Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ HITASTIG fór enn og aftur yfir 40 gráður í mörgum evrópskum borg- um í gær og virtist hitabylgjan ekkert vera í rénun. Slökkviliðsmenn héldu áfram að berjast við skógarelda í sunnanverðri álfunni og meng- un jókst enn frekar. Franskir veðurfræðingar lýstu hitanum sem nokkurs konar „hvelf- ingu af heitu lofti“ sem næði yfir hluta Evrópu. Mörgum til mikillar hrellingar sögðu þeir ástandið vera þannig að kæling loftsins, sem yf- irleitt ætti sér stað að næturlagi, yrði nú sífellt minni svo hætta væri á að hver dagur yrði alltaf heitari en sá fyrri. Hitinn orsakast af hæð sem liggur yfir Vestur-Evrópu en hún heldur lægðum af Atlantshafi í burtu en hleypir að heitu lofti frá Afríku sem streymir yfir álfuna. 26 grunaðir brennuvargar í haldi Í gær var hitamet ársins slegið á Bretlandseyjum þegar hitinn fór upp í 36,4 gráður í suðausturhluta landsins og í London mældist hitinn 35,9 gráður en það er hæsti hiti sem nokkurn tíma hefur mælst í borg- inni. Skógareldar hafa nú kviknað í Frakklandi, Króatíu, Ítalíu, á Spáni og Portúgal og hafa meira en 30 manns látist vegna þeirra og þúsundir þurft að flýja heimili sín. Af þeim hafa 14 látist í Portúgal en eldarnir þar eru þeir verstu í sögu landsins. Slökkviliðsmenn náðu þó nokkrum tökum á eldinum í gær en lögreglan í Lissabon sagðist hafa í haldi 26 grunaða brennuvarga. Í Toskanahéraði á Ítalíu voru íbúðarhús og ferðamannastaðir rýmdir vegna skógarelda. Íssala aukist um 60% Í Serbíu íhuga yfirvöld að stöðva jafnvel umferð eftir Dóná þar sem vatnsmagnið er hið minnsta í heila öld og við landamæri Rúmeníu og Serbíu hafa komið í ljós nokkur gömul skipsflök nasista úr seinni heimsstyrjöldinni sem sukku þar árið 1944. Ísgerðarmenn ættu þó að gleðjast yfir hitanum því sala á ís, frost- pinnum ýmiss konar og vatni hefur stóraukist í Evrópu, til dæmis til- kynnti breska verslunarkeðjan Sainsburys að íssala hefði rokið upp um 60% að undanförnu vegna hitans. Hitinn ekk- ert í rénun París. AFP. Reuters Tvær litlar stelpur standa undir vatnsbunum gosbrunna í Barcelona til að kæla sig í hitasvækjunni í fyrradag. AP Ísbjörn í dýragarðinum í Antverpen í Belgíu gæðir sér einbeittur á stærð- arinnar ísklumpi sem í eru uppáhaldsfiskurinn hans og gulrætur. AP „Ó, en sú mæða,“ gæti gelatinn verið að segja er hann reyndi að skýla sér í skugga í dýragarðinum í Zurich í Sviss gær en þar fór hitinn yfir 35 gráður. HITARNIR sem geisa nú í Evópu hafa haft margvísleg áhrif á íbúa álfunnar og sum nokkuð óvænt. Þannig hefur aust- urrískur læknir varað fólk við því að stunda ástarleiki í hitanum þar sem slíkt geti beinlínis verið hættulegt fyrir þá sem hafa veilt hjarta. „Að stunda mikið kynlíf í hitabylgju eykur marktækt líkurnar á hjartaáfalli,“ segir læknirinn Norbert Bachl frá Vínarborg. Gera má ráð fyrir að elskendur í Evr- ópu eigi þó erfiðara með að hemja sig en venjulega því þegar heitt er í veðri eykst kynhvöt um 28% hjá körlum og 21% hjá konum samkvæmt nýrri rannsókn sem greint er frá í nýjasta hefti tímaritsins Men’s Health. Þessu til staðfestingar er í frásögn danska síðdegisblaðsins BT greint frá því að pör í Kaupmannahöfn stundi nú í auknum mæli ástaratlot á almannafæri eftir að hitabylgjan skall á. Lögreglan hefur fullan skilning á málinu og segist aðeins grípa inn í ef kvartanir berist. „Ekki allt er leyfilegt, og við bregðumst við ef við finnum par í heitum ástarleik í almenningsgarði, til dæmis þar sem börn geta séð til. Þá biðjum við fólkið að klæða sig,“ sagði lögreglumaður í borginni. Strætóbílstjóri í pils Þrátt fyrir kæfandi hitann fá ekki allir að klæða sig eftir veðri en stuttbuxur og sandalar eru yfirleitt illa séð eða jafnvel bönnuð á skrifstofum, t.d. er svo í fjár- málahverfinu í Frankfurt í Þýskalandi. Þá var sænski strætisvagnabílstjórinn Mats Lundgren í bænum Umeå í Norður- Svíþjóð afar ósáttur þegar honum var bannað að klæðast stuttbuxum við vinnu en sneri þá á vinnuveitandann og mætti í heiðbláu pilsi í staðinn. Yfirmenn hans segjast ekkert geta gert í málinu því að í reglugerð um strætóbílstjóra séu ein- ungis stuttbuxur bannaðar en ekkert minnst á karlmenn sem klæðist kven- mannsfötum. Lundgren er hæstánægður þar sem hann situr í pilsinu með sína hvítu loðnu leggi. „Þetta er jafnvel betra en stutt- buxur. Það er óbærilegt að keyra strætis- vagn í síðum buxum þegar sólin steikir mann í gegnum framrúðuna, en þegar maður er í pilsi er það bara fínt,“ segir Lundgren og er glaður í bragði. Ráðleggja fólki að forðast ástarleiki LEIÐTOGAR biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum samþykktu í gær að Gene Robinson, samkynhneigður prestur í New Hampshire, yrði bisk- up, með 62 at- kvæðum gegn 42. Kjörið hefur vald- ið miklum deilum innan kirkjunnar en atkvæða- greiðslunni, sem átti að fara fram á mánudag, var frestað þegar fram komu ásak- anir um að Robin- son hefði snert mann á óeðlilegan hátt og mælt með klámsíðu á netinu. Hann var hreinsaður af áburðinum í gær. Robinson, sem var að vonum hæst- ánægður með niðurstöðuna, sagðist búast við að aðrar kirkjur myndu fylgja í kjölfarið og bjóða samkyn- hneigðum leiðtogastöður. Íhaldsmenn innan kirkjunnar sem margir hverjir hafa harðlega mót- mælt kjöri Robinsons voru fljótir að láta óánægju í ljós og 24 biskupar í Bandaríkjunum hótuðu að segja af sér yrði hann valinn. „Það er alltaf mjög sorglegt þegar einhver ákveður að yfirgefa kirkjuna. Og ég hef vissu- lega beðið fyrir því að svo verði ekki,“ sagði Robinson. Hörð mótmæli víða um heim Frammámenn í biskupakirkjunni víða um heim brugðust ókvæða við tíðindunum en andlegur leiðtogi kirkjunnar, Rowan Williams, erki- biskup af Kantaraborg, reyndi að róa fólk. Hann sagði kjör Robinsons mundu hafa „umtalsverð áhrif“ á biskupakirkjuna í heiminum en of snemmt væri að segja hver þau yrðu. Leiðtogar kirkjunnar í Afríku og Asíu hótuðu að kljúfa sig úr kirkjunni þar sem samkynhneigð væri óviðun- andi og bryti gegn ritningunni. „Við getum ekki átt samleið með þeim þeg- ar þau brjóta gegn svo skýrum ákvæðum í ritningunni,“ sagði Peter Karanja, æðsti maður kirkjunnar í Nairobi í Kenía. „Samkynhneigð er menningarlega og lögum samkvæmt ekki viðunandi hér,“ sagði Lim Cheng Ean, leiðtogi biskupakirkjunnar í Malasíu. Hann tilkynnti að biskupar frá níu löndum í Suðaustur-Asíu myndu hittast í næstu viku og ræða hvort slíta ætti tengslin við banda- rísku kirkjuna. Hinn samkynhneigði Gene Robinson Verður biskup Lundúnum, Washington. AP, AFP. Gene Robinson TALSMAÐUR utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Philip Reeker, stað- festi í gær að svo gæti farið að Ísr- aelum yrði refsað ef þeir héldu áfram byggingu öryggismúrs milli Ísraels og svæða Palestínumanna á Vesturbakk- anum. Ekki hefði þó verið tekin ákvörðun í þessum efnum. Bandaríkja- menn telja að múrinn geti grafið und- an friðarviðleitninni í deilum Ísraela og Palestínumanna. Ísraelsstjórn sleppti í gær úr haldi meira en 300 palestínsk- um föngum og var þeim ákaft fagnað af ættingjum á Vesturbakkanum og Gaza. „Ég hef saknað þín, faðir minn. Ég vildi óska að móðir mín væri enn á lífi, þá gæti hún séð mig og orðið ham- ingjusöm,“ sagði Hussein Abu Eid, 32 ára gamall maður. Hann hefur setið inni í 13 ár vegna aðildar að herskáum hópi hryðjuverkamanna, Íslamska Jihad. En margir Palestínumenn sögðu að um væri að ræða látalæti Ísraela sem hefðu ekki staðið við loforð um að láta flesta fanga lausa. Nær 6.000 Palest- ínumenn eru enn í ísraelskum fang- elsum, sumir sakaðir um beina þátt- töku í hryðjuverkum en aðrir fyrir minni sakir. Ísraelskir hermenn réðust inn í borgina Jeríkó á Vesturbakkanum í gær og handtóku þar 18 liðsforingja í öryggisþjónustu stjórnar Palestínu- manna. Lýst var yfir útgöngubanni í borginni. Þjálfunarstöð er í Jeríkó fyr- ir liðsmenn í sérsveit er nefnist Lið 17 og tengist Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna. Hugmynd um refsingar mótmælt Hugmyndinni um viðskiptalegar refsiaðgerðir var þegar andmælt í Bandaríkjunum af áhrifamiklum þing- mönnum sem styðja Ísrael. Öldunga- deildarþingmaðurinn Joe Lieberman, sem keppir að því að verða útnefndur forsetaefni demókrata, hvatti George W. Bush forseta til að hafna slíkum hugmyndum. Að sögn háttsetts bandarísks emb- ættismanns, sem ekki vildi láta nafns síns getið, myndi refsing Bandaríkja- manna að öllum líkindum felast í því að skerða lán, sem Bandaríkjastjórn hef- ur lofað Ísraelum, um fjárhæð sem nemur þeirri upphæð sem bygging múrsins kostar. Múrinn á að fylgja nokkurn veginn landamærunum eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967 en sums staðar á hann samt að verða á svæðum Palestínumanna og skerða því enn land þeirra. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við Sawa, stöð sem útvarpar á arabísku í Mið-Austurlöndum og er styrkt af bandarískum yfirvöldum, hafa áhyggj- ur af því að múrinn næði sums staðar yfir á yfirráðasvæði Palestínumanna. Fyrirhugaður öryggismúr Ísraela umdeildur erlendis Bandaríkjamenn íhuga refsiaðgerðir Washington, Jerúsalem. AFP, AP. Hundruðum pal- estínskra fanga sleppt úr haldi Hitabylgjan í Evrópu síðustu daga hefur haft víðtæk áhrif á íbúa álfunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.