Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 37

Morgunblaðið - 01.08.2003, Page 37
eldrarnir, sem minnast hans með hlýju og þakklæti nú að leiðarlok- um. Eitt lítið atvik úr sjóði minn- inganna skal hér rifjað upp. Lítill drengur á fimmta ári fékk slæma ígerð í auga. Foreldrar leita til sér- fræðinga en meinið heldur áfram að vaxa. Í öngum sínum leita þeir til Halldórs, sem kemur að loknum vinnudegi og víkur ekki frá drengn- um fyrr en mörgum klukkustund- um síðar, þegar árangur lyfjameð- ferðar hans fer að koma í ljós og drengurinn ekki lengur í hættu. Skyldu ekki margir foreldrar geta sagt svipaða sögu? Halldór Hansen var maður mikilla mannkosta. Æv- inlega var hann boðinn og búinn að ljá öðrum lið og hyggja okkar er að hann hafi sjaldnast tekið laun fyrir læknishjálp sína. Hann var víðsýnn, hleypidómalaus og yfirvegaður í öllu sínu lífi og starfi. Hann var heimsborgari, tungumálasnillingur og listunnandi af lífi og sál, einkum á sviði tónlistar. Margir eiga eftir að minnast hans lengi á þeim vett- vangi. Við kveðjum Halldórs Han- sen með þakklæti og virðingu. Við hjónin sendum aðstandendum og vinum Halldórs Hansens innilegar samúðarkveðjur. Margrét Margeirsdóttir, Sigurjón Björnsson. Mætur og góður maður er geng- inn og viljum við í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu votta honum virðingu okkar og þakklæti í örfáum orðum. Halldór var annar tveggja þýðenda þegar Mormónsbók, sem er eitt af fjórum helgiritum kirkjunnar, var fyrst þýdd yfir á íslensku. Meðan á þeirri þýðingu stóð, og oft síðar, sótti hann samkomur okkar, flutti þar ræður og aðstoðaði á ýmsan hátt. Fengum við þar að kynnast hinum mörgu mannkostum þessa mikla mannvinar. Um þá mannkosti mætti margt segja, og munu sjálf- sagt margir um þá fjalla. Við viljum hér aðeins nefna þrjá þeirra, kær- leika hans, með þeirri hlýju og hjálpsemi sem honum fylgir, algert fordómaleysi og tryggð. Halldór hafði mannbætandi áhrif á þá sem honum kynntust, það var honum eðlislægt. Trúboðar kirkjunnar leigðu tvær íbúðir í húsi Halldórs á Laufásvegi 24 og voru þar til húsa í mörg ár. Er fjöldi þeirra sem þar dvöldu töluverður, því að þeir komu og fóru. Bundust þeir honum allir vin- áttuböndum og hugsa ávallt til hans með hlýju og þakklæti, og trega nú þegar hann er liðinn. Við kveðjum Halldór með virð- ingu og þökk. F.h. Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu Sveinbjörg Guðmundsdóttir. Barnageðlæknafélag Íslands vill minnast eins af sínum bestu fé- lögum. Það er Halldór Hansen, sem nú er kvaddur. Halldór vann brautryðjandastarf við að koma á fót meðferðardeild fyrir börn með geðræn vandamál. Hann varð fyrstur íslenskra barnalækna til þess að nema barna- geðlækningar í sérfræðinámi sínu í barnalækningum við Roosvelt Hospital í New York. Heimkominn l961 tók hann til starfa við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og starfaði til l997, alla tíð sem yfirlæknir. Þar var hann sem barnalæknir í nánu samstarfi við Geðverndardeild barna, sem starfrækt var við Heilsuverndar- stöðina. Honum var árið l967 falið það verkefni í nefnd með tveimur mæt- um mönnun að meta þörf fyrir meðferð barna með geðræn vanda- mál. Tillögur nefndarinnar leiddu til þess að árið l970 tók til starfa geðdeild barnaspítala Hringsins við Dalbraut 12, Reykjavík. Vert er að minnast í því sam- bandi að konur í Kvenfélagi Hringsins komu fast og ákveðið að málum með fjárframlögum og sið- ferðislegum stuðningi, enda ætíð í fararbroddi fyrir velferð barna með líkamleg og sálræn vandamál. Það var sjónarsviptir að nafninu Geðdeild barnaspítala Hringsins, þegar stjórnendur Landspítala töldu óþarft að tengja Hringskonur við nafn deildarinnar, og tóku upp nafnið Barna- og unglingageðdeild Landspítala, skammstafað BUGL. Í einkaviðtölum sagði Halldór okkur félögum sínum að í starfi sínu við Heilsuverndarstöðina hefði sér fundist erfitt að vísa frá öðrum en íbúum Reykjavíkur og vann hann frá þessu sjónarmiði heilshug- ar að því markmiði að landsmenn allir ættu sömu möguleika til með- ferðar og hjálpar með börn sín. Halldór var l980 einn af stofn- endum Barngeðlæknafélags Ís- lands. Hann sat oft í stjórn, fund- rækinn, virkur félagi, tillögugóður og áhugasamur um hag félagsins vegna möguleika þess til að hafa áhrif til góðs til meðferðar barna með geðræn vandamál. Við ágrein- ing var hann ætíð mannasættir og kom með tillögur sem allir sættu sig við með viturlegum ábending- um. Honum treystu allir. Hann var heiðursfélagi Barnageðlæknafélags Íslands. Sjaldgæfur maður var Halldór – við söknum hans. Mikil fyrirmynd var hann með hógværð sinni og umburðarlyndi. F.h. Barnageðlæknafélagsins, Gunnsteinn Gunnarsson. Halldór Hansen barnalæknir sagði frá því að hann hefði verið svo lánsamur að veikjast sem barn. Í veikindum sínum kynntist Halldór tónlist sem veitti honum mikla ánægju í lífinu. Ef til vill urðu veik- indi Halldórs einnig til þess að hann valdi sér barnalækningar að lífsstarfi. Það var lán íslensku þjóð- arinnar. Halldór Hansen starfaði lengst af við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, síðar Miðstöð ungbarnaverndar á Íslandi. Hann átti drjúgan þátt í uppbyggingu þess starfs og árang- urinn er frábær. Í nágrannalöndum okkar látast börn enn úr misling- um. Í nokkurra klukkustunda fjar- lægð er enn barnaveiki og lítið eitt lengra má finna stífkrampa. Svo má lengi telja. Þessir sjúkdómar hafa ekki greinst á Íslandi árum og ára- tugum saman. Árangur Íslendinga í ungbarnavernd er góður og þáttur Halldórs var afar stór. Halldór Hansen var einn af frum- kvöðlum barnalækninga á Íslandi sem með góðmennsku sinni og hjartagæsku skilaði frábæru lífs- starfi. Með virðingu og þakklæti kveðj- um við Halldór Hansen barnalækni. Ásgeir Haraldsson, prófess- or í barnalækningum. Reyndur trjáræktarmaður ráð- leggur þeim sem stunda trjárækt, að hlúa vel að plöntunum fyrstu tvö árin. Sé það gert þarf lítið að sinna plöntunni eftir það – hún spjarar sig og mun dafna vel. Þótt samlíking milli manna og plantna kunni að vera hæpin má þó líkja þessari reglu við mikilvægi ung- og smábarnaverndar, þess verkefnis sem Halldór Hansen gerði að ævistarfi sínu. Ég kynntist Halldóri fyrst þegar ég hóf störf hjá Heilsugæslunni í Reykjavík fyrir um áratug, en hann var þá yfirlæknir Barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar. Mér féll strax vel við þennan hógværa mann, sem þó gat ávallt sett fram með skýrum hætti markmið og gildi starfseminnar sem hann stýrði. En hin hlið Halldórs, sú sem sneri að tónlistinni, vakti þó ekki síður at- hygli, og ætla ég ekki í þessum fáu línum að lýsa því frekar. En mér er minnisstætt, þegar kaupa átti af- mælisgjöf handa honum og sjálf- sagt var að það yrði tónlist, þá kom í ljós að í versluninni vissu menn hvaða tónlist Halldór átti og hverju væri þar helst við bætandi – svo kunnur var hann sem tónlistarunn- andi. Halldór átti við alvarleg veik- indi að stríða allan þann tíma sem ég þekkti hann. Þá baráttu háði hann af slíku æðruleysi að aðdáun vakti. Hann sótti tónleika og sinnti starfi sínu sem fyrr, allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1997. Halldór Hansen var einn þeirra manna sem gera hvert samfélag ríkara með starfi sínu og viðkynn- ingu. Ég tel það til forréttinda að hafa starfað með honum og þekkt hann. Guðmundur Einarsson. Vinur okkar Halldór Hansen var ljúfur og góður maður. Lítillæti og næmur skilningur á mannfólkinu einkenndi persónu hans. Líf Hall- dórs mótaðist öðru fremur af þrá hans til að leita fegurðar. Hennar leitaði Halldór ekki síst í fari mann- anna, einkum hjá ungum börnum og listamönnum, – þar sem kvika sálarinnar er opnust. Forvitni Hall- dórs í þeirri leit átti sér engin tak- mörk og athyglisgáfu skorti hann ekki. Hann leit þó ekki svo á að hans væri að dæma, heldur skoðaði hann fyrst vel og gaf síðan góð ráð og uppörvun þegar eftir því var leitað. Fegurðarinnar leitaði Halldór ekki síst í tónlist. Halldór og tón- listin áttu í ævilöngu ástarsam- bandi. Frá barnæsku var það ástríða hans að sækja tónleika og óperusýningar, bæði á Íslandi og hvar sem hann bar niður í heim- inum, sem var víða. Að auki kom Halldór sér upp miklu hljómplötu- safni, þar sem persónulegur smekk- ur hans og löngun til að kynnast verkum eða listamönnum réð vali, en ekki söfnunarþörf. Dýrlegir tón- ar ómuðu dag hvern um stofur hans, marga listamennina þekkti Halldór persónulega og skrifaðist á við þá. Ófáir tónlistarmenn, einkum söngvarar, nutu handleiðslu Hall- dórs og fengu lánaðar plötuupp- tökur hjá honum, ráð um raddbeit- ingu eða um val verkefna. Tónlistin gaf lífi Halldórs æðra gildi og hann gaf til baka með því að miðla öðrum af skilningi sínum og visku af fá- gætu örlæti. Það lá því beint við og var vel viðeigandi þegar Halldór tók þá ákvörðun að arfleiða Listaháskóla Íslands að tónlistar- safni sínu og húsi. Í skólanum verð- ur til safn sem mun bera nafn Hall- dórs og sjóður til að styrkja unga tónlistarmenn. Tónlistararfur Hall- dórs mun því enn um langan aldur verða íslenskum tónlistarmönnum og unnendum klassískrar tónlistar til ánægju og yndisauka. Líf Halldórs var auðugra en margra annarra, en það var þó svo sannarlega ekki alltaf dans á rós- um. Það lá þó ekki fyrir Halldóri að kvarta heldur hélt hann alltaf ró sinni og lifði áfram með fágætri góðmennsku og reisn. Nú þegar Halldór er allur finnum við enn betur hvílík gæfa og náð það var að fá að verða samferða honum og eiga hann að vini. Selma og Árni Tómas. Á lífsleið minni hef ég kynnst tveim óvenjulegum merkismönnum. Annar var frændi minn, sem var augnskurðlæknir, hinn Halldór Hansen barnalæknir. Halldór var alla tíð sérstakur góðvinur söngv- ara. Maður fann strax (eftir að hafa hlustað með honum á einhverja af hans nýjustu eftirlætisplötum) fyrir samkennd með honum, hvort sem um var að ræða viðkomandi lista- mann, flutning ljóðsins, eða með- ferð og mótun lagsins – og ekki bara það – ljómandi augu hans og gleði yfir því að kynna þér tvær, þrjár aðrar upptökur, aðra lista- menn, sem maður hafði ekki hug- mynd um að væru til. Þær komu á óvart og voru jafnvel ennþá betri en sú nýja. Halldór var eðlisgreindur maður og afskaplega þægilegur persónu- leiki. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar ég söng í fyrsta sinn á Ís- landi, þá með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Eftir að hafa heyrt mig syngja var hann fær um að veita mér aðstoð vegna efnisskrár tón- leika viku síðar. Uppástungur hans reyndust afburðasnjallar (brilliant). Hvernig gat hann þetta? Hann virt- ist finna í einu vetfangi hvaða mann ég hafði að geyma og mat mig rétt sem listamann. Lausnir Halldórs Hansen og uppástungur voru séðar með innsæi læknisins, næmi og smekkvísi tónlistarunnandans. Að þýða úr einu máli á annað virtist lítið mál fyrir Halldór. Framkoma hans og jákvæði voru eins og sól- argeisli þeim, sem honum voru samferða, og gilti þá einu hver átti í hlut. Halldór „þeytti ekki sinn eigin lúður“ eins og Ameríkumenn segja gjarnan. Hann þekkti alla í heimi tónlistarinnar, sérstaklega söngvar- ana og það sem viðkom söng. Það er undarlegt til þess að hugsa að hann var ekki söngvari sjálfur – sál hans söng. Allir þeir söngvarar frá Íslandi, Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Ameríku og Norðurlöndum sem náðu að kynnast speki og visku Halldórs Hansen sungu betur með ögn meiri innileik og sannari til- finningu eftir að hafa kynnst hon- um. Far þú í friði, góði vinur, við söknum þín. Ellen Lang. Látinn er Halldór Hansen, einn helsti sérfræðingur Íslendinga um söng og söngtónlist. Við heyrðum Halldórs getið þeg- ar í upphafi söngnáms okkar og átt- um síðar því láni að fagna að kynn- ast honum persónulega. Hann var einstaklega hlýr og skilningsríkur maður. Við gátum iðulega leitað til Halldórs hvort sem við vorum að æfa ný óperuhlutverk eða vegna tónleika. Hann veitti okkur ávallt stuðning; gaf góð ráð um efnisval og söngstíl, auk þess hafði hann all- ar upplýsingar varðandi verkefnin á reiðum höndum. Halldór átti eitt besta og vand- aðasta hljóðupptökusafn landsins. Þar skipaði hann klassískri söng- tónlist í öndvegi. Hann var okkur innan handar ef hljóðupptökur vantaði. Það kom aldrei fyrir að hann ætti ekki að minnsta kosti 2–3 upptökur af því verki sem leitað var að, en oftast mun fleiri. Halldór af- ritaði fúslega á hljóðsnældur þær útgáfur sem hann átti og merkti með vélrituðum og vönduðum upp- lýsingum. Og það er lýsandi dæmi um þá alúð sem hann lagði í öll sín verk. Hann sýndi okkur mikla vin- semd. Við áttum margar góðar stundir með honum á Laufásveg- inum og hann sendi okkur snældur og upplýsingar hvar sem við vorum stödd í heiminum. Þannig má segja að safn hans hafi verið lifandi stofn- un sem hann veitti greiðan aðgang að. Halldór sótti alla þá tónleika og óperusýningar sem hann hafði tök á. Það var alltaf gaman og gefandi að syngja fyrir Halldór og fá frá honum viðbrögð og hvatningu, manni sem þekkti efnið út og inn og hafði unun af því að hlusta. Halldór var heimsborgari, maður menningar og góðra lista. Hann lifði fyrir tónlistina og skilur eftir sig skarð í hópi tónlistarunnenda. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Halldóri Hansen og geym- um með okkur minninguna um hann og þau ráð sem hann gaf okk- ur í veganesti. Þóra Einarsdóttir og Björn Jónsson. Mannvinurinn og starfsbróðirinn Halldór Hansen er allur – sennilega fæstum okkar að óvörum, því Hall- dór gekk alls ekki heill til skógar um árabil, heldur þurfti hann um langan tíma að takast á við hvern illvígan sjúkdóminn af öðrum. Með nýrunnu dánardægri Halldórs lauk þannig óvenjulegri syrpu af erfiðum veikindatímabilum, þar sem lækn- irinn sjálfur þurfti aftur og aftur að takast á við erfið veikindi í sjálfum sér. Þessu hlutverki sjúklingsins skilaði Halldór að hætti hins æðru- lausa fagmanns, sem hefur alið með sér djúpa samkennd með ótal sjúk- lingum á löngum starfsdegi, og sem hefur jafnframt öðlast heimspeki- lega færni læknisins með því að praktísera þannig – og skilja það svo vel – að fagið sjálft – lækn- isfræðin – nýtur sín kannski fyrst og fremst sem listgrein – á við tón- listina – en þó með sterku raunvís- indalegu ívafi. Eftir nokkra hetju- lega sigra á erfiðum sjúkdómum varð Halldór þó loks að láta undan síga og gegna þessu eina örugga og jafnframt vægðarlausa lokakalli, sem við eigum öll í vændum – fyrr eða síðar. Þannig er eitt myndbrota þeirrar minningar sem ég varðveiti af þess- um ljúfa starfsbróður, sem ég fékk að kynnast nokkuð vel í afar far- sælu samstarfi okkar á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Ég mun ávallt minnast Halldórs með þakklæti fyrir ljúfmennsku hans, faglega ráðgjöf og mannbætandi viðkynningu. Gunnar Ingi Gunnarsson. Halldór hitti ég fyrst fyrir tilstilli frænku minnar, Maríu Markan. Ég var þá nýbyrjuð að læra söng og Maríu fannst að ekki fyrirfyndist betri maður til að ráðleggja ungum söngnema. Allt frá því fékk ég að njóta hæfileika og vináttu Halldórs. Minningar tengdar Halldóri sækja á hugann. Stofan á Lauf- ásveginum – heimur þar sem tón- listin fyllti tíma og rúm. Mér fannst ég vera örlítið betri manneskja eftir hverja stund með Halldóri þar. Halldór var einstakur mannvinur og fordómalausasti maður sem ég hef kynnst. Mildi hans ásamt ver- aldarvisku gerði hann að óþrjótandi brunni sem allir gátu sótt í. Sér- staklega var næmi hans fyrir börn- um mikið og honum var annt um velferð þeirra. Nú síðast þegar ég heimsótti Halldór á líknardeild Landakotsspítala nokkrum dögum fyrir andlát hans var honum þrátt fyrir veikindi sín efst í huga velferð mín og ungs sonar míns. Hlýjan streymdi frá honum í bland við eðl- islæga kímni manns sem skilur all- ar hliðar mannlífsins. Fyrir nokkrum árum hughreysti Halldór mig með þeim orðum að þeir, sem okkur þykir vænt um og deyja, lifa áfram í hjarta okkar og hafa því áfram áhrif á líf okkar. Ég sakna vinar míns, Halldórs Hansen, en veit að manngæska hans lifir. Ólöf Sigríður Valsdóttir. Halldór Hansen var óvenju fjöl- hæfur og farsæll læknir. Hann var einn vinsælasti og virtasti barna- læknir á Íslandi. Halldór lagði stund á sérnám í barnalækningum og barnageðlækningum í Banda- ríkjunum og þegar hann kom heim úr sérnámi vann hann brautryðj- andastörf í geðvernd barna og ung- linga ásamt Jakobi V. Jónassyni geðlækni sem nú er nýlátinn og Sigurjóni Björnssyni, fyrrverandi prófessor í sálarfræði. Geðvernd- ardeild barna á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur starfaði fram til árs- loka 1970 en sama ár hóf starfsemi Barnageðdeild Hringsins á Land- spítala sem síðar var nefnd Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Starfsvettvang- ur Halldórs tengdist aðallega for- varnarstarfi á sviði heilsuverndar barna en hann starfaði sem yfir- læknir á barnadeild Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur í rúm 35 ár. Hann var kjörinn heiðursfélagi í Félagi íslenskra barna- og ung- lingageðlækna, Félagi íslenskra barnalækna og Geðverndarfélagi Íslands. Halldór tók virkan þátt í starfi barna- og unglingageðlækna sl. rúm 30 ár. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum í starfi árið 1975 þegar ég var nýkomin heim úr sér- námi í geðlækningum frá Banda- ríkjunum. Hæfileikar hans til tján- ingar og tengslamyndunar við börn voru einstakir. Skilningur hans á hlutverki foreldra og sú virðing sem hann bar fyrir foreldrum er mér sérstaklega minnisstæð. Halldór var mikill drengskapar- maður, heiðarlegur, réttsýnn og hvers manns hugljúfi. Hann vann framúrskarandi störf að lækninga-, mannúðar- og menningarmálum í þágu samfélagsins alla starfsævi sína og hafði ávallt mannkærleika, trúmennsku og þekkingu að leið- arljósi. Hvar sem hann gat rétt hjálparhönd kom hann að og sér- staklega ber að nefna, auk lækn- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 37

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.