá komandi kyn- slóðum. Kristinfræði- kennarinn Eftir Önnu Lóu Ólafsdóttur Höfundur kristinfræði-, siðfræði- og trúarbragðakennari. Í FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti er verið að leggja línur um þróun skólans og námsins á miklum breytingatímum. Samfélag í stöð- ugri þróun kallar á skóla í stöðugri þróun. Það krefst sveigjanleika og nýtingar nýjustu tækni hverju sinni. Í raun er það orðið svo að að fólk vill geta stundað nám þegar því hentar og jafnvel heiman frá sér að mestu leyti, ef svo ber undir. Þessum kröfum verður að svara en jafnframt halda uppi skýrum markmiðum um gæði náms og kennslu. Í því er stærð Fjölbrautaskólans í Breiðholti mikill styrkur. FB er stærsti framhaldsskóli landsins. Þar eru 1.300 nemendur í dagskóla, síðan eru 700 nemendur í kvöld- skóla og á sumrin eru 700 nemendur við nám í Sumarskólanum í FB, sem er sjálfseignarstofnun innan skólans. Nemendur geta því stundað nám í dagskóla, kvöldskóla eða sumarskóla, allt eftir þörfum. Þessa dagana er verið að endurskipuleggja kvöldskóla FB. Þar eru nokkur atriði sett á oddinn, sem öll snúa að aukinni og bættri þjónustu við nemendur. Meðal þeirra er innritun á Netinu, sem mun spara spor- in og tryggja aðgang strax. Þá er það virkari ráðgjöf og þjónusta við nemendur sem munu fá aukinn aðgang að starfsfólki skólans. Síðan verður nýr vefur Kvöldskóla FB opnaður áður en innritun hefst í ágúst. Þá er ætlunin að bjóða valda áfanga í svokölluðu dreifnámi, sem reynt hefur verið við sumarskólann við góðar undirtektir. Þá stunda nemendur námið að heiman að mestu en hafa aðgang að kennurum á ákveðnum tímum. Þeir munu sækja námsefni og verkefni á Netið og skila verkefnum rafrænt. Dreifnámið er góð viðbót við hefðbundið nám við kvöldskólann. Markmiðið með þessari þróunarvinnu er að Kvöldskóli FB þjóni bet- ur þeim nemendum sem hann sækja og bjóði velkomna nýja nemendur sem vilja njóta kennslu við bestu aðstæður. Kvöldskóli á nýrri öld Eftir Gunnar M. Gunnarsson Höfundur er kennari við FB.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.