Morgunblaðið - 01.08.2003, Síða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 47
Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins
í síma 569 1122, askrift@mbl.is
eða á
Þjónustan gildir fyrir þrjá daga að lágmarki
og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
21
02
1
0
7/
20
03
Fáðu Morgunblaðið sent
Við sendum blaðið innpakkað og merkt
á sumardvalarstaði innanlands.
Morgunblaðið bíður þín
Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert
í fríi og sendum til þín þegar þú kemur
heim aftur.
Fríþjónusta
Ertu
að fa
ra
í frí?
Viltu vinna flugmiða?
Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins
tekið þátt í léttum spurningaleik um
Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga
möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag
eða Budapest með Heimsferðum.
Taktu þátt!
RAGNA Lóa Stefánsdóttir, fyrr-
um landsliðskona í knattspyrnu, tók
fram skóna á ný og lék með KR gegn
Breiðabliki í gærkvöld. Ragna Lóa,
sem er orðin 37 ára og lék 35 lands-
leiki fyrir Íslands hönd, spilaði síðast
með KR árið 1998. Hún náði góðum
áfanga því leikurinn í gærkvöld var
hennar 150. leikur í efstu deild.
ATLI Rúnar Steindórsson, hand-
knattleiksmaður, hefur skrifað undir
tveggja ára samning við Valsmenn.
Atli er línumaður og hefur leikið með
Aftureldingu undanfarin tímabil.
SIGMUNDUR Ástþórsson, knatt-
spyrnumaður, hefur verið lánaður
frá FH til Hauka út þetta tímabil.
Sigmundur, sem er tvítugur sóknar-
maður, hefur leikið 11 leiki með FH í
efstu deild, þar af fjóra á þessu tíma-
bili.
ERLA Dögg Haraldsdóttir lenti í
22. sæti í 50 metra bringusundi á
Evrópumeistaramóti unglinga í
Glasgow í gær. Eva Hannesdóttir
endaði í 33. sæti í 100 metra skrið-
sundi.
LYN, undir stjórn Teits Þórðar-
sonar, er komið í alvarlega fallhættu
í norsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu eftir tap á heimavelli, 1:2,
gegn Bodö/Glimt í gærkvöld. Helgi
Sigurðsson lék allan leikinn með Lyn
og var rétt búinn að jafna á lokasek-
úndunum. Jóhann B. Guðmundsson
lék síðustu 20 mínúturnar með Lyn.
VALENCIA keypti tvo leikmenn í
gær, Fabian Canobbio frá Úrúgvæ
og Brasilíumanninn Ricardo Oliv-
eira. Canobbio er miðjumaður og
kemur frá Penarol og Oliveira var
hjá Santos á síðasta tímabili en hann
er sóknarmaður. Þetta eru fyrstu
leikmennirnir sem Valencia kaupir í
sumar.
Á köflum var knattspyrnan ekki íháum gæðaflokki en það skiptir
okkur ekki máli. Við fengum stigin
þrjú sem í boði voru
og það er það eina
sem skiptir máli. Ég
tel að þetta hafi verið
sannfærandi sigur og
við hefðum getað skorað fleiri mörk í
síðari hálfleik. Við höfum átt á bratt-
ann að sækja að undanförnu og ég
vona að með sigrinum í kvöld munum
við komast á gott skrið í deildinni.“
Það var bráðnauðsynlegt fyrir
Fram að sigra í þessum leik.
„Við þurftum nauðsynlega að sigra
í kvöld til þess að nálgast hin liðin og
nú er stutt í næstu lið. Nú er bara að
byrja að einbeita sér að næsta leik
sem er gegn ÍA og við ætlum okkur
að fá þrjú stig á móti Skagamönnum,“
sagði Ágúst Gylfason.
Við vorum mjög slakir
Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Grindavíkur, var mjög ósáttur með
frammistöðuna. „Við vorum mjög
slakir, byrjuðum ágætlega en síðasta
klukkutímann vorum við mjög lélegir.
Við náðum aldrei að rífa okkur upp
eftir að þeir skoruðu og ég hef enga
skýringu á því. Veikleiki okkar í sum-
ar hefur verið að tapa fyrir liðum sem
eiga að vera slakari en við og það var
engin breyting á því í kvöld.“
Þið voruð mjög bitlausir framávið.
„Sóknarleikurinn var mjög dapur
og við náðum ekki að skapa okkur
mörg færi. Við töpuðum þessum leik
vegna þess að leikmennirnir héldu
ekki haus þegar á reyndi og fóru í
staðinn að pirra sig á ýmsum smáat-
riðum. Það er hræðilegt að horfa upp
á þegar við föllum í þá gryfju að vera
pirraðir útaf öllu.“
Paul McShane var mjög pirraður
og það kom lítið úr Jerry Brown.
„Paul var að einbeita sér of mikið
að röngum hlutum inná vellinum. Ég
tók hann útaf í síðari hálfleik því hann
var mjög æstur og pirraður. Það er
rétt að það kom mjög lítið út úr Jerry
í sókninni og hann þarf einfaldlega
meiri tíma til laga sig að leik okkar.“
Er Grindavík úr leik um Íslands-
meistaratitilinn?
Ég tel að það sé mjög líklegt. Fylk-
ir og KR munu örugglega berjast um
titilinn og við verðum sjálfsagt í
miðjuþófinu ásamt flestum liðunum.“
Eftir
Atla
Sævarsson
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Örn Bjarnason, fyrirliði Grindvíkinga, og Kristinn Tóm-
asson, sóknarmaður Fram, hafa vakandi auga með boltanum.
Sannfær-
andi sigur
okkar
ÁGÚST Þór Gylfason, fyrirliði Fram, taldi sigurinn yfir Grindavík
vera sannfærandi og vonar að Framarar komist núna á gott skrið.
„Við lögðum upp með að leika varfærnislega og halda hreinu. Varn-
arleikurinn var góður hjá okkur og þeir fengu mjög fá færi. Ef við
náum að spila sterka vörn erum við í góðum málum því við erum
alltaf hættulegir framávið.“
FÓLK