Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 46
ÞAÐ veit ekki á gott þegar læknaneminn Chris ákveður að aka afskekkta fjallaleið í von um að forðast umferðarteppu á þjóð- veginum í Vestur-Virginíu. Hann gerir sér ekki grein fyrir að hann er staddur í bíómynd, réttara sagt hrollvekju, og þar lifa staðalmynd- ir innræktaðra, erfðafræðilega af- skræmdra og morðóðra sveita- lubba góðu lífi. Og heimamenn þola ekki túrista, vilja helst höggva þá í spað og éta, ekki síst ef túristarnir eru borgarbúar sem aka um á jeppum. Og viti menn, á miðjum fjallveginum, fjarri sið- menningunni, ekur Chris á kyrr- stæðan jeppa fullan af ungmenn- um, og verða báðir bílarnir óökuhæfir en enginn slasast. Hóp- urinn ákveður að leita að hjálp, skiptir liði og þar með hafa skap- ast kjöraðstæður fyrir dæmigerða subbuhrollvekju, þar sem ung- mennin mæta skelfilegum örlögum sínum eitt af öðru. Einn er af- höfðaður, annar kyrktur með gaddavír, sá þriðji fær örvar í gegnum brjóstholið o.s.frv. Skilj- anlega fær parið sem reykir eitt- hvað sterkara en sígarettur og sýnir tilburði um ósiðlegt athæfi fyrst fyrir ferðina. En áhorfandinn getur alltaf haldið í þá von að ein- hver lifi af, ekki síst sögupersón- urnar tvær sem eru hvað mest að- laðandi og hafa ekkert til þess unnið að deyja kvalafullum dauð- daga. Ábyrgð á óförum ferðalang- anna bera eins og gefur að skilja einangraðir íbúar skógarins sem Hjáleiðin er hryssingsleg hryllings- mynd af gamla skólanum. orðnir eru daufdumbir, nær heila- dauðir og afskræmdir eftir ára- tuga innræktun, og ganga fyrir hreinum drápsþorsta og fyrirlitn- ingu í garð aðkomufólks. Þessi annars átakasama hroll- vekja hefur litlu við það að bæta sem hrollvekjuunnendur hafa upp- lifað á sviðinu, nema að treyst sé á að áhorfendur séu af yngstu kyn- slóðinni og hafi aldrei séð kvik- myndir eins og Deliverance og The Texas Chainsaw Massacre. Fram- vindan verður því leiði- og klígju- gjarnt ferli, þar sem óhljóð, of- notkun á gerviblóði og skyndilegar klippingar koma í stað þess und- irliggjandi og djúpsálarlega óhugnaðar sem nauðsynlegur er til þess að gefa hrollvekjum vægi. Það jafnast ekkert á við sveitaferð… KVIKMYNDIR Sambíóin HJÁLEIÐIN / WRONG TURN  Leikstjórn: Rob Schmidt. Handrit: Alan McElroy. Aðalhlutverk: Desmond Harr- ington, Eliza Dushku, Emmanuelle Chriqui og Jeremy Sisto. Lengd: 90 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox, 2003. Heiða Jóhannsdóttir 46 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. YFIR 30.000 GESTIR! YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14 ára. HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 YFIR 30.000 GESTIR! Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Resee Witherspoon er mætt aftur sem enn meiri ljóska í enn meira fjöri. Frá Leikstjóra Training Day kemur mögnuð mynd með harðjaxlinum Bruce Willis og hinni glæsilegu Monicu Bellucci. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. kl. 6, 8.30 og 11. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 5.40 og 10.20. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Almenn forsýning kl. 8. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 500 kr. Stríðið er hafið! Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura J I M C A R R E Y   ARI Í ÖGRI: Trúbadorinn Garðar Garðarsson skemmtir föstudags- og laugardagskvöld.  BROADWAY: Dansleikur með Milljónamæringunum laugardags- kvöld kl. 22. Fram koma Bogomil Font, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Stephan Hilmarz, Bjarni Ara en einn- ig Eivör Pálsdóttir og Hljómsveitin Heimilistónar .  CAFE CENTRAL, Pósthússtræti 17: Rubic’s Cube föstudags- og laug- ardagskvöld.  CAFÉ AMSTERDAM: DJ Master föstudags- og laugardagskvöld.  CATALINA, Hamraborg 11, Kópavogi: Halli Reynis spilar föstu- dags- og laugardagskvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Ókind og Bú- drýgindi í kvöld kl. 22. Ókeypis inn.  GRANDROKK: Flavors, Moody Company, Tenderfoot og Fritz fimmtudagskvöld kl. 22. Pub-Quiz klukkan 17.30 – föstudagskvöld. Keppt í kráar-spurningakeppni. Tveggja manna lið. Trabant spilar kl. 23 þá um kvöldið. Ensími og 200.000 naglbítar laugardagskvöld kl. 23.  GRÆNI HATTURINN, Akureyri: Hljómsveitin PKK skemmtir föstu- dags- og laugardagskvöld.  KAFFI KÚLTÚR, Hverfisgötu: Hljómsveitin Angurgapi leikur á föstudagskvöldið. Angurgapi leikur frumsamdatónlist þar sem ýmsum stefnum ægir saman í kraftmikilli og melódískri blöndu. Hljómsveitnina skipa Ívar Guð- mundsson (trompet), Finnur Ragn- arsson (básúna), Sigurður Rögn- valdsson (gítar), Sigurdór Guðmundsson (rafbassi) og Krist- mundur Guðmunds (trommur).  KRÁIN, Laugavegi 73: Lifandi tónlist fimmtudagskvöld. Dúettinn Acoustic spilar föstudags- og laugar- dagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Mannakorns- helgi. Mannakorn spila föstudags- og laugardagskvöld.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Brimkló föstudags- og laugar- dagskvöld.  VÍKURRÖST, Dalvík: Papar spila laugardagskvöld. 18 ára aldurstak- mark. Barnaball kl. 18. FráAtilÖ Papar verða á Dalvík á laugardag. Hin rómaða tónleikasveit Trabant treður upp á Grandrokk á föstu- dagskvöldið. Aðstandendur tónleika Diönu Krall, sem fram fara í Laug- ardalshöll á laug- ardaginn, hafa ákveðið að bæta við 100 aukasæt- um. Uppselt varð á tónleikana í júlí og ákveðið hefur verið að bæta þessum miðum við vegna mikillar eftirspurnar. Á sama tíma verða allar ósóttar pantanir seldar. Þetta eru síðustu tónleikar söngkonunnar í Evrópu en hún held- ur nú til Bandaríkjanna þar sem tón- leikaferð hennar þar hefst nú í ágúst. Miðarnir verða seldir í Laug- ardalshöll á morgun klukkan 10. Diana Krall Diana Krall heldur tónleika á laugardaginn 100 miðar aukreitis www.concert.is BRESKA ofurfyrirsætan Kate Moss hefur greint frá því að hún hafi setið fyrir nakin hjá ljósmyndaranum Chuck Close og að myndirnar verði birtar í bandaríska tímaritinu W án nokkurra lagfæringa en myndir sem birtast í tísku- tímaritum eru yfirleitt lag- færðar til að fegra þá sem á þeim eru. Close segist hafa tekið myndirnar með gamalli að- ferð og notað til þess silf- urhúðaðar málmplötur. Þá segir hann þessa aðferð alls ekki fegra viðfangsefni mynd- anna þar sem hver hrukka og misfella komi greinilega í ljós og því hafi hann óttast að Moss yrði ósátt við mynd- irnar. Hún hafi hins vegar verið hin ánægðasta og sagt að það hafi nógu margar fal- legar myndir verið teknar af sér. Close er einn níu ljósmynd- ara sem tímaritið bauð að mynda Moss eftir eigin höfði en myndir allra ljósmynd- aranna verða birtar á forsíðu þess. Sérstæðar myndir Nakin og ólagfærð af Kate Moss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.