Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga VIÐSKIPTI innlendra aðila með erlend verðbréf voru mun meiri fyrstu sex mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Alls námu viðskiptin tæpum 14,5 milljörðum króna en voru 6,8 milljarðar árið 2002. Mest eru viðskipti með erlend hlutabréf en innlendir aðilar hafa selt erlend skuldabréf. Ís- lenskir lífeyrissjóðir eru langstærstu aðilarnir í þessum viðskiptum. Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri lífeyr- issjóðsins Framsýnar, segir að erlendar fjárfest- ingar lífeyrissjóða hafi aukist frá árinu 1997 en aftur hafi dregið úr þeim á árunum 2000 til 2002. Nú séu þær að aukast aftur eftir að sumir lífeyr- issjóðir hættu alveg að fjárfesta erlendis þegar lægð var á mörkuðum. Hann segir að erlendar fjárfestingar séu hluti af áhættudreifingu sjóð- anna auk þess sem sterk króna geri þessi viðskipti eftirsóknarverðari. Héldu að sér höndum í fyrra Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs sjómanna, segir það tilfinningu sína að líf- eyrissjóðirnir stefni í auknum mæli með fjárfest- ingar sínar til útlanda. Stjórnendur sjóðanna hafi haldið að sér höndum í fyrra og fjárfest lítið er- lendis. Í fjárfestingarstefnu flestra lífeyrissjóða sé hlutfall erlendra fjárfestinga af eignasafni mun hærra en það sé í dag. „Menn hafa verið að bíða eftir jákvæðum frétt- um til að fara af stað aftur. Ég held að það sé alveg augljóst að meira er fjárfest úti en gert hefur verið undanfarin ár,“ segir Árni. Það hafi komið vel út að fara hægt í sakirnar í þessum efnum árið 2001. Samt sé vont ef hlutfall erlenda eigna sé lítið og sjóðirnir njóti ekki uppsveiflu á markaðnum. Árni segir starfsmenn lífeyrissjóðanna öðlast sí- fellt meiri þekkingu og reynslu í þessum fjárfest- ingum. Fjárfestingarstefna sjóðanna sé í stöðugri endurskoðun. „Ég held að fjárfestingarstefnur lífeyrissjóð- anna í dag séu mun betur og ítarlegar unnar en fyrir sjö árum síðan. Það byggist m.a. á aukinni þekkingu sjóðanna. Vinnubrögðin eru alltaf að verða faglegri og faglegri með hverju árinu,“ segir Árni og bætir við að stöðugt sé verið að velja hæf- ari aðila til samstarfs. Kjöraðstæður fyrir erlendar fjárfestingar Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir að veik- ing krónunnar og lækkun á hlutabréfamörkuðum hafi haft þau áhrif að lífeyrissjóðir fjárfestu minna en ella erlendis á árunum 2001 og 2002. Botninum hafi svo verið náð á síðasta ári; fyrst í júlí og síðan í október. Eftir stríð í Írak og vaxtalækkanir sé um- hverfi erlendra fjárfestinga hagstætt. „Það eru kjöraðstæður fyrir lífeyrissjóði til að fjárfesta er- lendis og það má gera ráð fyrir að þeir haldi sinni stefnu þó menn hafi dregið lappirnar á meðan krónan var sem veikust,“ segir Albert. „Það er lykilatriði að íslenskir lífeyrissjóðir flytji áhættuna úr íslensku hagkerfi yfir í önnur hagkerfi heimsins. Það íslenska er smátt og ein- hæft að mörgu leyti miðað við önnur hagkerfi. Margir þættir í umhverfinu segja að það sé skyn- samlegt núna,“ segir Albert. Lífeyrissjóðir fjárfesta á ný erlendis í auknum mæli UM síðustu áramót voru erlend verðbréf stærstu lífeyrissjóðanna um og undir 20% af heildar- eignum. Í fjárfestingastefnum þeirra er tilgreint hve hátt hlutfallið skuli vera. Langtímamarkmið margra þeirra er að allt að 40% eigna verði í er- lendum verðbréfum. Friðjón Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lífiðnar, segir ekkert hafa verið fjárfest erlend- is það sem af er árinu. Um 14,5% af eignum sjóðsins séu í erlendum verðbréfum en lang- tímamarkmið sé að þetta hlutfall verði allt að 35%. Það er sama hlutfall og hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Að sögn Alberts Jónssonar, forstöðumanns hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, er stefnt að því að allt að 40% af eigna- safni sjóðsins verði í erlendum verðbréfum árið 2012. Bjarni Brynjólfsson, framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins Framsýnar, segir stefnt að því að allt að 40% af eignum sé í erlendum verðbréfum. 40% eigna erlendis SAMIÐ hefur verið um breytt eignarhald á fjölskyldufyrir- tækjunum Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum ehf. sem stunda innflutning á bílum. Bræðurnir Júlíus Vífill og Guð- mundur Ágúst Ingvarssynir og móðir þeirra, Sigríður Guð- mundsdóttir selja eignarhluti sína þriðja bróðurnum, Helga Ingvarssyni, og hópi fjárfesta með honum. Í kjölfar- ið láta þeir af störfum sínum hjá fyrirtækjunum; Júlíus Vífill hefur verið stjórnarformaður og Guð- mundur forstjóri. Ekki hefur verið gengið frá því hverjir taka við störfum þeirra. Gengið frá samningum í fyrradag Júlíus Vífill Ingvarsson tjáði Morgunblaðinu í gær að gengið hefði verið frá samningum um söluna í fyrradag. Verða samningarnir staðfestir á næst- unni að lokinni áreiðanleikakönnun. Júlíus Vífill sagði söluna hafa verið í undirbúningi í nokkrar vik- ur. Kvaðst hann sjálfur hafa um hríð hugsað sér að selja hlut sinn og snúa sér að öðru og nú væri hag- stæður tími til þess. Uppgangur væri í efnahagslíf- inu og sóknarfæri á mörgum sviðum fyrir nýja eig- endur sem hann kvaðst vilja óska allra heilla. Sagði hann fyrirtækið verða áfram öflugt á sínu sviði. „Ég hef starfað við fyrirtækin í rúma tvo áratugi og hef öðru hverju íhugað að snúa mér að öðru,“ sagði Júlíus Vífill. Sem kunnugt er var Júlíus Vífill borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjör- tímabili, hann hefur starfað sem óperusöngvari og er einnig lögfræðingur að mennt. Aðspurður sagð- ist hann geta hugsað sér að starfa á þessum sviðum eða að öðrum fyrirtækjarekstri og kvaðst hann ætla að taka sér góðan tíma til að íhuga hvað tæki við. Breytingar hjá Ingvari Helgasyni og Bílheimum Fjölskyldu- fyrirtækin seld hópi fjárfesta FÉLÖGIN þrjú sem standa að yfirtökutilboði í Skeljung hf. hyggjast standa sameiginlega að rekstri Skeljungs á næstu mánuðum og selja eignir sem ekki tengjast kjarnastarfsemi félagsins. Forstjóri Burðaráss hf., Ingi- mundur Sigurpálsson, segir þetta helsta atriði samkomu- lagsins. Tíminn muni leiða í ljós hvort Burðarás heldur bréfun- um til lengri tíma eða nýtir sér sölurétt á þeim, sem er hluti samningsins. Að sögn Sigurðar Einarsson- ar, stjórnarformanns Kaup- þings-Búnaðarbanka hf., mun ekkert gerast í málinu næstu 3–6 mánuði. Yfirtakan og af- skráning Skeljungs úr Kauphöll Íslands taki sinn tíma. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra trygginga hf., segir að öllum leiðum sé haldið opnum varðandi framtíðareign- arhald á Skeljungi. Hann hafnar því einnig að beðið sé eftir nið- urstöðum úr athugunum Sam- keppnisstofnunar á olíufélögun- um hvað framhaldið varðar. Öllum leið- um haldið opnum  Viðskiptablað/3&8 Kaupin á Skeljungi GÆSIR eru nú óðum að koma úr sárum og fá flugfjaðrirnar aftur. Þessi hópur heiðagæsa hefur haldið til í Oddkelsveri í Þjórsárverum síðustu vikurnar, en bú- ast má við að hann dreifist hvað úr hverju þegar ungar verða fleygir og eldri fuglarnir koma úr sárum. Leyfi var fengið hjá Umhverfisstofnun fyrir mynda- töku úr lofti yfir verunum. Gæsirnar flýja út á vatnið þegar hætta steðjar að, og það gerðu líka svanahjón- in með ungana sína þegar ljósmyndari gerðist of nærgöngull. Gerðu svanirnir sig breiða og skýldu ungum sínum fyrir myndavélinni eftir bestu getu. Gæsirnar sem halda til í Þjórsárverum eru væntanlega fjölskyldufuglar, segir Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur. „Hver fugl er ófleygur í tvær til þrjár vik- ur á meðan hann er í sárum. Í Þjórsárverum eru aðallega varpstöðvar, og svo fellir þar einhver hópur varpfugla.“ Arnór segir að þegar gæsirnar geti þá fljúgi þær úr Þjórsárverum og dreifi úr sér til að finna betra beitarland. Svo stefna þær á Skotland í september. Morgunblaðið/Jóhann Ísberg Heiðagæsir taka brátt flugið á ný Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.