Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 28” SJÓNVARP Black Matrix Myndlampi • Textavarp me› íslenskum stöfum • Fjarst‡ring • Nicam Stereo • 2 x Scart tengi • Tengi fyrir heyrnatól 39.900 nú kr: 34.900.- Nei, nei, Guðlaugur minn. Evan okkar hefur bara verið að narta í eplin, eins og allar Evur gera. Hún hefur aldrei séð þriggja stúta slöngu, góði. Fyrirlestur Ron Davis í Háskólabíói Ráðist að rótum lesblindunnar SAMTÖKINwww.lesblind.comstanda fyrir ráð- stefnu í Háskólabíói hinn 9. ágúst klukkan 11. Þar mun koma fram víðfrægur rannsakandi á lesblindu, Ron Davis. Davis átti sjálf- ur við lesblindu að stríða á yngri árum, en náði undra- verðum árangri í að slökkva á þeirri skynvillu sem í tugi ára hafði gert allan lestur og skrift nær ómöguleg fyrir hann. Í kjölfarið fór hann að þróa svonefnt Davis-kerfi og fékk til liðs við sig fjölda sérfræðinga til að þróa kerfið. Hann samdi bók til leiðbeiningar um hvernig mætti þjálfa börn með les- blindu, „The gift of Dys- lexia,“ sem nú kemur út á ís- lensku. Lesblind.com munu gefa út bókina „Náðargáfan lesblinda“ eftir Ron Davis á afmælisdegi hans, á morgun, 8. ágúst. Mynd- band með sama nafni kemur einn- ig út á næstunni. Mun eitt eintak af bókinni verða gefið í alla skóla landsins. Bókin fjallar um hvernig Davis-kerfið virkjar snilligáfu sem býr að baki námsörðugleik- um. Samhliða fyrirlestrinum er haldið námskeið fyrir kennara og verðandi leiðbeinendur sam- kvæmt Davis-kerfinu. Fyrst í stað miðuðu hugmyndir Davis að því, að foreldrar myndu leiðbeina börnum sínum samkvæmt kerf- inu, en síðar kom í ljós að foreldr- ar væru oft ekki heppilegustu leið- beinendurnir. Því hefur Davis um árabil þjálfað fólk til að bjóða upp á faglega hjálp til einstaklinga sem vilja sigrast á námsörðugleik- um, og hingað til lands koma Cyndi Deneson, Laura Warren og Sharon Pfeiffer til að kenna á námskeiðum fyrir kennara, sem margir hverjir ætla að innleiða námstækni Davis-kerfisins í kennslu bekkja sinna strax í haust. Sömuleiðis er haldið grunn- námskeið fyrir verðandi Davis- leiðbeinendur og er vonast til að útskrifa allt að þrjátíu leiðbein- endur næsta sumar. Nú þegar hafa um tuttugu einstaklingar unnið með erlendum leiðbeinend- um hér á landi og er árangurinn mjög góður. Kenningar Davis byggja í grundvallaratriðum á þeirri skoð- un, að fólk hugsi ýmist í myndum eða orðum. Þeir sem greinist með lesblindu hafi tilhneigingu til að hugsa frekar í myndum. Sömu- leiðis séu þeir mjög næmir á um- hverfi sitt og búi yfir miklu innsæi. Kenningar Davis byggja á að sá hluti mannkyns sem fæðist með þessa eiginleika, náttúrulega gáfu að hans dómi, lendi fyrst í vandræðum í skóla, ekki vegna þess að eitthvað sé að þeim, held- ur vegna þess að almennt sé kennsla ekki sniðin að þeirra þörf- um. Morgunblaðið náði sambandi við Davis til að forvitnast nánar um fyrirlestur hans. – Hvert verður um- fjöllunarefni þitt á fyrirlestrinum? „Segja mál að ég muni fjalla um þrjú meginefni í fyrirlestrinum. Í fyrsta lagi mun ég skýra frá nýrri skilgreiningu á lesblindu minni, sem er alls óskyld vonleysiskenn- ingum þeim sem áberandi hafa verið. Ég mun nota persónulega reynslu mína til útskýringar og skýra frá þeim uppgötvunum sem ég gerði til að leiðrétta lesblindu. Í öðru lagi mun ég veita yfirsýn á hvaða grundvallaratriði þarf að hafa í huga til að leiðrétta les- blindu. Ég mun fara yfir einkenni lesblindu og þræða mig með rök- um að meðferðarleið gegn henni. Í kjölfarið langar mig að kynna Davis-kerfið, sem ég hef þróað. Það var í upphafi skapað sem for- vörn gegn námsörðugleikum sem fylgja lesblindu, til notkunar í leikskólum. Rannsókn sem gerð var á árangri þessa verkefnis sýndi, að enginn þeirra nemenda sem leystu námsefni þessu tengt, þurfti á sérkennslu eða aðstoð að halda. Í ljós kom að ekki aðeins var komið í veg fyrir að börnin lentu í vandræðum vegna les- blindu, heldur jókst námsgeta þeirra til muna. Nú er kerfið not- að sem hvetjandi námskerfi og vill svo vel til að það hindrar einnig lesblindu.“ – Munu hlustendur geta spurt þig spurninga? „Já, ég vonast til að geta svarað spurningum eins og tíminn leyfir. Meginverkefni mitt er að miðla af áratuga reynslu minni eftir bestu getu, og þess vegna er stund með hlustendum mjög mikilvæg. Ég kem til Íslands í þeim tilgangi að kynna fyrir Íslendingum árang- ursríkasta kerfið gegn lesblindu sem fram hef- ur komið.“ Ron Davis mun ásamt Axel Guðmunds- syni, einum stofnenda www.lesblind.com og Davis-les- blinduleiðbeinanda, flytja fyrir- lestur á ráðstefnu Íslensku menntasamtakanna, „Bráðger börn“, hinn 11. ágúst í Kenn- araháskóla Íslands. Á ráðstefn- unni verður rætt hvernig best verði komið til móts við einstak- linginn í námi, og lögð sérstök áhersla á aðferðir til að takast á við lesblindu. Ron Davis  Ronald D. Davis fæddist í Salt Lake City í Bandaríkjunum árið 1942. Hann greindist með ein- hverfu sem barn og lærði ekki að tala fyrr en um 12 ára aldur. Hann sigraðist á einhverfunni, sem er mjög fátítt, og uppgötv- aðist að hann bjó yfir miklum stærðfræðigáfum. Þrátt fyrir lesblindu á háu stigi vann hann sem sérstakur ráðgjafi verk- fræðifyrirtækis sem og annarra tæknifyrirtækja og miðlaði af visku sinni. Árið 1980 fann hann upp Davis-kerfið til að slökkva á skynvillu lesblindunnar. Hann hefur æ síðan unnið að kenn- ingum sínum um lesblindu sem náðargáfu, og skrifað fjölda bóka um það efni. Ron er kvænt- ur Alice Davis og eiga þau tvo syni og fimm barnabörn. Vill miðla af áratuga reynslu sinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.