Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ S tundum heyri ég þetta orð. Einkariddari. Hvað er það eigin- lega? Ég bara spyr. Stundum er talað um að yfirmenn í fyrirtækjum hafi einkariddara. Hvað gera einka- riddarar? Skora þeir einkaridd- ara annarra yfirmanna á hólm? Eru þeir sífellt að berjast fyrir málstað forstjóranna? Er Bjarni Ármannsson for- stjóri Íslandsbanka með einka- riddara? Hvað með Guðbrand Sigurðsson hjá ÚA? Eða Þór- ólfur Árnason? Er hann með einkariddara hjá borginni? Kom einkariddari hans við sögu í olíumálinu? Og hver slær menn til einkariddara? Er það Karl Sigurbjörns- son biskup? Það fyndist mér skrýtið. Karl á ekkert með að sinna svoleiðis verkefnum. Hann á að einbeita sér að trúboði í þessu heiðna samfélagi okkar. Ef hann hins vegar sinnir þessu starfi, að slá menn til einkariddara, þá krefst ég skýringa frá biskupsembætt- inu. Auðvitað er það hrein og klár mismunun að aðrir en stjórn- endur fyrirtækja og stórra stofnana skuli ekki geta verið með einkariddara. Ég á að geta verið með einkariddara alveg eins og þeir. Svo er ég ekki alveg með starfssvið einkariddara á hreinu, eins og ég sagði áðan. Félagi minn var í líkamsrækt í hádeg- inu á föstudaginn og ónefndur forstjóri líftæknifyrirtækis var með næsta skáp. Þegar þeir voru klæða sig eftir púlið hringdi síminn hjá forstjór- anum. Forstjóri: Halló. Forstjóri: Já, þetta er bara vinnuplagg. Já, ég kíki á þetta í fyrramálið. Forstjóri: Nei, nei, nei, þetta er bara vinnuplagg. Komdu því bara til einkariddarans míns og ég les það yfir í fyrramálið. Forstjóri: Vertu blessaður. Hvað er þessi maður að láta einkariddarann sinn fá vinnu- plagg? Til hvers í ósköpunum? Er þetta áætlun um einvígi næstu viku? Mér þykir þetta hugtak, einkariddari, vera orðið teygt. Eða þá starfssvið einka- riddara vera orðið vítt. Þetta er tímaskekkja. Ridd- arar eiga heima á miðöldum. Þeir eiga ekki heima í nútíma- þjóðfélagi. Aðferðir þeirra eru úreltar. Þrætuefni á ekki að út- kljá með einvígjum og ofbeldi. Einkariddari kemur inn í mat- vöruverslun. Hann nær sér í körfu og setur sverðið ofan í hana. Brynjan er þung, en hann er vanur burðinum. Einkaridd- arinn rekst utan í fertugan sjó- mann að norðan. Sjómaðurinn er ekki ánægður. „Hvaða fyrir- bæri ert þú eiginlega, má ég spyrja. Hvar er grímuballið? Reyndu að gá að því hvar þú gengur, hænan þín.“ Einkariddarinn reiðist. Hann dregur fram sveðju sína og skorar sjómanninn á hólm. Sjó- maðurinn þekkir ekki heiðurs- mannareglur miðalda og ræðst á manninn, sem hann heldur að sé á leiðinni á grímuball. Hann kemst að því að sverðið er ekta. Þarna mætast tveir menning- arheimar. Tvennir tímar. Tvenns konar sýn á lífið. Þetta getur ekki nema endað með ósköpum. Aðgerða er þörf. Ástralar eiga við svipað vandamál að glíma, nema þar er um að ræða tvær dýrategundir, sem eiga erfitt með að lifa í sátt og samlyndi. Þessar tvær dýra- tegundir eru maðurinn og krókódíllinn. Mannskepnan hefur sífellt verið að færa sig upp á skaftið í „neðra“, þ.e. á ástralska megin- landinu. Heimkynni krókódílsins hafa orðið undan að láta, en við þessar aðstæður verður ekki komist hjá árekstrum. Árásum krókódíla á menn hefur fjölgað geigvænlega á undanförnum árum. Hvernig leysa andfætlingar þetta vandamál? Þeir fjarlægja skepnurnar og koma þeim fyrir fjarri mannabyggð. Að sjálf- sögðu er aðeins um tímabundna lausn að ræða, enda hlýtur að enda með því að heimkynni mannsins nái hinum nýja dval- arstað krókódílanna. Krókódílar hafa ekki til þessa unnið, að vera ýtt til hliðar. Þeir hafa verið uppi í milljónir ára, mun lengur en maðurinn. Þeir voru uppi um leið og risaeðl- urnar. Réttur þeirra er skýlaus. Þá verður að vernda, hvað sem það kostar. Hið sama á við um einkaridd- ara. Þeir hafa heiðrað þessa jörð með nærveru sinni síðan á mið- öldum og því verður að hlúa að þeim, burtséð frá þeim erfiðleik- um sem við blasa. Við verðum að læra að búa með þeim. Sam- búðin getur verið erfið, en hún er nauðsynleg. Það er engin lausn að færa einkariddarana upp á hálendið. Eða hneppa þá í fangelsi, eins og hverja aðra franska ferða- menn, sem gerast svo bíræfnir að flytja franskan kött inn til landsins. Hugsið ykkur. Fransk- an kött. Er franskur köttur þversögn? Einkariddarar hljóta að vera á ábyrgð þeirra yfirmanna, sem hafa þá í þjónustu sinni. Hlut- verk þeirra hlýtur að vera að veita þeim skjól yfir höfuðið og koma í veg fyrir að til menning- arlegra árekstra komi á milli þeirra og almennings. Hlutverk löggjafans er ekki síður mikilvægt. Alþingi verður tafarlaust að setja reglur að þessu lútandi. Lögfesta verður skýrar umgengnisreglur sem leysa úr öllum hugsanlegum ágreiningsefnum, sem geta komið upp á milli einkariddara og annars fólks. Annars fólks segi ég, því einkariddarar eru líka fólk, þótt þeir klæðist furðulegum silfurlituðum fötum, gangi með hjálm og beri sverð. Einka- riddarar Er Bjarni Ármannsson forstjóri Íslands- banka með einkariddara? Hvað með Guðbrand Sigurðsson hjá ÚA? Eða Þórólfur Árnason? Er hann með einka- riddara hjá borginni? Kom einkaridd- ari hans við sögu í olíumálinu? VIÐHORF Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ✝ Jón Ólafssonfæddist að Leir- um undir Eyjafjöllum 14. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. júlí síð- astliðinn. Foreldrar Jóns voru þau Mar- grét Þórðardóttir og Ólafur Jónsson frá Leirum undir Eyja- fjöllum. Systkini Jóns voru Halldór Jón, Guðmundur, Kjartan og Guðrún og eru þau öll látin. Uppeld- issystir Jóns er Júlía Ólafsdóttir. Jón kvæntist Guðlaugu Ragn- heiði Guðbrandsdóttur, f. 18. mars 1921, d. 27. febrúar 1966. Börn þeirra eru Sirrý Laufdal, sam- býlismaður Erlingur Brynjólfsson, Ólafur Laufdal, maki Krist- ín Ketilsdóttir, Trausti Laufdal, maki Hrönn Har- aldsdóttir, Hafdís Laufdal, maki Aðal- steinn Pétursson, og Erling Laufdal. Barna- og barna- börn Jóns eru 49. Eftirlifandi kona Jóns er Ingigerður Runólfsdóttir, f. 11. október 1922. Útför Jóns verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Kær vinur er fallinn frá. Nú hefur Jón Ólafsson tengdafaðir minn fengið hvíldina eftir stutta en erfiða sjúkra- legu. Föstudagsmorgunninn 25. júlí sl. verður skýr í minningunni, þá er hann kvaddi þennan heim hægt og hljóðlega, saddur lífdaga, en minning um góðan dreng mun lifa áfram. Ég kynntist reyndar tengdaföður mínum á undan konunni minni, er við unnum saman við verslunarstörf á Shellstöðinni á Húsavík fyrir margt löngu. Með okkur tókst fljótt góð vin- átta þótt aldursmunur væri þónokk- ur, kærar eru mér samverustundirn- ar á Vallholtsveginum þar sem spáð var í lífið og tilveruna. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var ólæknandi veiðidella. Við fór- um saman í óteljandi og ógleyman- legar veiðiferðir í gegnum árin sem mér ber að þakka. Og veiðnari mann hef ég sjaldan eða aldrei hitt, svo sumir töluðu um galdra í því sam- bandi. Við áttum saman mörg fleiri áhugamál og þar fór hæst áhugi okk- ar á tónlist. Jón hafði yndi af góðri tónlist og átti stórt og gott plötusafn. Einnig hafði hann mikinn áhuga á ljósmyndun, og núna seinast tölvu þar sem hann gat skannað og stækkað sínar gömlu myndir. Jón hafði gaman af að ferðast, fór í heimsreisur og til suðrænna landa og dvöldum við að minnsta kosti tvisvar saman á sólarstönd með ástvinum okkar í ógleymanlegum ferðum. Þegar ég skrifa þessa fátæklegu orð er mér efst í huga þakklæti fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman og þann vináttuþráð okkar í milli, sem aldrei slitnaði. Hann tók mér opnum örmum í fjöl- skyldu sína og reyndist mér ávallt vel. Eins veit ég að honum þótti alltaf afar vænt um systkini sín og fjölskyldur þeirra. Jón hafði yndi af víðsýnu og miklu útsýni, og nú hafa opnast honum vídd- ir alheimsins í óendanleika sínum. Jón átti við vanheilsu að stríða síð- ustu misseri, en hann stóð ekki einn. Ingigerður, konan hans, og börn hans voru honum styrkur og huggun í erf- iðum veikindum. Samfylgd og samverustundir eru þakkaðar. Minningin fyllir hugann birtu og yl. Ég bið góðan Guð að styrkja eiginkonu hans, afkomendur og ástvini og veita þeim huggun sína. Guð blessi minninguna um góðan vin. Aðalsteinn Pétursson. Nú er hann elsku afi minn farinn. Þá reikar hugurinn í skemmtilegar minningar sem við áttum saman þeg- ar ég var lítill strákur. Það var ekki sjaldan að ég vaknaði eldsnemma – oft um klukkan sex að morgni – og beið fyrir utan heima í Vesturberginu eftir því að afi kæmi að ná í mig í veiðiferð. Það eru margar góðar minningar sem ég á úr veiðiferðunum með afa, og það er ekki ofsögum sagt að ég hafi alltaf verið stoltur af því hvað hann var góður veiðimaður. Ég minnist þess oft þegar ég hugsa um veiði hve fiskinn afi var – í hverri ein- ustu veiðiferð sem við fórum í var hann alltaf með langmesta aflann. Það er eitt atvik sem er eins og greypt í kollinn á mér en þá vorum við að veiða í Veiðivötnum ásamt stórfjöl- skyldunni og afi var að hala hann inn og ég var ekki langt frá, en þá kemur að okkur annar veiðimaður sem fylgst hafði með veiðinni tilsýndar í dágóða stund. Þegar hann kemur að er afi með fisk á stönginni og spyr hann þá hvaða göldrum hann beiti. Nema hvað að hann lítur ofan í vatnið og segir um leið og hann fellur aftur af undrun: „Hvað, eru þetta tveir?“ Það var nú ekki lítið glottið sem kom á hann afa þá. Elsku afi, ég veit að þú áttir erfiða daga síðustu árin og nú er þeim lokið. Ég bið guð að blessa þig og þakka þér fyrir góðu stundirnar okkar. Arnar Laufdal Ólafsson. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi á milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. Í samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Elskulegur móðurbróðir minn, frændi og vinur. Okkur langar að senda þér síðustu kveðju með þakklæti fyrir einstaka tryggð og vináttu um árabil. Það eru algjör forréttindi að hafa fengið að eiga þig sem vin. Þú varst góður og heiðarlegur maður og hafðir ríka rétt- lætiskennd. Við söknum þín mikið en gleðjumst um leið yfir að þjáningum þínum er lokið. Við trúum að þú sért nú í friði hjá Guði og hafir gengið til móts við horfna ástvini þína. Elsku frændi minn. Ég mun aldrei gleyma fallegu orðunum sem þú kvaddir mig með eitt sinn í vor í sím- anum, þegar þú sagðir: „Fríða mín, ég bið Guð alltaf fyrir ykkur öllum í bænunum mínum á kvöldin.“ Hlýja ljúfa röddin og þessi fallega hugsun til okkar verður alltaf geymd í hjarta mínu og okkar allra, kærar þakkir fyrir. Elsku Ingunn, öllum börnunum þínum og öðrum ástvinum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að styrkja þau og varðveita. Blessuð sé minning þín. Málfríður, Jóhannes og fjölskylda. JÓN ÓLAFSSON Föðurnafn eigin- manns Guðrúnar mis- ritaðist í formála minn- ingargreina um hana í blaðinu föstudaginn 25. júlí. Þórarinn, eiginmaður hennar, var Sigurðsson en ekki Sigurbergs- son eins og þar var sagt. „Guð veri með þér Björk mín,“ voru venjulega kveðjuorð ömmu þeg- ar við kvöddumst. Fyrstu minningar mínar um ömmu voru þegar við í fjölskyldunni fórum í heimsókn til hennar úr sveitinni og okkur var borið súkkulaði í bláu þunnu bollunum. Einnig þegar þau afi komu á sumrin. Síðar þegar ég flutti í næsta nágrenni við hana kynntist ég henni nánar. Þá var venjulega fullsetið hús hjá henni af unglingum sem hún skildi vel þrátt fyrir tveggja kynslóða bil. Þar kom í GUÐRÚN SIGUR- BERGSDÓTTIR ✝ Guðrún Sigur-bergsdóttir fæddist í Fjósakoti í Meðallandi 31. jan- úar 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 16. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 25. júlí. ljós einn af hennar stærstu kostum því hún gat haldið gildum sínum en jafnframt borið fulla virðingu fyrir öðrum skoðunum og það án þess að móðga nokkurn. Ég er ekki í vafa um að við unglingarnir höfum með tímanum lært enn frekar að meta það sem hún sagði og gerði fyrir okkur. Hún virti og veitti jafnt börnum sem gamalmennum, fyrir- mönnum sem fátæk- lingum. Síðar þegar ég heimsótti hana með börnunum mín- um nutu þau sömu umhyggjunnar. Amma var lítið fyrir veraldlegt stúss. Hún hafði vafalaust oft ekki haft úr miklu að moða. Hún átti allt sem hún þurfti og ef okkur krökk- unum varð það á að dást að einhverju sem hún átti gaf hún okkur það und- antekningarlítið. Eitt var það sem ömmu langaði alltaf að gera en gerði ekki var að fara til Vestmannaeyja. Þegar hún var ung heyrði hún eldri bræður sína segja sögur þaðan og svo blöstu þær alltaf við frá suðurströnd- inni. Þrátt fyrir nægjusemina keypti hún sér málverk af Vestmannaeyjum. Hún gerði það á baslárum sínum en hún hafði í nokkurn tíma gengið fram hjá myndinni í glugga hjá innrömm- un. Myndin var ekki sótt og því seld ömmu. Þessa mynd eignaðist ég síðar og varðveiti. Annar af ömmu bestu kostum var hvað hún átti gott með að gera góðlát- legt grín að sjálfri sér og því sem gerðist í kringum hana. Sá hæfileiki hefur vafalaust oft skemmt bæði henni og öðrum í gegnum tíðina. Eftir að amma kom á Sólvang var ekki síð- ur gaman að heimsækja hana en á Hraunbrúnina. Hún fylgdist vel með fréttum, prjónaði, las og hlustaði á út- varp. Umræðuefnin voru því óþrjót- andi. Stundum „skemmtum við okkur í Meðallandinu“ en þá sagði hún okk- ur sögur úr bernsku sinni og gerði það þannig að það var eins við værum við hlið hennar í atburðarásinni. Amma tók hlutunum ævinlega af æðruleysi og studdist við barnstrú sína þegar á móti blés. Hún annaðist afa af sérstakri natni eftir að hann varð veikur. Henni varð það mjög þungbært þegar hún missti Sissa og eftir það varð henni tíðar rætt um það að hún væri alveg orðin nógu gömul til þess að kveðja. Þrátt fyrir það lifði hún aldamót eins og faðir hennar gerði einni öld fyrr en sögur því tengdar rifjaði hún upp á þeim tíma- mótum. Elsku amma mín. Takk fyrir allt, fyrir allan vinskap- inn, spjallið, áhugann á því sem ég og fjölskylda mín voru að fást við, fyrir sögurnar úr Meðallandinu og alla um- hyggjuna. „Guð veri með þér.“ Þín Björk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.