Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 23 ÍTALSKI tónleikahaldarinn Titti Santini hefur óskað eftir því að fá Hrafnagaldur Óðins á tónlistarhátíð- ina La Musica dei Cieli (Tónlist af himnum) sem fram fer á Ítalíu 10.–20. desember nk. Á þessari árlegu tón- listarhátíð er boðið upp á tónlist ólíkra trúarbragða og í ár verður m.a. afrísk messa með Miriam Makeba auk þess sem Palestínumenn og Gyð- ingar halda stóra tónleika saman. Santini óskaði sérstaklega eftir því að Schola cantorum væri með í för en ítölsk hljómsveit mun spila með í verkinu. Tónlistarfólkinu sem stend- ur að Hrafnagaldri býðst að flytja verkið á þrennum eða fernum tón- leikum í Bologna, Mílanó og Róm. Að sögn Þórunnar Sigurðardóttur, stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, lagði Santini leið sína sérstaklega á listahátíðina í Þrándheimi til þess að heyra og sjá Hrafnagaldur. „Santini, sem er afar virtur í sínu fagi, býður Sigur Rós, Maríu Huld, Schola cantorum, Hilmari Erni, Steindóri Andersen, Árna Harðarsyni, tækni- mönnum og Páli á Húsafelli með steinahörpuna, þannig að þetta er af- ar stórt dæmi og skipulagslega nátt- úrlega fremur flókið. Eftir er að at- huga hvort allir komast því þetta er fremur stuttur fyrirvari, en vissulega finnst öllum þetta mjög spennandi,“ sagði Þórunn í samtali við Morgun- blaðið í gær. Opnar ýmsa möguleika „Hrafnagaldur Óðins er verkefni sem Listahátíð í Reykjavík fram- leiddi upphaflega, en síðan fórum við í samstarf við Barbican þar sem frum- flutningurinn fór fram. Segja má að listútflutningur sé nýr þáttur í starf- semi Listahátíðar. Það opnast ýmsir möguleikar ef maður er vakandi fyrir því. Nýlega var Helenu Jónsdóttur t.d. að bjóðast stórt verkefni úti á Ír- landi í framhaldi af þátttöku hennar á Listahátíð hér heima. Í raun og veru er þessi alþjóðlegi listheimur ekkert svo ofboðslega stór. Maður er alltaf að hitta sama fólkið aftur og aftur og ef maður er vakandi fyrir því er hægt að gera mjög mikið til þess að koma nýstár- legum íslenskum verkefnum á fram- færi. Allnokkur verkefni og lista- menn, sem voru á síðustu Listahátíð, hafa komist lengra út í heim fyrir okkar milligöngu og það er vissulega mjög ánægjulegt. Listahátíð er núna komin inn í al- þjóðasamtök og það opnast margir möguleikar fyrir ýmiss konar sam- starf. Ef Listahátíð verður núna á hverju ári þá opnast ennþá fleiri möguleikar. Í þessum geira, eins og öðrum, þurfum við Íslendingar að nota öll tækifæri til útrásar til að rjúfa landfræðilega einangrun okk- ar,“ segir Þórunn. Gefur verkinu dýpri merkingu „Mér finnst þetta mjög magnað og skemmtilegt að fara á hátíð sem til- einkuð er trúartónlist, en það gefur verkinu dýpri merkingu og skírskot- un. Það er ekki bara verið að fagna þessu sem góðu tónverki heldur stað- festa að í verkinu megi finna ákveð- inn boðskap sem er ágætt fyrir mig, ásartrúarmanninn, að upplifa,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson þegar Morg- unblaðið leitaði viðbragða hjá honum. „Sjálfur er ég afskaplega hrifinn af trúartónlist, alveg sama hvaða trúar- brögðum hún tengist. Það væri nátt- úrlega sérstaklega gaman að flytja Hrafnagaldurinn í Róm út af sögu- legu samhengi, en þetta er allt á frumstigi og við erum að byrja að púsla þessu öllu saman, því þetta er náttúrlega risaverkefni. Ef allt geng- ur upp er þetta stór hópur sem færi.“ Aðspurður um mikilvægi þess að fá Schola cantorum með út segist Hilm- ar Örn afar ánægður með það. „Samstarfið við Schola cantorum er búið að ganga óskaplega vel og í því samhengi verður að koma fram að við höfum notið aðstoðar Harðar Ás- kelssonar sem hefur leyft kórnum að „slömma“ pínu-pons með okkur,“ segir Hilmar Örn kíminn og bætir við: „Hluti af því hvað þetta hefur allt gengið vel má þakka því hvað við höf- um verið með stórkostlegan kór. Í Bretlandi vorum við með einn fræg- asta miðaldakór Evrópu og mér finnst Schola cantorum alls ekki koma illa út í samanburði við hann nema síður sé. Kórinn er náttúrlega hagvanur í helgitónlist og það er ekki verra að hafa fólk sem hefur sans fyr- ir helgihaldi.“ Hrafnagaldri boðið til Rómar Hljómsveitinni Sigur Rós, Hilmari Erni Hilmarssyni, Steindóri Andersen, Schola cantorum og hljómsveitarstjór- anum Árna Harðarsyni var ákaft fagnað í lok flutnings Hrafnagaldurs Óðins á Listahátíð í Reykjavík í fyrravor. Morgunblaðið/Þorkell NÁÐU ÞÉR Í NÝJA TÓNA Vertu alltaf me› heitustu tónana í símanum flínum. Kíktu inn á vit.is og ná›u flér strax í alla n‡justu og flottustu tónana í GSM símann flinn. fiú getur hlusta› á og vali› úr hundru›um n‡rra og skemmtilegra tóna og tákna og fla› bætist vi› úrvali› í hverri viku. Léttkaupsútborgun 1.980 kr.1.000 kr. á mán. í 12 mán. 13.980,- Sony Ericsson T310 Eingöngu fyrir GSM kort frá Símanum GSM. Sendu SMS í 1848 og fá›u flér heitustu pól‡tónana gprs stilling er nau›synleg til a› geta sótt tónana. Hver sending kostar 79 kr. Lag Flytjandi Skammval Pink Panther Henry Mancini TT POLY 11BIO Just Like A Pill Pink TT POLY 9POP Mutter Rammstein TT POLY 3ROK Mission Impossible Lalo Schifrin TT POLY 18BIO Miami Vice Theme Jan Hammer TT POLY 12BIO Lag Flytjandi Skammval Jenny From The Block Jennifer Lopez TT POLY 17DIS Hey Sexy Lady Shaggy TT POLY 14DIS Feel Robbie Williams TT POLY 29POP Dirrty Christina Aquilera TT POLY 28POP Clocks Coldplay TT POLY 58POP Lag Flytjandi Skammval Cleaning Out My Closet Eminem TT POLY 7RAP We Are The Champions Queen TT POLY 5ROK Crazy Britney Spears TT POLY 17POP Uptown Girl Westlife/Billy Idol TT POLY 16POP Resurrection PPK TT POLY 7DIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.