Morgunblaðið - 01.08.2003, Side 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 45
BRASILÍUMAÐURINN Ronald-
inho átti mjög góðan leik með
Barcelona þegar liðið vann AC Mil-
an í Bandaríkjunum, 2:0. Ronald-
inho, sem skoraði mark í víta-
spyrnukeppni gegn Juventus á
dögunum, skoraði gegn AC Milan
og lagði upp hitt markið. „Hann
stóð sig mjög vel og átti margar
frábærar sendingar. Það er mikill
kraftur í honum,“ sagði Frank
Rijkaard, þjálfari Barcelona, og
Brasilíumaðurinn var einnig
ánægður: „Mér gekk vel og ég er
ánægður.“
Carlos Ancelotti, þjálfari AC Mil-
an, sagði að Ronaldinho væri einn
besti alhliða leikmaður í heimi og
ætti eftir að stórbæta leik Barce-
lona. Landi hans, Cafu, sem AC Mil-
an keypti frá Roma, lék vel, en
hann og aðrir leikmenn ítalska liðs-
ins áttu í miklum erfiðleikum með
hið sprettharða sóknartríó Barce-
lona, Quaresma, Javier Saviola og
Marc Overmars.
Reuters
Ronaldinho með knöttinn.
Ronaldinho
kominn
á ferðina
KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ Snæfells í Stykk-
ishólmi hefur gengið frá samningum við tvo
Bandaríkjamenn fyrir komandi átök í úrvals-
deildinni í vetur. Það eru þeir Corey Dickerson,
sem lék með Grindvíkingum að hluta sl. keppn-
istímabil og Joe Ransome. Auk þeirra hefur lið-
ið fengið Sigurð Þorvaldsson frá ÍR, Hafþór
Guðmundsson frá Skallagrími og Jón Þór Ey-
þórsson frá Breiðabliki og þá hefur Bjarne
Nielsen snúið heim frá Bandaríkjunum. Í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Gissur Tryggvason,
formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, að
markmið Snæfellinga væru skýr fyrir veturinn,
liðið ætlar í úrslitakeppnina.
Tveir Banda-
ríkjamenn
til Snæfells KVENNALIÐ Hauka í handknattleik hefur fengið mikinnliðsstyrk fyrir komandi átök í vetur. Liðið hefur fengið tvoleikmenn frá Litháen, þær Ramune Pekarskyte, sem er
rétthent skytta og leikur með landsliði Litháa, og Kristinu
Matuzeviéiute, sem er markvörður og lék með unglinga-
landsliði Litháa. Þær eru báðar 23 ára gamlar.
Margir leikmenn farnir frá Haukum
Haukar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku frá því á síðustu
leiktíð. Brynja Dögg Steinsen er gengin til liðs við Val,
Nína K. Björnsdóttir er farin til Eyja og leikur með ÍBV í
vetur og þær Inga Fríða Tryggvadóttir og Hanna G. Stef-
ánsdóttir eru farnar til Danmerkur og leika með Team Tvis
Holstebro.
Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að Haukar væru ekki að leita logandi
ljósi að leikmönnum og það væri stefna liðsins að vinna með
þann hóp sem fyrir er hjá félaginu.
Tvær stúlkur frá
Litháen til Hauka
Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfariKR, var að vonum kampakát í
leikslok en þvertók fyrir að þær
væru búnar að
vinna Íslandsmeist-
aratitilinn ár: „Það
versta sem maður
gerir í fótbolta er
að fagna of snemma því þá fara
leikmenn að vanmeta andstæðinga
sína. En vissulega er ekki hægt að
þræta fyrir það að við erum komn-
ar í mjög vænlega stöðu. Varðandi
leikinn, er ég mjög ánægð með
mitt lið. Mér fannst við betra liðið
og eiga sigur skilinn“ sagði Vanda
að leikslokum.
KR-stúlkur byrjuðu leikinn vel
og komust yfir á 14. mínútu er Ást-
hildur Helgadóttir færði sér í nyt
varnarmistök Blika. Þórunn Helga
Jónsdóttir tvöfaldaði síðan forystu
vesturbæjarliðsins þrem mínútum
síðar með góðu skoti utan víta-
teigs. Erna B. Sigurðardóttir
minnkaði hinsvegar muninn fyrir
gestina á 43. mínútu er hún skor-
aði eftir hornspyrnu.
Á 59. mínútu kom Hrefna Jó-
hannesdóttir KR-ingum í 3:1 en
Margrét Ólafsdóttir minnkaði
muninn fyrir Breiðablik í næstu
sókn með stórglæsilegu skoti og
staðan orðin 3:2 og leikurinn gal-
opinn. En í liði KR er Ásthildur
Helgadóttir sem ber höfuð og
herðar yfir aðra leikmenn á Íslandi
nú á dögum. Þegar sigur KR-liðs-
ins virtist í hættu birtist hún og
innsigldi sigur þeirra röndóttu
með tveimur mörkum á síðustu 10
mínútum leiksins.
Sigur KR var ekki eins og
öruggur og tölurnar gefa til kynna.
En eins og áður segir var mun-
urinn á liðunum einfaldlega Ást-
hildur Helgadóttir. KR tefldi í gær
fram tveimur bandarískum leik-
mönnum, þeim Linduliz Arauz og
Kelly Kulsrud, sem léku vel í vörn-
inni. Annars var það öflug liðsheild
og einstaklingsframtak Ásthildar
sem skóp sigurinn. Hjá Blikum
stóðu þær Erna B. Sigurðardóttir
og Margrét Ólafsdóttir upp úr og
sýndu að þær eiga landsliðssæti
sín svo sannarlega skilin.
Leikurinn var vel spilaður og
skemmtilegur fyrir þá áhorfendur
sem lögðu leið sína í Frostaskjólið
í gær.
Til hamingju, KR
Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálf-
ari Breiðabliks, sagði eftir leik að
óhætt væri að óska KR-ingum til
hamingju með Íslandsmeistaratit-
ilinn í ár: „Ég er mjög fúll því
munurinn á liðunum í kvöld var
ekki jafnmikill og tölurnar gefa til
kynna. Það var ætlan okkar að
sjálfsögðu að vinna hér í kvöld og
halda spennu í mótinu. En því mið-
ur er mótið búið í ár.“
KR með aðra
hönd á titilinn
KR sigraði Breiðablik á KR-vellinum í gær, 5:2, í fyrsta leik 10. um-
ferðar efstu deildar kvenna. Með sigrinum eru KR-stúlkur komnar
með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga Íslandsmeistaratit-
ilinn nánast vísan. Ásthildur Helgadóttir, í liði KR gerði þrennu í gær
og óhætt að segja að frammistaða hennar hafi riðið baggamuninn.
KR er nú komið með 8 stiga forskot á toppi deildarinnar en liðin fyr-
ir neðan eiga þó leiki til góða.
Hjörvar
Hafliðason
skrifar
Morgunblaðið/Kristinn
KR-ingar fagna marki Þórunnar Helgu Jónsdóttur gegn Breiðabliki í gærkvöldi.