Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
„Au pair“—Flórída
Hress og dugleg „au pair“ óskast á 3ja barna
íslenskt heimili í Flórída sem fyrst. Þarf að vera
20 ára eða eldri og reyklaus. Upplýsingar
sendist á sigrungisla@dellsouth.net eða í síma
001 305 382 4343.
Grunnskólinn í Sandgerði
Þroskaþjálfi
— stuðningsfulltrúar
Þroskaþjálfa vantar við Grunnskólann í Sand-
gerði. Einnig vantar stuðningsfulltrúa í hluta-
störf.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofu
Sandgerðisbæjar, Tjarnargötu 4, eða á
sandgerdi.is . Umsóknarfrestur til 11. ágúst.
Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í síma 423 7439.
Skólastjóri.
Garðyrkjumaður / kennari
óskast við sérúrræði í Hvammshúsi
•Fyrir komandi skólaár vantar garðyrkju-
mann eða kennara í hálft starf.
Upplýsingar veitir Tómas Jónsson, sérkennslu-
fulltrúi Kópavogsbæjar sími 570-1600
Umsókn sendist á Fræðslusvið Kópavogsbæjar,
Fannborg 2, 200 Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k.
Laun samkvæmt samningum Launanefndar
sveitarfélaga og KÍ
Starfsmannastjóri
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is
Lágafellsskóli
auglýsir laus til umsóknar
eftirfarandi störf:
Vegna fjölgunar nemenda óskum við eftir
að ráða smíðakennara í ca 50% starfs-
hlutfall.
Vegna barnsburðarleyfis óskum við eftir
að ráða kennara í 50% starf frá 29. sept-
ember 2003 til 20. desember 2003. Um er
að ræða stærðfræðikennslu á miðstigi.
Launakjör eru samkv. kjarasamningi KÍ og
launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst. Umsóknar-
eyðublöð liggja frammi á skrifstofu Mos-
fellsbæjar, Þverholti 2. Umsóknum skal
skilað á skrifstofu Lágafellsskóla (eftir
6. ágúst).
Upplýsingar gefa Jóhanna Magnúsdóttir,
skólastjóri, símar 525 9200 og 896 8230, og
Sigríður Johnsen, skólastjóri, símar
525 9200 og 896 8210.
Leikskólinn Njálsborg er þriggja deilda og þar dvelja
50 börn samtímis.
Menntunar- og hæfniskröfur
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Hæfni og reynsla í stjórnun.
Færni í mannlegum samskiptum.
Sjálfstæð vinnubrögð.
Skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður.
Aðstoðarleikskólastjóri og deildarstjóri
Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskóla, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur Tryggvagötu 17,
sími 563 5800, og á vefsvæði www.leikskolar.is
Laun eru skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og
Launanefndar sveitarfélaga.
Upplýsingar um starfið veitir Edda Margrét Jensdóttir
leikskólastjóri í síma 551 4860.
Staða aðstoðarleikskólastjóra og staða deildarstjóra í leikskólanum Njálsborg eru lausar til umsóknar.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
UPPBOÐ
Uppboð
Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli,
miðvikudaginn 13. ágúst 2003 kl. 16:00:
FA-977 JE-077 KJ-849 PO-141
SO-960 US-828
Einnig verður á sama stað boðin upp D655 AS Stroll stjörnumúgavél,
árg. 2002, nr. 6108547.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp-
boðshaldara eða gjaldkera.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli,
31. júlí 2003.
isstarfa, uppeldisstörf út frá sál-
fræðilegri þekkingu hans, ýmiss
konar félagsstörf í sérgreinafélög-
um, tónlistarstörf og tónlistargagn-
rýni en efst í huga hans var vana-
lega hagur þjóðfélagsins.
Ættingjum hans og vinum votta
ég innilega samúð.
Megi minning Halldórs Hansen
lengi lifa.
Helga Hannesdóttir.
Halldór Hansen vann til margra
ára sem læknir hjá franska sendi-
ráðinu í Reykjavík. Í viðurkenning-
arskyni fyrir fágæta verðleika sína
og vel unnin störf var Halldór gerð-
ur að riddara (Chevalier) af frönsku
orðunni Ordre National du Mérite.
Það var að áeggjan Charles de
Gaulle Frakklandsforseta árið 1963
sem l’Ordre National du Mérite de
la République Française var stofn-
að; mikilvægt heiðursmerki sem
veitt er þeim er skara framúr á
sínu sviði og er Frakklandsforseti
þar lærifaðir og fyrirmynd, kallaður
Grand Maître de l’Ordre National
du Mérite, en tilnefningar koma frá
ráðherrum.
Halldór Hansen hafði mjög gott
vald á franskri tungu og þótti mér
það afar hlýlegt að geta rætt við
hann á frönsku á þeim tíma sem ég
talaði ekki íslensku. Það var Hall-
dór sem gaf mér innsýn í lækna-
heiminn íslenska fyrir rúmlega tíu
árum og verð ég honum ævinlega
þakklátur fyrir það. En ekki síst er
ég þakklátur fyrir að hafa haft
tækifæri til að kynnast þessum
heiðursmanni sem búinn var svo
mörgum verðleikum; heimsvönum
manni sem bjó yfir mikilli þekk-
ingu, fágaður og ákaflega vel að sér
í öllu er viðkom menningu og list-
um, tungumálamaður mikill sem
bjó yfir fáséðri samkennd og mann-
gæsku.
Ég verð honum ævinlega þakk-
látur fyrir þær móttökur sem hann
veitti mér er ég kom fyrst hingað
til lands árið 1992. Leiðbeiningar
hans og ráðleggingar veittu mér
mikilvæga innsýn í íslenskan starfs-
vettvang og kveiktu áhuga minn á
því að vinna sem læknir á Íslandi.
Halldór kynnti mig fyrir góðu fólki
sem fræddi mig enn frekar um
barna- og unglingageðlækningar
hérlendis. Það var svo raunin árið
1998 að mér varð kleift og gafst
tækifæri til að flytjast hingað til
lands, ásamt íslenskri eiginkonu
minni og dóttur, og starfa sem
barna- og unglingageðlæknir á
BUGL. Það er ekki síst núna, þeg-
ar ég lít til baka, sem ég sé hversu
vinsemd og hjálpsemi Halldórs var
mér mikilvæg og gaf mér þá von að
dag einn gæti ég starfað sem lækn-
ir á Íslandi.
Mín hinsta kveðja verður á
frönsku til heiðursmannsins Hall-
dórs Hansen, sem sæmdur var
franskri orðu árið 1977 fyrir vel
unnin störf.
Recevez, cher Halldór, l’express-
ion de toute ma reconnaissance et
de mes sentiments les plus re-
spectueux. (Kæri Halldór, ég votta
þér innilegt þakklæti og mína
dýpstu virðingu.)
Bertrand Lauth.
Mér er vandi á höndum að kveðja
Halldór Hansen, einhvern nánasta
vin og sálufélaga, sem ég hef eign-
ast á lífsleiðinni. Við Halldór kynnt-
umst ekki fyrr en við báðir höfðum
valið sömu sérgreinina, hvor í sínu
lagi sitt hvorum megin við Atlants-
hafið. Við fengum með því tækifæri
og ögrun til að ryðja braut innan
sviðs barnageðlækninga hvor á sinn
hátt. Ég var vel kominn á veg með
mína sérfræði þegar ég hitti Hall-
dór fyrst þar sem hann hafði for-
stöðu barnadeildar Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur og sinnti til
hliðar nýstofnaðri geðverndardeild
barna þar við stöðina. Frá þeirri
stundu áttum við nána samleið í
næstum fjörutíu ár, bæði faglega og
félagslega, auk þess sem áhugasvið
okkar utan fagmennsku mættust í
aðdáun á mannlífinu eins og það
birtist í hverskonar listrænni sköp-
un, ekki síst tónlistinni. Á þennan
máta eignuðumst við Halldór náið
samfélag, bæði í stjórnsýslu skyldra
stofnana okkar, Heilsuverndar-
stöðvar og Barnageðdeildar, og í fé-
lagsmálum barnageðlækna. Auk
þess var Halldór tengdur fjölskyldu
minni vináttuböndum, við vorum
báðir ættaðir af Seltjarnarnesi,
Halldór kominn frá Ráðagerði
gegnum móður sína Ólafíu Þórð-
ardóttur og ég frá Nesi þaðan sem
faðir minn Ásgeir Guðmundsson
var upprunninn. Síðar náði fjöl-
skylda mín, eiginkona og börn nán-
um, ómetanlegum tengslum við
Halldór. Fundir okkar urðu margir,
jafnt persónulegir, faglegir og í fé-
lagsmálum.
Síðasta fundinum með Halldóri
Hansen er nú lokið. Eins og venju-
lega fannst mér ég koma bættari
frá þeim fundi með möguleika á að
notfæra mér speki fornvinar míns í
úrvinnslu þess sem næst bæri að
höndum á lífsleiðinni. Ekki verður
komið tölu á þau skipti sem við hitt-
umst um ævina en nú eins og alltaf
kom ég þaðan ríkari. Í þetta skipti
sagði Halldór mér sitthvað sem
ekki var ljóst áður um fyrstu útivist
hans í Danmörku og Vínarborg.
Frásögn hans snerti bæði fjöl-
skyldumál hans, bágborið heilsufar
hans og þjóðirnar sem hann dvaldi
hjá – gjörsneydd biturð þrátt fyrir
marga sára reynslu og óvenjulegt
lífshlaup. Mótbyrinn varð Halldóri
greinilega vaxtarbroddur fremur en
að hann léti bugast.
Þessi síðasti fundur okkar varð í
sjúkraheimsókn á líknardeildinni á
Landakoti og var Halldór þá orðinn
aðframkominn. Marga minnisstæða
fundi áttum við Halldór, félagsfundi
í Barnageðlæknafélaginu, stjórnar-
fundi þar auk ótal persónulegra
heimsókna, stundum hjá mér en
oftast á Laufásveginum.
Það var sama hvað á dagskrá
var; Halldór sá alltaf einhverja nýja
hlið á hverju máli, sem bætti dálitlu
við heimsmynd viðmælendanna.
Lengi hitti ég hann reglulega þar
sem ég var að reyna að fá hann til
að tala inn á band minningar sínar
til þess að almenningur gæti notið
sögu hans, speki, mannvits og fag-
mennsku. „Nei, Páll minn, mér líð-
ur aldeilis prýðilega með það að
fara með þetta með mér. En ég
skal segja þér hvað sem þú vilt.“
Og hann sagði mér svo ótalmargt
og merkilegt að það á til að íþyngja
mér að hafa ekki getað deilt því
með öðrum.
Oft töluðum við um fortíð ætta
okkar á Seltjarnarnesi þar sem
móðir Halldórs, Lóa Hansen, og
föðursystir mín, Lóa Wennerström,
voru bestu vinkonur í uppvextinum
og ævina út. Eins og svo algengt
var í návist Halldórs sá hann alltaf
aðra vinkla á lífskortinu en aðrir
komu auga á. Ekki veit ég hversu
mikið barnageðlæknisnám Halldórs
hafði bætt við lífssjón hans – stund-
um fannst mér gjarnan að Halldór
hefði sjálfur uppgötvað sannindi
sállækninganna, svo samgróin voru
persónuleiki hans og sjónarmið
heimsmeistaranna sem kenndu hon-
um í lífinu, tónlistarmannanna, rit-
höfundanna og frumkvöðla sálvís-
indanna í New York á fimmta
áratugnum, fyrir utan flest stór-
menni í eigin landi sem hann um-
gekkst og veitti hlutdeild í sjálfum
sér. Oft hefur hvarflað að mér inni-
legt þakklæti til tilverunnar fyrir að
hafa gefið mér hlutdeild í þeim ein-
staka manni sem Halldór Hansen
var. Hans verður sárt saknað þótt
sennilega hafi hann sjálfur orðið
hvíldinni feginn.
Páll Ásgeirsson.
HALLDÓR
HANSEN
Fleiri minningargreinar um
Halldór Hansen bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.