Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 36 ár eru liðin síðan ég hitti Þorgeir Hall- dórsson fyrst. Þessi kæri vinur hefur farið sína hinstu för, á sól- ríkasta og heitasta degi sumarsins 2003. Ástvinir vissu að þessi stóri, sterki maður hafði lengi ekki gengið heill til skógar. Hann var sá sem gekk í þau verk ÞORGEIR HALLDÓRSSON ✝ Þorgeir Hall-dórsson fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt 15. júlí síðastlið- ins og var útför hans gerð frá Áskirkju 22. júlí. að útvega mér íbúð, segja mér að taka bíl- próf og sá fyrsti sem lét mig keyra „Pont- iacinn“ sinn um alla New York-borg 1967, þegar ungi maðurinn ég var að stíga fyrstu sporin þarna fyrir vestan. Það var ótrú- legt hve þessi skarp- greindi maður fór vel í innri metnað minn, þótt geðríkur væri, en ljúfur. Þetta varð grunnurinn að starfi mínu hjá Loftleiðum um árabil í New York með mörgu úrvals fólki. Margs er að minnast og man ég vel á þessum árum að allir vildu vinna með Þorgeiri. Þessi rólyndi, klári maður haggaðist ekki í erf- iðum seinkunum flugsins. Það, sem ég er að segja, þekkja bara þeir sem störfuðu við flugið á þeim ár- um. Þorgeir, vinur minn, ég held að margir minnist þín, kæri vinur, fyr- ir prúðmennsku og ást til fjölskyldu þinnar og jafnræði ykkar Láru var algjört, þið elskuðuð hvort annað. Af lífi og sál lagði skyldurækinn, töluglöggur, falslaus maður, menn- ingarlega sinnaður maður, allt að veði fyrir fjölskyldulífið og það er engin launung að Þorgeir hefði get- að orðið svo margt, en hann kaus fjölskyldu, hann hélt í gömul og góð gildi. Nú þegar leiðir skilja að sinni þakka ég Þorgeiri og Láru fyrir af- ar góð kynni, en við skulum muna að minningin um góðan dreng lifir. Ég og kona mín, Sigrún, sendum fjölskyldunni samúð í söknuði á þungbærri skilnaðarstund. Friðrik Björgvinsson. Gunna frænka á Fálkagötu er dáin. Hún var einstök kona, alltaf skapgóð og hress og trúnaðarvinur allra þeirra sem kynntust henni, sama á hvaða aldri þeir voru. Það voru lík- lega mörg leyndarmálin sem frænka geymdi. Ég kynntist GUÐRÚN DAGBJÖRT SVEINBJÖRNSDÓTTIR ✝ Guðrún DagbjörtSveinbjörnsdótt- ir fæddist í Hellna- felli í Grundarfirði 23. mars 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. júlí síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Kirkju Óháða safn- aðarins 14. júlí. Gunnu frænku vel fyrir 30 árum þegar ég bjó í sama húsi og hún og Pétur á Fálka- götunni. Hlotnaðist mér sá heiður að fara með henni þegar hún þurfti að fara í hjarta- aðgerð til London 1983. Dvöldum við hjónin með henni þar um jólin. Bjó ég að mestu með henni á Harley Street Clinic þennan tíma. Talaði hún oft um það að hún hefði ekki getað hvílt sig nægjanlega þennan tíma vegna stjórnseminnar í mér þar sem henni fannst ég of kröfuhörð að reka hana fram úr rúmi til að ganga um og þjálfa sig. Þegar heim var komið stundi hún upp: „Mikið verður gott Halla mín að vera laus við þig smá stund“. Þetta lýsti Gunnu frænku vel, alltaf hreinskilin, en á þann hátt að ekki var hægt annað en taka öllu vel sem hún sagði. Höfðum við oft gaman af að rifja upp þessa veik- indaferð. Fyrir einu og hálfu ári síðan var haldið upp á 90 ára af- mæli hennar og mættu mjög margir úr stórfjölskyldunni og frænka var ótrúlega hress. Gunna frænka og Pétur voru alltaf jafn ástfangin. Hefur hún vonandi hitt hann Pétur sinn núna og þau eru líklega að dansa gömlu dansana saman. Við biðjum guð að blessa minningu hennar og send- um öllum afkomendum hennar og tengdafólki okkar samúðarkveðjur. Halla og Þórarinn. Elskulega Kata. Sá tími sem við áttum saman var ekki langur en þó ævintýralegur. Ég geymi hvert augna- blik sem gersemi, þú mátt vita að hluti af hjarta mínu er ætlaður þér. Ég minnist þín svo oft, er ég sé krakka leika sér fyrir utan Skógarásinn. Ég keyrði þar fram hjá um daginn og sá að það var búið að gera upp bíl- skúrinn sem við ætluðum að búa í saman með litlu fjölskylduna okkar í framtíðinni. Nú er það allt svo fjar- lægt. Lífið er ekki alltaf dans á rós- KATRÍN EMMA MAR- ÍUDÓTTIR HALE ✝ Katrín EmmaMaríudóttir Hale fæddist í Reykjavík 6. desember 1982. Hún lést í bílslysi 2. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaða- kirkju 14. júlí. um eins og sumir halda, það horfir stundum allt á versta veg, en þá er um að gera að hugsa jákvætt og stundum þarf mað- ur hjálp annarra til þess að rata aftur til baka. Ég man þegar ég heimsótti þig á Kaplaskjólsveginn og við fórum út á KR-völl- inn til þess að horfa á strákana spila að þú sagðir mér að maður ætti alltaf að sýna kát- ínu og brosa framan í lífið þótt það svaraði ekki hinu sama. Það var stuttu eftir að ég hafði pirrað mig á því hve löng leið væri brúuð á milli okkar vinkvenn- anna. Eftir þetta atvik geri ég mér betur grein fyrir því hve lífið getur verið óvænt og runnið hratt úr greipum mannsins ef maður nær ekki fastataki á því. Ég er reið út í Guð fyrir að hafa tekið þig frá okkur sem bárum tilfinningar til þín. Ég sit ein uppi í nýja „queen-size“ rúm- inu mínu sem er líkast skýi og að liggja á því er algjör draumur. Ég vona að þú hvílist jafnvel og ég bið þess að vel fari um þig, því að prímadonnur líkt og þú varst á þín- um yngri árum eiga skilda góða hvíld eftir jafnerfitt líf. Ég reyni að skrifa endurminning- ar en verð fyrir truflun af litlu fiðr- ildi sem sest hefur á gluggasylluna mína, það er svo lítið og máttvana og ég sé að það á erfitt með flug, al- veg eins og þér hlýtur að hafa liðið við það að hafa þurft að kveðja þennan heim og hverfa til nýrra heima þar sem þú vissir ekki hvað myndi taka við. Oh, hvað ég líð mikl- ar kvalir við tilhugsunina um að þú hafir líka þurft að standa í þessu ein, þú mátt vita að ég er stolt af þér og þín mun verða minnst um aldur og ævi. Mér þykir þó verst að ég gat hjálpað fiðrildinu en ekki þér, Kata mín. Fyrir mér ertu ekki bara lítið fiðrildi eða engill, heldur stórt safa- ríkt jarðarber, þú varst fersk í æsku, æxlaðist til að verða fallegur fullvaxta einstaklingur og roðinn táknar ástina sem þú gafst af þér og alla þessa útgeislun sem fólk varð vitni að hvar sem þú steigst niður fæti. Þú skalt vita að þú munt aldrei hætta að vaxa, ég mun halda áfram að rækta minningu þína í garðinum mínum. Þar sem ég verð mun ég og vil ég trúa að hluti af þér verði líka, ég veit að ég er eigingjörn að vilja eiga hlut í svo glæsilegri og vel gef- inni manneskju en það er einungis spurning um að deila þér, þú átt hlut í lífi svo margra manna, þú snertir svo marga, þín mun verða sárt saknað, elsku dúllan mín. Ég kveð þig því með þessum orð- um hérna, þetta kvæði hef ég ein- ungis borið á þá sem mér hefur þótt afar vænt um einhvern tímann á lífsleiðinni. Fjölskyldu Kötu vil ég votta mína dýpstu samúð, en þótt söknuðurinn sé gífurlegur og reiði blossi stöku sinnum upp vil ég minna aðstandendur á að hugsa frekar um þann tíma sem við áttum með Kötu en þann sem okkur mis- fórst með. Höldum minningunni um Kötu uppi. Þar til við hittumst síðar vil ég kveðja þig á minn hátt, líkt og ég kveð alla ástvini mína sem fara til himna, og bið ég þig að gæta vel á meðan allra hinna englanna fyrir mig. Elsku Kata, lífið kallar, leiðir okkar skilja í dag. Góðar vættir vaki allar, verndi og blessi æ þinn hag. (Höf. ók.) Sofðu rótt. Þín Elísabet. Elsku afi minn, nú hefur þú kvatt þennan heim og langar mig að þakka þér tryggð þína og vináttu síðustu fimmtán árin. Minningin um þig er falleg og björt og yljar mér um hjartarætur, ég er svo þakklát fyrir JÓN ÓLAFSSON ✝ Jón Ólafssonfæddist á Leirum undir Eyjafjöllum 14. ágúst 1910. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 25. júlí síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Garða- kirkju á Álftanesi 1. ágúst. að hafa haft tækifæri til að kveðja þig í heimsókn minni á Ís- landi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð blessi þig og minningu þína, kærar þakkir fyrir allt og allt. Þitt barnabarn, Berglind Ólafsdóttir. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ÞURÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 24. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að vilja hinnar látnu. Við þökkum öllum þeim, sem með margvís- legum hætti hafa heiðrað minningu hennar og sýnt okkur samúð og hlý- hug. Sérstaklega þökkum við heimilisfólki og starfsfólki á Hrafnistu í Reykjavík fyrir samfylgd, umönnun og hjúkrun. Það var ósk hinnar látnu að minningargreinar um hana birtist ekki í dagblöðum. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Styrktarfélag vangefinna. Erna Andrésd. Hansen, Valdemar Hansen, Sigrún Andrésdóttir, Sigurður Þórðarson, Kristín G. Andrésdóttir, Gunnar Árnason, Þorgeir J. Andrésson, Guðrún Erla Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu, RAGNHEIÐAR BJARKAR RAGNARSDÓTTUR, Ránargötu 5, Grindavík. Innilegar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir hlýju og góða umönnun. Arnar Daníelsson, Eva Margrét Hjálmarsdóttir, Karitas Una Daníelsdóttir, Daníel Reynir Arnarsson, Þórdís Una Arnarsdóttir, Jón Ragnarsson, Kristín Thorstensen, Gestur Ragnarsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Ólína Ragnarsdóttir, Einar Haraldsson, Hrönn Jóhannsdóttir. Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁGÚST ÓLAFSSON frá Gíslholti, Eyjahrauni 6, sem lést þriðjudaginn 29. júlí, verður jarðsung- inn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 9. ágúst kl. 14.00. Nanna Guðjónsdóttir, Jóhann Grétar Ágústsson, Jóna Kristín Ágústsdóttir, Magnús Birgir Guðjónsson, Ágústa Salbjörg Ágústsdóttir, Ósvald A. Thorshamar, Jenný Ágústsdóttir, Ólafur Gísli Ágústsson, Bára Kristinsdóttir, Jón Eysteinn Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.