Morgunblaðið - 01.08.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 2003 49
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is
Á FIMMTUDAGINNALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
Nói albínói
Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magn-
að byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta.
(S.V.) Háskólabíó.
Andardráttur
(Respiro)
Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus.
(H.L.) Háskólabíó.
Símaklefinn
(Phone Booth)
Óvenjuleg spennumynd. Fjallar undir niðri
um falska öryggiskennd og næfurþunna
grímu yfirborðsmennskunnar. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn.
Tortímandinn 3 (Terminator 3)
Skopskynið er horfið en átökin eru jafn-
hressileg sem fyrr. (S.V.) Regnboginn, Smárabíó, Laugarásbíó,
Borgarbíó.
Dökkblár (Dark Blue)
Spilling í lögregluliði Los Angeles-borgar er
slitið efni. (S.V.) ½
Háskólabíó.
Grundvallaratriði (Basic)
Kvikmyndin er ekki sá dæmigerði hernaðar-
tryllir sem hún lítur út fyrir að vera, heldur
nokkurs konar ráðgáta. (H.J.) ½
Háskólabíó, Sambíóin.
Matrix endurhlaðið (The
Matrix Reloaded)
Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt
frá því að vera jafnheilsteypt, -öguð og -hug-
vekjandi og forverinn. (H.J.) Sambíóin.
Töfrabúðingurinn
Byggð á gömlu áströlsku ævintýri. Ekkert
stórkostlegt listaverk, hún er lítil og bara ansi
lífleg og hjartnæm teiknimynd. (H.L.) Smárabíó.
Ussss
Raunveruleikinn fær langt nef frá ungu og
óreyndu en oft fyndnu og drífandi íslensku
kvikmyndagerðarfólki. (S.V.) ½
Háskólabíó.
Hollywood endir
(Hollywood Ending)
Þunnur þrettándi. Auðvitað bráðfyndin af og
til, en oft og tíðum illa leikin.(H.L.) Háskólabíó.
Hulk
Útlitslega er Hulk vel útfærður en það vantar í
hann þyngdartilfinninguna.(H.J.) Sambíóin, Háskólabíó.
Kengúru-Kalli
(Kangaroo Jack)
Eins brandara, fjölskylduvæn Bruckheimer-
mynd um þjófótta kengúru og tvo hrakfalla-
bálka. Fyrir smáfólkið. (S.V.) Sambíóin.
Lizzie McGuire
(The Lizzie McGuire Movie)
Afskaplega stöðluð, klippt og skorin ung-
lingamynd. Leikkonan Duff býr þó yfir næg-
um sjarma til að halda myndinni uppi.
(H.J.) Sambíóin.
Reiðistjórnun
(Anger Management)
Sandler kominn í gamla, góða formið. Gamli,
góði Nicholson hins vegar víðsfjarri í
hugmyndasnauðri en ágætis dægrastyttingu.
(H.L.) Regnboginn.
Tengdaforeldrarnir
(The In-Laws)
Tengdafeður sem aldrei hafa hist (Douglas
og Brooks), eru líflitlir í slakri endurgerð gam-
anmyndar frá áttunda áratugnum. (H.J.)
Laugarásbíó, Regnboginn.
Það sem stúlka þarfnast
((What A Girl Wants)
Í það heila tekið lagleg fjölskyldumynd sem
fær draumaverksmiðjuna til að standa undir
nafni. (S.V.) Sambíóin Álfabakka, Kringlunni og á Ak-
ureyri
Englar Kalla gefa í botn
(Charlie’s Angels: Full Throttle)
Kvenhetjur sem virðast ekki vera annars
megnugar en að geta sparkað hátt.
(H.J.) Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri.
Of fljót og fífldjörf
(2 Fast 2 Furious)
Eftir situr pirringur í garð þeirrar vanvitalegu
ranghugmyndar sem liggur myndinni til
grundvallar, þ.e. að bílar séu leikföng.
(H.J.) Sambíóin.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Amanda Bynes fer með aðalhlutverkið í myndinni Það sem stúlka þarfnast.
ÉG HELD það sé óhætt að
segja að Blood and Fire sé jafn-
besta plötuútgáfa Bretlands-
eyja og þó víðar væri leitað;
nærfellt allar plötur sem fyrir-
tækið hefur gef-
ið út eru skot-
held snilld en
það sérhæfir sig
einmitt í að gefa
út gamalt reggí.
Með nýjum
plötum frá Blood and Fire er In
The Dub Zone sem skrifuð er á
Ja-Man Allstars en þar eru
saman komnar tvær goðsagna-
kenndar dub-skífur úr smiðju
Manzie „Ja-Man“ Swaby,
Ja-Man Dub og King’s Dub,
með aukalögum.
Mannskapurinn á skífunni er
frábær, nokkrir af bestu tón-
listarmönnum þess tíma á
Jamaíka. Ef eitthvað er út á
plötuna að setja þá er það að
ekki hafi verið til nema örfá
brot af söng; sjá til að mynda
hve sá litli söngur sem heyrist
lyftir „Weak Heart Drop“.
Tónlist
Skot-
held
snilld
Ja-Man Allstars
In The Dub Zone
Blood and Fire
Tvær goðsagnakenndar dub-skífur
eftir Manzie „Ja-Man“ Swaby
endurútgefnar.
Árni Matthíasson
Reuters/Petr Josek
Mick Jagger sést hér veifa til aðdáenda í Prag en kappinn var á leið í sex-
tugsafmæli sitt sem haldið var í tónlistarklúbbi í miðborginni síðastliðið
sunnudagskvöld. Með honum er ný kærasta hans, L’Wren Scott.