Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!
"###
$%
%& '("
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
SAMKVÆMT tölum Hagstofunn-
ar eru um 90 prósent landsmanna í
þjóðkirkjunni. Hin 10 prósentin
skiptast á milli þeirra sem hafa
sagt sig úr þjóðkirkjunni og til-
heyra öðrum trúfélögum og hinna
sem kæra sig ekki um að vera trú-
félagsbundnir.
Eftir þessum tölum að dæma
mætti ætla sem svo að Íslend-
ingar, vegna trúrækni sinnar og
kristinna gilda, væru sérstaklega
gott fólk, þjóðfélag sem væri til
fyrirmyndar og öllum liði vel.
Halda mætti að hér byggi fólk sem
elskaði náunga sinn svo ákaflega
að það bæði fyrir óvinum sínum ef
það gæti yfir höfuð átt nokkra
óvini, klæddi og fæddi þurfalinga
og gerði góðverk á hverjum degi í
ólýsanlegu hamingjuástandi. En
lifa Íslendingar svona lífi? Já, ef
við erum kristin, þá gerum við
það. En eftir fréttum að dæma, þá
lifir öðruvísi fólk í þessu landi.
Daglega má lesa um hina marg-
víslegustu glæpi sem framdir eru í
þessu þjóðkirkjusamfélagi. Maður
hlýtur að spyrja sig hvers konar
þjóðkirkja og þjóðkirkjufólk bygg-
ir þetta land. Það er ekki nóg að
kalla sig kristinnar trúar ef maður
biður eins og kristinn maður en lif-
ir og kemur fram við náunga sinn
eins og heiðingi. Nýfermdir ung-
lingar lumbra um hverja helgi
hver á öðrum, nauðga vinkonum
sínum og fremja skemmdarverk í
ölvunarvímu. Myndugir hvítflibbar
telja það dyggð að ganga á bak
orða sinna í viðskiptum, svíkja
gerða samninga og skjóta undan
skatti. Mannorðsmorð eru stunduð
til að tryggja sinn sess í þanka-
gangi þar sem peningahyggjan er
öllu ofar lofuð og tignuð umfram
Guð, mannkærleika og himneska
visku.
Hvað er kristindómur? Hvað er
að vera kristinnar trúar, skírður,
fermdur, giftur, þjóðkirkjumaður,
fyrirmyndar borgari, góður, kær-
leiksríkur? Hvernig má það vera
að öll þessi illska, svik og prettir
og óhamingja ráði hér ríkjum á
meðal kristinnar þjóðar? Það er
annað að lifa trúrækilegu lífi en að
vera það á pappírum Hagstofunn-
ar oftast nær í óþökk nafnkrist-
inna.
Þjóðkirkjufólk stundar flesta þá
glæpi sem framdir eru í þessu
samfélagi. Þar er fólk sem fremur
morð, stundar hórdóm, svíkur
undan skatti og fer illa með
náunga sinn. Ef kristið fólk byggi
þetta land, byggi fólk hér í sátt og
samlyndi. Það lifir heiðin þjóð á
Íslandi, þar sem kristin boðorð eru
ekki höfð í heiðri. Löngu er þörf á
nýrri siðbót í landi þar sem
kristnir siðir þekkjast ekki öðru
vísi en bókmenntir og siðleysið lof-
að í svallveislum efnishyggjuskríls-
ins. Ástand þjóðarinnar ber þess
glöggt merki að Guðs lögmál eru
ekki höfð í heiðri. Væri svo bæru
fréttir okkur annað en sorglegar
afleiðingar lögmálsbrota sem birt-
ast okkur í hinum fjölbreytilegustu
glæpum og óhamingju. Það færi
vel ef hinni íslensku þjóð skildist
að kristin boð og bönn eru mönn-
um og komandi kynslóðum til
heilla, forskrift að farsæld, sé farið
eftir þeim. Væri svo gæti þjóðin
fyrst kallast kristin og staðið undir
nafni.
EINAR INGVI
MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35, Reykjavík.
Hinn heiðni
kristindómur
Frá Einari Ingva Magnússyni
HINN óþreytandi skriffinnur, Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra, telur
að áhrif rússneskra bolsa á Íslend-
inga og þar með-
talda gallharða
sjálfstæðismenn
hafi verið svo yf-
irþyrmandi og
sterk að það hafi
tekið þá áratugi
að leggja niður
ósiði þeirra og
vafasömu við-
skiptahætti.
Fyrrverandi for-
stjóri Skeljungs,
Kristinn Björns-
son, hefur lýst því opinberlega yfir
og viðurkennt að það hafi tekið olíu-
félögin óheyrilega og í rauninni óaf-
sakanlega langan tíma að laga sig að
nýjum samkeppnislögum og semja
sig þannig að siðaðra manna háttum.
Ja, seint verður logið á þessa bévuðu
bolsa og hinn ótrúlega mikla siðspill-
ingarmátt þeirra sem náði langt út
fyrir landamæri ráðstjórnarríkjanna
og meira að segja til eylands við ysta
haf.
Mönnum er nú spurn hvort það
hefði ekki verið þjóðráð á sínum tíma
að kenna Kristni Björnssyni og
keppinautum hans eða samherjum
kristinfræði kapítalismans ef svo má
að orði komast og berja þá rækilega
til bókar og það vitanlega með prik-
inu bláa.
HALLDÓR ÞORSTEINSSON,
Rauðalæk 7, Reykjavík.
Gott er að hafa
bolsa til blóra
Frá Halldóri Þorsteinssyni
Halldór Þor-
steinsson, skóla-
stjóri Málaskóla
Halldórs.