Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 27 g. ði að nýta við veið- ær kvaðir ndaveiðar. t að veið- undir sér. rir gagn- am að hér veiðar að sta okkur mun með veidd r um, m.a. fullnustu. urða mun ins. Áætl- r verkefn- 5 milljónir helmingur ku. kvarðanir um fram- sta ári, né hvalateg- m.a. metið na á þessu sagt fyrir ja né um- vonaði að mikilvægi ær mundu væntanlega hjálpa til við ákvarð- anatöku um nýtingu á lifandi auð- lindum hafsins. Hann sagði að áætl- unin hefði þegar verið kynnt stjórnvöldum nágrannaríkjanna en hinsvegar væri erfiðara um vik að kynna hana stærri hópum á borð við umhverfisverndarsamtök. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir mik- illi andstöðu við hvalveiðum meðal slíkra samtaka en ekkert væri hægt að segja til um hver viðbrögð þeirra yrðu. Verulega skortir á nákvæmni í mati Hafrannsóknastofnunin mun stýra vísindaveiðunum en hefur gert samning við Félag hrefnu- veiðimanna um framkvæmd þeirra. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, sagði stofnunina hafa sett fram til- lögu um aflamark á hvölum und- anfarin ár og að því leytinu til væri ekkert að vanbúnaði að hefja at- vinnuveiðar á umræddum tegund- um. Hann sagði stofnunina enn- fremur hafa lagt áherslu á að hrefnan yrði rannsökuð í vistfræði- legu samhengi, enda hafi athuganir bent til þess að hrefnan sé stærstur afræningi hvalastofna hér við land og sömuleiðis mikilvægasta fiskæt- an. Hinsvegar skorti verulega á ná- kvæmni í mati á þessu og því sé mikilvægt að stíga þetta skref. Veiðunum verður dreift á níu svæði umhverfis landið í hlutfalli við mergð hrefnu á svæðunum sam- kvæmt talningum undanfarinna ára. Veiðarnar fara fram á þrem skipum sem leigð verða til verkefn- isins. Leiðangursstjóri frá Haf- rannsóknastofnuninni mun stýra framkvæmd veiða og sýnatöku samkvæmt rannsóknaáætlun. Til veiðanna verður beitt nýlegum sprengjuskutli sem tryggja á skjóta aflífun dýra. Að rannsókn- unum mun vinna fjöldi vísinda- manna auk starfsmanna Hafrann- sóknastofnunarinnar, en verkefnis- stjóri er Gísli A. Víkingsson. ar verði veiðar á hrefnu hér við land í vísindaskyni t ði, í rút- ur á ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnir áætlun um veiðar á 38 hrefnum í vísindaskyni á þessu ári.    *     +$%        $ * ,--. !)1. !,1. !1. "*1. "!1. /012 /012'- /012 /012 *,12 **12 *)12 /012 /012 /012 /012 /012 am fór ýna ðrir hvalir skipa ríkan sess í vistkerfi hafsins umhverfis Ísland. Til að meta nánar hlutverk hinna ýmsu hvalategunda í vistkerfinu er nauðsynlegt að fyrir liggi upplýs- ingar um fæðusamsetningu. Þekking á því sviði hér við land er hins vegar almennt mjög tak- mörkuð þótt það sé nokkuð mis- munandi eftir tegundum. Árið 1997 voru birtir útreikningar á afráni þeirra 12 hvalategunda sem finnast reglulega hér við land út frá bestu fánlegu upplýs- ingum um stofnstærðir, fæðu- samsetningu, viðverutíma og orkuþörf. Samkvæmt þeim éta hvalir við Ísland rúmlega 6 millj- ónir tonna af sjávarfangi árlega, þar af tæplega þrjár milljónir tonna af krabbadýrum, rúmlega eina milljón tonna af smokk- fisktegundum og rúmlega tvær milljónir tonna af fiskmeti. Hrefnan er atkvæðamesti afræn- inginn bæði hvað varðar heild- armagn, étur árlega um tvær milljónir tonna, og þar af um eina milljón tonna af fiski en þó er sú niðurstaða óvissu háð þar eð fyr- irliggjandi þekking um fæðuval hrefnu hér við land er mjög af skornum skammti. Samkvæmt þessum takmörkuðu gögnum er ljósáta um 35% fæðunnar, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar um 6%. Þorskur var meðal fæðuteg- undanna en ekki var unnt að meta hlutdeild tegundarinnar inn- an fæðuflokksins þorskfiska en hvert prósent skiptir miklu máli þegar um er að ræða heild- arneyslu upp á tvær milljónir tonna. Ef gert er ráð fyrir að þorskur sé 3% af fæðu hrefnu benda útreikningar með fjöl- stofnalíkani til að breytingar á stærð hrefnustofnsins geti haft veruleg áhrif á afrakstursgetu þorskstofnsins hér við land til lengri tíma litið. Stærsti óvissu- þáttur þessara útreikninga varðar fæðusamsetningu hrefnu og er því sérlega mikilvægt að afla frekari gagna á því sviði hér við land. Fjölþættar rannsóknir Meginmarkmið rannsóknanna sem nú hefur verið ákveðið að ráðast í er að afla grunnvitneskju um fæðuvistfræði hrefnu hér við land. Auk rannsókna á fæðu- samsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað ann- arra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Þar má nefna rannsóknir á orkubú- skap, árstíðabundnum breyt- ingum í fjölda og útbreiðslu, og fæðuþörf. Þá verður unnið að þróun fjölstofnalíkans stofnunar- innar sem þegar tekur til þorsks, loðnu og rækju svo meta megi vistfræðilegt samspil hrefnu og þessara tegunda. Auk þessa meginmarkmiðs hef- ur rannsóknin það markmið að kanna stofngerð hrefnu í Norður- Atlantshafi með erfðafræðilegum aðferðum og gervitunglamerk- ingum. Einnig að kanna sníkju- dýr og sjúkdóma í hrefnustofn- inum, að safna upplýsingum um aldur og viðkomu hrefnu hér við land og að kanna lífræn og ólíf- ræn mengunarefni í hinum ýmsu líffærum. Þá verður metin gagn- semi ýmissa nýrra rannsókn- araðferða með samanburði við hinar hefðbundnari aðferðir. á afrakstursgetu þorskstofnsins           ! "  #  $         %& &        ! '(()                  !"! #  (        ")* & +                      .   ' &  +  &    '  %         (  $ %&    '  '#     ( $ %&    '  '0)     ! ÁSBJÖRN Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðv- arinnar á Húsavík og for- maður Hvala- skoðunarsam- taka Íslands, segir þá ákvörðun rík- isstjórnarinnar að hefja hvalveiðar í vísindaskyni nú í haust koma verulega á óvart og að menn séu slegnir yfir því að það skuli ekki vera samið um þessa hluti áður en farið sé af stað í þá. „Það kemur okkur á óvart að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara gegn ályktun Ferðamálasamtaka Íslands, Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Ferðamálaráðs um það að það yrðu engar veiðar hér við land fyrr en búið væri að tryggja að um það væri sátt við okkar helstu viðskiptalönd og við Alþjóðahvalveiðiráðið,“ segir hann. „Skjóta fyrst og spyrja svo“ „Það slær okkur algerlega út af laginu að menn skuli ætla að fara fram með þennan fræga þjóðarrembing að vopni og láta bara vaða á það. Skjóta fyrst og spyrja svo.“ Þá segist Ásbjörn eiga von á hörðum viðbrögðum við þessu þótt um fáa hvali sé að ræða enda telji hann ekki að það skipti mestu máli hvort þeir séu 30 eða 300. Viðbrögðin muni koma og hann verði mjög hissa ef þau verði ekki hörð. Ásbjörn Björgvinsson Ásbjörn Þ. Björgvinsson „Slær okk- ur alger- lega út af laginu“ Gunnlaugur Konráðsson hrefnu- veiðimaður seg- ist fagna þeirri ákvörðun sjáv- arútvegs- ráðherra að hefja hrefnu- veiðar í vís- indaskyni á ný. „Þetta er búið að standa til í 17 ár og mér sýn- ist að þetta sé loks að koma enda er að mínu viti fáránlegt að loka á þennan þátt í vistkerfinu. Við vitum ekkert hvað þessir hvalir eru að gera í vistkerfinu um- hverfis landið og það er kominn tími til að kanna það,“ segir Gunnlaugur. Hrefnuveiðar voru stundaðar á litlum vélbátum hér við land mestan hluta síðustu aldar. Lengst af voru þessar veiðar mjög takmarkaðar eða nokkrir tugir dýra á ári. Á árunum 1977 til 1985 veiddu Íslendingar um 200 hrefnur á ári en veiðarnar hafa ekki verið stundaðar hér við land frá því hvalveiðibann Al- þjóðahvalveiðiráðsins tók gildi árið 1986. Gunnlaugur segir að veiðarnar hafi verið einskonar heimilisiðn- aður tiltölulega fámenns hóps. Þær hafi verið stundaðar á 5–10 bátum, mismunandi eftir árum. Hann segir að hvalveiðibannið á sínum tíma hafi verið rothögg fyrir þá sem veiðarnar stunduðu og þeir hafi aldrei sætt sig við það. Telur bann mannréttindabrot Gunnlaugur segist telja að hrefnuveiðibannið hafi verið brot á mannréttindum því ekki megi skerða atvinnufrelsi manna nema það varði almannahagsmuni. Gunnlaugur segir að þekkingin á hrefnuveiðum sé enn til staðar, þrátt fyrir langt hlé, og hrefnu- veiðimennirnir eigi flestir báta, þótt þeir bátar sem notaðir voru við veiðarnar hér áður verði varla notaðir nú. Gunnlaugur Konráðsson Þekkingin er enn til staðar Gunnlaugur Konráðsson GUNNAR Svav- arsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, segir ákvörðun sjáv- arútvegs- ráðherra um að hefja hrefnu- veiðar í vís- indaskyni í mán- uðinum ekki koma sér á óvart. „Við lítum bara svo á að það sem okkur ber að gera núna er að miðla upplýsingum í tvær áttir. Annars vegar rökum Íslendinga fyrir að fara í þessar rannsóknir sem eru hluti af fjölstofna rannsóknum og áhrifum þeirra á annað lífríki í haf- inu, verndun fiskistofna, o.s.frv. Og síðan hins vegar að skýra frá við- brögðum markaðarins eins og þau verða til aðila hér heima, til stjórn- valda og annarra hagsmunaaðila,“ segir Gunnar. Hann segir það ekki hlutverk SH að meta hversu langt eigi að ganga í vísindaveiðum. „Stjórnvöld hafa tekið þá ákvörðun að byrja þetta varlega, þessa rannsóknaráætlun sem var búið að kynna til lengri tíma. Og það er ábyggilega mjög skynsamleg afstaða að gera það, að einbeita sér að færri dýrum og að hrefnunni enda er hún væntanlega sú skepna sem mest áhrif hefur á þessa þætti sem menn vilja rann- saka, þ.e. aðra nytjastofna okkar.“ Hann segir ekki sjálfgefið að áhrif vísindaveiða muni hafa víð- feðm áhrif á markaðinn, allavega að sinni. „Það er auðvitað hlutverk okkar að reyna að fylgjast vel með því og meta hver þau eru og koma þeim til skila þannig að menn hafi heildar- yfirsýn yfir þau.“ Gunnar Svavarsson Gunnar Svavarsson Kemur ekki á óvart VIÐ fögnum því að þetta blað er brotið og menn hefji vísindaveiðar á hrefnu,“ segir Kristján Ragn- arsson, formað- ur stjórnar Lands- sambands ís- lenskra útvegs- manna, um þá ákvörðun Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra að hefja hrefnuveiðar í vísinda- skyni. „Við höfum lengi talið vera þörf á að nýta þessa auðlind eins og aðrar í hafinu og að það sé af- skaplega mikilvægt að halda jafn- vægi í lífríkinu þótt þetta segi náttúrulega mjög lítið hvað það varðar. Í því skyni þarf að hefja miklu meiri hvalveiðar til þess að það geti orðið að gagni. En við fögnum því að þetta blað er brot- ið og menn hefji vísindaveiðar á hrefnu. Það er mikið fagnaðar- efni og hefði mátt gerast fyrr og með fleiri dýrum,“ segir Kristján Ragnarsson. Kristján Ragnarsson „Mikið fagnaðar- efni“ Kristján Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.