Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 39 DAGBÓK 75 ÁRA afmæli. Ingi-björg Pálsdóttir, Ólafshúsi á Blönduósi, er sjötíu og fimm ára í dag, fimmtudaginn 7. ágúst. Af- mælisbarnið verður ekki heima við á afmælisdaginn. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. júní sl. í Trond- heim Tinghus í Noregi Rós- lind Bergmann Sveins- dóttir og Dag Bordal. Heimili þeirra er í Noregi. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0–0 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 cxd4 13. cxd4 Bd7 14. Rf1 Hac8 15. Re3 Rc6 16. d5 Rb4 17. Bb1 a5 18. a3 Ra6 19. b4 axb4 20. axb4 Db7 21. Bd2 Ha8 22. Bd3 Rc7 23. Bc3 Hxa1 24. Dxa1 Ra8 25. Rd2 Rb6 26. Rb3 Ra4 27. Ra5 Da8 28. Hc1 Hc8 29. Bd2 Bf8 30. Rc2 Rb6 31. Ra3 Rc4 32. R3xc4 bxc4 33. Rxc4 Dxa1 34. Hxa1 Rxe4 Staðan kom upp í ofurmótinu í Biel sem lauk fyrir skömmu. Ísraelinn Ilya Smirin (2.656) hafði hvítt gegn gamla brýninu Viktori Kortsnoj (2.628). 35. Rb6! Rxd2 36. Rxc8 Bxc8 37. Ha7! Þótt svartur hafi tvo menn fyrir hrók er hvíta staðan unnin vegna frípeðs- ins á b-línunni og þess hversu illa menn svarts vinna saman. 37… e4 38. Be2 Rb3 39. Hc7 Bf5 40. Bc4 Rd4 41. g4 Bg6 42. b5 Rxb5 43. Bxb5 e3 44. f3 f6 45. Bd7 h5 46. Bf5 og svartur gafst upp. Minningarmót Guð- mundar Arnlaugssonar hefst í dag, 7. ágúst, kl. 17.00 og fer fram í Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Áhorfendur eru velkomnir til að fylgjast með sterkustu skákmönnum þjóðarinnar etja kappi í hraðskák. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik.           HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu þær 8.727 krónur til styrktar Rauða krossi Íslands. Þetta eru þær Brynhildur, Sæunn, Sigurbjörg Eva, Guðrún Björg og Sigrún Alda. STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert dularfull persóna sem dregst að hinu óvenjulega. Samskiptahæfileikar þínir eru með besta móti og fólki finnst þú hafa góðan húmor. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú skalt ekki láta ímyndunar- aflið hlaupa með þig í gönur. Í dag átt þú það á hættu að blekkja sjálfa(n) þig og æsa þig upp úr öllu valdi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Eina stundina eru allir að ríf- ast og þá næstu þykjast þeir vera Móðir Theresa. Þú skalt ekki trúa því að einhver standi við gefin loforð í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef til vill dreymir þig um að halda af stað til framandi landa og veita hinum þurfandi hjálparhönd. Í dag sækja þessir draumar á þig. Horfðu á sjónvarpið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla löngun til þess að eyða peningum í hluti sem auka á þægindi þín. Ef þú hefur efni á því skaltu láta verða af því, annars ekki. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt það á hættu að láta blekkja þig í dag. Það lítur út fyrir að allt sé með felldu en það er ef til vill ekki raunin. Sýndu varkárni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft ekki að fórna þér í vinnunni til þess að skipta einhverju máli. Þú ert engu síðri en aðrir og skalt ekki láta telja þér trú um annað. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Forðastu það eins og heitan eldinn að ímynda þér ástar- samband sem er fullkomið. Að öllum líkindum gefur þú mikið af þér en færð ekkert í staðinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ef þú hefur áhyggjur af vini þínum gæti dagurinn í dag verið tilvalinn til þess að rétta honum hjálparhönd. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú átt erfitt með að einbeita þér í dag. Það ríkir mikil ring- ulreið og þú átt það á hættu að tileinka þér lífsreglur sem eru ekki til eftirbreytni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú skalt ekki sýna of mikla gjafmildi í dag. Þú átt það á hættu að gefa meira en þú hefur efni á. Slíkar gjafir koma engum vel, sérstaklega ekki þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag er kjörið að hugsa um ástvini sína. Þú sérð þó sjald- an gallana í fari þeirra sem þú elskar. Allir hafa einhverja galla. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver gæti rétt þér hjálp- arhönd í vinnunni í dag. Vertu viss um að það hangi ekkert á spýtunni. Hjálp án skilyrða er óvenjuleg. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FYLGD Komdu, litli ljúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni um sinn, heiður er himinninn. Blærinn faðmar bæinn, býður út í daginn. Komdu, kalli minn. Göngum upp með ánni, inn hjá mosaflánni, frammeð gljúfragjánni, gegnum móans lyng, – heyrirðu, hvað ég syng,– líkt og lambamóðir leiti á fornar slóðir innst í hlíðahring. Guðmundur Böðvarsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA „HVER sem er getur unnið fimm tígla,“ segir Bobby Wolff í formála sínum að þessu spili og bætir við í hvatningarskyni: “Aðeins góðir spilarar sjá hvernig best er að spila fjögur hjörtu.“ Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ DG9872 ♥ DG7 ♦ K ♣D62 Suður ♠ -- ♥ ÁK842 ♦ ÁD97654 ♣3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Vestur kemur út með laufgosa og fær að eiga slag- inn. Aftur kemur lauf, sem suður verður að trompa. Tólf slagir gætu hæglega staðið til boða ef tígullinn kemur 3–2 og trompið ekki verr en 4–1, en hér er vand- inn að tryggja tíu slagi ef rauðu litirnir liggja báðir illa. Hvernig á að spila með það í huga? Segjum sem svo að báðir lykillitirnir brotni 4–1. Þá gengur ekki að spila beint af augum, taka tígulkóng, síð- an trompin og spila tígl- unum. Suður þarf að gefa tígulslag og á ekki tromp eftir til að nýta tígulinn. Á sama hátt hrynur spilið ef sagnhafi reynir að stinga tígul í borði og spaða heim. Norður ♠ DG9872 ♥ DG7 ♦ K ♣D62 Vestur Austur ♠ K6543 ♠ Á10 ♥ 3 ♥ 10965 ♦ G1083 ♦ 2 ♣G108 ♣ÁK9754 Suður ♠ -- ♥ ÁK842 ♦ ÁD97654 ♣3 Eina leiðin til að ráða við þessa legu er að fórna a.m.k. einum trompslag. Tígul- kóngur er tekinn í öðrum slag, síðan er hjarta spilað á ás, tígull stunginn með gosa, hjartadrottning yfirdrepin með ás og tígli spilað. Aust- ur fær vissulega tvo slagi á tromp, en sagnhafi heldur valdi á spilinu með smá- trompunum tveimur heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson FRÉTTIR Verkið hefur gengið mjög vel en það felst í styrkingu og lengingu á eldri sjóvarnargarði, en áætlað magn af flokkuðu grjóti og kjarna- fyllingu var um 11.000 rúmmetrar. Grjótið var sprengt úr námu við bæinn Hvalnes sunnanvert við fjörðinn um 7 til 8 km frá þorpinu. NÚ ER að ljúka framkvæmdum við grjótvörn utan á gömlu bryggju á Stöðvarfirði. Verkið var boðið út á vordögum og bárust fjögur tilboð í verkið. Lægsta tilboðið átti Guðjón Sverrisson, verktaki frá Egils- stöðum, 16.450 þúsund krónur sem var 79,1% af kostnaðaráætlun. Morgunblaðið/Bjarni Gíslason Grjótvörn utan á bryggju Stöðvarfirði. Morgunblaðið. SJÚKRAVÖRUR EHF. Verslunin Remedia í bláu húsi v/Fákafen, sími 553 6511. Sendum í póstkröfu. Sumaruppbót í versluninni Remedíu Nýkomnar hinar sívinsælu handunnu mokkasíur. Einnig með reimum. 15% afsláttur Mikið úrval af opnum þýskum sjúkraskóm í hörlit og svörtu. Tvær nýjar tegundir Mikið úrval af stuðnings- og flugsokkum frá Samson og Delilah. Stuðnings- sokkabuxur. Allar stærðir af Sigvaris 503 sjúkrasokkum. 15% afsláttur af öllum sokkum og sokkabuxum. 10% afsláttur af öðrum skóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.