Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 36

Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS PÁLS GUNNARSSONAR, Flögu, Skaftártungu. Sigrún Gísladóttir, synir, tengdadætur og afabörn. Í meira en 40 ár lágu leiðir okkar Hall- dórs Hansen saman þar sem við vorum samstarfsmenn á Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur. Halldór var ekki aðeins samstarfsmaður heldur einn- ig góður vinur sem ómetanlegt var að eiga að. Þegar Halldór hóf störf hafði hann nýlokið sérnámi í barnalækn- ingum. Fljótlega ávann hann sér virðingu og traust meðal þeirra sem við hann áttu samskipti, ekki síst hinna ungu skjólstæðinga og for- eldra þeirra. Hann var mikill hug- sjónamaður og braut viðfangsefni sín til mergjar af vísindalegum áhuga. Hann helgaði starfsævi sína heilsuvernd og geðvernd barna, hinum mjúku og lítt áþreifanlegu málum. Við samstarfsmenn Halldórs kynntumst ekki aðeins lækninum og mannvininum Halldóri, heldur einnig tónlistarmanninum. Var tón- listin honum dyggur förunautur alla tíð og veitti honum mikla lífsfyll- ingu. Halldór var glæsimenni og fé- lagslyndur. Húmoristi var hann mikill og kunni ógrynni af skemmti- legum og hnyttnum sögum og til- vitnunum. Honum lá lágt rómur og hann talaði ekki með miklum til- þrifum eða áherslum, en gaf frá- sögninni einhvern þann tón að unun var á að hlýða. Þótt hógvær væri var hann heimsborgari og ferðaðist víða. Hann var einstakur tungu- málamaður og talaði minnst sjö tungumál, flest reiprennandi. Halldór var jafnlyndur, ekki urðu menn varir við að hann skipti skapi og ekki brýndi hann raustina þótt menn gerðu sér ljóst að þar fór til- finningamaður. Ljúfmennska, sem hvíldi á þekkingu og mannkærleika, voru vopn hans – keppnismaður var hann enginn. Hann barðist aldrei fyrir eigin frama eða metorðum. Halldór var gæddur þeim fágæta eiginleika sem hagfræðingurinn Max Weber kallar „náðarforystu,“ sem skýrir hvers vegna á hann var kallað án þess að hann gerði kröfu um það sjálfur. Líf Halldórs var ekki alltaf dans á rósum, hann hefur alla tíð átt við meiri og minni vanheilsu að stríða. Í merkilegu viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu rétt fyrir andlát hans, sagði hann sjálfur frá að hann hefði þegar legið fjórar banalegur. Hann var yngstur fjögurra systkina og lifði þau öll, tvö þeirra létust langt fyrir aldur fram. Hann sagði okkur oft frá þessum systkinum sínum, og brá þá fyrir viðkvæmni í röddinni. Ekkert raskaði þó ró hans. Stundum verður manni á að hugsa, hvernig heimurinn væri ef fleiri menn, ekki síst í valdastöðum, byggju yfir eðliskostum Halldórs. HALLDÓR HANSEN ✝ Halldór Jón Han-sen barnalæknir fæddist í Reykjavík 12. júní 1927. Hann lést á líknardeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss á Landakoti 21. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 31. júlí. Það eru forréttindi að hafa fengið að fylgja Halldóri svo lengi. Við samstarfs- menn Halldórs fyrr og síðar þökkum honum samfylgdina og send- um þeim sem hann syrgja einlægar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Halldórs Hansen, barnalæknis og mann- vinar. Bergljót Líndal. Vinur minn Halldór Hansen hef- ur kvatt. Þakklæti fyrir þá ómet- anlegu vináttu fyllir hjartað á þess- ari stundu. Alltaf var hægt að banka upp á dyrnar á Laufásveg- inum og var manni vísað til sætis í sólríka stofuhorninu með útsýninu niður að Tjörn, og boðið að þiggja cappuccino og kökubita og hlusta á dýrlegan söng, eitthvað gamalt, eitthvað nýtt. Farið var yfir stafl- ana af geisladiskum, sem að venju þöktu stofuborðið svo flóði niður á gólf, og öll blöðin og bækurnar líka. „Hefurðu heyrt …? Þá verð ég að spila það fyrir þig.“ Svo hvarf hann upp á loft og kom niður með vínyl og græjurnar voru stilltar í botn. Eða þá að ég mátti til með að koma með honum upp til að sjá vídeóspól- una sem Dalton sendi, og þegar sú var búin var horft á aðra og enn aðra. Og alltaf var hægt að ræða það sem þyngst lá á hjarta og fá góð ráð, uppörvun, hvatningu, en mest um vert, skilning. Og manni opnaðist skilningur. Og alltaf var hægt að hlæja, því sögurnar voru margar og skemmtilegar. Alvar- legri voru frásagnirnar frá uppvexti á stríðstímum í Evrópu, og veik- indum. Tíminn virtist aldrei líða inni á Laufásvegi. Tíminn bara var og átti heima hjá Halldóri. Sömuleiðis verða ógleymanlegar allar stundirnar í New York og ferðalagið til Baden. Og sárveikur lagði hann það á sig að fara með mér til Vínar. Hann vildi sýna mér borgina sem hann elskaði eins og hann elskaði hana. Og þvílík ferð! Auðvitað enduðu allar slíkar borg- arferðir með viðkomu í helstu hljómplötuverslunum, og ég gleymi ekki hvað Jimmy vinur okkar var hneykslaður á því að í hvert skipti sem Halldór kom í heimsókn þurfti að kaupa nýja ferðatösku til að koma farangrinum heim. „Hann hlýtur að eiga heilt herbergi af ferðatöskum“ – var Jimmy vanur að segja. Yndislegan vin minn kveð ég með söknuði og þökk fyrir að veita mér svo rausnarlega af ríkidæmi sínu. Tímann hefur hann skilið eftir hjá mér. Sigríður Jónsdóttir. Sá hann síðast á sinfóníutónleik- um seint í vetur, þar sem hann sat í hjólastól við endann á „mínum bekk“, þeim ellefta. Hugsaði mér gott til glóðarinnar að faðma hann í hléinu. Í þetta skipti tók eilífðartíma að komast út úr bekknum því fleiri voru sama sinnis og ég og stór hluti af þeim er sátu á 1-10 bekk þurftu líka að knúsa hann og faðma. En mér tókst ætlunarverkið sem betur fer. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna um tíma með Halldóri á geðverndardeild barna á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur, sem Sig- urjón Björnsson sálfræðingur stofn- aði og hann ásamt konu sinni, Margréti Margeirsdóttur, og fleira góðu fólki unnu brautryðjendastarf í þágu barna. Halldór var ótrúlegur, – hann lék við barnið í sandkassanum á meðan ég talaði við foreldrana. Hvernig hann gat vitað meira um fjölskyldu- lífið en ég eftir að hafa horft á barnið leika sér var svo sem ekkert að fárast yfir, því þetta var hann Halldór. Stundum skammaðist ég mín, þegar við töluðum saman við for- eldrana í litlu skrifstofukompunni minni og hann keðjureykti. En það var ekkert mál í þá daga og þetta var líka hann Halldór Hansen. Eftir viðtölin var frábærlega gaman að „ventilera“. Í lokin var svo talað um tónlist. Mikil veisla það. Samúðarkveðjur til Öglu Mörtu og allra sem sakna. María Þorgeirsdóttir. Erfitt er að meðtaka að Halldór sé ekki þarna lengur. Hans er svo sterk þörf. Það var ótrúlegt hve lengi Halldór gat lifað og umborið veikindi sín. Sjálfur sagði hann veikindin hafa veist léttari eftir að hann viðurkenndi og varð sáttur við að vera sjúklingur. Hann kenndi okkur áfram um lífið og tilveruna í veikindunum. Þess vegna hafði þetta langa sjúkdómsstríð líka til- gang. Æðruleysið og afstaða hans til þjáningarinnar var áhrifamikil. Þremur dögum fyrir andlátið lýsti Halldór því hvernig hann gæti stað- ið fyrir utan hina líkamlegu þján- ingu, án nokkurra skuldbindinga nema þá að vera í núinu. Það veitti frelsiskennd að einbeita sér að augnablikinu, frelsið væri gott. Nú hefur Halldór fengið algjört frelsi og því er hægt að fagna jafnframt því að hans er sárt saknað. Halldór Hansen sá ég í fyrsta skipti í bíósalnum á Hótel Loftleið- um fyrir rúmlega tuttugu árum. Hann hlustaði á mig og samstarfs- konu mína Álfheiði fjalla um geð- heilsu barna og foreldraráðgjöf. Andlitið vakti strax áhuga minn. Ósvikinn áhuginn, hreinlyndið og manngæskan skein úr andlitinu sem var um leið svo óendanlega hlýlegt og svolítið bangsalegt. Hall- dór tók í hléinu frumkvæði að sam- starfi við okkur stöllur um könnum á geðheilsu fjögurra ára barna. Í kjölfarið starfaði ég við hlið Hall- dórs í u.þ.b. tvö ár. Þar varð upp- hafið af áratuga náinni og djúpri vináttu. Stuðningur hans í einkalífi og starfi var ómetanlegur. Halldór varð ráðgjafi Sálfræðistöðvarinnar og hvatti okkur stöllur alltaf til dáða. Hann skrifaði formála að Barnasálfræðinni og Tvíburabók- inni. Formálarnir eru mjög „Hall- dórslegir“ og lýsa hugarfari og djúpum skilningi á mannlífinu. Halldór var einstakur húmanisti. Manngæskan, innsæið, hlýjan, styrkurinn, hógværðin og æðruleys- ið einkenndu hann framar öðru. Halldór kom strax að kjarna hvers máls og orðaði hlutina þannig að áður óþekktur sannleikur kom í ljós. Hann hafði ótrúlega hæfileika til að greina fólk. Hann sá alltaf hvaða mann fólk hafði að geyma. Hann fann óheilindi og fals í fari fólks og það líkaði honum ekki, og alls ekki ef átti að reyna að notfæra sér hann. Halldór hafði óendanlega mikla þýðingu fyrir marga á álags- og erfiðleikatímum, þar á meðal mig. Með djúpu innsæi í sálarlíf annarra og skilningi á þjáningunni hjálpaði hann mörgum til að skilgreina þann flókna vanda að feta að nýju veginn áfram. Með fölskvalausri samúð með manneskjunni, fágaðri og fordóma- lausri framkomu höfðaði hann til fólks. Ekki aðeins að leiftrandi gáf- ur og vitræn geta gerðu hann ein- stakan heldur hafði hann sjálfur oft þjáðst, ekki bara sem veikt barn, heldur vegna ýmissa áfalla sem snertu upprunafjölskyldu hans. Einnig vegna eigin baráttu og margháttaðrar togstreitu við að fara í gegnum sjálfsvitundarferlið til að öðlast eigið ég, fá sinn fasta kjarna, sína sjálfsmynd. Flókin tengsl og tíðir flutningar gerðu Halldóri erfiðara fyrir en mörgum að finna sig. Hann tilheyrði mörg- um samfélögum, mörgu fólki. Eng- inn gerði sér betur grein fyrir því að „eitt af frumvandamálum hvers barns er að átta sig á eigin eðli“: „Hver er ég – hvað gerir mig að mér?“ Eftir sína löngu og ströngu göngu að „ég-vitundinni“ hefur sennilega varla fyrirfundist neinn með eins djúpa sjálfsþekkingu og verið í eins sterkum tengslum við innri mann sinn og Halldór. Halldór var maður friðarins. Það ríkti friður í kringum hann og afar þægilegt var að vera í nánd við hann. Hann var ekki maður baráttu eða togstreitu, ekki heldur þegar það snerti hann sjálfan. Hann var hafinn yfir þess háttar tilbúning manna. Hann vorkenndi frekar þeim sem efndu til átaka. Hann fann til með þeim og skildi að þeim leið ekki vel. Heimsborgarinn Halldór var mjög skemmtilegur og mikill húm- oristi. Það var alltaf hátíðlegt hjá fjölskyldunni þegar Halldór kom í mat, unun að sjá hann njóta matar og borða ís, einkum ef hann gekk óséður með hann í hendi eftir Lækjargötunni. Að hlusta og heyra manninn tala um tónlist gerði það kleift að skynja hvað hann átti við með milliliðalausri tjáningu. Á síð- asta fundi rétt fyrir andlátið fann ég hina milliliðalausu tjáningu þeg- ar Halldór gat fárveikur átt í djúp- um umræðum um sálkönnun í bland við guðfræði. Í umræðunum kom að þeirri spurningu sem mig hafði alltaf langað til að spyrja, hvort hann væri trúaður. „Ég er ekki viss. Tilhneiging er fyrir hendi. Það er meiri þrá en vissa, en tilhneigingin er þar.“ Dæmigerður Halldór. Ég verð ævinlega þakklát því að hafa kynnst Halldóri Hansen, eink- anlega fyrir hvernig hann var en einnig fyrir hvað hann sagði fallegt við mig. Halldór býr alltaf innra með mér sem ein dásamlegasta mannvera sem ég hef kynnst. Guðfinna Eydal. Ég hitti hann fyrst haustið 1967. Hann stóð í prýddum Kristalsal Vínaróperunnar uppábúinn, dálítið álútur, með kaffibollann og sígar- ettuna. Við spjölluðum saman, hann þáði heimboð. Á þessum punkti hófst vinátta okkar. Halldór var hagvanur í Vín alveg frá æskuárum. Hann hafði þó num- ið fræði sín aðallega í París og New York. Han fór víða í störfum sínum, var heimsborgari. Hann fylgdist vel með tónlistarlífinu austan hafs og vestan og hafði lengi gert. Ég man að ég spurði margs á leiðinni heim eftir sýninguna í óp- erunni þetta kvöld. Halldór svaraði þessari óðamála æsku með yfirveg- aðri ró, bjartur í framan. „Hefurðu heyrt Leontyne Price?“ en hennar stjarna lýsti heiminn á þessum árum. „Jú, jú,“ svaraði hann, „hún er vinkona mín, við bjuggum í sama húsi í tvö ár í New York, ég þekki hana vel,“ svaraði hann yfirlætislaust. Þau urðu mörg slík augnablikin á fundum okkar. Að koma heim til Halldórs var mjög sérstakt, og þá ég leit hans gríðarlega plötusafn fyrsta sinni spurði ég agndofa: „Veistu hvað þær eru margar?“ „Nei, nei, en ég á sjálfsagt annað eins niðri í kjallara,“ svaraði hann. Hann kunni samt skil á þessu öllu í smáatriðum. Það gat fylgt saga með hverjum flytjanda, höfundi eða verki – en það var lykilatriði að spyrja. Þarna var líka efni að finna, sem hvergi var til annars staðar: viðtöl, tónleikar, fyrirlestrar, nám- skeiðsbrot o.m.fl. Hann fylgdist af kostgæfni með vexti söngvaranna okkar, kom á æf- ingar og var alltaf leiðbeinandi, gef- andi og jákvæður. Engan mann hef ég heyrt tala af jafnmiklu og hóg- væru viti um söng og söngmenntir en lækninn Halldór Hansen. Ég sá bók á borðhorni hjá hon- um, einskonar endurminningar í máli og myndum um Elly Ameling. Formálinn var eftir Halldór Han- sen, ég spurði út í það. „Þessi orð eru úr bréfi frá mér, við Ellý erum miklir vinir, höfum þekkst lengi. Hún er duglegur bréfritari, ég skulda henni alltaf bréf,“ svaraði hann. Barnalæknirinn Halldór Hansen var tíður gestur á tónleikum og með nærveru sinni einni hélt hann undir eitt mikilvægasta horn tón- listarlífsins. Sem skilningsríkur vin- ur og þolinmóður hlustandi reynd- ist hann tónlistarlífinu mikilvægur ráðgjafi og leiðbeinandi. Með víð- sýni sinni og hjálpsemi hélt heims- borgarinn Halldór Hansen opnum gluggum út í veröldina og kynnti fyrir þjóðinni fjölda vina sinna, sem reyndust vera í framvarðasveit tón- listarmanna í heiminum. Fyrir hans orð komu margir listamenn hingað, sem með list sinni tosuðu okkur upp úr hversdeginum, ýttu okkur fram á veginn. Það var lán að kynnast Halldóri Hansen og alveg sérstakt að eiga hann að vini, maður varð betri í ná- vist hans. Þegar ég sagði honum á vordög- um að Árni Kristjánsson píanóleik- ari væri allur sagði hann á sinn sér- staka hátt eftir smáþögn: „Hann var maður sem vert er að sakna.“ Ég vil gera þessi orð Halldórs að mínum þegar við minnumst hans. Skarð þessara gengnu vina verður ekki fyllt. Þökk fyrir að þú varst sá sem þú varst. Með söngkveðju vina, Jónas Ingimundarson. Þegar ég var lítill strákur þráði ég að komast í tæri við einhvern sem skildi mig og vissi eitthvað það um mig sem ég gat ekki fundið út sjálfur. Á fullorðinsárum ágerðist þessi þrá og eftir langa og stranga leit fann ég nokkra sem mættu þörfinni. Sá sem kom mér á sporið var listamaðurinn, mannvinurinn og læknirinn Halldór Hansen og fyrir það er ég honum þakklátur. Í gegnum tíðina sat ég oft við fót- skör Halldórs og spurði hann álits á ólíklegustu málefnum og hann svar- aði jafnan af áhuga, alúð og ríku innsæi. Hann sagði mér frá áhuga- verðum hugmyndum um uppeldi, heimspeki, listir, sálarfræði, geð- læknisfræði og guðfræði. Hann var æðrulaus, fordómalaus, opinmynnt- ur og frábær sállæknir. Við sem fagfólk starfandi á þessum lendum helgum minningu hans best með því að fylgja yfirlætislausu fordæmi hans. Íslensk þjóð og mannkyn allt missir mikið við að missa Halldór Hansen. Blessuð sé minning hans. Haukur Ingi Jónasson. Þrátt fyrir litadýrð jarðar og grósku sumars brá fyrir dimmum skugga við fráfall Halldórs Han- sens læknis. Kynni okkar hjóna við Halldór hófust árið 1961 þegar hann hóf störf ásamt okkur á geð- verndardeild barna í Heilsuvernd- arstöð Reykjavíkur. Þar vorum við samverkamenn til ársins 1967. Hann var þá nýlega kominn frá sér- fræðinámi í Bandaríkjunum, þar sem hann nam barnalækningar og sállækningar barna. Það var ómet- anlegt fyrir hina ungu starfsgrein sem var að byrja að hasla sér völl hér á landi, að fá notið hinnar yf- irgripsmiklu þekkingar og færni Halldórs á þessu sviði. Hann var ekki aðeins einkar vel að sér í sál- arfræði barna og lækningum þeirra, heldur hafði hann til að bera þá persónulegu eiginleika, sem ollu því að hann átti afar auðvelt með að ná til barna og næmi hans á sálarlíf þeirra var einstakt. Þetta fundu hinir litlu skjólstæðingar hans strax. Um þetta leyti var Halldór yfirlæknir á barnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar og er óhætt að fullyrða, að þar var réttur maður á réttum stað. Þeir verða margir for-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.