Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í KVÖLD, fimmtudaginn 7. ágúst kl.
20:00 verða haldnir tónleikar í Graf-
arvogskirkju. Þýskur kirkjukór frá
Bielefeld, sem er vel þekktur í
heimalandi sínu, flytur jafnt and-
lega sem veraldlega tónlist. Með
kórnum er
blásarasveit skipuð 6 hljóðfæra-
leikurum. Stjórnandi er Barbara
Grohmann. Allir velkomnir. Ókeyp-
is aðgangur.
Leikja- og ævintýra-
námskeið
MÁNUDAGINN 11. ágúst hefjast
síðustu leikjanámskeið Neskirkju á
þessu sumri. Í boði eru tvö nám-
skeið. Leikjanámskeið fyrir börn
sem eru fædd ’93–’97og ævintýr-
anámskeið fyrir börn sem eru fædd
’91–’93. Námskeiðin eru frá
mánudegi til föstudags á milli kl. 13
og 17. Námskeiðin eru fjölbreytt, en
lögð er áhersla á örvandi leiki, starf
og útivist. Börnunum gefst kostur á
að kynnast kirkjunni á annan hátt
en yfir vetrartímann, auk þess að
öðlast dýrmæt tengsl við nýja fé-
laga. Námskeiðinu er stjórnað af
reyndu fólki sem hefur starfað með
börnum á leikjanámskeiðum í
kirkjum og skólum. Upplýsingar og
innritun fara fram í Neskirkju milli
kl. 10 og 12 alla virka daga í síma
511 1560 eða á neskirkja@nes-
kirkja.is.
Kirkjustarf
Tónleikar í Graf-
arvogskirkju Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-hópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal.
Sönghópur undir stjórn Kára Þormar,
organista. Kaffi og með því eftir söng-
inn. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl.
12. Alda Ingibergsdóttir sópran og
Antonia Hevesi orgel.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20.
Landspítali – háskólasjúkrahús,
Grensás. Guðsþjónusta kl. 20. Sr.
Haukur Ingi Jónasson.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund í kirkjunni kl. 22. Hægt er að
koma bænaefnum til prestins fyrir
stundina.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
ung börn og foreldra þeirra í Vonar-
höfn, safnaðarheimili Strandbergs,
kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn
í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von-
arhöfn, frá kl. 17–18.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld
kl. 20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
10 mömmumorgunn/foreldramorg-
unn í safnaðarheimilinu. Fyrsta sam-
vera eftir þjóðhátíð. Fastir viðtals-
tímar presta kirkjunnar eru þriðjudaga
til föstudaga kl. 11-12.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður á vægu verði í safnaðarheimili
eftir stundina.
Flateyjarkirkja á Breiðarfirði
Messa verður laugardaginn 9. ágúst
kl. 15. Prestarnir á Petreksfirði og á
Ólafsvík sr. Leifur R. Jónsson og Ósk-
ar H. Óskarsson annast messuna
ásamt sóknarpresti. Sumarhúsafólk
sérstaklega velkomið og gestir þess.
Sr. Bragi Benediktsson.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
✝ Sveinbjörn ÓskarKristjánsson
fæddist á Kirkjubóli í
Korpudal í Önundar-
firði 29. apríl 1913.
Hann lést í Reykjavík
17. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólína Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 1885, og
Kristján Björn Guð-
leifsson, f. 1886, bú-
andi á Kirkjubóli.
Sveinbjörn var elstur
sjö systkina, en hin
voru í aldursröð:
Ingibjörg Guðrún,
Magnús, Haraldur, Rannveig,
Svava og Ólafur Lúther, en hann
er sá eini eftirlifandi þeirra systk-
ina. Foreldrar Sveinbjörns fluttu
suður á land þegar Sveinbjörn var
unglingur. Bjuggu fyrst skamman
tíma að Brekku á Álftanesi en
fluttu svo að Efra-Seli í Hruna-
mannahreppi. Kristján lést 1931
og bjó Ólína áfram í nokkur ár í
Efra-Seli.
Árið 1938 kvæntist Sveinbjörn
Guðrúnu Sigurðardóttur, ættaðri
frá Borgum á Skógarströnd. Þau
bjuggu fyrst í stað í Efra-Seli í fé-
lagi við Ólínu móður Sveinbjörns,
en fluttu 1942 að Sóleyjarbakka í
sömu sveit, þar sem þau bjuggu í
eitt ár en fluttu þá að Vesturkoti á
Skeiðum, þar sem þau bjuggu til
1973 er þau brugðu búi og fluttu til
Reykjavíkur. Eftir
komuna til Reykja-
víkur vann Svein-
björn í nokkur ár hjá
Áburðarverksmiðj-
unni og bjuggu þau
Guðrún í námunda
við verksmiðjuna.
Svo fluttu þau í
Blesugróf 34, þar
sem þau bjuggu
lengst af eða þar til
þau fluttu á Elliheim-
ilið Grund í janúar
2003. Sveinbjörn og
Guðrún eignuðust
níu börn og eru þau í
aldursröð: Sigrún Gyða, f. 1937,
gift Ólafi Th. Ólafssyni og eiga þau
fimm börn. Ólína Kristín, f. 1940,
sambýlismaður hennar er Sigurð-
ur Þorsteinsson. Ólína Kristín á
þrjú börn. Magnús, f. 1941, kvænt-
ur Ingveldi Guðbjörnsdóttur og
eiga þau þrjú börn. Kolbrún, f.
1942. Hún á sjö börn. Svanhildur,
f. 1947, gift Ingólfi Friðgeirssyni.
Svanhildur á þrjú börn. Sigurður,
f. 1951. Ingibjörg Ragnheiður, f.
1953. Hörður, f. 1956. Hann á 4
börn og Þröstur f. 1959, kvæntur
Gerði Ólafsdóttur og eiga þau þrjú
börn. Barnabörn Sveinbjörns og
Guðrúnar er orðin 28 að tölu.
Barnabarnabörn einnig 28.
Útför Sveinbjörns var gerð í
kyrrþey frá Bústaðakirkju 1.
ágúst.
Pabbi. Ertu farinn? Nú er þetta
búið. Þegar við mamma komum inn í
herbergið ykkar á Grund eftir að við
skruppum í smá bíltúr þann 17. júlí
varstu búinn að kveðja þennan heim.
Þegar ég hugsa til baka man ég eftir
draumi sem þig dreymdi. Við töluð-
um um að líklega yrði stutt frá því að
þú yrðir veikur og þar til yfir lyki og
það varð svo.
Þig dreymdi mikið, og sást það
sem ekki allir sjá, það gaf þér mikla
gleði að tala um það því gjarnan
runnu tár niður vangann. Þú varst
viðkvæmur en líka mikill skapmað-
ur. Ég hugsa oft um það hvort æsku-
árin þín hafi verið þér erfið, kannski
mjög erfið. Þú sagðir mér mjög
margt. Oft hef ég hugleitt hvað það
er mikilvægt fyrir okkur sem önn-
umst börnin okkar að skilja þeirra
lífssýn og þarfir strax í æsku. Þú
veist núna hvað ég er að hugsa um.
Ég vonaði oft að hægt væri að tala
betur um hlutina og skilja af hverju
margt var svo óskiljanlegt. Það kem-
ur að því að hlutirnir skýrast.
Pabbi minn, nú ertu farinn og
syngur ekki meir fyrir mig. Ég lærði
mörg lög og ljóð af þér og fyrir það
er ég þakklát. Veiðitúrinn að Þing-
vallavatni verður að bíða en ég mun
veiða áfram og nota flugurnar sem
þú hnýttir sjálfur. Kærleiksþráður
okkar á milli var til staðar, stundum
örþunnur, en slitnaði samt aldrei.
Ég og barnabörnin mín tölum um
langafa hjá Guði. Vonandi líður þér
vel.
Þín dóttir
Svanhildur.
SVEINBJÖRN ÓSKAR
KRISTJÁNSSON
Sendi öllum þeim sem sýndu mér og fjöl-
skyldu minni hlýhug og vináttu við fráfall eigin-
manns míns,
BJÖRNS EMILS BJÖRNSSONAR
skipasmiðs,
þakklætiskveðjur.
Elsa V. Backman,
Lágengi 23, Selfossi.
Þökkum innilega öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur hlýhug og samúð
í veikindum og við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður okkar,
tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu,
SIGRÚNAR PÁLSDÓTTUR,
Kolbeinsgötu 50,
Vopnafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Guðmundsson,
Bergljót A. Sigurðardóttir, Davíð Ómar Þorsteinsson,
Anna Guðný Sigurðardóttir,
Hjörtur og Sindri Davíðssynir,
Sigurlaug Pálsdóttir, Ágúst Sigurðsson.
MINNINGARGREINUM þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minningar-
greina
TILKYNNT hefur verið um úthlut-
un úr söngmenntasjóði Marinós
Péturssonar. Ágúst Ólafsson bari-
tón var valinn úr hópi átján um-
sækjenda og hlaut að launum
námsstyrk, en Ágúst er við nám í
Síbelíusarakademíunni í Finnlandi.
„Ágúst hefur sungið hér heima og
erlendis, bæði ljóð og óperur og
fengið mjög góðar umsagnir. Við
teljum hann mikið söngvaraefni,“
sagði Haukur Björnsson, formaður
stjórnar sjóðsins, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Að sögn Hauks er sjóðurinn
kenndur við Marinó Pétursson stór-
kaupmann sem lét, eftir sinn dag,
allar eigur sínar renna í söng-
menntasjóð. „Það var fyrst úthlutað
úr sjóðnum 1992 og stefnan er að
veita árlega einn myndarlegan
styrk til handa ungum efnilegum
söngvara til framhaldsnáms.“
Stjórn sjóðsins er skipuð Hauki
Björnssyni formanni sem er fulltrúi
eftirlifandi ættingja Marinós, Orra
Vigfússyni sem skipaður er af Ís-
lensku óperunni og Stefáni Arn-
grímssyni sem skipaður er af Fé-
lagi íslenskra leikara.
Úthlutað úr söngmenntasjóði
Marinós Péturssonar
ÖRN Engilbertsson flaug sl. þriðju-
dag sína síðustu ferð sem flugstjóri
hjá Flugleiðum eftir fjörutíu og
tveggja ára farsælt starf hjá Loft-
leiðum, Flugfélagi Íslands og Flug-
leiðum. Af því tilefni tóku vinir og
vandamenn á móti honum og áhöfn
hans í Leifsstöð þar sem myndin
var tekin. Á myndinni er áhöfnin,
frá vinstri: Unnur Pálsdóttir, Anna
Sigurðardóttir, Ragna Björt Ein-
arsdóttir, Sara Vöggsdóttir, Örn
Engilbertsson, Sonja Kristín
Sverrisdóttir, Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir og Bjarni Berg.
Síðasta flugferðin
HÚSAVÍK er fallegur bær og vin-
sæll áningarstaður ferðamanna.
Ekki spillir fyrir þegar veðrið leik-
ur við bæjarbúa og gesti, einsog
það hefur gert síðustu daga. Hús-
víkingar eru um þessar mundir að
undirbúa hina árlegu fjölskylduhá-
tíð, Mærudaga, sem haldin verður
föstudag til sunnudags, 8. til 10.
ágúst, en nafn hátíðarinnar er
dregið af sér húsvísku heiti yfir
sælgæti.
Margir kalla hátíðina einnig
bryggjuhátíð enda fer hún að
mestu fram á hafnarsvæðinu. Á há-
tíðinni í ár mun í fyrsta skipti á Ís-
landi verða haldið Íslandsmót í
strandbolta ogfer það fram í fjör-
unni við höfnina. Annar íþróttavið-
burður á Mærudögum er þríþrautin
sem er keppni í sundi, hlaupi og
hjólreiðum. Báðir þessir viðburðir
fara fram á laugardeginum.
Meðal annarra atriða á Mæru-
dögum má nefna tívolí, brennu,
flugeldasýningu, ofurhuga á mót-
orhjóli, djasstónlist, fjöldasöng,
margar hljómsveitir koma fram,
söngvar úr söngleikjum verða flutt-
ir, spákonur og trúbadorar verða á
staðnum, skemmtisiglingu, úti-
markað, sýningar ýmiss konar,
kleinukeppni og sögugöngu
Mærudagar undir-
búnir á Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór
Húsavík