Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 33 Hin ljúfa sönglist leiðir á lífið fagran dag, hún sorg og ólund eyðir og elur himinfræ, vorn himin vonin heiðir með hennar merki á stöng vér göngum greiðar leiðir með gleði hljóm og söng. (Þýð. Stgr. Th.) Kvöldvökukórinn eða kórinn hennar Jónu sem hún hefur stjórnað var stofnaður fyrir tuttugu árum og sumir af kórfélögunum hafa starfað með henni frá upphafi. Markmið kórsins er að æfa, syngja sér og öðr- um til gleði og sálubótar. Elsku Jóna, við þökkum þér öll ár- in sem við höfum fengið að njóta handleiðslu þinnar í söngnum, þú hafðir svo gott lag á að hafa gott and- rúmsloft með þínu hlýja viðmóti og JÓNA KRISTÍN BJARNADÓTTIR ✝ Jóna KristínBjarnadóttir fæddist í Bæ í Hrúta- firði 2. júlí 1933. Hún lést á líknardeild Landspítala í Landa- koti 23. júlí síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 1. ágúst. veittir okkur svo mikla ánægju af að fá að syngja öll fallegu lögin sem þú valdir, kunn- átta þín og fagmennska fóru ekki fram hjá neinum sem með þér störfuðu. Þó þú kæmir með lög sem okkur fannst alls ekki hægt að læra, þá tókst þér að kenna okkur þau. Við fórum einnig á ýmsar stofnanir með söng og upplestra og smá leikþætti og þú varst svo stolt og upp- örvandi þegar vel tókst til. Nú geymum við minningarnar og hlustum á diskana sem við eigum með kórnum þar sem þú söngst ein- söng í sumum lögunum, en ekki síst erum við þakklát fyrir diskinn sem þú gafst okkur með einsöng þínum sem er svo einstaklega fallegur og tær, að unun er að heyra. Við kveðjum þig með söknuði er þú hverfur til æðri heima og eflaust hljómar þar fagra röddin þín. Við vottum Hannesi og dætrunum fimm og barnabörnunum okkar innileg- ustu samúð. Guð megi styrkja þau í sorginni. Kórfélagar í Kvöldvökukórnum. Elsku Begga. Það tók sinn tíma að venjast þeirri tilhugsun að þú værir virkilega ekki lengur á meðal okkar. Þegar þú komst í Gunnarsstaði með Jóa þínum varðstu strax eins og stóra systir Ragga, leiðbeindir hon- um með eitt og annað og tuskaðist við hann þess á milli. Til dæmis þeg- ar Raggi fermdist voru fermingar- fötin hans þau föt sem þrír eldri bræður hans höfðu fermst í og pöss- uðu ekki alveg og voru ekki alveg það sem var í tísku þá. Mikið varð hann því ánægður þegar þú saum- aðir á hann buxur sem hann fór í strax eftir fermingu og voru eins og buxur sem þá voru í tísku. Þegar ég kom síðan í Gunnars- staði haustið 1982 var alveg ómet- anlegt að hafa þig. Alltaf var jafn- gaman að hitta þig og spjalla um alla BERGHILDUR GRÉTA BJÖRGVINSDÓTTIR ✝ BerghildurGréta Björgvins- dóttir, leiðbeinandi og bóndi á Gunnars- stöðum í Þistilfirði, fæddist á Akureyri 26. júlí 1954. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriðjudaginn 8. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Svalbarðs- kirkju í Þistilfirði 17. júlí. heima og geima. Þú virtist alltaf hafa næg- an tíma fyrir alla. Þú varst dugleg að leið- beina mér með ýmis- legt sem viðkom heim- ilishaldi og barna- uppeldi. Þú varst minn skóli í matseld og bakstri, ég kom aldrei að tómum kofanum hjá þér þegar mig vantaði ráðleggingar varðandi þau mál. Alltaf voru krakk- arnir velkomnir til þín og sóttu þau mjög í að fara til þín. Þegar mér fannst nóg um hvað þau færu mikið uppeftir var svarið: „En hún Begga saknar mín ef ég kem ekki,“ og þar með voru þau farin. Þú varst dugleg við að leið- beina þeim eins og öðrum. Ef ég vildi síðan hafa hlutina með öðru sniði en þau höfðu séð hjá þér var viðkvæðið: „Hún Begga segir að það eigi að gera þetta svona,“ og voru það þá óskrifuð lög. Eftirminnilegar eru krökkurnum kennslustundirnar sem fóru í að baka pönnukökur á tveimur pönn- um. Ef einhver lét það út úr sér að hann gæti þetta ekki, þetta væri of erfitt, varstu ekki lengi að stappa í hann stálinu og segja að þetta væri alveg eins og að baka á einni pönnu nema að það þyrfti bara að hreyfa hendurnar aðeins hraðar. Þú varst alveg einstaklega dugleg og athafnasöm. Heimilishaldið var alltaf umfangsmikið. Stórt sveita- heimili, mikill gestagangur og oftar en ekki vinnumenn. En þú naust þess að hafa marga í kringum þig, varst alveg sérstaklega gestrisin og mikil matmóðir. Þú hafðir mikinn áhuga á öllu heimilishaldi og kvart- aðir aldrei um að það væri of mikið að gera. Þegar það kom fyrir að þeir feðgar Raggi og Þórarinn voru einir heima í nokkra daga báru þeir sig ævinlega vel. Þetta myndi nú reddast hjá þeim með að kokka ofan í sig. Við kven- fólkið á bænum vissum hins vegar að þeir stóluðu á að þú myndir fóðra þá þar til við kæmum aftur, sem þú og gerðir. Mér er það mjög minnisstætt þeg- ar þú greindist með krabbamein í fyrsta sinn, sumarið 1988. Þú hafðir fengið bréf að sunnan eftir að hafa farið í eftirlit á heimaslóðum, þar sem þú varst boðuð suður í frekari rannsókn. Þetta var mikið áfall, það var sem þú vissir að þetta væri ill- kynja sem svo reyndist vera. Í stað þess að brotna niður eins og margur hefði nú gert fórstu í stórbakstur. Ég sé þig enn fyrir mér þar sem þú stendur við eldhúsbekkinn og hnoð- ar deigið. Aðrir sátu við eldhúsborð- ið og var þungt yfir fólki, en þú sagð- ir að það þýddi ekkert annað en að taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti, það væri ekki vitað hversu lengi þú þyrftir að vera fyrir sunnan og eins gott að það væri nóg brauð til á heimilinu. Þessi viðbrögð þín einkenndu síð- an alla baráttu þína. Það var aldrei inni í myndinni að gefast upp. Þú leist á hvert erfitt tímabil sem tíma- bundna erfiðleika og þú myndir án nokkurs vafa komast yfir þá, til þess væru þeir. Ekki er að undra að þú værir til- nefnd sem „Garpur febrúarmánað- ar“. Við lærðum mikið af þér, Begga, að líta ávallt á björtu hliðarnar, vera ekki að velta sér upp úr smámunum eða fárast yfir því sem ekki er í okk- ar valdi að breyta heldur njóta þess sem við höfum og þeirra sem hjá okkur eru. Vinátta þín og umhyggja er okkur afar kær og þótt þú sért horfin okkur nú lifir minning þín og er okkur ómetanleg. Elsku Jói og fjölskylda, styrkur guðs veri með ykkur. Laufey og fjölskylda. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Árskógum 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarkonum, er önnuðust hana heima síðastliðið ár. Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarfólki á deild 14E á Landspítal- anum við Hringbraut. Guð blessi ykkur öll. Haraldur Jónsson, Jón Haraldsson, Þóra Björgvinsdóttir, Gunnar Haraldsson, Stella Benediktsdóttir, Stefán Haraldsson, Fanney Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HELGI BENÓNÝSSON, verður jarðsunginn frá Skagastrandarkirkju föstudaginn 8. ágúst kl. 11.00. Bergljót Björg Óskarsdóttir, Helga Ósk Ólafsdóttir, Jón H. Jónsson, Benóný Gunnarsson, Eva Jónsdóttir Hilmar Gunnarsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sólveig Anna Gunnarsdóttir, Þorvaldur Heiðarsson, Bergþór Gunnarsson, Selma Svavarsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, JÓNU KRISTÍNAR BJARNADÓTTUR, Fálkagötu 1, Reykjavík. Hannes Þorkelsson, Ástríður Ingibjörg Hannesdóttir, Helga Hannesdóttir, Bjarndís Hannesdóttir, Gunnlaug Hannesdóttir, Hlynur B. Gunnarsson, Anna Kristín Hannesdóttir, Helgi Helgason, barnabörn, Þorbjörn Bjarnason og Þorsteinn Bjarnason. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN Ó. KRISTJÁNSSON frá Vesturkoti á Skeiðum, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtudaginn 17. júlí. Útför fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju föstudaginn 1. ágúst. Sérstakar þakkir fyrir tónlistarflutning til Karlakórsins KKK, Einars Magn- ússonar og Hannesar Baldurssonar. Hjartans þakkir til starfsfólksins á Grund. Guðrún Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur. Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðruðu minningu PÁLLS AGNARS PÁLSSONAR fyrrv. yfirdýralæknis, við fráfall hans fimmtudaginn 10. júlí síðast- liðinn. Kirsten Henriksen, Hlín Helga Pálsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Vigdís Hallfríður Pálsdóttir, Kristín Helga Þórarinsdóttir, Tómas Þorsteinsson, Páll Agnar Þórarinsson, Helga Lára Ólafsdóttir, Magnús Björn Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.