Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HJÓLREIÐAMENN eru ósáttir við að ekki séu komin úrræði fyrir þá ef hjólreiðar verða bannaðar meðfram Reykjanesbraut eftir að hún verður tvöfölduð, eins og rætt hefur verið um. Þeir telja Vatnsleysustrandar- veg síst hættuminni en Reykjanes- braut og vilja fá að hjóla áfram á brautinni ef ekki verður lagður hjólastígur meðfram henni. Í umhverfismatsskýrslu Vega- gerðarinnar og úrskurði Skipulags- stofnunar um tvöföldun Reykjanes- brautar kemur fram að hjólreiða- umferð verði bönnuð á nýrri breikkaðri Reykjanesbraut en gerð- ar verði ráðstafanir til þess að unnt sé að beina hjólreiðaumferð um gamla Keflavíkurveginn og Vatns- leysustrandarveg og hlutar þeirra lagfærðir. Jafnframt segir að við þessa breytingu muni hjólaleiðin frá Hafnarfirði til Njarðvíkur lengjast úr 24 kílómetrum í 27 km. Hins veg- ar verði hjólreiðar öruggari en áður þar sem þær verði aðskildar frá þungri umferð á Reykjanesbraut. Sigurður M. Grétarsson, formað- ur Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að verði hjólreiðar meðfram breikkaðri Reykjanesbraut bannað- ar sé ljóst að hjólreiðamenn þurfi að fá eitthvað í staðinn sem er jafngott og það sem fyrir er: „Krafa okkar í Landssamtökum hjólreiðamanna er að annað hvort verði heimilt að hjóla á Reykjanesbrautinni eftir breikk- un, eða að það verði lagður malbik- aður stígur sem liggi þá meðfram brautinni, en helst samt í einhverri fjarlægð.“ Það er ekki búið að taka endan- lega ákvörðun um að banna hjólreið- ar meðfram brautinni, segir Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Reykjanesi. Hann segir að það hafi verið lagt til við hlutaðeigandi yfirvöld, en sé enn til umræðu og ekki enn ljóst hvert hjólreiðamönnum verði beint. Sigurður segir að þær hugmyndir sem hann hafi heyrt gangi annars vegar út á að nota malarveg sem er þarna fyrir, og hins vegar að nota gamla Vatnsleysustrandarveginn. „Þetta þýðir lengingu á leiðinni um 3 til 4 kílómetra, auk þess sem við telj- um Vatnsleysustrandarveginn frek- ar hættulegan fyrir hjólreiðamenn. Hann er með mjög mikið af blind- beygjum og blindhæðum og er með einbreiðu malbiki. Það er ekið frekar hratt þar, þeir sem aka um veginn þekkja hann vel. Sumir vilja meina að það sé hættulegra að nota hann [Vatnsleysustrandarveginn] en að hjóla á 110 km/klst veginum.“ Alda Jónsdóttir, formaður Ís- lenska fjallahjólaklúbbsins, segir umferðina á Vatnsleysustrandarveg- inum of hraða eins og hún er í dag. „Hann mundi alveg ganga, en það sem ég mundi helst vilja er að þeir [Vegagerðin] mundu taka sig saman með Reykjanesbæ og gera þetta að heildarsamgönguneti, þar sem ferðamenn geti til dæmis hjólað í Bláa lónið. Ég mundi helst vilja hafa það aðeins frá veginum, það er svo þreytandi að hjóla í umferðarniðn- um.“ Heimilt við líkar aðstæður erlendis Erlendir ferðamenn sem fljúga með hjól sín til Keflavíkur munu eiga erfitt með að átta sig á að ekki megi hjóla meðfram Reykjanesbraut og því sé líklegt að þeir geri það nema merkingar verði þeim mun betri, segir Sigurður. „Víðast hvar erlendis er yfirleitt heimilt að hjóla meðfram svona hraðbrautum, jafnvel með meiri hámarkshraða en þetta.“ Sigurður segir að það sé ekki endi- lega rétt ákvörðun að banna hjól- reiðar meðfram brautinni. „Þó svo að hámarkshraði hækki þá verður plássið miklu meira. Ökumenn ættu að sjá hjólreiðamenn í meiri fjarlægð og ég held að hættan ætti ekki að vera meiri en hún er í dag.“ Hann segir að vandamál geti þó einkum verið í vatnsveðrum þegar stórir bílar keyra nálægt hjólreiðamönnum og ausa yfir þá vatni. „Eins er maður hræddur við kjölsogið af stórum bíl- um sem fara á mikilli ferð, það er nú kannski aðalhættan.“ Alda segir það ekki ásættanlega lausn að hjóla á tvíbreiðri Reykja- nesbrautinni ef leyfilegur hámarks- hraði verði aukinn upp í 110 km/klst.: „Ef hjólreiðamenn eru að hjóla í hægri kanti og það keyrir rúta fram- úr á 110 [km/klst.] þá eru hjólamenn- irnir í stórhættu. Það er eitthvað sem mundi aldrei ganga.“ Það koma hingað þúsundir ferða- manna með hjól og þeir verða að geta komist leiðar sinnar, segir Alda. „Rúturnar taka ekki hjól, svo það verður að finna einhverja lausn á þessu.“ Lagt hefur verið til að hjólreiðar verði alfarið bannaðar á tvöfaldri Reykjanesbraut Morgunblaðið/Kristinn Hjólreiðafólk vill fá að hjóla áfram á Reykjanesbrautinni eða á sérstökum hjólastíg meðfram henni. Myndin er af hjólreiðafólki á ferð í Árnessýslu. Hjólreiðamenn segja meiri hættu á Vatns- leysuströnd Reykjanesbraut „ÞETTA var búið að brjótast um í kollinum á okkur hjónunum í lang- an tíma áður en við létum til skarar skríða. Það þýðir ekkert annað en að hrökkva eða stökkva, á ein- hverju verður maður að lifa,“ sagði Ingimar Sumarliðason í samtali við Morgunblaðið en hann leigir út sumarhús við heimili sitt, Þórodds- staði í Sandgerði. Um þessar mundir er ár liðið síðan fyrstu gestirnir, norsk brúðhjón, vígðu fyrsta bústaðinn en í nánustu fram- tíð er mikil uppbygging áætluð á svæðinu. Hann er fagur fuglasöngurinn sem berst manni til eyrna þegar rennt er í hlaðið á Þóroddsstöðum. Ingimar segir að þarna séu margar tegundir smáfugla, auk þeirra stærri. „Fuglalífið hér er einstakt og út frá þessum söng sofnar mað- ur á kvöldin og vaknar á morgn- ana. Hér er yndislegt að vera.“ Einmitt þess vegna ákvað hann að láta til skarar skríða eftir að vera búinn að velta þessu fyrir sér í nokkurn tíma, ásamt eiginkonu sinni, Rannveigu Pálsdóttur, og að sögn Ingimars leist ekki öllum jafn vel á hugmyndina. „Þetta var nú ei- lítið brösótt í byrjun en mér var út- hlutað lóðum austan við húsið og nú hef ég smíðað þrjá bústaði,“ sagði Ingimar. Mikil uppbygging hefur verið skipulögð á svæðinu og mun þar í framtíðinni verða tjaldstæði og að- stæður fyrir húsbíla. Fjórði bústað- urinn á svæðinu verður þjónustu- miðstöð svæðisins, en hann þjónaði áður hafnarvigtinni í Sandgerði. Einnig eru á svæðinu ellefu sum- arbústaðalóðir fyrir almenning og eru tíu þegar farnar og einn bú- staður risinn. „Þetta svæði hefur verið skipulagt mjög skemmtilega. Ég hef ætlað mér að byggja fjóra bústaði til viðbótar sem verða hér hver við annan í skeifu. Það svæði kallast Nátthagi. Hinir sumarbú- staðirnir verða hér skammt frá og reist verður leiksvæði á milli þeirra. Þá er þetta svæði beinlínis innan í golfvellinum en fyrirhugað er að golfvöllurinn stækki í 18 holu völl.“ Ingimar segir að hópar hafi tölu- vert nýtt sér gistirýmið á Þórodds- stöðum, enda sé það ódýrast á svæðinu. „Hér er líka stutt í allt,“ segir Ingimar „og ekki spillir að hér er fallegt útsýni og mikil frið- sæld. Fólk utan af landi hefur stundum komið hér við eftir utan- landsferðir, slappað af og safnað kröftum áður en það keyrir heim aftur.“ Heitu pottarnir vinsælir Svæðið hentar ekki síður þeim sem vilja njóta útivistar og jafnvel skoða fuglalífið. Ingimar segir að margar smáfuglategundir séu á svæðinu, auk ýmissa tegunda stærri fugla, og synda margir þeirra í Fitjatjörn sem er alveg við svæðið. Þá má segja að útivistar- svæðið sé í alfaraleið því þarna framhjá er aðal sjóleið flutn- ingaskipanna og leiðin frá Garð- skagavita til Sandgerðis er vinsæl gönguleið útivistarfólks og eru Þóroddsstaðir þar mitt á milli. Þegar blaðamann bar að garði var Ingimar í óðaönn að koma síð- asta heita pottinum fyrir en í sum- ar hefur hann verið að smíða skjól- góða palla við húsin og koma fyrir heitum pottum. Með því móti eykur hann nýtingu bústaðanna yfir vetr- artímann. „Pottarnir eru lykillinn að Íslendingunum. Þeir vilja hlýja sér í heitu pottunum á köldum vetrardögum,“ segir Ingimar og heldur áfram að saga, enda Hita- veita Suðurnesja að verða búin að leggja rörin að og þá er bara að fylla pottana og leggjast í. Vakið og sofið við fugla- söng Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ingimar Sumarliðason vinnur sjálfur við framkvæmdirnar og er hér að leggja lokahönd á síðustu veröndina. Þá verða komnir heitir pottar við hvern sumarbústað í Nátthaga, en svo nefnist byggðin við Þóroddsstaði. Sandgerði BIFREIÐ fór utan vegar og fór nokkrar veltur á Stapabraut við Ramma, rétt við Reykjanesbraut, um tíuleytið í fyrrakvöld. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var ökumaður einn í bifreiðinni. Ekki er vitað hvað olli óhappinu, en um- ferð var lítil á svæðinu. Maðurinn var ekki með meðvitund er lögregla kom á staðinn, en rankaði fljótt við sér og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Eftir skoðun þar fékk hann að halda til síns heima. Bifreið- in skemmdist töluvert. Valt nokkra hringi Njarðvík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt að tryggja að þeir nem- endur sem eru í tónlistarnámi í öðr- um sveitarfélögum geti lokið því án kostnaðarauka sem hlýst af breyt- ingum á hlut sveitarfélaga. Eftir að Reykjavíkurborg til- kynnti að hún myndi í haust hætta niðurgreiðslu á tónlistarnámi ein- staklinga sem læra við tónlistarskóla borgarinnar en búsettir eru í öðrum sveitarfélögum flutti Kjartan Már Kjartansson bæjarfulltrúi tillögu um að óskað yrði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um greiðslu Reykjanesbæjar á gjöldum þeirra nemenda sem stundað hafa nám í Reykjavík. Bæjarráð hefur nú sam- þykkt, að tillögu fræðsluráðs, að nemendurnir geti lokið námi sínu. Jafnframt taldi fræðsluráð æskilegt að leita eftir viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi samþættar reglur um málið. Tryggja að nemendur geti lokið tónlistarnámi Reykjanesbær ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.