Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 19
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 19 Laugavegi 91 s.562 0625 útsölulok um helgina 40-60% afsláttur GERARD DAREL DKNY NICOLE FARHI IKKS BZR CUSTO PAUL ET JOE SELLER RÚMLEGA tólf þúsund lítrar af gasolíu láku frá vararafstöð RARIK á Seyðisfirði í fyrradag, þegar bilun varð í dælu við stöðina. Hún fór af óútskýrðum ástæðum í gang, yfirfyllti olíutank og olíu- skilju og streymdi gasolían um frá- veitukerfi Seyðisfjarðarkaupstaðar og út í Lónið innan við höfnina. Mikil brák var á Lóninu í fyrra- dag, en hafði minnkað nokkuð í gær, þar sem gasolía gufar mjög hratt upp. Þá sveið bæjarbúa í augu og öndunarfæri og lykt var mjög römm af olíunni. Helga Hreinsdóttir hjá Heil- brigðiseftirliti Austurlands segir, að þar sem gasolía gufi mjög hratt upp hafi verið ákveðið að leyfa henni að brotna niður af sjálfu sér, fremur en að ná henni upp með ol- íubindiefni. Muni olían þannig hverfa á örfáum dögum. Hún segir hins vegar hætt við að olía verði eftir í lagnakerfinu og var því hreinsiefni og heitu vatni dælt í gær um fráveitukerfið. Hugsan- lega geti bæjarbúar fundið olíulykt upp úr niðurföllum húsa sinna og hvít slikja af hreinsiefninu geti orðið á Lóninu í nokkra daga. Þar sé þó ekki um hættulegt efni að ræða. Helga telur hugsanlegt að Umhverfisstofnun muni í kjölfarið gera einhverjar kröfur, því vara- rafstöðin hafi ekki starfsleyfi né sé hún eftirlitsskyld af hálfu Heil- brigðiseftirlits Austurlands. „Þetta er alvarlegt slys að því leytinu til, að mjög mikið magn af olíu fer þarna út og þetta virðist verða, eins og svo oft er, röð af til- viljunum. Væntanlega mun RARIK fara mjög ítarlega yfir málið og grípa til ráðstafana, ekki bara í þessari stöð heldur fleirum,“ segir Helga. Verið að lengja fráveitu Spurningar hafa vaknað um hvers vegna fráveitukerfi Seyðis- fjarðarbæjar nær aðeins út í Lón- ið, en ekki lengra á haf út eins og reglur segja til um. Samkvæmt upplýsingum Tryggva Harðarson- ar bæjarstjóra, er verið að ganga frá fráveitumálum nú samhliða stækkun hafnarinnar og ekki búið að tengja þau skolprör sem eiga að liggja út fyrir hafnargarðinn á Seyðisfirði. „Það er verið að ganga frá heildaráætlun um holræsi og útrásir sem lokið verður í haust og þá fara menn í að tengja þetta,“ segir Tryggvi. Hann segir mjög óheppilegt að lenda í lekanum núna þegar fráveitan var ekki tengd lengra. Ekki hefur enn fundist skýring á þeirri bilun sem varð á dælunni í rafstöðvarhúsinu. „Við erum fyrst og fremst að vinna í að finna út ná- kvæmlega hvað bilaði og í fram- haldi af því að finna lausn á því hvernig megi koma í veg fyrir að þetta hendi aftur,“ sagði Ástvaldur A. Erlingsson verkfræðingur hjá RARIK á Egilsstöðum. Líklegt er að fuglalíf beri ein- hvern skaða af olíulekanum, en þó er óljóst hversu mikill hann getur orðið. Talið er að áhrif á sjávarlíf verði hverfandi. Olían gufar hratt upp og aðeins merkjanleg í fjöruborðinu Leitað skýringa á olíuleka Morgunblaðið/Pétur Yfir tíu þúsund lítrar af gasolíu streymdu út í Lónið á Seyðisfirði, eftir að bilun varð í dælu í kyndistöð RARIK ofan við bæinn. Seyðisfjörður FJÖLDI gesta á fjölskylduhátíðinni Neistaflugi í Neskaupstað var í meðallagi þetta árið. Þó var met- aðsókn á brekkusönginn í lystigarð- inum á sunnudagskvöld og á dans- leik í Egilsbúð með Stuðmönnum, þar sem um 800 manns skemmtu sér fram undir morgun. Annríki var hjá lögreglu því ölvun var töluvert mik- il á hátíðinni. Þó kom ekki til neinna alvarlegra óhappa. Dagskrá hátíðarinnar var með hefðbundnu sniði. Á daginn var boð- ið upp á skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviði í miðbænum og á kvöldin gátu fullorðnir skellt sér á dansleik í Egilsbúð og ung- lingar dönsuðu í íþróttahúsinu. Þá voru ýmsir íþróttaviðburðir í boði, s.s. Barðsneshlaup, strandblak, hjól- reiðakeppni o.fl. Veður var með ágætum meðan á hátíðinni stóð en á sunnudagskvöld hló lognið svo dátt að flugeldasýn- ingin, sem er lokapunktur hátíðar- haldanna, varð ekki eins tilkomu- mikil og til stóð þar sem reykurinn frá flugeldunum fór hvergi. Morgunblaðið/Ágúst Hefðbundin Neistaflugshátíð Neskaupstaður ÁSGARÐUR HF., eignarhaldsfélag Hótels Héraðs á Egilsstöðum, og Plastiðjan Ylur ehf. hafa gert samning um að Ylur byggi fjögurra hæða viðbyggingu við Hótel Hérað á Egilsstöðum. Framkvæmdir hefj- ast 1. ágúst 2003 og skal verktakinn hafa lokið verkinu fyrir 28. maí 2004. Um er að ræða steypt hús, sem verktakinn skilar fullbúnu tækjum og húsgögnum, þannig að starfsemi geti hafist strax eftir afhendingu. Kostnaður er áætlaður um 130 milljónir króna. Arkitekt hússins er Björn Kristleifsson. Hótel Hérað, sem hefur nú þrjá- tíu og sex tveggja manna herbergi og hundrað og tíu manna borðsal, var tekið í notkun 24. febrúar 1998 og gert ráð fyrir stækkun þess inn- an sjö ára. Viðbyggingin hýsir ein- ungis gistirými, sem telur tuttugu og fjögur tveggja manna herbergi og fundaaðstöðu. Plastiðjan Ylur ehf. hefur eink- um fengist við byggingaverktöku, jarðvegsvinnu og gatnagerð og rekur auk þess verksmiðju sem framleiðir einangrunarplast. Ylur ehf. byggði og á húsnæði Húsa- smiðjunnar á Egilsstöðum. Fyrir- tækið hefur keypt hlut í Ásgarði hf., eignarhaldsfélagi, en það leigir Flugleiðahótelum hf. Hótel Hérað til reksturs. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Einar Rafn Haraldsson, Auður Anna Ingólfsdóttir og Kári Kárason handsala samning um stækkun. Hótel Hérað bætir við 24 herbergjum Egilsstaðir EKKI er enn ljóst hvort verslunin Bónus á Egilsstöðum verður stækkuð eða flutt til í bænum. Bæj- arstjórn Austur-Héraðs er um þessar mundir að kynna forsvars- mönnum verslunarinnar hvaða lóðir kæmu hugsanlega til greina fyrir stækkaða verslun, en samkvæmt Eiríki Bj. Björgvinssyni er ekki endilega víst að hún yrði í miðbæ Egilsstaða, heldur gæti jaðarsvæði í bænum ef til vill verið inni í myndinni. Ekkert erindi hafi borist frá Bónusmönnum um lóð eða ann- að og málið því aðeins á umræðu- stigi. Haft hefur verið eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónusi að fyrir liggi að taka ákvörðun um hvort verslunin á Egilsstöðum verði yfirleitt flutt til eða stækkuð og um mögulega opn- un Bónusverslunar á Reyðarfirði. Breytingar hjá Bónusi Egilsstaðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.