Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 11 FYRIR nokkru kom út hjá Almenna bókafélaginu bókin Ekið um óbyggð- ir eftir Jón Garðar Snæland eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu. Hefur hún að geyma lýsingar á 82 ökuleiðum um hálendið. Er þetta einkar hagnýt bók, bæði fyrir þá sem hafa eitthvað ekið um þessar slóðir og eins hina sem vilja fá leiðbeiningu áður en þeir leggja af stað. Einnig er þar almennur kafli með ýmsum ábendingum um akstur á fjöllum og bent á nauðsynlegan og þarflegan búnað. Leiðirnar sem fjallað er um eru ýmist fáfarnar og lítt þekktar eða þekktari leiðir. Er þeim skipað niður eftir landsvæðum og teknar saman leiðir norðan jökla, sunnan jökla vestan Þjórsár, sunnan jökla austan Þjórsár, leiðir að Fjallabaki og leiðir við Mýrdalsjökul og nágrenni. Á korti innan á bókarkápu er tilgreint yfir hvaða svæði áðurgreindar skil- greiningar ná og hvert svæði hefur sinn lit þannig að auðvelt er að fletta upp áætluðum leiðum. Hins vegar hefði mátt vera nafnaskrá, hún myndi enn auðvelda mönnum upp- slátt. Efnisyfirlit er þó á sínum stað. Við hverja leiðarlýsingu eru nefnd upphaf og leiðarlok þannig að menn sjá frá hvorum áfangastaðnum leið- inni er lýst, nefndir eru gistimögu- leikar, vegalengd tilgreind, hvar er næst að hafa eldsneyti og aksturs- tími. Kort og myndir Þá er upplýst hvers konar bílum er fært (öllum bílum, jeppum, aðeins breyttum jeppum, hvort menn ættu að aka fleiri en einn o.s.frv.) og hvort leiðirnar eru sumar- eða vetrarleiðir eða hvort tveggja. Sagt er að leið- irnar í Landmannalaugar, hvort sem ekið er út frá Skaftártunguvegi eða svonefnd virkjunarleið að norðan, séu færar öllum bílum. Má það rétt vera en ekki ætti þó að ráðleggja neinum að aka á fólksbíl í Land- mannalaugar að austan. Þá eru gefn- ir upp GPS-punktar sem eru áreið- anlega mjög hagnýtir, ekki síst á vetrarferðum, þótt undirritaður hafi enga reynslu af þeirri tækni. Hver leiðarlýsing er á einni opnu í bókinni og fylgir kort og ein til þrjár myndir. Ein undantekning er á þessu þar sem lýsingin á leið á Grímsfjall fær tvær opnur. Þá er að finna í bókinni sérkafla með vaðatali þar sem lýst er nánar vöðum á leið- unum. Eru þar sérlega gagnlegar ábendingar. Samandregið má segja að meginreglan sé varúð og að vaða og kanna aðstæður vel þrátt fyrir að ákveðnar upplýsingar séu fyrir hendi og hugrekki til að hætta við ef menn eru óöruggir. Lokakaflinn er skálaskrá með myndum. Þar eru tilgreindir GPS- punktar, hverjir eru eigendur eða umsjónarmenn og upplýst um að- stöðuna. Er slík skrá líka einkar hag- nýt. Fleiri örnefni Lýsingar höfundar á leiðunum eru allnákvæmar og auðvelt að fara eftir þeim. Fjallar hann svo til eingöngu um leiðirnar sjálfar, aksturinn og hvers má vænta í þeim efnum. Minna er um ábendingar um hvað skoðun- arvert er á þessum leiðum en stöku sinnum nefnir hann þó eitthvað sem vert sé að kanna betur. Þá eru kortin nauðsynleg til stuðnings en á sum þeirra vantar fleiri örnefni, t.d. þeg- ar þau eru nefnd í leiðarlýsingunni. Væri meiri stuðningur að kortunum ef þau tilgreindu sem flest örnefni úr textanum. Þá hefði svosem mátt hafa leturstærðina einum eða tveimur punktum stærri. Annars er bókin smekklega sett upp og vönduð að allri gerð og þótt hún hafi ekki verið lúslesin var ekki vart við prentvillur. Í heild má segja að bókin Ekið um óbyggðir sé fróðleg og gagnleg. Ekki síst ef menn vilja feta sig um nýja slóða og fáfarna. Við mjög margar leiðirnar nefnir höfundur að best sé að vera í það minnsta á tveimur bíl- um saman og stundum í hópi bíla og skyldu menn hiklaust taka mið af því heilræði. Höfundur veit hvað hann syngur eftir að hafa kynnst hálend- inu af ferðum sínum, m.a. með Ferðaklúbbnum 4x4, sem bæði stuðlar að ferðum um hálendið og góðri umgengni. Gagnleg bók um óbyggðaakstur Morgunblaðið/jt Bókin Ekið um óbyggðir eftir Jón G. Snædal er sjálfsögð í farangurinn í óbyggðaferðum. Grænifjallgarður vestan við Langasjó er í baksýn. joto@mbl.is Ferðir um óbyggðir krefjast nokkurs undir- búnings og ákveðinnar varkárni. Brýnt er að þekkja ferðaleiðir eða hafa kort og aðrar upp- lýsingar með í för. Jóhannes Tómasson telur bókina Ekið um óbyggðir nauðsynjatæki í slíkum ferðum. ERLA Sólveig Kristjánsdóttir varði doktorsritgerð sína hinn 8. maí sl., í alþjóðasamskiptum við ríkisháskól- ann í Arizona (Arizona State University) í Phoenix Arizona í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð Erlu nefnist „Invisibility dreaded and de- sired: Pheno- menological in- quiry of sojourners’ cross-cultural adaptation“ og fjallar hún um reynslu átta framúrskarandi bandarískra há- skólanemenda sem stunduðu nám í vísindum. Nemendurnir voru valdir úr hópi umsækjenda til að vinna í tilrauna- stofum á ýmsum stöðum í Frakklandi í þrjá mánuði og snúa síðan til Banda- ríkjanna til áframhaldandi náms. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að bandarísku nemendurnir áttu einna erfiðast með að sætta sig við að geta ekki tjáð sig á frönsku sem jafn- framt hindraði eðlileg samskipti þeirra við Frakka. Þjóðerni var ann- ar stór þáttur sem kom í veg fyrir að nemendurnir gætu aðlagast frönsk- um siðum og menningu. Þessi höfnun sem nemendurnir upplifðu kenndi þeim að horfast í augu við þeirra eigið gildismat, þjóðerni og staðnaða ímynd þeirra á Frökkum sem leiddi til aukins skilnings á því hvers vegna Frakkarnir voru ekki eins móttæki- legir eins og þeir höfðu búist við. Aukinn skilningur á frönsku gild- ismati, venjum og siðum dró verulega úr fordómum og kynþáttahatri sem nemendurnir höfðu viðhaft. Frekari rannsóknir nauðsynlegar Fleiri rannsóknir eru nauðsyn- legar til að gefa betri og dýpri skiln- ing á þessu flókna ferli sem „aðlögun“ er. Flestar rannsóknir á þessu fyr- irbæri hafa verið tölfræðilegir út- reikningar á spurningalistum. En doktorsrannsóknin fólst í því að taka þrjú persónuleg viðtöl við hvern nem- anda. Erla hlaut styrk frá National Science Foundation til að fjármagna rannsóknina. Niðurstöður dokt- orsritgerðarinnar leiddu til þess að Erla hefur verið beðin um að þjálfa bandaríska nemendur áður en þeir halda til náms í Frakklandi. Leiðbeinendur Erlu í doktorsverk- efninu voru doktorarnir Judith N. Martin, Jackie N. Martinez og Denis Leclerc sem eru prófessorar við Arizona State University. Erla og dr. Martin eru að vinna að því að fá hluta af dokorsritgerðinni birtan í einu virtasta fræðitímariti í alþjóða- samskiptum. Þær eru ennfremur að vinna saman að þremur öðrum rann- sóknum. Erla hefur hlotið marga styrki á meðan á námi hennar stóð í Bandaríkjunum. Þess má geta að meðan á námi stóð var Erla með námskeið fyrir starfsfólk í fyr- irtækjum svo sem Motorola, Intel, Books-a-Million og bandaríska her- inn með áherslu á hvernig starfsfólk frá hinum ýmsum þjóðarbrotum geti unnið saman í sátt og samlyndi. Erla lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1979. Hún útskrif- aðist með BA-próf í almanna- tengslum og stjórnun í háskóla Vestur-Flórída í Bandaríkjunum árið 1997, með MA-próf í mannlegum samskiptum með áherslu á alþjóða- samskipti við sama háskóla árið 1999, og doktorsgráðu í alþjóðasam- skiptum frá Arizona State University árið 2003. Foreldrar Erlu eru Kristján S. Kristjónsson fyrrverandi bifreiða- stjóri, og Rose-Marie Christiansen, fyrrverandi bankaritari. Erla býr í Phoenix, Arizona ásamt eiginmanni sínum, Grétari Ómari Guðmundssyni og fjórum dætrum. Erla hefur þegið prófessorsstöðu við ríkisháskólann í New York-fylki. Doktor í alþjóðasam- skiptum STÓÐMERIN Kátína frá Eskifirði hefur verið svo lánsöm að land- eigendur á Brekku í Fljótsdal hafa leyft henni að vera í hagagöngu. Þar unir hún sér sérdeilis vel með folaldið sitt Skessu. Stundum þarf mannfólkið að trufla frjálsræðið í Fljótsdalnum og þá er best að gretta sig á meðan staðið er í tamn- ingagerðinu um stundarsakir. Það varir þó ekki endalaust og fyrr en varir geta Kátína og Skessa tölt út í haga og móa Fljótsdalsins, ásamt öllum hinum hestunum. Þó mikið sé um að vera í Fljóts- dalnum má líka finna þar frið og ró, sem bæði dýr og menn nýta sér. Gretta Kát- ínu í gerðinu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins HAUST 2003 Kringlunni & Hamraborg 568 4900 552 3636 UNDAFNARNAR vikur hefur út- varpsauglýsing frá Útfararþjón- ustu Rúnars Geirmundssonar heyrst reglulega á Rás 2 þar sem fólk er beðið um að bíða með að skipta við stofuna og spenna held- ur bílbeltin og aka á löglegum hraða. Rúnar Geirmundsson útfar- arstjóri segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð við auglýsing- unni. „Viðbrögðin hafa verið þau að fólki á mínum aldri og eldra fólki finnst hún sláandi en að mörgu leyti mjög sniðug. Það eru ekki margir sem auglýsa að þeir vilji ekki viðskipti en ég lít ekki á þetta þannig,“ segir Rúnar. Hann segist þreyttur á að horfa upp á börn og unglinga týna lífi í umferðarslys- um og vill með þessu minna fólk á að huga að öryggi við akstur. Aug- lýsingin mun heyrast reglulega á Rás 2 það sem eftir er sumars. Óvenjuleg útvarpsauglýsing frá útfararþjónustu „Sláandi en að mörgu leyti sniðug“ www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.