Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 47 SJÖTTA Íslandslagaplatan rær á svipuð mið og hinar fyrri þar sem nokkrir landsþekktir söngvarar (og í tilfelli þessarar plötu, einn fær- eyskur) syngja gamlar og gildar dægurlagaperlur sem lifað hafa með landanum um langa hríð. Helsti galli Ís- landslagaplatn- anna til þessa hafa verið heldur líf- lausar og fínpúss- aðar útsetningar, en hér kveður við annan – og til muna meira mettandi tón en áður. Hljóðfæraleik er hér í allflestum tilfellum smekklega stillt í hóf, honum leyft að lúra bakvið sönginn sem í tilfelli Íslandslaga er það sem skiptir hvað mestu máli. Spilamennskan fær þannig að njóta sín og hún er lífræn um leið og aldrei er farið offari, né að syk- urbráð sé hellt í óþarflega miklum mæli út á. Lagavalið er þá hið prýðilegasta og vel það. Söngvararnir standa sig allflestir vel. Björgvin Halldórsson er pott- þéttur að vanda en hann flytur alls fimm lög. Hann á þó sérstaklega góðan sprett í hinu fallega „Það er svo margt“. Páll Óskar er einnig frábær en best er þó Jóhanna Vig- dís Arnardóttir sem syngur „Ást- arsæla“ með miklum glans. Innslag Eivarar Pálsdóttur er hins vegar skemmtilega vírað og sker nýstárleg útsetningin á „Við gengum tvö“ sig hressilega frá öðr- um lögum plötunnar. Framlag Ólafs „Labba“ Þórarins- sonar er næstum fullalþýðlegt mið- að við annað það sem í gangi er; veik röddin – þó hún sé sjarm- erandi fyrir sinn hatt – passar ein- hvern veginn óþægilega illa inn í heildarmyndina. Sömuleiðis eru innslög Bubba Morthens og Sav- anna-tríósins undarleg, þá sérstak- lega hinnar síðarnefndu sem virðast út úr kú í sínum flutningi. Fengur er eins og alltaf í upplýs- andi skrifum Jónatans Garðarsson- ar sem fylgja hverju lagi. Undantaldir ágallar eru smá- vægilegir og draga ekki úr heildar- upplifun á plötunni, sem er, þegar allt kemur til alls, góð. Það er vandasamt að búa til „stóra“ tónlist því línan á milli smekkleysu og stórvirkja á því sviði er fín. Menn hafa gert þetta vel (Phil Spector og „Kashmir“ eftir Led Zeppelin t.d.) og illa (seinni tíma Celine Dion og Michael Jackson t.d.). Hvað Ís- landslög 6 snertir má í raun segja að sýrópið sé oftast nær hamið – eða alla vega er gerð markviss til- raun til að hemja það – þegar það á annað borð ætlar að renna. Sú stað- reynd og sú heildaráferð plötunnar skilar betra og meira sannfærandi safni Íslandslaga en oftast áður. Góður árangur það. Tónlist Ljúfa tón- inum náð Ýmsir Íslandslög 6 Skífan Flytjendur Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Bubbi Morthens, Guðrún Gunn- arsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir, Ólafur „Labbi“ Þórhalls- son, Páll Óskar Hjálmtýsson, Savanna- tríóið, Bubbi Morthens og Sléttuúlfarnir. Framleiðsla, umsjón og upptökustjórn var í höndum Björgvins Halldórssonar. Arnar Eggert Thoroddsen Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngur frábærlega á nýju Ís- landslagaplötunni. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 10. YFIR 22.000 GESTIR! Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 14  X-IÐ 97.7  SV MBL  ÓHT RÁS 2  HK DV Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. Sýnd kl. 5.30 og 10. www.regnboginn.is Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Almenn forsýning kl. 8.30. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera?  Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS  Kvikmyndir.comSV. MBLHK. DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6. B.i. 14 ára.  Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Almenn forsýning kl. 10.10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.