Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT FRÁ GOSH Hefurðu prófað nýju PEARL SHINE varalitina frá GOSH? ÞEIR GEFA GLITRANDI ÁFERÐ, MÝKJA OG NÆRA VARIRNAR Innihalda E vítamin og gefa góða vörn spf 15. Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar förðunarvörur - og verðið, það gerist ekki betra. KYNNING Í SNYRTIVÖRUDEILD HAGKAUPS SPÖNGINNI fimmtud. 7. og föstud. 8. ágúst. GOSH snyrtibudda að gjöf þegar keyptir eru 2 hlutir í GOSH. w w w .g os h. dk ÞESS var minnst í Japan og víðar um heim í gær að 58 ár voru liðin frá því að Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á borgina Hiroshima. Tadayoshi Akiba, borg- arstjóri Hiroshima, gagnrýndi í gær Bandaríkjastjórn, hún hefði með því að vilja ekki útiloka að beitt yrði kjarnorkuvopnum að fyrra bragði stefnt í hættu alþjóð- legum samningum um bann við út- breiðslu kjarnavopna. Á myndinni horfa börn á pappírsljósker sem fleytt var í gær eftir á er rennur um Hiroshima. Kjarnorkuárásar minnst EPA TOM Kelly, einn talsmanna Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, baðst á þriðjudag afsökunar á því að hafa borið brezka efnavopnasér- fræðinginn dr. David Kelly, sem svipti sig lífi á dögunum, saman við skáldsagnapersónuna Walter Mitty, venjulegan mann sem dreymir stóra hetjudrauma. Útför dr. Kellys, sem tilheyrði trúflokki Baha’i-manna, var gerð í gær í Saint Mary’s-kirkjunni í Oxfordshire, skammt frá heimili hans og var John Prescott aðstoð- arforsætisráðherra fulltrúi bresku stjórnarinnar við athöfnina. Tom Kelly sagði að sér hefðu orðið á mistök er hann nefndi þessa sam- líkingu í óformlegu spjalli við blaða- mann um helgina, sem hann ætlaðist ekki til að vitnað væri í. Hann vísaði því þó á bug að hann hefði með orð- um sínum ætlað að gera lítið úr dr. Kelly, sem var sérfræðingur brezku stjórnarinnar í efna- og sýklavopna- málum og fyrrverandi liðsmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak. Vísindamaðurinn fannst látinn skammt frá heimili sínu 18. júlí sl., nokkru eftir að upplýst hafði verið að hann hefði verið heimildarmaður fyrir umdeildri frétt BBC um að breskir ráðamenn hefðu vísvitandi ýkt upplýsingar um gereyðingar- vopn Íraka í aðdraganda innrásar Breta og Bandaríkjamanna í Írak í vor. Talsmaðurinn sagði að nafn skáld- sagnapersónunnar hefði fallið í al- mennu spjalli um viðfangsefni rann- sóknarinnar sem nú er hafin á andláti dr. Kellys. Fréttin af um- mælum talsmannsins, sem birtist í blaðinu Independent, vakti hörð við- brögð. Glenda Jackson, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði þau „ótæk“ og fór fram á brottrekstur hans. Walter Mitty er persóna sem fyrst skaut upp höfðinu í smásögu frá árinu 1941 eftir bandaríska rithöf- undinn James Thurber. Mitty sökkvir sér í dagdrauma um ævin- týralegt líf, sem er í mikilli mótsögn við tilbreytingarsnauða bókhaldara- tilveru hans. David Kelly jarð- settur í Bretlandi Talsmaður stjórnar Blairs biðst afsökunar á móðgandi ummælum Lundúnum. AFP. AP Ættingjar dr. Kellys með kistu hans við útförina í Oxfordshire í gær. MOHAMMAD Khatami, forseti Ír- ans, hefur lýst áhyggjum af út- breiðslu „fasisma“ í landinu, í óvenju berorðri gagnrýni á and- stæðinga umbótastefnu sinnar. Greindu írönsk dagblöð frá þessu í fyrradag. „Markmið íslömsku byltingarinn- ar er ekki að koma á fasískri sýn á samfélagið í nafni trúarinnar og byltingarinnar [frá 1979],“ sagði Khatami í ávarpi á sameiginlegum fundi þings og ríkisstjórnar. „Né heldur er markmiðið að ráð- ast á og beita þá þrýstingi sem deila ekki þessari sýn,“ sagði Íransfor- seti. „Það hræðilega er að við erum að reyna, með fasískri sýn á trúna og byltinguna, að koma keppi- nautnum úr leik,“ sagði hann. Að sögn Khat- amis er „eina leiðin til að verja íslam, sjálfstæði og frelsi að tvinna saman trú og frelsi.“ Bætti hann því við, að íranskt þjóðfélag væri að verða „tví- póla, og í því felst mikil hætta“. Khatami ásakaði tvo hópa um að grafa undan stefnumiðum sínum. „Fyrst eru þeir sem leggja umbæt- ur að jöfnu við gagnbyltingu,“ sagði hinn umbótasinnaði klerkur á for- setastóli. Hann benti einnig á rót- tæka íhaldsmenn sem hann sagði búa til ásakanir eins og þær að „ályktunartillögur forsetans væru samdar af Bandaríkjamönnum og leppum þeirra í Íran“. „Forsetafrumvörp eru lágmarkið sem þörf er á til að breyta (hinu pólitíska) andrúmslofti í þágu rétt- inda borgaranna,“ sagði Khatami með tilvísun til tillagna sem hann hefur gert að nýrri löggjöf með það að markmiði að losa tök íhaldsafla á stjórn ríkisins en þessum öflum hef- ur tekizt að hindra að umbótatillög- urnar fái framgang. „Það verður að efla lýðræðisþátt- inn í landstjórninni innan stjórn- skipunarinnar,“ sagði forsetinn. Khatami lýsir áhyggj- um af „fasisma“ Teheran. AFP. Mohammad Khatami DANSK-íslenska fréttamanninum Niels Peter Arskog hefur enn ekki verið leyft að fara frá Kína, en bæði íslenska sendiráðið og utanríkisráðu- neytið hafa lagt að kínverskum yfir- völdum að heimila honum að fara til Danmerkur, þar sem hann hyggst vera við brúðkaup sonar síns á laug- ardaginn. Kemur þetta m.a. fram í tölvupósti frá Arskog til Morgun- blaðsins í gær. Hann kveðst þó loks hafa fengið upplýsingar um hver sé ástæða þess að landamæralögreglumenn stöðvuðu för hans á flugvellinum í Peking á mánudaginn, er hann hugðist stíga um borð í flugvél til Kaupmannahafn- ar, og settu hann í varðhald í á aðra klukkustund án þess að nokkur út- skýring væri gefin. „Lögreglustjórinn hefur tjáð sendi- ráðinu að héraðsdómur í Peking hafi sett mig í farbann vegna „óleystra dómsmála“,“ skrifar Arskog. Því hafi fréttaskrif hans ekki verið orsök bannsins, „mér til mikils léttis“. Um sé að ræða fjárkröfu fyrrverandi tengdafólks á hendur honum, er hon- um hafi verið allsendis ókunnugt um. Þá segir Arskog ennfremur í skeyt- inu að íslenska sendiráðið hafi sent héraðsdómnum kröfu um að farbann- inu verði aflétt þegar í stað, ekki síðar en í dag, þar sem Arskog þurfi að vera kominn til Danmerkur á laugar- daginn. Hafi dómurinn svarað því til, að það geti tekið allt að 12 dögum að afgreiða kröfu sendiráðsins. Arskog enn í farbanni VÍSBENDINGAR hafa komið fram um að grænt te geti verið jafnvel enn áhrifaríkara við að hindra krabbamein en áður var talið, að sögn BBC. Lengi hefur verið vitað að í grænu tei eru efni sem draga úr svonefndri oxun og minnka þannig krabbameinsmyndun. Vísindamenn við Rochester-háskóla í Bretlandi hafa nú uppgötvað að í teinu eru einnig tvö efnasambönd sem taka úr sambandi sameindir er geta leikið mikið hlutverk í þróun krabba- meins. Umræddar sameindir eru kall- aðar kolvetnis-móttakarar (AH) og þær gera ákveðin gen virk en afleið- ingarnar geta stundum verið slæm- ar fyrir líkamann. Vitað er að tób- aksreykur og díoxín-eiturefni trufla oft starfsemi áðurnefndra sameinda sem síðan veldur því að gen hrinda af stað krabbameinsvexti í frumum. Vísindamennirnir uppgötvuðu tvö efnasambönd sem líkjast svo- nefndum flavonoíðum, efnum er finnast í spergilkáli, hvítkáli, vín- berjum og rauðvíni en flavonoíð eiga þátt í að hindra krabbameins- vöxt. Thomas Gasiewicz prófessor segir að sennilega virki umrædd efni í græna teinu á margvíslegan hátt. Rannsóknir hafa þegar sýnt að grænt te getur stöðvað AH- móttakara í krabbameinssjúkum frumum í músum og niðurstöður frumrannsókna benda til að hið sama sé upp á teningnum í frumum úr mönnum. Á hinn bóginn er bent á að ekki sé tryggt að niðurstöðurnar verði eins utan rannsóknastöðvanna þar sem aðstæður eru með öðrum hætti. Ennfremur geta efnin úr teinu brotnað niður á ólíkan hátt í lík- ömum fólks og loks ber að geta þess að til eru margar tegundir af grænu tei. „Greining á orsökum krabba- meins er flókið viðfangsefni og jafnt mataræði sem erfðafræðileg upp- bygging hafa áhrif á það hvort við fáum sjúkdóminn,“ segir Julie Sharp, talsmaður opinberrar rann- sóknastöðvar krabbameins í Bret- landi. Forvarnir gegn krabbameini Grænt te enn áhrifa- ríkara en talið var?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.