Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EFNAHAGSBATI er haf-inn og flest bendir til vax-andi uppsveiflu á kom-andi vetri, að því er fram
kom í máli Birgis Ísleifs Gunnarsson-
ar seðlabankastjóra á fundi með
blaðamönnum í gær þar sem Pen-
ingamál – ársfjórðungsrit Seðla-
bankans var kynnt.
„Hagvöxtur var góður á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs, eða 3,3% og
vísbendingar eru um áframhaldandi
hagvöxt á öðrum ársfjórðungi þótt
hann geti verið eitthvað minni. Enn
er slaki í hagkerfinu og árstíðarleið-
rétt atvinnuleysi hefur ekki minnkað.
Leiðandi vísbendingar, svo sem vöxt-
ur útlána, benda hins vegar sterk-
lega til áframhaldandi aukningar eft-
irspurnar á næstunni. Verðbólga
hefur verið lítil og undir markmiði
bankans allt þetta ár. En verðbólgu-
markmið Seðlabankans er 2,5%.
Kjarnavísitölur neysluverðs, sem
undanskilja sveiflukennda liði og liði
sem augljóslega eru utan áhrifasviðs
peningastefnunnar, sýna einnig
verðbólgu undir markmiðinu en eru
þó mun nær því. Lítil verðbólga um
þessar mundir skýrist meðal annars
af hækkun gengis krónunnar undir
lok síðasta árs og framan af þessu og
minni alþjóðlegri verðbólgu en áður
var reiknað með,“ segir Birgir Ísleif-
ur.
Í Peningamálum – ársfjórðungs-
riti Seðlabanka Íslands kemur fram
að ekki hafa orðið miklar breytingar
á forsendum eða niðurstöðu þjóð-
hagsspár frá því í maí. En þá var því
spáð að hagvöxtur yrði 2,5% í ár og
3,25% á því næsta. „Þó er reiknað
með lítillega meiri hagvexti í ár og á
næsta ári, m.a. vegna aukins afla á
þessu ári og lægra gengis en reiknað
var með í síðustu spá. Spáð er að hag-
vöxtur verði 2,75% á þessu ári en
3,5% á því næsta. Þar sem hagvöxt-
urinn í ár er undir metnum vexti
framleiðslugetu mun framleiðslu-
slaki aukast lítillega í ár frá því sem
hann var í fyrra en snúast síðan í
smávægilega spennu á næsta ári
sem síðan mun ágerast eftir því sem
á líður. Miðað við þessar forsendur,
og óbreytt gengi og stýrivexti Seðla-
bankans, er því spáð að verðbólga
verði nokkuð undir verðbólgumark-
miði bankans allt næsta ár en fari lít-
illega yfir það þegar litið er tvö ár
fram í tímann, þ.e. til annars árs-
fjórðungs 2005,“ að því er fram kem-
ur í Peningamálum.
Óvissa um stækkun Norðuráls
Birgir Ísleifur segir verðbólguspá
Seðlabankans nú háða margvíslegri
óvissu líkt og áður. Þannig sé til að
mynda reiknað með framkvæmdum
við stækkun Norðuráls sem þó séu
ekki í hendi. En að sögn Birgis Ís-
leifs má vænta niðurstöðu í því máli í
næsta mánuði. „Verði ekki af fram-
kvæmdum við stækkun Norðuráls
gæti hagvöxtur orðið 0,5%
og 0,75% minni á næsta á
leiðsluslaki yrði því meir
myndi ekki hverfa á næst
gæti erlend verðbólga orðið
fyrirhugað er. Á móti kemu
er reiknað með því að
spenna á vinnumarkaði þ
líður stóriðjuframkvæmdu
för með sér umtalsvert l
eða marktæk áhrif á s
bundnar launahækkanir.
móti er reiknað með að lau
anir verði minni á þessu ári
ári en verið hefur undanfar
er að launakostnaður á a
vinnumarkaði hækki um 5
fyrra ári og um 4,25% á þ
Það felur í sér að launa
verði hóflegar í kjarasam
upphafi næsta árs og að flö
sem kunna að myndast í e
starfsgreinum verði greiðle
Efnahags-
batinn er
hafinn
Birgir Ísleifur Gunnarsso
lengra í vaxtahækkun en
Bankastjórn Seðlabanka Íslands kynnti í gær verðbólguspá sín
fyrir að vextir muni ekki hækka á næstunni og jafnvel möguleg
Hálfdánardóttir kynnti sér ársfjórðungsrit Seðlabankans og r
sem telur nauðsynlegt að ríkið leggi fram áætlun til nokkurra á
VERSNANDI afkoma í sjávarútvegi hefur
verið nokkuð til umræðu að undanförnu og
hefur hátt gengi krónunnar verið talið helsti
sökudólgurinn. Fleira kemur þó til að því er
fram kemur í ágústhefti Peningamála.
Birgir Ísleifur Gunnarsson seðla-
bankastjóri segir að aukin bjartsýni í efna-
hagsmálum heimsins sem virðist gæta hjá er-
lendum bönkum geti haft mikið að segja á
Íslandi og á íslenskan sjávarútveg. Segir
hann að lækkun á verði íslenskra sjávaraf-
urða megi eflaust rekja að einhverju leyti til
lækkunar á fiskverði í Evrópu þar sem eft-
irspurn eftir þessari dýru vöru hefur farið
minnkandi, að sögn Birgis Ísleifs.
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja
ekki alslæm
Í Peningamálum kemur fram að ekki sé
hægt að telja afkomuna á fyrsta ársfjórðungi
slæma þótt hún hafi ekki verið eins góð og á
seinustu tveimur árum en þá voru metár að
því er afkomu í sjávarútvegi varðar. „Afkoma
einstakra greina innan sjávarútvegsins er
hins vegar til muna verri en sjávarútvegsins í
heild, eða þess hluta hans sem er sýnilegur á
innlendum hlutabréfamarkaði. Þetta á sér-
staklega við um rækjuvinnslu sem barist hef-
ur í bökkum að undanförnu hér sem og ann-
ars staðar,“ að því er segir í Peningamálum.
Ástæður verri afkomu eru margþættar.
Hækkun krónunnar hefur þrengt að sjávar-
útveginum. Þannig var verð erlendra gjald-
miðla á fyrsta fjórðungi ársins miðað við
vöruútflutningsvog að meðaltali um það bil
12% lægra en fyrir ári. „Hins vegar er á það
að líta að á sama tíma hafa orðið verulegar
breytingar á gengi gjaldmiðla helstu við-
skiptalanda innbyrðis. Gengi evru lækkaði
t.d. aðeins um 5% gagnvart krónu en Banda-
ríkjadalur um 23% og breskt pund um 13%.
Þegar tekið hefur verið tillit til þess að mjöl
er að miklu leyti selt í pundum og lýsi nær
eingöngu í dölum, lætur nærri að Bandaríkja-
dalur vegi 23% og pundið u.þ.b. 30% í útflutn-
ingi sjávarafurða. Pundið vegur þannig tölu-
vert þyngra í útflutningi sjávarafurða en í
gengisvísitölunni þar sem það vegur svipað
eða tæplega 25%. U.þ.b. 40% útfluttra sjáv-
arafurða fer til evrusvæðisins eða Evrópu-
landa sem mjög tengjast evrusvæðinu en
vægi þessara gjaldmiðla í gengisvísitölunni
er um 52%. Þá segir til sín að sá mikli ábati
sem fyrirtæki sem seldu á Ameríkumarkað
höfðu á árunum 2000–2001 vegna hás gengis
dalsins, hefur allur gengið til baka,“ að því er
segir í Peningamálum.
Offramboð á rækju frá Kanada
Gengisbreytingar milli fyrstu fjórðunga
2002 og 2003 komu illa við greinar sem reiða
sig á Bandaríkja- og Bretlandsmarkað, eða
hafa gert samninga um sölu í þessum gjald-
miðlum án þess að verja sig fyllilega fyrir
gjaldeyrisáhættu. „Þetta á sérstaklega við
um fyrirtæki í rækjuvinnslu sem selja nær
eingöngu á Bretlandsmarkað, einnig mjöl-
framleiðendur, að því marki sem gerðir hafa
verið óvarðir samningar í breskum pundum.
Þett á einnig við um þau fyrirtæki sem fram-
leitt hafa sérhæfðar afurðir á Ameríku-
markað. Þar sem verulegur hluti framlegðar
á fyrst
uppsjá
bræðsl
haft ve
rækjuv
frambo
rækjuv
styrkt
adadal
miðum
gengda
iðnaði
að rekj
segir í
Þar
arútve
til vinn
fyllileg
Innri vandi sjávarútvegsins
Erfiðle
legu le
Í STEFNUYFIRLÝSINGU nýrrar ríkisstjórnar í vor var boðað
að á kjörtímabilinu í áföngum í allt að 90% af verðgildi eigna og ræ
Að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar liggur ekki fyrir á þessu
færð. „Hins vegar er mjög mikilvægt að haft sé í huga að breytin
haft hliðstæð áhrif á gengi og peningastefnu og hljótast myn
ingastefnan yrði þá að bregðast við með hærri vöxtum en ella o
stæður sem framundan eru myndi það ekki bæta stöðuna ef e
óbeint með auknum kaupum á húsbréfum, þar sem hætt er við að
að minnsta kosti um tíma.“
Birgir Ísleifur segir að það myndi einnig skapa þá hættu að út
bundin efnahagslægð vegna loka stóriðjuframkvæmda verður til
hér á landi. „Það gæti magnað gengislækkunarþrýsting sem hu
tengslum við lok stóriðjuframkvæmda og langtímavextir myndu
bótar vanda við eftirspurnarstjórnun er því hugsanlegt að fjármá
mikilvægt að þjóðhagsleg áhrif þessara áforma verði skoðuð ræk
Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóra.
Mikil áhrif stefnubreytingar í
NAUÐGUN ER GLÆPUR
Nú fer í hönd mesta ferðahelgi lands-ins. Víða um land safnast fólk sam-
an og á útihátíðum. Í flestum tilvikum
fara skemmtanir helgarinnar friðsam-
lega fram en því miður er það ekki alltaf
svo. Verslunarmannahelgin árið 2001 er
dæmi um slíkt. Þá var tilkynnt um 21
nauðgun, þar af 14 á Eldborgarhátíðinni.
Í kjölfarið skipaði þáverandi dóms-
málaráðherra, Sólveig Pétursdóttir,
nefnd til að fara yfir reglur og lagaum-
gjörð varðandi útihátíðir. Í skýrslu
nefndarinnar kemur fram að starfshóp-
urinn telur að lögreglan þurfi að huga
sérstaklega að kynferðisbrotum á útihá-
tíðum varðandi löggæslu enda séu kyn-
ferðisbrot meðal alvarlegustu brota sem
framin eru á útihátíðum. Gott samstarf
þurfi að vera milli lögreglu og heilsu-
gæslu og þeirra aðila sem hafa sérstaka
þjálfun í meðferð slíkra mála.
Undir þetta er hægt að taka heilshug-
ar og eru mótshaldarar sem og lögregla
hvattir til að vera vel á verði gagnvart
slíkum brotum.
En það er ekki nóg að löggæslumenn
og mótshaldarar séu vel á verði, heldur
er nauðsynlegt að bæði konur og karlar
séu meðvituð um að nauðgun er glæpur.
Glæpur sem á aldrei rétt á sér hvort
heldur sem það er um verslunarmanna-
helgina eða á öðrum tímum.
Í frétt sem birtist nýverið í Morgun-
blaðinu kom fram að nauðganir voru
fjórðungur allra kynferðisbrota sem til-
kynnt voru til lögreglunnar í Reykjavík
á síðasta ári. Tilkynnt var um 39 nauðg-
anir sem er 39% aukning frá fyrra ári.
Samkvæmt upplýsingum frá neyðar-
móttöku leggja mun fleiri, af þeim sem
leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana,
fram kæru en áður tíðkaðist. Málum hjá
neyðarmóttökunni fjölgaði hins vegar
ekki í fyrra. Í fyrra og árið áður lagði um
helmingur brotaþola fram kæru en það
er talsverð aukning frá árinu 2000. Svo
virðast sem fleiri þekki rétt sinn og vilja
fylgja málunum alla leið.
Greinilegt er að umræða um jafn al-
varleg brot eins og kynferðisglæpi er að
skila sér til þolenda, það er fleiri leggja
fram kæru, en því miður hefur glæp-
unum ekki fækkað að sama skapi.
Samtök eins og Stígamót hafa lagt sitt
af mörkum í baráttunni gegn kynferðis-
glæpum og eiga sinn þátt í að vekja fólk
til umhugsunar. Nú hefur ofbeldishópur
Femínistafélags Íslands kvatt sér hljóðs
í baráttunni gegn nauðgunum. Vonandi á
barátta þessara samtaka eftir að skila
árangri um þessa helgi sem nú fer í
hönd, en það er ekki nóg. Baráttunni
gegn kynferðisglæpum verður að halda
áfram því það er ekki hægt að líða það að
brotamenn komist upp með að beita aðra
manneskju kynferðislegu ofbeldi. Slíkt
ofbeldi skilur eftir sig ör á sál fórnar-
lambsins, ör sem hverfur aldrei.
„VEIÐIEÐLIГ
Ísérstakri reglugerð, sem gefin var útfyrir nokkrum árum um starfsemiskattrannsóknarstjóra ríkisins er
því nákvæmlega lýst í hvaða tilvikum
skattrannsóknarstjóri getur vísað máli til
opinberrar rannsóknar. Fjallað var um
þessi ákvæði reglugerðarinnar í Morgun-
blaðinu í gær og er ljóst, að tæpast getur
nokkur vafi leikið á um það, hvernig
skattrannsóknarstjóri skal standa að mál-
um, þegar hann vísar máli til opinberrar
rannsóknar.
Í lögum og reglum um starfsemi Fjár-
málaeftirlitsins eru skýr ákvæði um það í
hvaða tilvikum sú eftirlitsstofnun getur
vísað máli til lögreglu, ef grunur vaknar
um refsiverða háttsemi.
Í reglugerð, sem gefin var út 1997 eru
ákvæði um það hvernig efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra skal standa að
málum.
Engin slík ákvæði eru í lögum um Sam-
keppnisstofnun og engin slík ákvæði hafa
verið sett í reglugerð um Samkeppnis-
stofnun. Að undanförnu hafa nokkrir
þingmenn og jafnvel ráðherrar úr Fram-
sóknarflokknum og nú síðustu daga úr
Samfylkingu haldið uppi miklum þrýst-
ingi á embætti ríkislögreglustjóra vegna
rannsóknar Samkeppnisstofnunar á
meintu samráði olíufélaganna. Þegar í
ljós kemur að nákvæm ákvæði eru um
vinnubrögð og verklag þriggja eftirlits-
stofnana af fjórum hlýtur sú spurning að
vakna hvers vegna slíkar reglur eru ekki
til um Samkeppnisstofnun, sem geta verið
leiðbeinandi fyrir forsvarsmenn þeirrar
stofnunar um hvernig þeir skuli standa að
því að vísa máli til lögreglurannsóknar
telji þeir tilefni til þess. Sýnist full ástæða
til að Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra hafi snör handtök og beiti sér
fyrir setningu reglugerðar um þennan
þátt í starfi Samkeppnisstofnunar. Þing-
mennirnir, sem stærst orð hafa haft um
embætti ríkislögreglustjóra í þessu sam-
bandi, munu áreiðanlega styðja viðskipta-
ráðherra af alefli í slíku starfi. Það væri
uppbyggilegri þátttaka af þeirra hálfu í
þessum umræðum en þær óskiljanlegu
árásir, sem þeir hafa haft uppi á hendur
einum embættismanni í þessu sambandi.
Í fréttum RÚV sl. miðvikudag sagði
m.a.: „Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar, sagðist í fréttum Útvarps-
ins í morgun efast um að ríkislögreglu-
stjóri væri hæfur til að fara með rannsókn
olíufélaganna miðað við það, sem á undan
væri gengið. Guðrún Ögmundsdóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar, tekur
undir efasemdir Lúðvíks og segir þær al-
mennar í flokknum. Lúðvík Bergvinsson
sagði í útvarpsfréttum með ólíkindum
hvernig ríkislögreglustjóri hafi reynt að
koma sér undan því að rannsaka málið.
Fyrst hafi fulltrúum Samkeppnisstofnun-
ar verið vísað á dyr og því næst hafi menn
ekkert viljað kannast við málið.“
Það er forkastanlegt að þessir þing-
menn og raunar nokkrir aðrir skuli hafa
slíkar dylgjur uppi í garð þessa embættis-
manns. Ljóst er að þegar þessi orð voru
látin falla af hálfu ofangreindra þing-
manna var þetta mál komið í ákveðinn far-
veg á milli efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra og Samkeppnisstofnunar.
Áður en að því kom var ljóst, að Sam-
keppnisstofnun hefði getað óskað form-
lega eftir því, að málið yrði tekið til lög-
reglurannsóknar en gerði það ekki.
Þingmennirnir hafa ekki veitzt að for-
ráðamönnum Samkeppnisstofnunar af
þeim sökum. Þá var einnig ljóst að ríkis-
saksóknari hefði getað haft frumkvæði
um að taka málið til opinberrar rannsókn-
ar með því að fela efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra málið til rannsóknar.
Það hefur ríkissaksóknari ekki gert.
Þingmennirnir hafa ekki veitzt að ríkis-
saksóknara af þeim sökum. Hvers vegna
beina þeir spjótum sínum eingöngu að
ríkislögreglustjóra?
Í samtali við Stöð 2 í fyrrakvöld sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir m.a. vegna
umræðu um stöðu borgarstjóra í þessu
máli: „Mér finnst Vilhjálmur (Þ. Vil-
hjálmsson) hafa látið veiðieðlið, ef ég leyfi
mér að orða það þannig, bera sig ofurliði í
þessu máli og sérstaklega borið sanngirn-
issjónarmiðin ofurliði hjá honum.“
Það skyldi þó aldrei vera, að „veiðieðl-
ið“ hafi borið nefnda þingmenn ofurliði og
að Ingibjörg Sólrún ætti að eiga við þá orð
um það í tilefni af því aðkasti, sem ríkis-
lögreglustjóri hefur orðið fyrir frá þeim
og nokkrum öðrum þingmönnum?