Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 4
NÆSTU daga hefst vinna við að kanna hve margir einstak- lingar eru heimilislausir í Reykjavík og greina hvers kon- ar þjónustu fólkið þarf. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráð- herra, segir að tölur um fjölda heimilislausra hafi verið á reiki og því þurfi að ljúka þessari vinnu áður en gripið verði til við- eigandi ráðstafana. „Tilgangur vinnuhópsins verður að fara yfir umfangið og greina hvers konar þjónustu þetta fólk þarf sem getur verið mismunandi,“ segir Jón og nið- urstaðan á fundi með Björk Vil- helmsdóttur, formanns félags- málaráðs Reykjavíkur, og Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra, í gær hafi verið að vinna að lausn þessa máls í samvinnu við félagsmálaráðuneytið. „Ef þetta er fólk sem er geðfatlað þarf vistun inni á stofnunum þá snýr það að okkur í heilbrigðisráðu- neytinu,“ segir ráðherra. Eigi það ekki í nein hús að venda þá snúi það að Reykjavíkurborg. Samstarf Reykja- víkurborgar og ríkis Kanna fjölda heim- ilislausra FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ KONUR ættu að sýna meira frum- kvæði í því að vilja vera leiðtogar, sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- verandi forseti Íslands, þegar hún setti fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu Delta Kappa Gamma, alþjóða- samtaka kvenna í fræðslustörfum, hér á landi í gær, en Vigdís er heið- ursfélagi samtakanna hér á landi. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir, landsbókavörður og einn af aðstand- endum ráðstefnunnar, segir að í ávarpi sínu hafi Vigdís sent boltann til kvenna: „Hún sagði að það vær- um við sjálfar sem ættum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og passa upp á að missa ekki kraftinn í kvennabaráttunni.“ Delta Kappa Gamma eru al- þjóðleg samtök kvenna í fræðslu- störfum, stofnuð í Texas árið 1929. Samtökin hafa landsdeildir í mörg- um þjóðríkjum auk Bandaríkjanna, og eru starfandi sex deildir hér á landi, tvær á höfuðborgarsvæðinu og ein í hverjum landshluta. Í ávarpinu talaði Vigdís um að konur hefðu komist upp í vissar hæðir í baráttu sinni, t.d. eftir að Kvennalistinn var stofnaður og það voru komnar margar konur á þing. Nú sagði hún að það væri kominn svolítill slaki í baráttuna, til dæmis væru nú færri konur á þingi en voru eftir stofnun Kvennalistans. Eina af ástæðunum sagði hún þá að ungar konur hefðu ekki jafnmikinn áhuga á pólitík og áður. Yfirskrift ráðstefnunnar er Gróska – hæfni – forysta. Sigrún Klara segir að um 215 konur séu skráðar á ráðstefnuna, og með þeim séu um 30 makar, sem taka þó ekki þátt í ráðstefnunni sjálfri. Meðal þess sem fjallað verður um á ráðstefnunni eru rannsóknir dr. Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og fleiri á unglingum og viðhorfum þeirra til siðfræði. Einnig segir Gerður G. Óskarsdóttir frá rann- sókn sinni á framtíð menntunar í Evrópu, sem er stórt evrópskt verk- efni sem hún hefur tekið þátt í. Svo eru um 30 fræðslufundir um ýmis málefni sem ráðstefnugestir geta sótt. Fyrsta íslenska Delta Kappa Gamma-ráðstefnan sett Konur sýni meira frumkvæði í að vilja vera leiðtogar Morgunblaðið/Arnaldur Vigdís Finnbogadóttir setti ráðstefnu Delta Kappa Gamma á Íslandi. ÍBÚAR í Fljótum hafa afhent sveit- arstjórn Skagafjarðar undirskrift- arlista með mótmælum við ákvörð- un sveitarstjórnarinnar um að flytja burt eitt af þremur íbúðarhúsum sveitarfélagsins á Lambanes-Reykj- um til Sauðarkróks. Jafnframt hafa íbúar óskað eftir fundi með sveit- arstjórninni um málið. Í yfirlýsingu sem 75 íbúar skrifa undir segir m.a: „Áframhaldandi staðsetning íbúð- arhúsanna á Lambanes-Reykjum er bráðnauðsynleg fyrir Fljótin, ekki síst vegna nýrrar atvinnuuppbygg- ingar sem þarf að koma á fót í kjöl- far gjaldþrots fiskeldisfyrirtækisins Máka ehf. Sveitarstjórn Skagafjarðar ber að taka tillit til þess að íbúar og vel- unnarar Fljótanna lögðu fram á annað hundrað milljónir króna í uppbyggingu á Miklalaxi fyrir ca 10 til 15 árum og á Lambanes-Reykj- um var til staðar ein fullkomnasta klak- og seiðaeldisstöð landsins, sem Máki ehf. yfirtók og hóf starf- semi í eftir gjaldþrot Miklalax ehf. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir sveitarfélagið Skagafjörð og samfélagið í Fljótum að ný atvinnu- starfsemi geti hafist á ný að Lambanes-Reykjum. Að því verk- efni þarf að vinna af einurð og festu og gefa því þann tíma sem þarf. Við undirrituð óskum eftir almennum fundi með sveitarstjórn um þetta mál sem fyrst.“ Trausti Sveinsson, bóndi á Bjarn- argili, stóð fyrir undirskriftasöfnun- inni. Hann segir að ekki hafi verið fullreynt hvort hægt sé að koma starfsemi við fiskeldisstöðina aftur í gagnið og því eigi ekki að flytja hús- in burt fyrr en það hafi verið full- reynt en þau voru reist á síðari hluta níunda áratugarins. Trausti bendir á að fiskeldisstöðin hafi áður verið ein besta seiðastöð landsins og því eigi að reyna til þrautar að reka atvinnustarfsemi á staðnum. Rekstur stöðvarinnar hefur tví- vegis orðið gjaldþrota, í fyrra skipt- ið var seiða- og laxeldi í stöðinni, sem fyrirtækið Miklilax ehf. rak en í það seinna barraeldi sem Máki ehf. sá um, en barri er hlýsjáv- arfiskur. Trausti segir íbúa afar óhressa með að þegar hafi verið hafist handa við að flytja húsið þrátt fyrir óskir þeirra um að því verði frestað þar til haldinn hefur verið fundur um málið en hann verður í næstu viku. Hann segir íbúa á svæðinu hafa hug á að stofna framfarafélag enda telji þeir mikilvægt að at- vinnulíf í Fljótum verði eflt. Íbúðarhús við Fljót flutt til Sauðárkróks Íbúar andmæla flutningi BANDARÍSK stjórnvöld lýsa yfir gríðarlegum vonbrigð- um með þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hrefnuveiðar í vísindaskyni síðar í þessum mánuði. Veidd- ar verða alls 38 hrefnur í ágúst og september, en það er minna en upphaflega var gert ráð fyrir. Í tveggja ára áætl- un sem lögð var fyrir Alþjóðahvalveiðiráðið var gert ráð fyrir að 100 hrefnur, 100 langreyðar og 50 sandreyðar yrðu veiddar á hvoru ári. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra kynnti áform um vísindaveiðarnar í gær, en hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um framhald hrefnu- veiða á næsta ári, né veiðar á öðrum hvalategundum. Blaðafulltrúi bandaríska utanríkisráðuneytisins lýsti af- stöðu ráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði ákvörðun Íslendinga gríðarleg vonbrigði. „Allt frá því Íslendingar tilkynntu fyrr á þessu ári að þeir hygðust byrja dráp á hvölum, hafa Bandaríkin hvatt Íslendinga til að láta ekki verða af þeim fyrirætlunum,“ sagði hann. Ráðuneytið viðurkennir að vísindaveiðarnar séu „tækni- lega löglegar“ samkvæmt alþjóðasáttmálanum um stjórn hvalveiða, en telur samt að hvaladráp sé ónauðsynlegt og rannsaka megi hvalina án þess að drepa þá. Haft var eftir Philip Reeker talsmanni ráðuneytisins, á fréttavef AFP í gær, að með ákvörðun sinni gætu Íslend- ingar átt á hættu að sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjamanna á grundvelli svonefndra Pelly lagavið- bóta. Viðbæturnar kveða á um að ríki sem veiða eða selja hvalaafurðir án tillits til þess hvort veiðarnar fari fram samkvæmt alþjóðasáttmálanum um stjórn hvalveiða, eða hvort ríkið eigi aðild að sáttmálanum, eigi yfir höfði sér viðskiptaþvinganir á hvers kyns útflutningi til Bandaríkj- anna. Sagði Reeker að líkast til yrðu fyrirhugaðar veiðar Íslendinga skoðaðar í ljósi þessara lagaviðbóta. Ekki þörf á hvaladrápi í rannsóknaskyni Richard Mott varaforseti náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund, fordæmdi vísindaveiðarnar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við teljum að hrefnuveiðarnar séu ekki vísindalegs eðlis og að markmið með veiðunum séu ekki í takt við stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins,“ sagði Mott. „Það væri hægt að taka tillit til mótmæla við vís- indaveiðarnar með hvalarannsóknum sem ekki krefjast þess að hvalirnir séu drepnir, eins og vísindaráð Alþjóða- hvalveiðiráðsins hefur lagt til.“ Alþjóðleg samtök um verndun hvala og höfrunga (WDCS) lýstu undrun sinni og gremju yfir ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra. „Þetta er heiftarlega svekkjandi ákvörðun,“ sagði Mark Simmonds, vísindafulltrúi WDCS. „Það er engin þörf fyrir vísindadráp af þessu tagi og það eru okkur ákaflega mikil vonbrigði að Íslendingar hafi kosið að fara þessa leið.“ Í gær var efnt til mótmæla fyrir framan íslenska sendi- ráðið í Lundúnum, þar sem fulltrúar náttúruverndarsam- takanna International Fund for Animal Welfare tóku sér stöðu með mótmælaskilti með áletruninni „Björgum hvöl- unum“. Bandarísk stjórnvöld lýsa miklum vonbrigðum með ákvörðun Íslendinga um vísindaveiðar á hrefnu Telja hvaladráp vera ónauðsynleg Samtökin IFAW voru ekki lengi að bregðast við og efndu til mótmæla við hvalveiðum Íslendinga við ís- lenska sendiráðið í London í gær. Viss hætta á viðskipta- þvingunum vegna veiðanna HJALTI Sæmundsson, aðalvarð- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, seg- ir að æskilegra hefði verið ef Land- helgisgæslan hefði fengið upplýsingar um rútuslysið, sem varð í Borgarfirði á laugardags- morgun, um leið og fyrsta tilkynn- ing hefði borist um það til Neyð- arlínunnar. Skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins tilkynnti bílstjóri rútunnar slys- ið til Neyðarlínunnar um kl. 9.54 á laugardagsmorgni, en Gæslan fékk fyrst vitneskju um slysið kl. 10.08. Hjalti segir að Gæslan hafi metið það svo að þrjátíu manna rútuslys væri næg ástæða til að kalla þyrl- una út með forgangi. Eins og fram hefur komið voru 28 tékkneskir ferðamenn í rútunni, auk bílstjóra og tveggja leiðsögu- manna. Að sögn Hjalta bárust Gæslunni upplýsingar um slysið frá starfs- manni Tilkynningaskyldunnar kl. 10.08, eins og áður sagði, en að sögn Hjalta fékk Tilkynningaskyld- an SMS-skeyti frá Neyðarlínunni, þar sem hún er á svokölluðum boð- unarlista Neyðarlínunnar. Hann segir að starfsmanninum hafi ekki borið að hafa samband við Gæsluna en hann hafi ákveðið það upp á eig- in spýtur. Nokkrum mínútum síðar, eða kl. 10.12 segir Hjalti, hafði Neyðarlín- an samband við Gæsluna og bað um að þyrlan yrði sett í viðbragðsstöðu. Gæslan hafi þá tekið ákvörðun um að kalla þyrluna út þegar í stað og fór hún, segir Hjalti, í loftið um 23 mínútum síðar. „Við mátum það svo að þrjátíu manna rútuslys væri full ástæða til að kalla þyrluna út með forgangi.“ Hann segir að það taki að meðaltali um 30 mínútur að setja þyrluna í loftið eftir útkall. Nokkru eftir að þyrlan fór á loft lenti hún, að sögn Hjalta, við Fer- stiklu, þar sem tveir sjúkrabílar voru á leið frá slysstað til Reykja- víkur. „Í öðrum bílnum var alvar- lega slösuð manneskja og var hún flutt um borð í þyrluna sem fór með hana til Reykjavíkur.“ Aðalvarðstjóri hjá Landhelgisgæslunni Æskilegra að fá upp- lýsingar fyrr TALSVERT var um slys og óhöpp á erlendum ferðamönn- um í gær, en ekkert þó alvar- legt. Tveir ferðamenn veltu bíla- leigubíl á Biskupstungnabraut á móts við bæinn Neðsta-Dal um miðjan dag í gær. Þeir hugðust leita sér læknishjálpar á eigin spýtur, en bifreiðin er ónýt eftir þrjár veltur. Þá féll erlend kona á höfuðið við Gullfoss í gær um klukkan 13 og var flutt á Land- spítalann í Fossvogi. Hún var sett í rannsóknir og ekki talin eins alvarlega slösuð og í fyrstu var haldið. Þá hlaut erlend kona slæmt ökklabrot í gönguferð í nágrenni Húsafells í gær. Hún var flutt á Landspítalann þar sem gert var að sárum hennar. Erlendir ferða- menn slasa sig ítrekað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.