Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Baldvin Þorsteinsson og Mánafoss koma í dag. Discovery, Páll Jónsson, Bjarni Sæ- mundsson, Árni Frið- riksson, Selfoss, Funchal og Ocean Monarch fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Polar Nattoralik kem- ur í dag. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað. Smíðastofan er lokuð til 11. ágúst. Opin handavinnustofa. Kl. 9.45–10 helgi- stund, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia. Kl. 13.30 lengri ganga. Púttvöllur opinn mánudag til föstudags kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 16 handavinna, kl. 9– 17 fótaaðgerð. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 op- in handavinnustofan, kl. 9–12 íkonagerð, kl. 10–13, verslunin opin, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa, kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 13.30 söngtími. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Félagsheimilið Hraun- sel verður opnað aftur eftir sumarfrí mánu- daginn 11. ágúst. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Brids kl. 13, spilað í Ölveri. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15. Hraunbær 105. Kl. 9 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 10 boccia, 13.30 fé- lagsvist. Hársnyrting og fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Vinnu- stofa. Kl. 10–11 ganga. Hárgreiðslustofan er lokuð frá 15. júlí til 12. ágúst. Vesturgata. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 10–11 boccia. Farþegar sem skráðir eru í ferð á Snæfellsnes miðviku- daginn 13. ágúst eru vinsamlegast beðnir um að vitja farmið- anna fyrir 8. ágúst. Athugið að uppselt er í ferðina. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morgunstund, kl. 10 fótaaðgerð og boccia- æfing, kl. 13 frjáls spil. Minningarkort Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560–1225. Hranfkelssjóður (stofnaður 1931) Minningarkort af- greidd í símum 551 4156 og 864 0427. Minningarkort Minn- ingarsjóðs Maríu Jónsdóttur flugfreyju eru fáanleg á eftirfar- andi stöðum: Á skrif- stofu Flugfreyjufélags Íslands, s. 561 4307, fax 561 4306, hjá Hall- dóru Filippusdóttur, s. 557 3333 og Sig- urlaugu Halldórs- dóttur, s. 552 2526. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skóg- um fást á eftirtöldum stöðum: Í Byggða- safninu hjá Þórði Tómassyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frí- merkjahúsinu, Laufás- vegi 2, s. 551 1814 og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Minningarkort Félags eldri borgara Selfossi eru afgreidd á skrifstofunni Grænumörk 5, mið- vikudaga kl. 13–15. Einnig hjá Guðmundi Geiri í Grænumörk 5, sími 482 1134, og verslunni Írisi í Mið- garði. Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Stang- arhyl 1, 110 Reykja- vík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarnafelag- id@landsbjorg.is. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er fimmtudagur 7. ágúst, 219. dagur ársins 2003. Orð dagsins: „Blessið þá er ofsækja yður, blessið þá, en bölvið þeim ekki.“ (Róm. 12, 14.)     Sigurður Jóhannessonveltir því fyrir sér í pistli á vefritinu Heimur hvernig forgangsraða eigi í dýrt háskólanám og bendir á að í ýmsum deildum verði nú að vísa nemendum frá þar sem mun fleiri vilja komast að en pláss er fyrir.     Hann segir síðan.:„Kostnaðurinn rétt- lætir út af fyrir sig að fjöldi námsmanna sé heftur á einhvern hátt, hvað sem öðrum rökum líður. Vist í þessum há- skóladeildum er verð- mæt. Með henni fæst dýrt nám ókeypis og góð von um háar tekjur að því loknu. Nú eru að vísu blikur á lofti hjá laganemum í Há- skóla Íslands. Hafin er kennsla í lögfræði í nýj- um háskólum hér á landi og töluverð hætta á að þeir fái að útskrifa lög- fræðinga áður en langt um líður. Enn er sókn í háskólanám í lækn- isfræði, tannlækningar og fleiri háskólagreinar meiri en framboðið. Hvernig á að úthluta skólarýmum? Ýmsir kost- ir koma til greina. Áður komust aðeins efstu nem- endur á miðsvetrar- og vorprófum áfram. Hinir eyddu hálfu eða heilu ári til lítils. Fágætt var að menn kláruðu fyrsta vet- urinn í læknisfræði í fyrstu tilraun. Sú leið að ákveða í forprófi hverjir komast inn virðist í fljótu bragði miklu skyn- samlegri – þó að vafa- laust verði eitthvað um að fólk eyði óhóflega miklum tíma í undirbún- ing og fari aftur og aftur í forprófið. … Sú spurning vaknar hvort þetta fyrirkomulag verði ekki til þess að óeðlilega hæft fólk veljist í þessar greinar. Það hljómar kannski und- arlega, en ekki er óhugs- andi að meiri þörf sé ann- ars staðar í þjóðfélaginu fyrir eitthvað af því hæfi- leikafólki sem hefur nám í læknadeild og sjúkra- þjálfun í haust. Í lögfræð- inni er þetta vandamál kannski augljósara: Tak- mörkun á fjölda í stétt- inni tryggði að lögfræð- ingar voru yfirleitt vel gefnir og laun þeirra héldust há. Hitt blasir við að mörg störf lögfræð- inga eru afar einföld, til dæmis ættu inn- heimtustörf þeirra yf- irleitt að vera á færi fleiri en afburðamanna. Skömmtun inn í stétt- irnar veldur því að of hæft fólk vinnur verkin.     Eina leiðin til þess aðúthluta takmörk- uðum verðmætum eins og skólaplássum í háskóla svo að ekki leiði af sér vandamál er að taka gjald fyrir námið. Það eru ekki sannfærandi mótrök að þetta leiði til þess að fjárhagur hafi áhrif á möguleika fólks á menntun. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að veita námslán fyrir skóla- gjöldum, þannig að allt hæft námsfólk eigi kost á því námi sem það kýs.“ STAKSTEINAR Hvernig á að forgangsraða? Víkverji skrifar... ÞAÐ er gott að borða súkkulaði.Hvort sem það er dökkt eða ljóst, stökkt eða mjúkt þá er súkku- laði gott. Súkkulaðikaka er líka góð. Og súkkulaðikex. Kókómjólk er meiriháttar bragðgóð þó hún heiti ekki súkkulaðimjólk. Súkku- laðirúsínur eru algjört hnossgæti, sérstaklega með kaldri léttmjólk. Súkkulaðihúðaðar hnetur eru næst- um því eins ljúffengar og súkku- laðihúðaður lakkrís. Og það er hvorki hægt að fá leið á ís með súkku- laðidýfu né á súkkulaðikaramellum. Súkkulaði er einfaldlega ómót- stæðilega gott. Víkverji hefur þess vegna aldrei skilið hvers vegna sumir geyma súkkulaðið sitt. Víkverji geymir nefnilega aldrei súkkulaði. Hann borðar það. Það er að segja ef það er til á heimilinu og hann finnur það. Víkverji þekkir á hinn bóginn dæmi þess að sumir geyma súkku- laðið til betri tíma, eins og þeir segja. Geyma súkkulaðið svo þeir geti dregið það fram þegar einhver kem- ur í heimsókn, t.d. gestur. Víkverji hefur aldrei skilið þessa hegðun al- mennilega. Ef óvæntan gest ber að garði er sjaldan svo langt út í sjoppu að það megi ekki skjótast þangað og kaupa gestasúkkulaði ef ekkert ann- að er til á heimilinu. Raunar er til tvenns konar fólk í þessum heimi. Þeir sem geyma súkkulaðið og þeir sem borða það. Sjálfsagt fer það eftir erfðum og uppeldi í hvorum flokkn- um fólk lendir. Sú kenning heyrist stundum að þeir sem borða súkku- laðið sitt hafi verið aldir upp á heim- ilum þar sem súkkulaði var sjaldan til, lítið keypt í einu og einkum boðið upp á það þegar gesti bar að garði (sjá að ofan). Þeir sem geyma súkku- laðið sitt hafi á hinn bóginn bók- staflega vaðið í súkkulaði sem börn. Alltaf nóg til af súkkulaði og öðru nammi og algjörlega ómögulegt nema fyrir mestu átvögl að klára allt súkkulaðið á heimilinu. Súkkulaðið hafi því aldrei verið neitt sérlega spennandi. Víkverji treystir sér ekki til að dæma um hvor uppeldis- aðferðin er betri. Hann veit bara hvorum flokknum hann tilheyrir. Hann borðar súkkulaðið. x x x ÞEGAR Víkverji tekur strætó íDublin, Helsinki eða Kaup- mannahöfn þarf hann ekki að vita ná- kvæmlega hvað farið kostar. Hann getur nefnilega skipt og fengið til baka. Það er hins vegar ekki hægt í Reykjavík, hvernig sem á því stend- ur. Þetta er auðsjáanlega óþægilegt fyrir ferðamenn og þá sem ferðast sjaldan í Strætó en þeir hafa í besta falli óljósa hugmynd um hvert far- gjaldið er. Auðvitað á að vera hægt að gefa til baka eins og í flestum öðr- um viðskiptum, a.m.k. ef greitt er með 500 eða 1.000 króna seðlum. Ef þetta er hægt í Dublin, Helsinki og Kaupmannahöfn er það hægt í Reykjavík. Morgunblaðið/Ásdís Auðlesinn mbl.is AUÐLESINN mbl.is er sérvefur fyrir sjóndapra og blinda þar sem að hægt er að nálgast efni mbl.is á þægilegan og greinagóðan hátt. Þetta framtak Morg- unblaðsins er ánægjulegt og vil ég þakka þeim fyrir góða þjónustu. Aðrir fjöl- miðlar mættu taka Morgun- blaðið sér til fyrirmyndar í þessum efnum. Aðalfélagi í Blindrafélaginu. Þakkir til Björgvins ÉG EIGNAÐIST geisla- diskinn Íslandslög 6 nú á dögunum og er yfir mig hrifin af lagavali, útsetning- um og flutningi. Eftir því sem mér skilst bar Björgvin hitann og þungann af þess- ari útgáfu og vil ég þakka honum innilega fyrir þessar yndislegu söngperlur sem eiga að vera í heiðri hafðar um alla framtíð. Megi Ís- landslög 7 heppnast jafnvel. Sólveig Ólafsdóttir. Góð þjónusta á Kaffi Rót ÁNÆGÐUR viðskiptavin- ur hafði samband við Vel- vakanda og vildi koma á framfæri ánægju sinni vegna þjónustunnar á Kaffi Rót á Rauðarárstíg. Þar er frábær þjónusta og þar inni er gott að vera. Dýrahald SOS ER EKKI einhver sem vill bjarga níu vikna sætum kettlingum frá ótímabær- um dauða? Upplýsingar í síma 551 8494 eða 860 5566. Tapað/fundið Gullarmband tapaðist ÉG VAR á ferðalagi 30. júlí sl. og tapaði þá gullarm- bandi. Fjórir staðir koma til greina, Hólar í Hjaltadal, Gallerý Ash í Varmahlíð, OB-bensínstöðin á Blöndu- ósi og Staðarskáli. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 554 5098 eða 899 5098. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust GRÆN plastgleraugu töp- uðust í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 2. ágúst sl. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 561 6888 eða 865 1517. Fundarlaun í boði. Bækur um sögu Hafnarfjarðar ÞAÐ gleymdust 4 bækur í 10–11, Staðarbergi, Hafn- arfirði, fyrir um 3 mánuð- um. Þetta eru bækur um sögu Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga. Eigandi get- ur vitjað þeirra í 10-11, Staðarbergi, í síma 555 3511. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL tapaðist við vegamótin að Staðarhóls- kirkju á Skarðsströnd laug- ardaginn 2. ágúst. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 561 2177 eða 897 4531. Bakpoki fannst LÍTILL bakpoki, dökkblár að lit, fannst á Sogavegi hinn 5. ágúst sl. Í bakpok- anum var barnaregngalli nr. 6 og nestisbox. Sakni einhver ofangreindra hluta væri ráð að hafa samband í síma 581 3005. Lyklar fundust SUNNUDAGINN 3. ágúst sl. fundust lyklar á Seltjarn- arnesi. Upplýsingar í síma 562 2437. Barnagönguskór fundust LAUGARDAGINN 2. ágúst sl. fundust barna- gönguskór á lóð Laugar- nesskóla. Upplýsingar í síma 695 1321. Saknar þú ilmvatns eða varalitar? VARALITUR og ilmvatn fannst við lyftuna í Aspar- felli 12. Upplýsingar í síma 587 1714. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason LÁRÉTT 1 brotlegur, 4 fall, 7 málms, 8 fnykur, 9 veð- urfar, 11 afmarkað svæði, 13 skelfingu, 14 yndis, 15 gæslumann, 17 beitu, 20 tjara, 22 böggla, 23 umberum, 24 smápen- ingum, 25 mjólkur- afurðar. LÓÐRÉTT 1 fugl, 2 lagvopn, 3 kaldakol, 4 dreyri, 5 heimilað, 6 hindra, 10 seytlaði, 12 nöldur, 13 reykja, 15 vatns, 16 litar rautt, 18 sálarfriður, 19 búa til, 20 brjóst, 21 léleg skrift. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handbærar, 8 álmur, 9 lipur, 10 iða, 11 auðið, 13 rýrar, 15 stáls, 18 sakna, 21 tap, 22 feitu, 23 eflir, 24 hundeltur. Lóðrétt: 2 afmáð, 3 dýrið, 4 ætlar, 5 Alpar, 6 hása, 7 frír, 12 ill, 14 ýja, 15 sefa, 16 álitu, 17 stund, 18 spell, 19 köldu, 20 arra. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.