Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 42
ÍÞRÓTTIR
42 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Opna
Þönglabakkamótið
Ræst verður út frá kl. 08.00 til 10.00 og frá 13.00 til 15.00.
Skráning rástíma í síma 486 4495 hefst
miðvikudaginn 6. ágúst 2003.
Mótsgjald kr. 3000.
Haldið á golfvelli
Kiðjabergs Grímsnesi, Árnessýslu
laugardaginn 9. ágúst 2003
Mótið er punktamót.
Hæst er gefið 24 punktar hjá körlum og 28 punktar hjá konum.
Einnig er spilað í gestaflokki.
Veitt verða verðlaun fyrir fjögur efstu sæti í öllum flokkum.
Nándarverðlaun fyrir alla á 3/12, 7/16, annað högg á 9/18
braut.
FIMMTA og næst síðasta stigamót Golfsambands Íslands,
á Toyotamótaröðinni, Mastercard-mótið, verður haldið á
Grafarholtsvelli GR um helgina. Búast má við spennandi
keppni enda verða flestir þeir efstu á mótaröðinni með og
munu berjast fyrir stigunum sem í boði eru.
Heiðar Davíð Bragason úr GKj í Mosfellsbæ er efstur að
stigum á mótaröðinni, er með 317 stig, fjórtán stigum
meira en Örn Ævar Hjartarson úr GS. Þeir verða báðir
með um helgina en Magnús Lárusson úr GKj, sem er í
þriðja sæti með 289 stig, getur ekki tekið þátt þar sem
hann verður með á sterku móti í Englandi.
Næstu menn þar á eftir verða allir með, Sigurjón Arn-
arsson, GR, með 282 stig, Helgi Birkir Þórisson, GS með
278 og Hlynur Geir Hjartarson, GOS með stigi minna.
Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR er með forystu í
kvennaflokki og það nokkuð góða því hún er með 285 stig
en Þórdís Geirsdóttir úr Keili er með 238 stig. Anna Lísa
Jóhannsdóttir úr GR er með 204 og Katrín Dögg Hilm-
arsdóttir úr GKj 180.
Heiðar Davíð og
Örn Ævar berjast
GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Barnsley, hef-
ur loksins fengið staðfestingu á því frá enska knatt-
spyrnusambandinu að lið hans geti hafið keppni í 2.
deildinni á laugardaginn kemur. Sambandið veitti
Barnsley keppnisleyfi á þriðjudag, með þeim skil-
málum að fjárgæslumenn félagsins taki fulla ábyrgð á
því að Barnsley geti staðið við allar sínar skuldbind-
ingar. Nýir eigendur hafa ekki tekið endanlega við
stjórn félagsins þó þeir séu langt komnir með það og
fjárgæslumennirnir sem skipaðir voru á sínum tíma
eru því enn ábyrgir fyrir daglegum rekstri þess. Þeir
hafa ekki tilkynnt formlega að þeir ábyrgist leikinn á
laugardaginn en talsmaður þeirra sagði í gær að unn-
ið væri að því að tryggja hann og aðra leiki Barnsley á
tímabilinu. Barnsley mætir Colchester á heimavelli í
fyrstu umferðinni á laugardag og Guðjón er með
marga leikmenn til reynslu þessa dagana en hann hef-
ur aðeins getað stillt liðinu upp í einum opinberum æf-
ingaleik á undirbúningstímabilinu.
Barnsley með
skilyrt leyfi
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
1. deild karla:
Kópavogur: HK – Víkingur .......................19
Ásvellir: Haukar – Breiðablik ...................19
2. deild karla:
Siglufjörður: KS – Völsungur ...................19
Þróttarvöllur: Léttir – Selfoss ..................19
3. deild karla A:
Tungubakki: Númi – Skallagrímur ..........19
3. deild karla D:
Vopnafj.: Einherji – Leiknir F. .................19
1. deild kvenna A:
Smárah.: Breiðablik 2 – HSH .......................
KÖRFUKNATTLEIKUR
Promotion Cup, smáþjóðakeppni í
stúlknaflokki, Ásvöllum:
Skotland – Malta ........................................17
Andorra – Gíbraltar ...................................19
Í KVÖLD
KNATTSPYRNA
Efsta deild kvenna,
Landssímadeildin
Stjarnan – Þróttur/Haukar....................1:1
Harpa Þorsteinsdóttir 83. – Fjóla Dröfn
Friðriksdóttir 73.
Rautt spjald: Guðrún Inga Sívertsen
Þrótti/ Haukum, 85.
Staðan:
KR 11 9 2 0 51:10 29
Breiðablik 10 7 0 3 32:22 21
Valur 9 6 2 1 31:12 20
ÍBV 9 6 1 2 34:10 19
Stjarnan 10 2 2 6 12:20 8
Þór/KA/KS 9 2 0 7 6:26 6
FH 10 2 0 8 8:37 6
Þróttur/Haukar 10 1 1 8 8:45 4
Markahæstar:
Hrefna Jóhannesdóttir, KR .................... 21
Ásthildur Helgadóttir, KR ...................... 13
Elín Anna Steinarsdóttir, Breiðabliki.... 10
Olga Færseth, ÍBV................................... 10
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV.............. 9
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val ..................... 8
Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðabliki ............ 7
Laufey Ólafsdóttir, Val .............................. 7
Mhairi Gilmour, ÍBV.................................. 6
Erna B. Sigurðardóttir, Breiðabliki......... 5
Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki .............. 5
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni ......... 5
Meistaradeild Evrópu
Önnur umferð í forkeppni, seinni leikir:
Maccabi Tel Aviv – Zilina........................1:1
Zilina vann samtals 2:1.
Sliema – FC Kaupmannahöfn.................0:6
FC Kaupmannahöfn vann samtals 10:1.
Shakhtar Donetsk – Tiraspol..................2:0
Shakhtar Donetsk vann samtals 2:0 .
Vardar Skopje – CSKA Moskva.............1:1
Vardar Skopje vann samtals 3:2.
Rosenborg – Bohemians..........................4:0
Rosenborg vann samtals 5:0.
Slavia Prag – Leotar ................................2:0
Slavia Prag vann samtals 4:1.
Omonia Nicosia – Wisla Krakáv.............2:2
Wisla Krakáv vann samtals 7:4.
CSKA Sofía – Pyunik...............................1:0
CSKA Sofía vann samtals 3:0.
Anderlecht – Rapid Búkarest .................3:2
Anderlecht vann samtals 3:2.
Grazer AK – SK Tirana...........................2:1
Grazer AK vann samtals 7:2.
HJK Helsinki – MTK Búdapest.............1:0
MTK Búdapest vann samtals 3:2.
Celtic – FBK Kaunas...............................1:0
Celtic vann samtals 5:0.
Dinamo Zagreb – Maribor ......................2:1
Dinamo Zagreb vann samtals 3:2.
Djurgården – Partizan Belgrad..............2:2
Partizan Belgrad vann á mörkum skor-
uðum á útivelli 3:3.
3. umferð
Liðin sem mætast í þriðju umferð for-
keppni Meistaradeildar Evrópu – og
keppa um sæti í riðlakeppninni – eru:
Vardar (Makedóníu) – Sparta Prag
(Tékkl.)
MTK (Ungverjal.) – Celtic
Glasgow Rangers – FC Kaupmannahöfn
Austria Vín – Marseille
FC Brugge – Borussia Dortmund
Shakhtar Donetsk – Lokomotiv Moskva
Lazio – Benfica
Dynamo Kiev (Úkr.) – Dinamo Zagreb
Rosenborg – Deportivo La Coruna (Spáni)
Grasshoppers (Sviss) – AEK Aþena
Zilina (Slóvakíu) – Chelsea
Celta Vigo (Spáni) – Slavia Prag (Tékkl.)
Partizan Belgrade (Serbíu)– Newcastle
Galatasaray (Tyrkl.) – CSKA Sofia (Búl.)
Anderlecht (Belgíu) – Wisla (Póll.)
Grazer AK (Aust.) – Ajax (Hollandi)
Intertoto-keppnin
Undanúrslit, seinni leikir:
Koper – Heerenveen ................................1:0
Heerenveen vann samtals 2:1
Wolfsburg – Cibalia..................................4:0
Wolfsburg vann samtals 8:1
Liberec – Schalke .....................................0:0
Schalke vann samtals 2:1
Werder Bremen – Pasching....................1.1
Pasching vann samtals 5:1
Perugia – Nantes......................................0:0
Perugia vann samtals 1:0
Villarreal – Brno.......................................2:0
Villarreal vann samtals 3:1
Liðin sex sem eftir eru í keppninni leika
um þrjú sæti í UEFA-bikarnum.
Noregur
Bikarkeppnin, 16 liða úrslit:
Lillestrøm – Vålerenga........................... 1:1
Vålerenga sigraði 11:12 eftir framleng-
ingu og vítaspyrnukeppni.
Raufoss – Mandalskameratene ............. 6:1
Skeid – Sogndal ....................................... 1:1
Skeid sigraði 6:5 eftir framlengingu og
vítaspyrnukeppni.
Viking – Haugasund................................ 1:2
Ørn-Horten – Bodø/Glimt........................1:3
Austurríki
Austria Vín – Mattersburg......................3:0
Kärnten – Bregenz...................................1:1
KÖRFUKNATTLEIKUR
Promotion Cup
Smáþjóðakeppni í stúlknaflokki, Ásvöll-
um:
Malta – Grikkland.................................71:32
Ísland – Andorra...................................70:52
Evrópumót drengjalandsliða
U18, undankeppni á Ítalíu:
Ítalía – Ísland .....................................120:80
Stigahæstir: Jóhann Ólafsson 25, Kristján
Sigurðsson 15 og Baldur Ólafsson 13 stig.
FÓLK
ROBERT Licu, rúmenski hand-
knattleiksmaðurinn sem á að leysa
Ólaf Stefánsson af hólmi hjá Magde-
burg, spilar í kvöld fyrsta leik sinn
með félaginu í fimm ár. Lærisveinar
Alfreðs Gíslasonar mæta þá Säve-
hof frá Svíþjóð í æfingaleik. Licu lék
með Magdeburg á sínum tíma en
hefur undanfarin ár spilað með
Eisenach og Post Schwerin.
ÞAÐ verður nóg að gera hjá Al-
freði, Sigfúsi Sigurðssyni og fé-
lögum því um helgina tekur Magde-
burg þátt í alþjóðlegu móti í
Þýskalandi. Þar er liðið í riðli með
Savineski frá Rúmeníu og Créteil
frá Frakklandi en í hinum riðlinum
eru Svíarnir í Sävehof, Snorri
Steinn Guðjónsson og félagar í
Grosswallstadt og svissneska liðið
Grasshoppers.
AIK frá Svíþjóð, mótherji Fylkis í
UEFA-bikarnum í knattspyrnu, hef-
ur fengið til sín miðjumanninn De-
rek Boateng frá Panathinaikos í
Grikklandi. Boateng, sem er tvítug-
ur Ghanabúi, hefur spilað með
Panathinaikos í tvö ár og á að baki
leiki með liðinu í Meistaradeild Evr-
ópu.
BOATENG verður þó ekki lögleg-
ur í leikjunum við Fylki en getur
spilað með í 1. umferð UEFA-bik-
arsins, komist sænska liðið þangað.
Áður hafði AIK fengið annan Ghana-
búa, sóknarmanninn Kwame
Quansch, að láni frá Ajax í Hollandi.
GYLFI Einarsson skoraði tvö
mörk, bæði beint úr aukaspyrnum,
þegar varalið Lilleström vann Eids-
vold, 4:0, í norsku 2. deildinni í knatt-
spyrnu á dögunum. Gylfi þótti besti
maður vallarins en hann hefur fá
tækifæri fengið með aðalliðinu í
sumar. Hann var í byrjunarliðinu í
fyrstu fjórum umferðum úrvals-
deildarinnar, lenti þá í fjögurra
leikja banni og hefur aðeins spilað
tvo leiki með aðalliðinu síðan.
SPÁNSKI hjólreiðakappinn Jav-
ier Pascual Llorente féll á lyfjaprófi
í Tour de France hjólreiðakeppninni
á dögunum og er hann sá eini sem
féll á fjölmörgum lyfjaprófum sem
tekin voru í mótinu. Sá spánski var
tekinn í próf eftir 12. leiðina þann 18.
júlí, en hann lauk þó keppni og varð í
27. sæti.
ÞAÐ voru leifar af EPO í sýni
Pascuals. „Ég er saklaus og treysti
engu sem Frakkar gera því þeir of-
sækja spánska hjólreiðamenn,“
sagði kappinn eftir að tilkynnt var
um niðurstöður prófanna. Landi
hans, Txema del Olmo var settur í
þriggja ára bann í Frakklandi árið
2001.
FRANSKA liðið Lyon hefur hug á
að fá ástralska miðherjann Mark
Viduka, 27 ára, til sín frá Leeds og er
liðið tilbúið að láta brasilíska varn-
armanninn Edmilson í skiptum, en
aftur á móti er hann ekki spenntur
fyrir að fara til Leeds.
NORSKU bikarmeistararnir, Vål-
erenga, eru komnir í 8 liða úrslit
bikarkeppninnar eftir sigur á Lille-
ström eftir framlengdan leik og
vítaspyrnukeppni, 12:11. Leikurinn
fór fram á heimavelli Lilleström,
Ärasen. Staðan eftir venjulegan
leiktíma og framlengingu var 1:1
en eftir það tók við ótrúleg víta-
spyrnukeppni. Allir 22 leikmenn-
irnir á vellinum höfðu skorað. Því
varð að að grípa til annarrar um-
ferðar.
Spilandi þjálfari Vålerenga, Kjet-
il Rekdal, skoraði úr fyrstu spyrnu
annarrar umferðar. Arild Sundgot
tók síðan spyrnu fyrir Lilleström,
en þá loks tóks öðrum markverð-
inum að verja og bikarmeistararnir
fögnuðu sigri.
Indriði Sigurðsson var eini Ís-
lendingurinn í liði Lilleström en
þurfti að fara meiddur af leikvelli
um miðjan síðari hálfleik.
Óvæntustu úrslit gærkvöldsins
voru í Stavanger þegar heimamenn
úr Viking voru slegnir út af 1.
deildarliðinu Haugasund, 2:1.
Hannes Þ. Sigurðsson kom inná
sem varamaður í liði Viking.
Ótrúlegur bikarleikur
STJARNAN og Þróttur/Haukar
skildu jöfn í efstu deild kvenna í
gærkvöldi í Garðabæ, 1:1. Fyrri
hálfleikur var mjög tíðindalítill og
fátt var um fína drætti. Þróttur/
Haukar komst yfir á 73. mínútu,
þar var að verki Fjóla Dröfn Frið-
riksdóttir. Harpa Þorsteinsdóttir
jafnaði leikinn fyrir Stjörnuna tíu
mínútum síðar með fallegu marki
og þar við sat. Þegar fimm mínútur
voru eftir af leiknum fékk Guðrún
Inga Sívertsen, Þrótti/Haukum, sitt
annað gula spjald og þar með
rautt.
Stjarnan, sem lék í gær undir
stjórn Auðar Skúladóttur, var nær
sigrinum en fór illa með góð færi í
síðari hálfleik. Stjörnustúlkur eru
nú komnar með sjö stig en Þróttur/
Haukar situr sem fastast á botn-
inum með fjögur stig. Hins vegar
eru þær langt frá því að vera falln-
ar því stutt er í liðin fyrir ofan þær.
Jafnt í Garðabæ
Reuters
Talað heim… David Beckham og samherjar hans hjá Real
Madrid eru komnir til Hong Kong, eftir að hafa leikið í Kína og
Japan í Asíuferð sinni. Þeir leika síðan síðasta leikinn í Taí-
landi áður en haldið er heim eftir vel heppnaða ferð.
Rosenborg
mætir La
Coruna
ÁRNI Gautur Arason var ekki
í marki Rosenborg, sem vann
stórsigur á írska liðinu
Bohemians á Lerkendal í gær-
kvöldi, 4:0, og samanlagt 5:0.
Rosenborg mætir Deportivo
La Coruna frá Spáni í næstu
umferð og það lið sem fagnar
sigri kemst í Meistaradeild
Evrópu. Fyrri leikurinn verð-
ur í Rosenborg og er óhætt að
segja að róður norska liðsins
verði þá erfiðari.