Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 43 DAGBÓK Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir mikilli orku og hefur forgangsröðun þína á hreinu. Eiginleiki þinn til þess að sameina ímynd- unarafl þitt og hæfileika kemur sér vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft að fá eilítið næði heimafyrir. Þú skalt forðast samræður um stjórnmál eins og heitan eldinn í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Félagslíf þitt er í miklum blóma þessa stundina. Nú færð þú tækifæri til þess að sjá hve mikill kærleikur er í þínu lífi dags daglega. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft að sýna mikla þol- inmæði í samskiptum þínum við vini og kunningja í dag. Tilfinningarnar eiga það til að hlaupa með þig í gönur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Lífið brosir við þér í dag! Það er ekki öllu lokið, eins og þú hélst. Þú berð þig vel og því er tilvalið að versla ný föt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt sem viðkemur þínu and- lega lífi er í brennidepli þessa stundina. Það mun reynast þér auðveldara en ella að sýna öðrum væntumþykju í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú finnur fyrir auknum vin- sældum. Það væri ekki úr vegi að bjóða vinum heim og halda veislu. Mundu að það þarf ekki allt að vera full- komið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það skiptir engu máli hvaða starfi þú gegnir, listir munu skipa aukinn sess í þínu lífi upp frá þessum degi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú laðast að óvenjulegu fólki og óvenjulegri menningu. Í dag væri því kjörið að fara á óvenjulega tónleika eða upp- lifa óvenjulega list. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú mega peningarnir byrja að koma í kassann. Næstu vikurnar er tilvalið að sækja um lán eða styrki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að hlusta á aðra í dag. Aðrir eru einnig tilbúnir til þess að hlusta á þig. Nú væri kjörið að tjá til- finningar sínar í garð nákom- inna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Miklar kröfur eru gerðar til þín í vinnunni. Til allrar ham- ingju er samband þitt við samstarfsfólk og viðskiptavini mjög gott. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú skalt forðast það í lengstu lög að viðra þær skoðanir þín- ar sem kunna að stangast á við stefnu yfirmanna þinna. Gættu þín. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Morgunblaðið/Ómar Í VORÞEYNUM Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd, þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng, sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undarlega sett hjá aldintré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót, er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn, þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. --- Jón Helgason LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. JónínaH. Jónsdóttir leik- kona og sjúkraliði verður sextug á morgun, laug- ardaginn 2. ágúst. Eigin- maður Jónínu, Jónas Guð- mundsson, rithöfundur og listmálari, lést 9. júní 1985. Jónína tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Skipholti 70 kl. 15. 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 2. ágúst, verður átt- ræður Ágúst Guðjónsson múrarameistari. Af því tilefni tekur hann og eigin- kona hans, Svanhvít Giss- urardóttir, á móti ætt- ingjum og vinum í Blómasal Loftleiða kl. 15 á afmæl- isdaginn. SEIÐUR dagsins var bruggaður í spilaklúbbi í Kína af Fu nokkrum Zhong, sem talinn er með þeim betri þar í landi. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠ K106 ♥ -- ♦ K1097654 ♣D64 Vestur Austur ♠ D542 ♠ 93 ♥ KG62 ♥ Á10953 ♦ D ♦ ÁG832 ♣8753 ♣K Suður ♠ ÁG87 ♥ D874 ♦ -- ♣ÁG1092 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 hjarta 2 lauf 4 hjörtu 4 grönd Pass 5 lauf Dobl Allir pass Ekki er fullkomlega ljóst hvað norður vildi sagt hafa með fjórum gröndum, en annað hvort var hann að gefa makker undir fótinn með slemmu, eða sýna tíg- ul til hliðar við þrílit í laufi. Hvað sem því líður, varð Fu sagnhafi í fimm laufum dobluðum. Vestur lyfti hjartakóngi í útspilinu til að „kíkja á blindan“ og lagði þar með grunninn að fádæmasjald- gæfri endastöðu. Fu trompaði í borði, stakk tíg- ul heim og hjarta í borði. Spilaði svo laufdrottningu og tók öll trompin þegar kóngurinn kom blankur. Fu taldi víst að tígul- drottningin væri heið- arlegt einspil og reiknaði með að skipting vesturs væri 4-4-1-4. Hann lagði því af stað með spaðagosa og lét hann fara þegar vestur dúkkaði (vestur má ekki leggja á, því nían fell- ur í austur). Svo kom spaði á tíuna og kóngurinn í þessari stöðu: Norður ♠ K ♥ -- ♦ K109 ♣ -- Vestur Austur ♠ D5 ♠ -- ♥ G6 ♥ Á10 ♦ -- ♦ ÁG ♣ -- ♣ -- Suður ♠ Á8 ♥ D8 ♦ -- ♣ -- Spaðakóngurinn setur magnaðan þrýsting á aust- ur. Ef hann hendir tíg- ulgosa, verður honum spil- að inn á blankan tígulás og þá fær suður slag á hjarta- drottningu. Hendi austur hins vegar hjartatíu, er spaðakóngurinn yfirtekinn og hjarta spilað. Í því af- brigði fær blindur síðasta slaginn á tígulkóng. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Keflavíkurkirkju 12. apríl sl. af sr. Sigfúsi Baldvini Ingvasyni Margrét Ólína Gunnarsdóttir og Jós- ef Matthías Jökulsson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra, Ísabella Rún Jós- efsdóttir. Heimili þeirra er á Austurgötu 17, Keflavík. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 d5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 0–0 7. cxd5 exd5 8. e3 c5 9. Bd3 b6 10. Re2 Ba6 11. Bxa6 Rxa6 12. 0–0 Rc7 13. Rg3 Re6 14. Bb2 Hc8 15. e4 cxd4 16. cxd4 g6 17. Dd3 Rf4 18. Dd2 R6h5 19. Rxh5 Rxh5 20. Hae1 Dd7 21. f4 Da4 22. exd5 Hc2 23. Dd1 Dc4 24. Ba1 Da2 25. Df3 Rf6 26. d6 Dd5 27. Dxd5 Rxd5 28. He5 Rf6 29. f5 g5 30. He7 Hd8 Staðan kom upp í A-flokki skákhátíðarinnar í Pardubice í Tékklandi. Gennady Gutman (2.513) hafði hvítt gegn Peter Acs (2.604). 31. d5! Rxd5 31. ...Hxd6 32. Be5 og hvítur vinnur. 32. f6 Hc6 32. ...Rxe7 33. fxe7 og hvítur vinnur. 33. Hfe1 Kf8 34. d7 Rc7 35. Be5 Re6 36. Hd1 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.             KIRKJUSTARF Grafarvogskirkja. AL-ANON-fundur í kvöld kl. 20. AA-hópur hittist kl. 11 á morgun, laugardag. Landakirkja. Kl. 14 guðsþjónusta við klettinn í Herjólfsdal við setningu Þjóðhá- tíðar. Kór Landakirkju syngur og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja spila undir stjórn Stefáns Sigurjónssonar, prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sól- arhringinn á Útvarpi Boðun, FM 105,5. All- ir alltaf velkomnir. Fríkirkjan KEFAS. Sunnudaginn 3. ágúst fellur samkoma niður vegna verslunar- mannahelgar. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.