Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 43  ENSKA blaðið The Independent sagði frá því í morgun að miklar líkur væru á að ítalski landsliðsmaðurinn og markahrókurinn Christian Vieri í Int- er Mílanó gengi til liðs við Chelsea í dag, þannig að hann nær því að leika með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Blaðið segir að kaupverðið sé 20 millj. punda og að hinn 30 ára miðherji eigi að fá fimm millj. sterlingspunda í laun á ári.  MIÐHERJINN Freddie Kanoute, sem Tottenham keypti frá West Ham á fjórar millj. punda, meiddist á æfingu og verður frá keppni um tíma. Kan- oute byrjaði aðeins inná í tólf leikjum fyrir West Ham sl. keppnistímabil vegna meiðsla.  KEVIN Keegan, framkvæmdastjóri Manchester City, hefur áhuga á að fá Steve McManaman, leikmann Real Madrid, til félagsins. Everton hefur einnig sýnt McManaman áhuga en tal- ið er víst að hann fái ekki að leika mik- ið með Real Madrid.  WOLVES hefur fengið 19 ára lands- liðsmarkvörð frá Kamerún, Carlos Kameni, lánaðan frá franska liðinu Le Havre. Kameni sló í gegn í Álfukeppn- inni í sumar.  WINSTON Bogarde, leikmaður Chelsea og eitt sinn hollenskur lands- liðsmaður, fær ekki treyjunúmer hjá liði sínu í ár. Bogarde, sem er einn launahæsti leikmaður liðsins, með fimm millj. ísl. kr. í vikulaun, hlýtur því að átta sig á að framtíð hans liggur annars staðar en á Stamford Bridge. Einnig er enn óljóst hvað verður um Boudewijn Zenden og Emmanuel Petit, en lítil not virðast vera fyrir þá hjá Chelsea.  BERND Schuster, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og leik- maður með Köln, Real Madrid og Barcelona, mun stjórna liðinu sem hann þjálfar, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, í leik gegn Lokomotiv Moskvu – um það hvort liðið kemst í Meistaradeild Evrópu. FÓLKENGLANDSMEISTARAR Man-chester United töpuðu í gærkvöldæfingaleik fyrir Sporting Lissabon í Portúgal, 3:1. Sporting var að leika í fyrsta skipti á nýjum og glæsilegum heimavelli, Jose Alvalade Stadium, og mættu 55 þús. áhorfendur á leik- vanginn, sem leikið verður á í Evr- ópukeppni landsliða sem fram fer á næsta ári í Portúgal. Sigur Portúgalanna var aldrei í hættu og náðu þeir að skora eitt mark í fyrri hálfleiknum, 1:0. Portúgalski landsliðsmaðurinn Joao Pinto gerði tvö mörk fyrir Sporting og Luis Filipe eitt. Mark United var sjálfsmark. Tap hjá United CHELSEA hefur keypt sex nýja leikmenn á stuttum tíma, fyrir nær 60 millj. punda: Damien Duff Blackburn ............£17 milljónir Juan Sebastian Verón Man. Utd. .............£15 milljónir Geremi Real Madrid ...........£7 milljónir Wayne Bridge Southampton .........£7 milljónir Joe Cole West Ham............£6,6 milljónir Glen Johnson West Ham...............£6 milljónir  Johnson, hægra megin, og Bridge, vinstra megin, leika í stöðu bakvarða.  Geremi, Veron, Cole og Duff leika á miðjunni.  Veron er elsti leikmað- urinn, 28 ára, en hinir eru 24 ára og yngri. Nýir leik- menn hjá Chelsea CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, lýsti því yfir í gær að Joe Cole, sem Chelsea er að kaupa frá West Ham, væri frábær arftaki Ítalans snjalla, Gianfranco Zola, sem yfirgaf félagið í vor eftir lang- an og farsælan feril í ensku knatt- spyrnunni. Zola er án efa vinsælasti leikmaðurinn í sögu Chelsea en Ranieri telur að Cole geti fyllt skarðið. „Ég er mjög hrifinn af Joe Cole. Hann er afar hæfileikaríkur og getur gert skemmtilega hluti með boltann, og í stöðunni maður gegn manni er hann sérlega klókur. Hann á góðar sendingar og í jöfn- um leikjum er hann alltaf líklegur til að skora eða leggja upp mark. Cole getur spilað allar stöðurnar á miðjunni og nú þegar Gianfranco er farinn vantar mig hugmyndarík- an leikmann sem getur leikið á and- stæðingana. Cole er einmitt þannig leikmaður,“ sagði Ranieri. Cole getur fyllt skarð Zola Það er alltaf erfitt að láta góðaleikmenn fara, en þegar að er gáð fannst mér tilboðið einfaldlega of gott til að hafna því. Verón var á mjög háum launum hjá félaginu og fimmtán milljónir punda er mikill peningur – þrátt fyrir að það sé ekki nema rúmur helmingurinn af því sem við borguðum upphaflega. Það sem vó þó þyngst í ákvörðun minni að selja Verón er sú staðreynd að við erum afar vel mannaðir á mið- svæðinu. Auk þeirra manna sem ég hef þar núna á ég von á Brasilíu- manninum Kleberson í næstu viku til Old Trafford. Það sem okkur vantar nú er einn varnarmaður og einn sóknarmaður,“ sagði Sir Alex Ferguson í samtali við breska rík- isútvarpið í gær. Verón skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea seint í gær- kvöld. Hann er 28 ára gamall og er eini Argentínumaðurinn í sögunni sem fagnað hefur sigri í ensku úr- valsdeildinni auk þess hann hefur orðið meistari á Ítalíu með Lazio. Cole skrifaði undir Miðvallarleikmaðurinn Joe Cole skrifaði sömuleiðis undir fjögurra ára samning við Chelsea í gær. Við tækifærið sagðist Cole hæstánægð- ur: „Sem krakki kom ég oft á Stam- ford Bridge. Þá var minn uppá- haldsleikmaður Dennis Wise og á undan honum Kerry Dixon.“ Cole sem lék með West Ham allt frá því hann var smásnáði, sagði að það hefði verið mjög erfitt að yfirgefa félagið, sem hann ól hann upp – en sagðist vonast til að ljúka þar ferl- inum einn daginn. Cole og Verón verða kynntir fjölmiðlum í dag Í gær var það ljóst að Chelsea þarf ekki að fara til Ísrael til að leika í Meistaradeild Evrópu því Maccaba Tel Aviv gerði í gær jafn- tefli 1:1 við Zilina frá Slóvakíu og tapaði samanlagt 2:1. Leikmenn Chelsea anda eflaust léttar því fyrir tveimur árum var liðið slegið út af ísraelsku liði. Reuters Argentínumaðurinn Juan Sebastian Verón í leik með knöttinn. Hann mun leika listir sínar með Chelsea næstu árin. Man. Utd. hefur selt hann og David Beckham fyrir 40 millj. sterlingspunda. Of gott tilboð til að hafna því SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði í gær að 15 milljón punda tilboð Chelsea í Juan Sebastian Verón hefði verið of gott til að hafna því. Það kann eflaust að koma mörg- um spánskt fyrir sjónir því Manchester United greiddi ítalska liðinu Lazio 28,1 milljón punda fyrir Verón sumarið 2001. Argentínumað- urinn skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea í gærkvöld Sir Alex Ferguson um sölu Veróns til Chelsea

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.