Morgunblaðið - 07.08.2003, Qupperneq 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 31
✝ Benjamín Sæ-mundur Antons-
son skipstjóri fædd-
ist á Sólheimum í
Glerárhverfi á Ak-
ureyri 25. júlí árið
1932. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
28. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Arngrímur Anton
Benjamínsson, f. 25.
júní 1909, d. 21. apr-
íl 1972, og Jónína
Dagbjört Sæmunds-
dóttir, f. 27. ágúst
1910, d. 17. janúar 1997. Bróðir
Benjamíns er Gunnhallur, f. 23.
júlí 1938. Fóstursystur eru Iris
Biggs, f. 12. desember 1940, og
ur, f. 13. nóvember 1981, og Jón
Þór, f. 25. nóvember 1985. 2)
Bryndís, f. 5. apríl 1959, gift Har-
aldi Krüger, f. 11. júní 1958. Börn
þeirra eru Harpa, f. 24. septem-
ber 1984, og Arnar, f. 4. febrúar
1990. 3) Anton, f. 31. október
1960, kvæntur Björgu Konráðs-
dóttur, f. 8. janúar 1965. Börn
þeirra eru Nanna Kristín, f. 7.
febrúar 1987, og Aldís María, f.
22. maí 1998.
Benjamín lauk vélstjóraprófi
árið 1952 og skipstjórnarprófi ár-
ið 1955. Í upphafi starfaði hann á
bátum frá Ólafsfirði en árið 1957
hóf hann störf hjá Útgerðarfélagi
Akureyringa sem stýrimaður á
Svalbaki EA 2 og síðar Svalbaki
EA 302. Árið 1976 réðst hann til
starfa hjá Höfða hf. á Húsavík
sem skipstjóri á Júlíusi Havsteen
ÞH 1 og frá 1981 á Kolbeinsey ÞH
10. Hann lét af störfum árið 1995.
Útför Benjamíns fer fram frá
Glerárkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Jónína Ingibjörg
Árnadóttir, f. 6. sept-
ember 1957.
Hinn 4. október
1958 kvæntist Benja-
mín Margréti Arndísi
Ásgrímsdóttur, f. 16.
maí 1933. Foreldrar
hennar voru Ásgrím-
ur Garibaldason, f.
12. desember 1901, d.
7. febrúar 1985, og
Þórhildur Jónsdóttir,
f. 13. mars 1904, d.
30. júní 1992. Benja-
mín og Margrét eign-
uðust þrjú börn. Þau
eru: 1) Ásgrímur Þór, f. 19. febr-
úar 1956, kvæntur Sigrúnu
Brynjólfsdóttur, f. 22. júlí 1959.
Börn þeirra eru Margrét Þórhild-
Það eru þung spor að stíga að
kveðja föður sinn hinstu kveðju.
Söknuðurinn er mikill en maður
huggar sig við það að hann hefur nú
fengið hvíld eftir afar erfið veikindi í
nokkur ár.
Pabbi var í senn faðir og félagi.
Maður leit upp til pabba og virti og
gat síðan gantast í honum sem jafn-
ingja. Það sama gilti fyrir barna-
börnin sem voru mjög hænd að afa
sínum enda ákaflega blíður og gaf
sér ávallt tíma til að sinna þeim eftir
bestu getu. Þau sakna afa síns sárt.
Eiginleikar pabba nýttust honum
vel í veikindunum þar sem létt lund-
arfar, góður skammtur af þolin-
mæði og nægjusemi fleyttu honum
margoft áfram á erfiðum stundum.
Og ekki má gleyma mömmu í því
sambandi en hún var sem klettur
við hlið hans og hjúkraði af mikilli
eljusemi. Hennar missir er mikill
því þau voru mjög samrýnd og mikl-
ir vinir.
Starfsfólk lyfjadeildar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, og þá
ekki síst Jón Þór Sverrisson hjarta-
læknir, fá miklar þakkir fyrir af-
burða aðhlynningu.
Elsku pabbi, hvíl þú í friði.
Anton Benjamínsson.
Mikið ljúfmenni er fallið í valinn.
Benjamín Antonsson, mágur minn,
var hógvær maður og traustur,
prúður og tillitssamur.
Benni fór ungur til sjós, strax á
unglingsaldri og sá var starfsvett-
vangur hans alla tíð. Var hann afar
farsæll í starfi, hvort sem var á
meðan hann var stýrimaður eða
sem skipstjóri. Útsjónarsamur og
geysilega vel liðinn af samstarfs-
fólki.
Í minningunni er Benni ýmist að
fara á eða koma af sjónum; eins og
gefur að skilja voru fjarverur hans
því miklar frá heimili, eiginkonu og
börnum lengst af. Síðan var það fyr-
ir nokkrum árum þegar kom að því
að hætta til sjós og fara að ferðast
og njóta lífsins með eiginkonu, fjöl-
skyldu og vinum að veikindi herjuðu
á hann af miklu afli. Sporin hafa
mörg verið þung á undanförnum ár-
um en þó rofað til inn á milli og þá
var alltaf hægt að halda í vonina um
að hann næði að njóta lífins eins og
honum einum var lagið, þó ekki
væri nema í stuttan tíma í senn. Við
hjónin áttum margar ánægjustundir
með þeim Dísu, bæði innanlands og
utan. Margs er að minnast og margt
ber að þakka. Vináttu og hlýhug
ekki síst.
Benni var ekki maður margra
orða en hann kom því alltaf til skila
hvaða skoðun hann hafði á hlutun-
um. Og hann var ekki spar á að
hrósa ef honum fannst tilefni til.
Guð blessi minningu þessa mikla
heiðursmanns og veiti systur minni,
börnum þeirra og öðrum ættingjum
styrk til að takast á við sorgina.
Heba Ásgrímsdóttir
og fjölskylda.
BENJAMÍN S.
ANTONSSON
Kæri vinur, þótt ég vissi fyrir
nokkru að hverju stefndi, þá kom mér
það í opna skjöldu. Þegar einhver sem
PÉTUR SIGURÐUR
VIÐARSSON
✝ Pétur SigurðurViðarsson fædd-
ist á Flateyri við Ön-
undarfjörð 20. apríl
1959. Hann lést á
líknardeild Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss í Kópavogi
sunnudaginn 20. júlí
síðastliðinn.
Foreldrar Péturs
voru Guðríður Björg
Sörladóttir, f. 9. apríl
1937, d. 25. júlí 2001,
og Viðar Breiðfjörð,
f. 15. mars 1936. Al-
systur Péturs eru
Kristín, f. 23. maí 1960; Sigríður, f.
14. febrúar 1963; og Harpa Björk,
f. 9. apríl 1964. Hálfsystir þeirra
sammæðra er Kolbrún Steinunn
Gestsdóttir, f. 11. febrúar 1954.
Pétur var ógiftur og barnlaus.
Útför Péturs hefur farið fram.
er okkur kær er tekinn
frá okkur er enginn
viðbúinn slíku þegar að
stundinni kemur. Minn-
ingar mínar um þig hafa
hringsnúist í huga mér
síðan þú kvaddir okkur.
Þessar minningar mín-
ar eru flestar frá æsku-
stað okkar, Hellissandi,
allt sem við brölluðum
saman þar væri hægt að
setja saman í bók. En
ljúfar eru mér þær
minningar þegar við
vorum í kajaksmíði og
kofasmíði, kofinn sem
við byggðum við gömlu bátabryggj-
una í Krossavík. Þessi kofi var ekki
venjulegur, hann var sá flottasti og
var með öryggisneti og það var gryfja
sem við gerðum við innganginn, þann-
ig að þeir óvelkomnu sem komu lentu
í gryfjunni. Þá var okkur skemmt.
Svo voru allar okkar kajakferðir í og
við strendur Hellissands. Svo kom að
því að við urðum fullorðnir strákar og
ég fluttist suður til Reykjavíkur á
meðan þú, kæri vinur, varðst eftir á
Hellissandi, en við héldum alltaf sam-
bandi. Meðan þú varst þar voru
tengsl mín við æskuslóðirnar meiri.
Þú tengdir mig alltaf við það sem liðið
var.
En líkn var þér, kæri vinur, að fá að
fara, þar sem krabbinn hafði gagn-
tekið þig allan. Nú er komið að
kveðjustund okkar í bili, því öll hitt-
umst við aftur í annarri vídd. Ég veit
að nú líður þér vel bæði á líkama og
sál.
Eftirlifandi föður, systrum og öðr-
um ættingjum færi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning vinar míns Pét-
urs Viðarssonar.
Síst vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda –
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegri heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(Jónas Hallgr.)
Hvíl í friðarfaðmi, vinur minn. Með
þökk fyrir trygga vináttu í gegnum
árin bið ég fyrir þér og öllum sem þér
voru kærir.
Þinn vinur,
Runólfur Óðinn Sigurðsson.
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Okkar ástkæra,
AGNES MAGNÚSDÓTTIR,
Stórholti 30,
lést á Skjóli föstudaginn 25. júlí sl.
Útför hennar hefur farið fram.
Snorri Jónsson,
Þórunn Snorradóttir, Jón Þorvarðarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi
SIGURSTEINN GUÐMUNDSSON,
Birkigrund 32,
Selfossi,
lést á heimili sínu laugardaginn 2. ágúst.
Oddný Þorkelsdóttir,
Margrét Sigursteinsdóttir, Sumarliði Guðbjartsson,
Katrín Sigursteinsdóttir, Kristinn Bergsson,
barnabörn og langafabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
GÍSLÍNA ÞÓRA JÓNSDÓTTIR,
Aflagranda 40,
áður Sörlaskjóli 68,
Reykjavík,
lést að morgni þriðjudagsins 5. ágúst.
Auðbjörg Helgadóttir,
Jón H. Helgason,
María Gröndal.
Móðir, tengdamóðir, amma og systir,
OLGA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Súgandafirði,
Aðalstræti 22,
Bolungarvík,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
sunnudaginn 3. ágúst.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn
8. ágúst kl. 16.00.
Arnfinnur Jón Guðmundsson, Lena Guðmundsson,
Bjarni Steingrímsson,
barnabörn og bræður.
Okkar ástkæra,
ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR WIIUM
frá Fagradal í Vopnafirði,
síðast til heimilis
í Meðalholti 7, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn
4. ágúst.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðviku-
daginn 13. ágúst kl. 13.30.
Haukur Snorrason,
Oddný Halla Hauksdóttir, Sigurður Jónsson,
Snorri Hauksson, Soffía Eyrún Egilsdóttir,
Stefán Örn Hauksson, Helga Rúna Gústafsdóttir,
Margrét Hafdís Hauksdóttir, Friðrik Þorgeir Stefánsson,
Ásta Kristín Haukdóttir, Friðrik Þorgeir Stefánsson,
Ásta Kristín Hauksdóttir, Kristján Guðmundur Arngrímsson,
Hulda Ragnarsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur bróðir minn,
KJARTAN GÍSLASON
frá Þóroddsstöðum,
Miðneshreppi,
áður til heimilis
að Gilsbakka, Sandgerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, sunnudaginn 3. ágúst.
Jarðsett verður frá Útskálakirkju laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00.
Sigurbjörg Gísladóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓNÍNA HALBLAUB,
lést á Landspítala Fossvogi miðvikudaginn
6. ágúst.
Börn, tengdabörn
og fjölskyldur.