Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 45
HLJÓMSVEITIRNAR Ókind og
Búdrýgindi munu leika saman á
Gauki á Stöng kl. 22 í kvöld.
Ókind, sem hafnaði í öðru sæti
Músíktilrauna árið 2002 (en þá
sigruðu Búdrýgindi) gaf út hljóm-
disk í vor og kallast hann Heims-
endi 18. Sveitin hefur verið nokk-
uð iðin við spilamennsku undan-
farið og í sýnt er myndband með
sveitinni á Skjá einum um þessar
mundir.
Búdrýgindi, sigurvegarar á
Músíktilraunum 2002, hafa sömu-
leiðis verið glettilega iðnir við kol-
ann undanfarið ár en þeir gáfu út
diskinn Kúbakóla fyrir síðustu jól
og var honum feykivel tekið.
Aðgangur á þessa „baráttu
bandanna“ er ókeypis.
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Ókind: Steingrímur, Ólafur, Birgir og Ingi.
Barátta bandanna
Ókind og Búdrýgindi á Gauknum í kvöld
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 45
Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18
Það eru alltaf frábær
tilboð í gangi á Netinu
á ih.is/notadir
notaðir bílarIngvarHelgason
TILBOÐS
BÍLAR!
STOPP
Laugavegi 54, sími 552 5201
Smart í skólann
gallabuxur 3.990 kr.
bolir 1.990 kr.
peysur 2.490 kr.
margir litir og snið
FYRIR skömmu
var frumsýnd ný
leikin mynd um æv-
intýri þeirra félaga
Ástríks og Stein-
ríks. Hún kemur frá
Frakklandi og
skartar þeim Gér-
ard Depardieu og
Christian Clavier í
burðarrullum. Þar
sem myndin höfðar
ekki hvað síst til
yngri kynslóð-
arinnar hefur hún
verið talsett og var
það fyrirtækið
Hljóðsetning sem sá
um það. Um raddir í myndinni nýju,
sem gerist í Egyptalandi og fjallar
um viðskipti Gallanna glöðu við
sjálfa Kleópötru, sjá þau Þórhallur
„Laddi“ Sigurðsson (Ástríkur),
Pálmi Gestsson (Steinríkur),
Jóhanna Vigdís Arnardóttir
(Kleópatra), Bragi Þór Hinriksson
(Nexus), Jóhann Sigurðsson
(Amobofís), Þór Tuliníus (Mjóbakís)
og Örn Árnason (Fríhendis). Blaða-
maður hafði samband við þann síð-
astnefnda og innti hann eftir upplýs-
ingum um þennan sérstæða þátt
leiklistar og kvikmyndagerðar.
Franskan erfið
– Þú hefur nú verið lengi í „brans-
anum“, er það ekki?
„Jú, jú. Ég meira að segja stofnaði
þetta fyrirtæki á sínum tíma, Hljóð-
setning.“
– Þetta er nú dálítið sérstakur
geiri, þessi talsetningargeiri…
„Já … þetta er viðurkennd iðn-
grein erlendis, t.d. í Þýskalandi,
Frakklandi og í Balkanlöndunum.
Þar eignast talsetjarar sínar persón-
ur, sumir eru t.d. bara Harrison
Ford og fylgja honum því til dauða-
dags (hlær). Þar er auðvitað allt efni
talsett en slíkt er ekki gert hér.
Kostir þessa eru reyndar nokkuð
umdeildir en ég hef enga skoðun á
því. Hins vegar tel ég það tvímæla-
laust hafa verið til bóta hérlendis að
barnefni hafi verið íslenskað.“
– Það eru ekki einvörðungu leik-
arar sem hafa verið að sinna þessu,
er það?
„Ef þú ert með fallega rödd áttu
fullan rétt á að spreyta þig. Guðni
Kolbeinsson talaði nú eins og frægt
er fyrir Einu sinni var.“
– Er mikill munur á því hvort tal-
að er inn á leikna mynd eður teikni-
mynd?
„Já. Það er mun erfiðara að tala
inn á leikna mynd. Það er erfiðara að
ná að samræma röddina við það sem
er að gerast á skjánum (e. „sync“).
Franskan er t.d. sérstaklega erfið
þar sem setningarnar eru svo lang-
ar. Þá þarf að sníða íslensku setning-
arnar að henni svo þetta líti nú
þokkalega út.“
– Lesa allir saman eða…
„Nei. Hver leikari er tekinn inn á
sér rás og svo er þetta hljóðblandað
eftir því hvort þessi eða hinn er ná-
lægt eða stendur í fjarlægð og svo-
leiðis.“
Hluti af málfarsuppeldi
– Fetta menn sig og bretta þegar
þeir lesa?
„Já, já. Ef einhver röddin kallar á
það. En svo eru ákveðnar staðal-
ímyndir í þessu. Skúrkarnir hljóma
á ákveðinn hátt og góða fólkið hljóm-
ar á ákveðinn hátt. Breiddin er nú
ekkert voðaleg í þeim efnunum
(glottir).“
– Hvernig eru aðstæður til þess-
arar vinnu í dag?
„Oft er stakkurinn þröngt sniðinn
í þessum efnum, það verður nú að
viðurkennast. Mér finnst það reynd-
ar alveg bagalegt og finnst að
menntamálaráðuneytið ætti í raun
að leggja fram sinn skerf þar sem
þetta er mikil þjónusta við börn
þessa lands sem taka í dag oftar en
ekki út sinn málþroska við sjón-
varpsáhorf. Þetta er einfaldlega
hluti af einhvers konar málfarsupp-
eldi.“
– Hversu langan tíma tekur ann-
ars að talsetja myndir?
„Það fer allt eftir eðli myndanna.
Þessi mynd tók til dæmis töluverðan
tíma. Hún var erfið. Þetta byggist
líka töluvert á þýðingunum. Það er
mikilvægt að þær séu góðar. Það
skiptir dálitlu að hafa gott tóneyra,
þannig að hljóm íslensku setning-
arinnar svipi til þeirrar útlendu.“
– Svona að lokum, eiga talsetjarar
sér erlendar fyrirmyndir? Hanga
veggspjöld af útlendum talsetjurum
uppi hjá þér?
„(Hlær). Nei … en ég er mjög
spenntur fyrir því að hitta þetta fólk.
Það væri t.d. gaman að vita hvernig
hinn þýski Clint Eastwood lítur út
(hlær).“
„Talarðu íslensku?“
Ástríkur og Kleópatra er sýnd í
Háskólabíói og Sambíóunum,
Reykjavík, Keflavík og Akureyri.
arnart@mbl.is
Örn Árnason er á meðal talsetjara í nýjasta ævintýri Ástríks og Steinríks
Steinríkur og Ástríkur „skeggræða“. Örn Árnason