Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR
30 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
S
purningin: Hver er til-
gangur lífsins er mér
sífelld ráðgáta. Hún er
efst í huga mér á
morgnana þegar ég
vakna og hún er það síðasta sem
víkur úr huganum þegar ég sofna
á kvöldin.
Um daginn keypti ég mér
jakkaföt á útsölu. Þar sem jakka-
fatabuxurnar eru aðeins of
þröngar í strenginn urðu kaupin
mér enn eitt tilefnið til hugleið-
inga um tilgang lífsins. Ég ákvað
að kaupa jakkafötin aðeins of
þröng þrátt fyrir að hafa lofað
sjálfum mér því fyrir ekki svo
löngu síðan að kaupa aldrei fram-
ar of lítil föt og reyna síðan að
grenna mig í
þau. Slíkt hef-
ur ítrekað
mistekist.
Ástæðan fyrir
því að ég
ákvað að
brjóta þetta prinsipp nú er að ég
er kominn með líkama fyrir lífið,
eignaðist hann núna í vor eftir að
hafa farið í gegnum 12 vikna stíft
æfingaprógramm eftir „vin minn“
Bill Philips. Ógleymanleg er mér
lýsing hans á því þegar hann
vaknar fyrir allar aldir á morgn-
ana, hæfilega vöðvamikill, for-
ríkur, brosandi og bjartsýnn,
andar að sér svalandi Kletta-
fjallaloftinu, stígur svo á hlaupa-
brettið og hleypur í nákvæmlega
22 mínútur samkvæmt kerfinu
sem hann hannaði. Þetta varð
mér sannkallaður innblástur. Og
ég eignaðist líkama fyrir lífið.
Þess vegna veit ég núna, eða tel
mér trú um, að þó að ég hafi að-
eins bætt á mig sé líkaminn minn
fyrir lífið á sínum stað og minna
þarf en áður til að grenna sig í
föt.
En hver er ástæðan fyrir því að
ég hóf hina 12 vikna löngu
þrautagöngu sem færði mér Lík-
ama fyrir lífið. Jú, mikið rétt,
hugleiðingar um tilgang lífsins.
Eitt af svörunum sem ég hef
nefnilega fundið um hinn rétta til-
gang lífsins er nefnilega sá að til-
gangur lífsins sé að vera eins fal-
legur og mögulegt er, vel á sig
kominn og heilsuhraustur; og
nota bene: að eiga síðan falleg
jakkaföt sem fara vel.
Á þessum 12 vikum hugsaði ég
auðvitað stöðugt um tilgang lífs-
ins eins og mér er tamt en var þó
viss um að ég væri á réttri leið, að
líkamleg fegurð og hreysti væri
svarið. Inn á milli komst ég
reyndar að öðrum tilgangi með
þessu lífi, og hallast reyndar að
honum í sífellt ríkari mæli, hann
er að tilgangur lífsins sé að borða
góðan mat, og mikið af honum.
Líf okkar gengur jú út á það að
borða, mitt líf í það minnsta, og
hvers vegna að vera að halda aft-
ur af sér. Það er í það minnsta
freistandi að lifa eftir þessari
hugmyndafræði, en hún skarast
því miður við aðrar hugmyndir
mínar um tilgang lífsins og get ég
því ekki enn mælt með þessari
niðurstöðu.
Áður en ég komst að því að til-
gangur lífsins væri að vera fal-
legur, komst ég að því að til-
gangur lífsins væri að láta gott af
sér leiða og bæta heiminn. Ég lét
ekki þar við sitja heldur gerðist
myndlistarmaður því ég taldi og
tel enn að fáir séu þess betur um-
komnir að bæta heiminn en
myndlistarmenn. Starf þeirra
gengur út á að draga fram feg-
urðina í umhverfinu, að sýna hlut-
ina í nýju og óvæntu ljósi, og það
felst í að beina listrænum sjónum
að málum sem þurfa að fara bet-
ur í þjóðfélaginu.
Ég hef einnig uppgötvað að til-
gangur lífsins sé að vera frjáls og
ég verð að segja að ásamt nið-
urstöðu minni um að tilgangur
lífsins sé fólginn í að borða mikið
af góðum mat, er þessi uppgötvun
í uppáhaldi. En auðvitað komst
ég að því um leið og uppgötvunin
varð til að frelsið er líklega það
sem er erfiðast af öllu að öðlast í
þessum heimi. Ég lét þó ekki
hugfallast og afmarkaði þá þætti
sem ég taldi að þyrfti að uppfylla
til að ég yrði frjáls.
Til þess að verða frjáls þurfti
ég að eignast fullt af peningum.
Sá böggull fylgdi skammrifi að ég
var of lítið, að mér fannst, inni í
því hvernig ég gæti uppfyllt þetta
skilyrði. Þessvegna innritaði ég
mig í MBA-nám sem ég kláraði
nú í júní, stuttu eftir að ég eign-
aðist fallega líkamann.
En ég veit að það að eiga fullt
af peningum dugir ekki eitt og
sér til að verða frjáls maður.
Maður verður að geta varið sig.
Þessvegna mun ég fyrr en síðar,
helst strax í haust, láta verða af
því að innrita mig á sjálfsvarn-
arnámskeið til að læra hina
mjúku list, júdó, og verða þannig
ávallt viðbúinn vilji einhver eða
einhverjir svipta mig frelsinu.
Eins og sést af lestri þessa Við-
horfspistils er það í rauninni fullt
starf að hugsa um tilgang lífsins
og lifa samkvæmt því. Ofaná allt
saman og til að flækja málin enn
meira hef ég verið að velta mikið
fyrir mér ástæðu þess að ég er sí-
fellt að hugsa um tilgang lífsins
og flækist nú málið enn. En
ástæðan er auðvitað sú að það er
enginn tilgangur með þessu lífi
eftir því sem ég best veit.
Sú staðreynd að ég held áfram
að leita bendir til að ég hafi þó trú
á því að ég finni það sem ég leita
að, en svo er spurningin hvað ger-
ist þegar endanlegri niðurstöðu
er náð.
Ég ætla ekki að velta því fyrir
mér núna, nóg er að gera í leit-
inni. Reyndar grínast ég oft með
það svona með sjálfum mér að til-
gangur lífsins míns sé að leita að
tilgangi lífsins og þá auðvitað fer
maður að hugsa um tilganginn
með því að lifa slíku lífi.
Í einhverju af þessum fáeinu
dæmum sem ég hef hér fjallað
um gæti tilgangur lífsins verið
falinn. En þar sem ég passa ekki
alveg í jakkafötin núna, ég er ekki
enn orðinn ríkur af peningum og
get ekki tekið mann júdógripi og
sveiflað honum yfir bakið á mér,
get ég ekki fullyrt neitt ennþá.
Ég lofa því að segja ykkur frá
því þegar ég finn tilgang lífsins,
enda væri til lítils að leggja á sig
þetta erfiði allt og þegja svo um
það – en það er kannski allt í lagi
líka.
Tilgangur
lífsins
Ég ákvað að kaupa jakkafötin aðeins of
þröng þrátt fyrir að hafa lofað sjálfum
mér því fyrir ekki svo löngu síðan að
kaupa aldrei framar of lítil föt og reyna
síðan að grenna mig í þau. Slíkt hefur
ítrekað mistekist.
VIÐHORF
Eftir Þórodd
Bjarnason
tobj@mbl.is
✝ Guðrún Erlends-dóttir fæddist á
Auðólfsstöðum í
Húnavatnssýslu 19.
október 1914. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
27. júlí síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Sigur-
bjargar Þorsteins-
dóttur og Erlends
Erlendssonar og var
ein af 14 systkinum.
Eftirlifandi er Sig-
ríður Erlendsdóttir.
Guðrún flutti tveggja
ára gömul að Hnausum í Húna-
vatnssýslu með foreldrum sínum
og bjó þar til 14 ára aldurs þegar
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
Guðrún giftist 1. október 1935
Hjalta Jónssyni, plötu- og ketil-
smiði, frá Nýjabæ í Garði. For-
eldrar hans voru Hrefna Jóns-
dóttir og Jón Benediktsson.
Guðrún og Hjalti
hófu búskap sinn í
Reykjavík og fluttu
síðan 1960 til
Grindavíkur. Síð-
ustu átta mánuði
dvaldi Guðrún á
Dvalarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík.
Þau Hjalti eignuðust
tvö börn, Viðar, f. 5.
desember 1933, d.
25. nóvember 1989,
og Kristínu Jónu, f.
18. nóvember 1936.
Viðar var kvæntur
Sigrúnu Kjartans-
dóttur frá Stóra-Hólmi í Leiru.
Þau áttu þrjú börn og fimm
barnabörn. Kristín Jóna er gift
Þorkeli Árnasyni og á þrjú börn
af fyrra hjónabandi og níu barna-
börn og tvö barnabarnabörn.
Guðrún verður jarðsungin frá
Grindavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt, og harla langt er heim.
Ó, hjálpin mín,
Styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú
og hennar ljós?
Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú
er burt mitt hrós.
Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið,
uns fáráð öndin sættist Guð sinn við.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.
(M. Joch.)
Elsku amma. Okkar stundir
geymi ég í minningunni.
Laufey Viðarsdóttir.
Elsku amma. Okkur langar með
örfáum orðum að kveðja þig og
þakka fyrir allar stundirnar sem
þú gafst okkur. Minnig þín lifir í
hjörtum okkar.
Elskulega amma njóttu
eilíflega Guði hjá,
umbunar þess, er við hlutum
ávallt þinni hendi frá.
Þú varst okkar ungu hjörtum,
eins og þegar sólin hlý,
vorblómin með vorsins geislum
vefur sumarfegurð í.
Hjartkæra amma, far þú í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver,
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Ólöf, Kjartan
og fjölskyldur.
GUÐRÚN
ERLENDSDÓTTIR
BIRGIR
BALDURSSON
✝ Birgir Baldurs-son fæddist á
Vopnafirði 31. októ-
ber 1940. Hann lést á
Amtssjúkrahúsinu í
Hróarskeldu í Dan-
mörku 27. júní síðast-
liðinn. Bálför hans
fór fram í Danmörku
2. júlí en minningar-
athöfn var í Árbæjar-
kirkju 11. júlí.
fréttum um það helsta
sem var á döfinni.
Þetta var fyrir tölvuöld
og íslenskar fréttir
bárust helst með sendi-
bréfum og einstaka
dagblaði sem þau
fengu send.
Seinna ferðuðumst
við stundum milli landa
á togurum eins og
námsmenn gerðu þá og
stóðum stímvaktir
saman til að vinna fyrir
farinu.
Að loknu námi fór-
um við báðir að vinna
hér heima en þótt oft liði talsverður
tími frá því að við hittumst þá var
það alltaf eins og við hefðum síðast
sést í gær þegar fundum okkar bar
saman. Aldrei man ég heldur eftir
því að hafa séð Birgi neikvæðan eða
svo dapran að hann gæti ekki bros-
að bæði að sjálfum sér og tilverunni
þótt hún væri ekki alltaf eins og
hann vildi hafa hana. Þótt hans líf
væri ekki alltaf eintómur rósadans
þá er þetta brölt okkar nú einu sinni
bara það sem við erum öll að fást við
með misjöfnum árangri – að leita
hamingjunnar þar sem við höldum
að hún sé.
Það er óneitanlega mikill missir
að mönnum eins og Birgi. Síðustu
árin var það fastur liður að heim-
sækja hann og Mie í Danmerkur-
ferðum og skiptast á fréttum eins og
í Englandi í gamla daga og alltaf
reyndi Birgir að sjá jákvæðu hliðina
á málunum, sama hvað gekk á.
Á upplýsingaöld er það fyrirboði
um að eitthvað sé ekki eins og það á
að vera þegar ekkert svar berst
lengur við rafpóstinum. Síðasta raf-
bréfið mitt liggur enn þá ósvarað í
pósthólfinu hjá Birgi og skýringin er
fundin. Birgir Baldursson er allur.
Ég sendi Mie, sonum hans, ætt-
ingjum og vinum innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Gestur Ólafsson.
Við Birgir hittumst
fyrst þegar við vorum
báðir við nám í Eng-
landi fyrir margt löngu
síðan. Þegar ég hafði ekki talað ís-
lensku svo vikum og mánuðum
skipti var það alltaf gaman að fara
til Loughborough, hitta hann og
Lóu og tala íslensku, borða pönnu-
kökur sem Lóa bakaði og skiptast á
Þá er Kristján vinur
minn farinn leiðina sem
við förum öll, þessi ofur-
hugi og kjarkmikli fé-
lagi sem hafði barist við
sjúkdóm sinn í áratugi og var aldrei
tilbúinn til að gefast upp. Ég vil hér
minnast hans og þakka samfylgdina.
Góðum eiginleikum, verkskipulagi og
afköstum Kristjáns kynntist ég fyrst
árið 1972 þegar hann var að bíða eftir
blikksmíðavélum fyrir blikksmiðjuna
sína og félaga síns Sveins, sem hét
Blikkver. Þá tók hann að sér fyrir
Blikk og Stál að smíða loftlokur og
álristar úr þykkum álplötum fyrir
Áburðarverksmiðju ríkisins. Þrátt
fyrir góðan vinskap var oft hart barist
um verkefnin í verðtilboðum. Síðar
sneri Kristján sér að því að þjónusta
blikkiðnaðinn með Hagblikki sem var
hans fjölskyldufyrirtæki. Það var
eins hjá honum í viðskiptum með fyr-
irtæki sín, að leggja ekki upp laupana
KRISTJÁN PÉTUR
INGIMUNDARSON
✝ Kristján PéturIngimundarson
fæddist í Reykjavík
30. maí 1944. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 26. júlí síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Digra-
neskirkju 6. ágúst.
þegar hann missti
Blikkver eftir slæma út-
reið hjá erfiðum við-
skiptaaðilum. Hann
byggði Hagblikk upp
smátt og smátt og hefur
það góða stöðu á mark-
aðnum. Kristján var
mikill félagsmálamaður
og hafði starfað mikið
fyrir félag blikksmiðju-
eigenda og blikksmiða-
stéttina í heild. Hann
sat í stjórn félags blikk-
smiðjueigenda,
fræðslunefnd blikk-
smiða, var formaður prófnefndar
blikksmiða, í verðskrárnefnd, launa-
nefnd, varamaður í framkvæmda-
stjórn Landssambands iðnaðar-
manna, Sambands málm- og
skipasmiðja, sambandsstjórn VSÍ og
fulltrúi á þingum norrænna systur-
samtaka. Kristján var gerður heið-
ursfélagi Félags blikksmiðjueigenda
fyrir þau miklu félagsstörf sem hann
lagði blikksmiðastéttinni til. Góðar
stundir áttum við í kringum þing og
ráðstefnur en minnisstæðustu seinni
ára fundir eru þegar við hittumst í
ferð á vörusýningu í Mílanó á Ítalíu,
en á leiðinni í vélinni spyr konan mín
hvort þetta sé ekki Kristján í sæti
ekki langt frá okkur. Ég svaraði að ég
tryði þessu ekki, en fór til hans eftir
að flugvélin var farin í loftið frá Kast-
rup og segi þá: „Ert þú hér?“ Svarið
hans var þá: „Ég má til með að kíkja á
þessa sýningu meðan heilsan hangir.“
Í Mílanó áttum við góða kvöldstund í
hans höfðingsskap. Seinna skiptið
hitti ég Kristján á vörusýningu í
Frankfurt, þá með konu sinni, Jó-
hönnu, syni og tengdadóttur og átt-
um við góðar stundir eitt kvöld með
okkar fólki, en þá sá ég best að Krist-
ján var að gera það sem átti ekki að
vera hægt eins og heilsa hans var þá.
„Aldrei að gefast upp, Garðar, bara
slaka svolítið á,“ sagði hann þá. Með
Kristjáni er genginn góður drengur
og sannur vinur.
Eiginkonu, Jóhönnu, börnum,
tengdabörnum og barnabörnum bið
ég blessunar.
Garðar Erlendsson
blikksmíðameistari.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem brenna glaðast.
Þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
en dóm þann enginn skilur.
(Friðrik G. Þórleifsson.)
Með kveðju og þökk fyrir allt
og allt.
F.h. Framsóknarfélaganna í
Kópavogi,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir,
form.
HINSTA KVEÐJA