Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVALVEIÐAR HEFJAST Árni Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra tilkynnti í gær að hvalveiðar í vísindaskyni myndu hefjast í ágúst og verða alls veiddar 38 hrefnur í ágúst og september. Í tveggja ára vísindaáætlun sem lögð var fyrir Al- þjóðahvalveiðiráðið í vor var gert ráð fyrir því að veiddar yrðu 100 hrefnur, 100 langreyðar og 50 sandreyðar á hvoru ári. Þar sem hrefnuveiðarnar hefjast seinna en áætlað var hefur þeim verið fækkað niður í 38. Ekkert hefur verið ákveðið með framhald á veiðunum né veiðar á öðr- um tegundum. Hrafnagaldur til Rómar Óskað hefur verið eftir að Hrafna- galdur Óðins verði sýndur á tónlist- arhátíð í Róm í desember nk. en á há- tíðinni er boðið upp á tónlist tengda trúarbrögðum víðs vegar að úr heim- inum. Hilmar Örn Hilmarsson, höf- undur verksins, segir það gefa verk- inu dýpri merkingu að fara á hátíð tileinkaða trúartónlist. Lífeyrissjóðir fjárfesta Íslenskir lífeyrissjóðir hafa fjárfest mikið í erlendum verðbréfum að und- anförnu. Síðustu tvö ár hefur lítið verið um slíkar fjárfestingar en styrking krónunnar, aukin þekking á erlendum fjárfestingum og vaxta- lækkanir eru helstu ástæður þess að þær aukast nú. Önnur fyrirtæki hafa einnig aukið erlendar fjárfestingar. Svipar til árásar á Balí Indónesíska lögreglan hafði vitn- eskju um að árás væri fyrirhuguð á svæðið kringum Marriot-hótelið í Jakarta þar sem mannskæð sprengja sprakk á þriðjudag. Lögreglan jók öryggisgæslu á svæðinu í kjölfarið. Talið er að samtökin Jemaah Islam- iyah, sem tengjast al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum, beri ábyrgð á til- ræðinu þar sem því svipar til árásar sem gerð var á eynni Balí í október í fyrra. Indónesísk yfirvöld vöruðu í gær við frekari hryðjuverkum í land- inu. Áfram hitabylgja í Evrópu Ekkert virðist vera að draga úr hitabylgjunni í Evrópu og fór hitinn yfir 40 stig í mörgum borgum í gær. Slökkviliðsmenn börðust áfram við skógarelda og mengun jókst enn meira í sunnanverðri álfunni. Þá var hitamet ársins slegið í Bretlandi í gær en þar fór hitinn í 36,4 gráður. 7. ágúst 2003 MJÖG lítil eftirspurn er nú eftir þorskaflamarki og hefur leiguverðið ekki verið eins lágt í áraraðir. Mikil gróska er hinsvegar í viðskiptum með krókaaflamark. Lítil hreyfing hefur verið síðustu mánuði í viðskiptum með þorskkvóta og virðist sem mjög hafi dregið úr eftirspurn. Kílóið af þorskkvóta býðst nú á 125 krónur til leigu innan ársins og þarf að leita mörg ár aftur í tímann til að finna jafn lágt leiguverð en verðið fór hæst vel yfir 160 krón- ur. Verð á varanlegum þorskkvóta hefur verið um 1.200 krónur fyrir kílóið til langs tíma en að sögn Egg- erts Sk. Jóhannessonar, hjá skipa- miðluninni Bátum & kvóta, hefur verið lítið um viðskipti með varan- legan kvóta að undanförnu. Hann segir engar einhlítar skýringar á því en svo virðist sem hátt leiguverð hafi á sínum tíma kippt grundvellinum undan útgerð kvótalausra og kvóta- lítilla skipa og því vanti þennan út- gerðarhóp inn á markaðinn. Þannig sé nú mun minni spenna á markaðn- um en áður. Mjög horft til línuívilnunar Mikil viðskipti hafa hinsvegar verið með kvóta í krókaaflamarkskerfinu, „litla kerfinu“ svokallaða, og segist Eggert varla mun annað eins í þeim efnum. Þar eru nú greiddar um 950 krónur fyrir kílóið af þorski í var- anlegum viðskiptum en leiguverðið er nú í kringum 105 krónur og hefur heldur dalað síðustu vikurnar, líkt og oft áður á þessum árstíma, þegar sjósóknin er mikil en margar fisk- vinnslur lokaðar vegna sumarleyfa. Eggert segir að mikla eftirspurn eftir kvóta í krókakerfinu megi að hluta rekja til væntanlegrar kvóta- aukningar í þorski á næsta fiskveiði- ári. Eins virðist sem margir horfi mjög til væntanlegrar ívilnunar á línuveiðar dagróðrabáta. Þannig séu dæmi um að útgerðarmenn hefbund- inna vertíðarbáta hafi söðlað um og keypt sér báta í krókakerfinu, með það í huga að njóta ívilnunarinnar. Þar þykist þeir fá betra hráefni og þar af leiðandi hærra fiskverð. Tak- mörkun á möskvastærð í netum á komandi vertíð ýti auk þess enn frekar á þessa þróun, enda fyrirsjá- anlegt að þá fáist meira af smærri og verðminni fiski. Þá verði heimilt að færa krókaaflamark á báta allt að 15 brúttótonn á næsta fiskveiðiári sem einnig virki sem hvati til kvótavið- skipta. Leiguverð á kvóta ekki lægra í áraraðir Mikil gróska í viðskiptum með krókakvóta Morgunblaðið/Alfons Finnsson SÓKNARDAGABÁTAR veiddu 2.597 tonn af þorski á fyrstu 25 dögunum í júlí sem er 740 tonnum minna en á sl. fiskveiðiári eða 22% minnkun. Heildarfjöldi nýttra klukkustunda er nánast sá sami og hann var í fyrra eða um 83 þúsund. Fjöldi báta sem lagt hafa upp afla eru 289 en voru 284 í fyrra. Þannig er hægt að sjá að þorskafli á hvern bát er að meðaltali 25,5 tonn en var 30 tonn á sama tímabili ári áður. Minni afli HÁLFSMÁNAÐAR vinnslu- stöðvun vegna sumarleyfa er hafin hjá Hólmadrangi á Hólmavík. Gunnlaugur Sighvatsson, fram- kvæmdastjóri, segir á heimasíðu ÚA, að þetta sé í fyrsta skipti sem brugðið sé á það ráð að stöðva vinnslu meðan hápunktur sum- arleyfa starfsfólks gengur yfir. „Við teljum að þetta fyrir- komulag komi ágætlega út fyrir fyrirtækið og starfsfólkið,“ segir hann. Vinnsla hefur verið stöðug hjá Hólmadrangi frá því verk- smiðjan var ræst að nýju í byrjun maí að afloknum endurbótum sem miðuðu að því að bæta hráefn- isgæði og auka afköst. „Við erum ánægð með hvernig til hefur tekist í endurbótunum í vor og sjáum breytingu á báðum þess um þáttum,“ segir Gunnlaugur. Y ir sumartímann er ísrækja heima báta stærri þáttur í vinnslu Hólmadrangs en yfir vetrartíman Alls leggja fimm heimabátar upp rækju hjá Hólmadrangi nú í suma og segir Gunnlaugur að rækja sé blönduð og nokkuð góð til vinnslu „Rækjan er greinilega misjöfn eftir svæðum hér fyrir norðan lan ið en innan um er að hafa þokka- lega stóra rækju,“ segir Gunn- laugur en framleitt er inn á hefðbundna markaði í Danmörku og Bretlandi. „Samkeppnin á þes um mörkuðum er alltaf til staðar fyrst og fremst erum við í glímu v aðrar rækjuafurðir, sér í lagi heit sjávarrækjuna,“ segir Gunnlaugu Sumarfrí hjá Hólma- drangi ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI norskra sjávarafurða á fyrri helmingi á ins var um 11% lægra en á sama tíma síðasta árs. Norðmenn fluttu út sjáv arafurðir fyrir tæpa 133 milljarða íslenskra króna á tímabilinu. Þrátt fyr þennan samdrátt jókst útflutningur á laxi og þorski frá fyrra ári. Alls fluttu Norðmenn út laxaafurðir fyrir um 50 milljarða króna á tíma bilinu eða nærri 2 milljörðum króna meira en á fyrri helmingi ársins 200 Einkum varð aukning á útflutningi til landa Evrópusambandsins eða 13% sala til Rússlands jókst um 10%. Þá má geta þess að Norðmenn fluttu um 8.600 tonn af laxi til Póllands á fyrri helmingi ársins sem er 60% aukning frá fyrra ári. Þá jókst útflutningur Norðmanna á þorskafurðum úr 77 þú und tonnum í 78.700 tonn á fyrri helmingi ársins. Engu að síður varð nok ur samdráttur í útflutningi á frosnum og söltuðum afurðum en talsverð aukning í sölu á ferskum þorski sem jókst um 6.000 tonn. Þá fluttu Norðmenn út um 58.000 tonn af frosnum makríl á tímabilinu sem er 13.000 tonna samdráttur frá fyrra ári. Þá voru flutt út um 145 þús und tonn af frosinni síld sem er 7.000 tonna samdráttur. Samdráttur í Noregi Stofnfiskur stærsti seljandi laxa- hrogna í heiminum, beitukóngur í Grundarfirði og mikið óveitt af rækju Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  FÓÐURBLANDAN hf. hefur keypt búrekstrarvörusvið Kaupfélags Árnesinga, eitt þriggja rekstrarsviða félagsins, og hefur Fóðurblandan þegar tekið við rekstrinum. Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, segir að þar sem búvörusviðið hafi verið dreifingaraðili á fóðri fyrir Fóð- urblönduna hafi það legið í hlut- arins eðli að taka við rekstr- inum. Katrín sagði að engar breytingar væru fyrirhugaðar á starfsemi sviðsins að svo stöddu. Fimm til átta prósent af framleiðslu Fóðurblöndunnar hefur farið í gegnum búrekstr- arsviðið árlega. Kaupverð viðunandi Kaupfélag Árnesinga er í greiðslustöðvun og salan á bú- rekstrarvörusviðinu er liður í þeim aðgerðum að koma skipan á slæma fjárhagsstöðu kaup- félagsins. Þegar hefur Olíufé- lagið sagt upp samningi við Kaupfélagið um rekstur fimm söluskála og þar með er aðeins eitt rekstrarsvið eftir, hótelsvið. Katrín vill ekki gefa upp kaupverðið á búrekstrarsviðinu en segir það viðunandi fyrir báða aðila. Hún sagði að ástæða kaupanna væri að félagið vildi halda áfram þjónustu við bænd- ur á Suðurlandi sem keypt hafi vörur Fóðurblöndunnar hingað til í gegnum búrekstrardeildina, og ætlunin væri að efla hana og auka. Katrín segir að kaupin séu jafnframt liður í því að Fóð- urblandan færi sig yfir í fleiri aðdrætti fyrir landbúnað svo sem girðingar- efni, plast, sáðvörur og fleira. Fyrsta skrefið í nýrri sókn Katrín segir spurð að kaupin gætu allt eins verið fyrsta skrefið í sókn Fóðurblöndunnar inn á breiðara svið í sölu bú- rekstrarvara víðar á landinu, en þessu tengt keypti Fóðurbland- an nýverið fóður og áburðar- framleiðslufyrirtækið Bústólpa á Akureyri. Bústólpi framleiðir fóður fyrir nautgripi, sauðfé, svín, hross, varp- og alifugla auk þess sem á boðstólum er úr- val af áburði, sáðvöru og öðrum vörum tengdum fóðrun og jarð- rækt. Samlegð með Lýsi hf. Katrín er einnig framkvæmda- stjóri Lýsis hf. sem er eigandi Fóðurblöndunnar. Spurð segir hún að samlegð gæti orðið með búrekstrardeildinni, Lýsi og Fóðurblöndunni, t.d. í notkun á efnum og í innkaupum. Fóðurblandan er einn stærsti innflytjandi á fóðri til landsins með um 38% markaðshlutdeild. Fram kemur í tilkynningu frá KÁ og Fóðurblöndunni að auk þess að kaupa rekstur deildar- innar hafi félagið rekið fóðurbíl sem notaður er til að dreifa lausu fóðri til bænda og hann hafi einnig verið seldur til Fóð- urblöndunnar. Velta búrekstrarsviðs KÁ hefur verið um 400 milljónir króna á ári, þar eru sjö starfs- menn og fer starfsemin fram í 900 fermetra húsnæði á Selfossi og 500 fermetra húsnæði á Hvolsvelli. Engar breytingar verða á starfsmannahaldi bú- rekstrarvörusviðsins við söluna. Kaupfélag Árnesinga selur búrekstrarsviðið Fóðurblandan hefur fest kaup á búrekstrarsviði KÁ sem veltir um 400 milljónum króna á árlega. Sjö manns starfa við sviðið en engar breytingar verða á starfsmannahaldi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útibú búrekstrarsviðs Kaupfélags Árnesinga á Hvolsvelli. Að mati framkvæmdastjóra Fóðurblöndunnar, Katrínar Pét- ursdóttur, áttu viðskiptin sér stað á viðunandi kjörum. Kaupverðið sjálft er þó ekki gefið upp.  Kaupfélag/B4–5 Katrín Pétursdóttir. VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS GENGI krónunnar hefur veikst um rúmlega 1% síðastliðna viku og lokagildi vísitölu krónunnar var 215,15 stig í gær. Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka segir í Hálffimm fréttum í gær að ekki virðist vera forsendur fyrir styrkingu krónunnar og að frekar séu líkur á að hún muni halda áfram að veikjast. Í Hálffimm fréttum segir að hluta af veikingu krónunnar megi líklega rekja til útgáfu Peningamála Seðlabankans, sem komu út fyrir viku, þar sem fjallað sé um að lengra geti orðið í vaxtahækkanir en fjárfestar hafi reiknað með og að vaxta- lækkun væri jafnvel hugsanleg. „Frá lokum maí hefur krónan veikst um 5,7% en fram að þeim tíma hafði krónan styrkst nær látlaust. Að mati Greiningardeildar var krónan þá of sterk miðað við undirliggjandi efnahags- forsendur og fyrirsjáanlegt innflæði fjár- magns og taldi Greiningardeild þá að krónan mundi veikjast. Helstu breyt- ingar á efnahagsumhverfinu síðan þá eru að óvissa varðandi stækkun Norðuráls hefur aukist og hugsanlegt er að Varn- arliðið fari af Keflavíkurflugvelli sem ekki var búist við þá,“ segir í Hálffimm fréttum. Þar segir einnig að útflæði fjármagns sé enn töluvert meira en innflæði og í kjölfar kaupa Seðlabankans á gjaldeyri telji greiningardeildin að bein stöðutaka í krónunni auk erlendrar lántöku þurfi að nema um 30 til 40 milljörðum króna til að vega upp misræmið. Á móti þessu vegi þó mikill raunvaxtamunur milli Ís- lands og viðskiptalandanna og fyr- irsjáanlegt sé að vaxandi innflæði fjár- magns vegna virkjanaframkvæmda muni setja ákveðinn þrýsting til stöðutöku með krónunni. Hugsanlegt ofmat á áhrif- um stóriðjuframkvæmdanna auk spá- kaupmennsku gætu að mati greining- ardeildar Kaupþings Búnaðarbanka styrkt krónuna á næstunni. G E N G I K R Ó N U N N A R Veikara en fyrir viku Greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka telur líkur á að krón- an veikist áfram S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I British Airways í vanda Slæm afkoma vegna verkfalls starfsmanna 6 Samið um Skeljung Eigendur vilja halda öllum leiðum opnum 3 DAGAR KÁ TALDIR Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Erlent 12/15 Viðhorf 30 Höfuðborgin 16 Minningar 30/34 Akureyri 17 Bréf 36 Suðurnes 18 Dagbók 38/39 Austurland 19 Sport 40/43 Landið 20 Fólk 44/49 Neytendur 21 Bíó 46/49 Listir 22/23 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 24/25 Veður 51 * * * FJÖLDI slökkviliða í landinu hef- ur fengið styrki til að vinna að skýrslugerð vegna undirbúnings að samvinnu eða jafnvel samein- ingu slökkviliða. Rúmlega 30 sveitarfélög og brunavarnasam- lög, eða um það bil helmingur allra slökkviliða landsins, stóðu að umsóknum til Brunamálastofn- unar á síðasta ári um fjárstyrki til að geta hafið viðræður um hugsanlega samvinnu eða samein- ingu. Um er að ræða m.a. kostnað vegna sameiginlegs útbúnaðar, viðbragða við mengunaróhöppum og sameiginlegs eldvarnaeftirlits. Samvinna styrkir slökkviliðin Dr. Björn Karlsson brunamála- stjóri nefnir sem dæmi samvinnu slökkviliðanna í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. Þessi lið hafa ákveðið að vinna saman vegna búnaðar sem þarf til mengunarslysaviðbragðs, hyggj- ast hafa samvinnu um eldvarna- eftirlit, æfingar og fleira. Björn segir í samtali við Morgunblaðið að gera megi ráð fyrir að fleiri sveitarfélög muni sækja um styrki vegna fyrirhugaðs sam- starfs. Að sögn hans er fyrst og fremst um að ræða samvinnu á milli slökkviliða fremur en sam- einingu. „Í ákveðnum tilfellum er einnig verið að sameina slökkvi- liðin í brunavarnasamlög. Þannig hafa t.d. sveitarfélögin í kringum Árborg rætt saman um bruna- varnir Árnessýslu en í mörgum tilvikum er um samvinnu að ræða,“ segir hann. Sterkari slökkvilið með samvinnu „Samvinna slökkviliðanna gerir þau sterkari, veitir íbúunum og atvinnulífinu meira öryggi. Mig grunar einnig sterklega að það verði aukin fækkun sveitarfélaga á næstu árum,“ segir Björn Karlsson. Brunamálastofnun veitti um- sækjendum um styrki á síðasta ári alls ríflega þrjár milljónir króna. „Ljóst er að enn fleiri um- sóknir munu berast á þessu ári og er gert ráð fyrir að þær verði afgreiddar árið 2004,“ segir í ný- útkominni ársskýrslu Brunamála- stofnunar fyrir árið 2002. Þrjátíu slökkvilið vinna að samvinnu eða sameiningu SLÖKKVILIÐIN í landinu eru nú 60 talsins, auk slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli. Aðstæður og starfsskilyrði slökkviliða eru mjög mismunandi eftir sveit- arfélögum og íbúafjölda þeirra. Alls starfa um 1.600 slökkviliðs- menn hjá slökkviliðunum og eru langflestir þeirra í hlutastarfi. Í fámennustu byggðunum er stór hluti íbúa í slökkviliði stað- arins. Þannig eru t.d. 20 manns í slökkviliðinu á Drangsnesi en þar eru 100 íbúar. Svipaður íbúafjöldi er í Grímsey en þar eru 10 til 15 manns í slökkviliði eyjarinnar, skv. upplýsingum Björns Karlssonar bruna- málastjóra. Æfingar fara fram hjá öllum slökkviliðum landsins með reglulegu millibili. Bruna- málastofnun heimsækir hvert slökkvilið landsins einu sinni á ári, ræsir liðið út og fylgist með æfingum. Fjögur slökkvilið landsins eru eingöngu skipuð atvinnuslökkvi- liðsmönnum, Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins, Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli, Brunavarnir Suðurnesja og Slökkvilið Akur- eyrar. Björn bendir á að þrátt fyrir aukna samvinnu og sam- einingu slökkviliða verði eftir sem áður útkallslið á fámennum stöðum. „Við ætlum ekki að taka slökkviliðin af stöðunum,“ segir hann. 15–20% íbúa í slökkviliði GERÐ tvíbreiðrar brúar yfir Klif- andi er í fullum gangi um þessar mundir en framkvæmdir hófust í maíbyrjun. Brúin verður um 65 metrar á lengd og átta og hálfur metri á breidd en það er brúar- vinnuflokkur Sveins Þórðarsonar frá Vík í Mýrdal sem sér um verkið og hafa tólf menn unnið við fram- kvæmdirnar í sumar. Kostnaður við framkvæmdirnar er í heildina um 90 milljónir króna auk hönnunarkostnaðar. Þegar brúin yfir Klifandi, ásamt Þjórs- árbrúnni, kemst í gagnið og brúar- framkvæmdum við Skaftá lýkur um áramótin verður brúin yfir Jökulsá á Sólheimasandi eina einbreiða brúin á leiðinni frá Reykjavík til Kirkjubæjarklausturs. Klifandi var veitt austanmegin við brúna á meðan framkvæmdir stóðu yfir en verður fljótlega hleypt aftur um eðlilegan farveg og fram- kvæmdir við að tengja veginn við brúna hefjast í kjölfarið. Að sögn Sveins gæti umferð ver- ið komin á eftir þrjár vikur en ákvörðun um það hefur ekki enn verið tekin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verið er að gera tvíbreiða brú yfir Klifandi á þjóðvegi 1 rétt austan við Pétursey. Brúarframkvæmdir við Klifandi FYRR í sumar nýtti sveitarstjórn Árborgar forkaupsréttarákvæði í lögum til þess að eignast svæði í kringum flugvöll Flugklúbbs Sel- foss. Landeigendur höfðu þá þeg- ar samið við nokkra aðila um sölu á landinu undir íbúabyggð. Guð- mundur Lárusson, ábúandi á Stekkjum, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvort seljendur leggi fram kæru vegna ákvörðunar sveitarstjórnarinnar. Hann segir meirihluta landeig- enda á svæðinu vilja losna við flugvöllinn. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort höfðað verði mál til þess að láta á þetta reyna. Það hefur ekki verið útilokað ennþá,“ segir Guðmundur. Hann segir að margvíslegar ástæður liggi að baki því að land- eigendur vilji ekki flugvöll í grenndinni. „Meirihluti landeig- enda vildi alls ekki selja þetta undir flugvöll. Ástæðurnar eru fyrst og fremst þær að ef það verður áfram flugvöllur á þessu svæði þá sækir byggðin ekki í þessa átt. Þar af leiðandi verða heimalöndin verðminni. Svo er ónæði af þessum flugvelli og hluti ábúenda er mjög ósáttur við það ónæði sem af honum hlýst.“ Jarðir séu nýttar undir landbúnað Landeigendur segja að for- kaupsréttarákvæðið sem Árborg nýtti sé til þess ætlað að tryggja að jarðir séu nýttar undir land- búnað en að það skilyrði sé aug- ljóslega ekki uppfyllt í þessu til- viki. Guðmundur undrast einnig að yfirvöld hafi ákveðið að taka á sig þennan kostnað til þess að hægt yrði að starfrækja flugvöll sem engar tekjur séu af. „Hins vegar sáum við fyrir okkur að þarna yrði mikil uppbygging. Ég held að það hefði verið sveitarfélaginu mjög til hagsbóta. Þannig að þetta er ill- skiljanlegt,“ segir Guðmundur að lokum. Ábúendur í grennd við flugvöll Flugklúbbs Selfoss ósáttir Íhuga að kæra ákvörðun Árborgar UM HELGINA fundust manna- bein á svokallaðri Mjöðm á Mýrum í Hornafirði. Mjöðm er klettarani út í Hólmsá um 1–2 km suður af Hellisholti. Það var Sigurður Hann- esson, safnvörður á Höfn, sem gekk fram á beinin þar sem hann var á gönguferð um Mjöðmina. Sigurður hugðist kanna hvort hann sæi merki um rústir en á þess- um stað hafa fundist fornleifar, m.a. snældusnúður, kljásteinar og brýni. Það þykir benda til þess að þarna hafi verið búið en þó er hvergi minnst á byggð á þessum stað í rituðum heimildum. Ekki fann Sigurður nein merki um rústir en gekk fram á beinin í flæðarmáli Hólmsár. Hann segist strax hafa séð að þetta voru ekki dýrabein og grunaði að hér væri um mannabein að ræða. Hafa varðveist vel Sigurður settist niður með beinin og bar þau við sjálfan sig og var enn vissari í sinni sök. Á þriðjudag skoðaði læknir á heilsugæslustöð- inni beinin og sagði nokkuð víst að þetta væru framhandleggsbein og handarbein úr manni. Beinin hafa varðveist vel og líta ótrúlega vel út, að sögn Sigurðar. Starfsmenn Menningarmiðstöðvarinnar fóru á þriðjudag og könnuðu fundarstað- inn betur en fundu ekki fleiri bein. Beinafundurinn hefur verið til- kynntur til minjavarðar Austur- lands sem tekur ákvörðun um framhaldið. Einnig var haft sam- band við dr. Bjarna Einarsson forn- leifafræðing sem stundað hefur fornleifarannsóknir í sýslunni. Beinafundur í Hornafirði Mannabein fundust á Mjöðm Morgunblaðið/Sigurður Mar Sigurður Hannesson ber handar- beinin sem hann fann á Mjöðm á Mýrum við sjálfan sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.