Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 17
1 ÁRS AFMÆLI
Foxxy Santos
JuwelIvoryLeonKarat
Balu Tobago
Útsalan stendur frá 7-23. ágúst.
ÚTSALA
Spítalavegur 8, Akureyri
Til sölu glæsilegt endurbyggt
timburhús í innbænum á Akur-
eyri. Frábært útsýni yfir fjörð-
inn. Eignin er kjallari, hæð og
ris, samtals 201 fm.
Nánari uppl. veittar á Fasteignasölunni Holt ehf. Akureyri.
Sími 461 3095. Veffang www.holtfasteign.is
„ÞAÐ er alltaf frábært að koma
til Akureyrar. Ég hlakka jafn
mikið til þessarar ferðar á hverju
ári og okkur líður satt að segja
einna best hér af öllum þeim stöð-
um sem við ferðumst til,“ sagði
gítarleikarinn Robin Nolan í sam-
tali við Morgunblaðið í gær en
fyrstu tónleikarnir á alþjóðlegu
Django-djasshátíðinni á Akureyri
verða í kvöld í Ketilhúsinu og þar
kemur tríó Nolans einmitt fram.
Þetta er sjötta árið í röð sem
tríóið snjalla sækir Akureyri heim
og öll árin hefur það haldið nám-
skeið fyrir unga og efnilega djass-
leikara í bænum. Nolan sagðist í
gær hafa fylgst með sumum
þeirra frá upphafi, og gaman væri
að sjá hve þeim hefði farið gríð-
arlega mikið fram.
Nolan kemur mikið fram í
Frakklandi, Kanada, Japan og
Bandaríkjunum og tróð einmitt
upp á stórum minningartónleikum
um Django Rheinhardt í Lincoln
Center í New York á dögunum.
„Það er gott að koma til Akureyr-
ar af ýmsum ástæðum,“ sagði Nol-
an í gær; „hér er alltaf hugsað
mjög vel um okkur, það er gaman
af leika fyrir áheyrendur og svo
er auðvitað gott að losna úr hit-
anum; komast í kaldara loftslag
en við eigum að venjast,“ sagði
Nolan, og prýsaði sig sælan að
vera ekki í hitabylgjunni einhvers
staðar á meginlandi Evrópu.
Jón Hlöðver Áskelsson, formað-
ur Jazzklúbbs Akureyrar, sagði
við Morgunblaðið að sem fyrri
mæti margir frábærir djassleik-
arar til hátíðarinnar, bæði inn-
lendir og erlendir. „Kveikjan að
hátíðinni voru árlegar heimsóknir
Robin Nolan tríós til Akureyrar,
en þeir komu fyrst árið 1998. Há-
tíðirnar 2001 og 2002 tókust ein-
staklega vel og fengu frábærar
undirtektir gesta, sem sóttu vel
alla tónleika og á lokahátíðinni
sem var á Glerártorgi skapaðist
alþjóðlegt andrúmsloft, þar sem
okkar frábæru djasstónlistarmenn
heilluðu á sjöunda hundrað áheyr-
enda með margra klukkustunda
dagskrá. Hátíðin veitir Íslend-
ingum tækifæri til að sækja slíkan
tónlistarviðburð á heimaslóð og
veitir aðdáendum víða að úr heim-
inum tækifæri til þess að hittast á
fallegum stað,“ sagði Jón Hlöðver.
Robin Nolan er enn mættur á árlega Django-djasshátíð
„Hlakka alltaf jafn
mikið til að koma“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Robin Nolan-tríó ásamt fimm hljóðfæraleikurum sem eru á námskeiði hjá tríóinu. Frá vinstri: Kevin Nolan, Unnur
Birna, Robin Nolan, Gunnar, Haukur, Pétur, Simon Planting og Magnús Torfi.
HIN árlega Handverkshátíð á
Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit hefst í
dag og stendur til sunnudags, 10.
ágúst. Um er að ræða sölusýningu
handverksfólks sem haldin er á veg-
um Eyjafjarðarsveitar og hefur þessi
sýning fest sig í sessi sem árviss við-
burður í sveitarfélaginu.
Dögg Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar, sagði við Morg-
unblaðið að þema sýningarinnar yrði
að þessu sinni Kýrin. Landbún-
aðarráðherra, Guðni Ágústsson, set-
ur hátíðina.
„Hulda Björk Garðarsdóttir óp-
erusöngkona mun syngja á opnuninni
og ýmsar uppákomur verða einnig á
hátíðinni í anda þemans. Búgarður
ráðgjafarþjónusta á Norðausturlandi
í samstarfi við fleiri aðila stendur fyr-
ir kúasýningunni Kýrin 2003 þar sem
keppt verður um fegurstu kúna og
börn sýna tamda kálfa sína. Alla sýn-
inguna verða kýr og kálfar í túni á
svæðinu. Til gamans munu gestir og
gangandi geta spreytt sig á að lyfta
steinum á þyngd við kálfa en gamalt
húsráð er að lyfta sama kálfinum einu
sinni á dag og þá eykst styrkur
manns í samræmi við aukna þyngd
kálfsins. Hægt verður að fylgjast
með mjólkurvinnslu upp á gamla
mátann en við hliðina á því getur svo
að líta nútímalegri mjólkurvinnslu.
Keppt verður í spunakeppni sem er
orðin að hefð á hátíðinni en einnig
verður á staðnum blásið til ein-
staklingsspunakeppninnar Taktu hár
úr hala mínum. Uppskeruhátíð hand-
verksfólks verður svo á laugardags-
kvöldinu þar sem afhentar verða við-
urkenningar og ýmis skemmtiatriði
verða í boði,“ sagði Dögg.
Boðið verður upp á þrjú námskeið,
blöndukönnugerð hjá Curt Bengtson,
útskurð á spæni hjá Siggu á Grund
og eldsmíðanámskeið undir leiðsögn
Therese Johanson, nýkrýnds Norð-
urlandameistara.
Handverkshátíð
á Hrafnagili
Hver vill
lyfta steinum
á þyngd við
kálfa?
TENGLAR
.....................................................
www.handverkshatid.is
LEIKFÉLAG Akureyrar og fram-
leiðslufyrirtækið Sögn, sem er í eigu
Baltasars Kormáks og Lilju Pálma-
dóttur, hafa ákveðið að ganga til sam-
starfs um uppsetningu á leikritinu
Erling eftir Ingvar Ambjørnsen.
Þorsteinn Bachmann, leikhússtjóri
LA, segir að verkið verði frumsýnt á
Akureyri í september.
„Verkið verður svo sýnt jöfnum
höndum bæði á Akureyri og í Loft-
kastalanum í Reykjavík. Leikararnir
flytjast á milli en aðalhlutverk eru í
höndum Stefáns Jónssonar í hlut-
verki Erlings og Jón Gnarr í hlutverki
Karls Bjarna. Hallgrímur Helgason
þýddi og staðfærði verkið, Axel Hall-
kell Jóhannsson sér um leikmynd og
búninga, ljósahönnun er í höndum Al-
freðs Sturlu Böðvarssonar og hljóð-
mynd er gerð af Halli Ingólfssyni.
Auk þeirra Stefáns og Jóns Gnarr
mun Hildigunnur Þráinsdóttir, leik-
kona hjá LA, leika fjöldann allan af
gyðjum og freyjum sem verða á vegi
þeirra félaga. Gísli Pétur Hinriksson
og Skúli Gautason munu skipta á milli
sín hlutverki stuðningsfulltrúans
Franks. Það er svo Benedikt Erlings-
son leikari og leikstjóri sem leikstýrir
verkinu, en það er í leikgerð Axels
Hallstenius,“ sagði Þorsteinn.
„Þar sem verið er að vinna að end-
urbótum á húsnæði leikfélagsins, þá
verðum við að sýna í öðru húsnæði en
því. Það eru ýmsar þreifingar í gangi
og eins og staðan er í dag þá eru það
nokkrir staðir sem koma til greina,“
sagði Þorsteinn.
Leikritið
Erling frum-
sýnt hjá LA
Fimmtudagur 7. ágúst
Djangójazz. Ketilhúsið kl. 21:30,
Robin Nolan-tríó.
Handverkshátíð sett á Hrafnagili
kl. 16, stendur yfir til 10. ágúst.
Föstudagur 8. ágúst
Söngtónleikar í föstudagshádegi í
Ketilhúsinu kl. 12. Sönghópurinn
Hymnodia. Þórhildur Örvarsdóttir,
Kolbrún Jónsdóttir, Sigrún Arn-
grímsdóttir, Kristín Kjartansdóttir,
Pétur Halldórsson, Hjörleifur
Hjálmarsson, Eyþór Ingi Jónsson
og Skúli Gautason.
Tónleikar Huldu Bjarkar Garð-
arsdóttur í Laugarborg kl. 20.
Söngvaka í Minjasafnskirkjunni
kl. 20.30.
Djangójazz í Ketilhúsinu kl. 21.30.
Sígaunastórsveit, með Georg
Wahsingmachine, söngvara og fiðlu-
leikara og Randy Greer, söngvara
frá Barcelona.
Laugardagur 9. ágúst
Myndlist – Lystigarðurinn á Ak-
ureyri kl. 15. Opnun á sýningunni
„Þrettán + þrjár“. Samsýning 13
norðlenskra listakvenna og 3ja frá
Færeyjum.
Myndlist – Ketilhúsið kl. 16. „1x1
málverk“. Opnun á samsýningu yfir
20 akureyrskra listamanna.
Djangójazz á Glerártorgi – Grand
finale frá kl. 21. til 01. Hrafnaspark,
Robin Nolan og allir hinir.