Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 210. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ljónið með pókerfésið Kirk Kerkorian byrjaði sem blaða- sali og á nú milljarða Viðskipti 7 Vandi talsetjarans Örn Árnason lýsir talsetningu Ástríks og Steinríks Fólk 45 Ágeng aðkomujurt Skógarkerfillinn ryður sér til rúms í Reykjavík 16 ÍTALSKIR vísindamenn tilkynntu í gær að þeim hefði tekist að einrækta hest en það er í fyrsta sinn sem það er gert. Þar með aukast líkur á að hægt verði að klóna framúrskarandi keppnis- hesta og aðra gæðinga en íþróttasambönd í Eng- landi hafa þegar fordæmt einræktunina sem var opinberuð í nýjasta hefti tímaritsins Nature. Erfðavísar folaldsins, sem kom í heiminn 28. maí, eru úr húðfrumum móður þess. Folaldið er sagt þroskast eðlilega. Það var nefnt Prometea eftir Prómeþeifi sem í grískum goðsögum stal eldinum frá guðunum og gaf mönnum. Fyrsti einrækt- aði hesturinn London. AFP. INDÓNESÍSKA lögreglan vissi að hryðjuverka- menn hefðu í hyggju að gera árás á svæðið í grennd við Marriot-hótelið í Jakarta, höfuðborg Indónes- íu, þar sem öflug sprengja sprakk á þriðjudag með þeim afleiðingum að a.m.k. þrettán létu lífið og á annað hundrað slösuðust. Þetta kom fram í banda- ríska blaðinu The Washington Post í gær. Skjöl, sem sýndu fram á fyrirætlanir hryðju- verkamannanna, fundust í síðasta mánuði þegar lögreglan handtók sjö meinta meðlimi samtakanna Jemaah Islamiah, róttæks félagsskapar múslíma sem talinn er hafa tengsl við al-Qaeda-hryðju- verkasamtökin. Í kjölfarið jók lögreglan öryggis- gæslu í kringum hótelið. Lögreglan sagði ýmislegt benda til þess að Jemaah Islamiah hefði staðið á bak við árásina á þriðjudag þar sem margt væri líkt með henni og mannskæðri árás sem gerð var á Balí í október í fyrra. Að því er Singapore’s Straits Times greindi frá herma óstaðfestar fregnir að samtökin hafi þegar lýst sprengingunni í Jakarta á hendur sér. Sprengjutilræðið í Jakarta-borg Upplýsingar um árás lágu fyrir Jakarta. AFP. ÍSLENSKAR friðarhreyfingar stóðu fyrir árlegri kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á jap- önsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945. Stemmningin var róleg og um tvö þúsund manns á öllum aldri söfnuðust saman til að fleyta kertum í frábæru veðri, sagði Steinunn Þóra Árnadóttir, friðarsinni og einn af aðstandendum kertafleytingarinnar. Morgunblaðið/Arnaldur Fórnarlamba kjarnorku- árása í Japan minnst BANDARÍSK stjórnvöld lýsa yfir gríðarleg- um vonbrigðum með þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hrefnuveiðar í vísinda- skyni síðar í þessum mánuði. Veiddar verða alls 38 hrefnur í ágúst og september, en það er minna en upphaflega var gert ráð fyrir. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kynnti áform um vísindaveiðarnar í gær, en hvorki hafa verið teknar ákvarðanir um framhald hrefnuveiða á næsta ári né veiðar á öðrum hvalategundum. Blaðafulltrúi bandaríska utanríkisráðu- neytisins lýsti afstöðu ráðuneytisins í samtali við Morgunblaðið í gær og sagði ákvörðun Íslendinga gríðarleg vonbrigði. „Allt frá því Íslendingar tilkynntu fyrr á þessu ári að þeir hygðust byrja dráp á hvölum, hafa Banda- ríkin hvatt Íslendinga til að láta ekki verða af þeim fyrirætlunum,“ sagði hann. Kristján Ragnarsson formaður Lands- Alþjóðleg samtök um verndun hvala og höfrunga (WDCS) lýstu undrun sinni og gremju yfir ákvörðun sjávarútvegsráðherra og sögðu enga þörf fyrir vísindadráp. Samtök ferðaþjónustunnar á Íslandi mót- mæltu vísindaveiðunum og segir í ályktun samtakanna að þau hafi varað við því að hvalveiðar yrðu hafnar að nýju, nema í góðu samráði og þokkalegri sátt við Alþjóðahval- veiðiráðið. Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík og formað- ur Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, segir ákvörðunina koma verulega á óvart og menn séu slegnir yfir því að það skuli ekki vera samið um þessa hluti áður en farið sé af stað í þá. sambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Seg- ir hann að LÍÚ hafi lengi talið þörf á að nýta þessa auðlind eins og aðrar í hafinu og af- skaplega mikilvægt sé að halda jafnvægi í lífríkinu. Veiðarnar ekki vísindalegs eðlis Richard Mott varaforseti náttúruverndar- samtakanna World Wildlife Fund, fordæmdi vísindaveiðarnar. „Við teljum að hrefnuveið- arnar séu ekki vísindalegs eðlis og að mark- mið með veiðunum séu ekki í takt við stefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins,“ sagði Mott. Viðbrögð við ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hefja hvalveiðar í vísindaskyni Bandarísk stjórnvöld lýsa gríðarlegum vonbrigðum Veiðarnar eru fagnaðarefni að mati formanns LÍÚ  Telja/4  38 hrefnur/26 KONRÁÐ Eggertsson, hrefnuveiðimaður á Ísa- firði, segist tilbúinn að halda til hvalveiða á bát sínum, Halldóri Sigurðssyni ÍS. Sjávarútvegs- ráðuneytið tilkynnti í gærmorgun að í þessum mánuði yrði hafist handa við hvalveiðar í vís- indaskyni samkvæmt tveggja ára rannsóknaáætl- un Hafrannsóknastofnunar. Ákveðið hefur verið að veiddar verði 38 hrefnur í þessum mánuði og hinum næsta. „Félag hrefnuveiðimanna mun sjá um þessar veiðar og ég verð með einn af þeim bátum. Byss- an er á sínum stað og tilbúin til notkunar. Hún hefur verið tákn um hvalveiðar alla tíð frá því þær voru lagðar af“, segir Konráð. Á myndinni sést hvar Guðmundur, sonur Kon- ráðs, mundar byssuna á tog- og hrefnuveiðiskip- inu Halldóri Sigurðssyni. Byssan tilbúin ÍTALSKI tónleika- haldarinn Titti Sant- ini hefur óskað eftir því að fá Hrafna- galdur Óð- ins á tón- listarhátíðina La Musica dei Cieli (Tónlist af himnum) sem fram fer á Ítalíu 10.–20. des- ember nk. Á þessari árlegu tónlistarhátíð er boðið upp á tónlist ólíkra trúarbragða og í ár verður m.a. afrísk messa með Miriam Makeba auk þess sem Palestínumenn og gyð- ingar halda stóra tónleika saman. Stuttur fyrirvari á flóknu máli „Þetta er afar stórt dæmi og skipulagslega náttúrlega fremur flókið. Eftir er að at- huga hvort allir komast, því þetta er fremur stuttur fyr- irvari, en vissulega finnst öll- um þetta mjög spennandi,“ sagði Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, en Hrafnagaldur var frumfluttur á Listahátíð 2002. „Mér finnst þetta mjög magnað og skemmtilegt að fara á hátíð sem tileinkuð er trúartónlist, en það gefur verkinu dýpri merkingu og skírskotun,“ sagði tónskáldið Hilmar Örn Hilmarsson, höf- undur tónverksins. Hrafna- galdur til Rómar  Hrafnagaldur/23 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.