Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚ er tími skoðunarferða um landið. Upp með Þjórsá fara færri en vert væri því þar eru leiðir ekki greið- ar. Á þeim slóðum ber þó margt fyrir augu þeirra sem skoða vilja. Á dögunum var þar stór hópur á ferð í besta veðri og ekki spillti að Þjórsá steyptist þar með 400 rúmmetra á sek. ofan Gljúfurleitarfoss. Þessi gullfallegi foss er 28 metra hár og mætti þar spinna mikið gull í skammdeginu til hagsældar ís- lenskri þjóð en láta hann sýna sig um bjartan sum- ardag. Morgunblaðið/BFH Við Gljúfurleitarfoss VEGAGERÐIN hefur sent frá sér drög að matsáætlun vegna endur- byggingar og nýlagnar Vestfjarða- vegar í Reykhólahreppi, Austur- Barðastrandarsýslu. Vegkaflinn sem um ræðir nær frá Þórisstöðum í vestanverðum Þorskafirði til Eyrar í Kollafirði. Í drögunum kemur fram að núver- andi vegur var að mestu byggður á sjötta áratug 20. aldar, að undan- skildum vegi um Hjallaháls, sem lagður var á 9. áratugnum. Kaflar hans teljast algjörlega ófullnægj- andi, mikið um krappar beygjur og bratta. Markmið framkvæmdanna er að gera heilsársveg með bundnu slitlagi sem fullnægi kröfum Evr- ópusambandsins árið um kring. Tvær leiðir taldar mögulegar Núverandi Vestfjarðavegur um Gufudalssveit liggur um Hjallaháls, Djúpafjörð, Ódrjúgsháls, um Brekkubarm, Gufudal og loks fyrir Skálarnes inn í Kollafjörð. Sex leiðir voru lauslega skoðaðar, en einungis tvær þeirra taldar koma alvarlega til greina og munu verða teknar til ít- arlegrar umfjöllunar í mati á um- hverfisáhrifum. Fyrri leiðin sem sérstaklega verð- ur skoðuð liggur frá Þórisstöðum yf- ir Hjallaháls, út með Djúpafirði að vestan, út á Grónes, yfir mynni Gufufjarðar við Melanes og fyrir Skálanes inn í Kollafjörð. Birkiskóg- ur í Djúpafirði mun verða fyrir ein- hverju raski og sömuleiðis mun fuglalíf á leirunum við Gufufjörð verða fyrir áhrifum ef þessi leið verður valin. Sú síðari liggur nærri núverandi legu vegarins, að því undanskildu að hún fer yfir leiruna í botni Gufufjarð- ar. Nokkurt rask verður við lagfær- ingar á beygjum og mun innsti hluti leirunnar í Gufufirði og Djúpafirði skerðast ef sú leið verður valin. Drögin hafa verið send Skipulags- stofnun til umsagnar, og að hennar samþykki munu drögin verða send til umsagnaraðila, landeigenda og annarra hagsmunaaðila. Sömuleiðis er almennur fundur fyrirhugaður í Króksfjarðarnesi nú í ágúst. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist árið 2004 og þeim yrði lokið 2008. Tvær tillögur taldar raunhæfar Endurbygging og nýlagning Vest- fjarðavegar í Reykhólahreppi EGGERT Haukdal, fv. oddviti Vestur- Landeyjahrepps og fv. alþingismaður, hefur ritað lögreglunni á Hvolsvelli bréf þar sem hann krefst þess að öll bókhaldsgögn er tilheyra Vestur-Land- eyjahreppi á skrif- stofu í Njálsbúð verði tafarlaust innsigluð og aðgangur að þeim tak- markaður þar til rannsókn geti farið fram. Tilefni þessarar beiðni er að nýverið varð sveitarstjóri Rangárþings eystra við þeirri beiðni Eggerts að afhenda úr bók- haldsgögnum gamla V-Landeyja- hreppsins afrit af einu þeirra skjala sem hæstaréttardómur á hendur honum í september árið 2000 byggðist á. Telur hann að þetta skjal hafi verið falsað þegar það var lagt fyrir dóm. Um sé að ræða skjal úr bókhaldi hreppsins dagsett 31. desember 1997 númer 270 og hafi númeri þessa skjals verið breytt í „290“ og það látið líta út sem það tilheyrði árinu 1996. Telur Eggert þetta vera eitt af grundvallarskjölum málsins og það skjal sem ætla megi að sakfell- ing hafi byggst á að verulegu leyti. Bíður svars frá Hæstarétti Í umræddum hæstaréttardómi var dómur Héraðsdóms Suður- lands ómerktur og málinu vísað aftur heim í hérað. Gefin hafði ver- ið út ákæra á hendur Eggerti fyrir umboðssvik og fjárdrátt í opinberu starfi upp á rúmar tvær milljónir króna á árunum 1994–1996. Málið var tekið fyrir að nýju í héraðs- dómi og í febrúar árið 2001 féll dómur þar sem Eggert var sýkn- aður í tveimur af þremur ákæru- liðum, þ.e. fyrir um- boðssvik og fjárdrátt í opinberu starfi, en dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi fyrir fjár- drátt í opinberu starfi með því að hafa látið færa til inneignar á viðskiptareikning sinn 500 þúsund krónur sem höfðu verið gjaldfærðar hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar í hreppn- um án reikninga að baki þeirri færslu. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar, sem í maí sama ár staðfesti hann að öllu leyti. Hæstiréttur hefur síðan þá einu sinni hafnað beiðni Eggerts um endurupptöku málsins en í júní ár- ið 2002 fór hann öðru sinni fram á endurupptöku og hefur síðustu fjórtán mánuði beðið svars við þeirri beiðni. Í samtali við Morgunblaðið von- aðist Eggert til þess að nýfengið skjal yrði til þess að málið yrði tekið upp að nýju, enda varðaði skjalið færslu á þessum 500 þús- und krónum sem hann var sak- felldur fyrir. Einnig væri búið að afla fleiri gagna en sú vinna hefði farið fram á vegum hans þar sem bæði ríkislögreglustjóri og ríkis- saksóknari hefðu neitað beiðnum hans um frekari rannsókn. Þá væru til staðar fleiri dæmi um falsanir á skjölum. Eggert segir í bréfi til lögregl- unnar á Hvolsvelli að „falsaranum“ hafi láðst að breyta skjalinu í bók- haldinu sjálfu og því sé þörf á að varðveita það vegna endurupp- tökubeiðnar sinnar fyrir Hæsta- rétti og mögulegra eftirmála. Vill hann að takmörkun aðgangs að skjölunum nái til embætta ríkis- lögreglustjóra, ríkissaksóknara, KPMG endurskoðunar og annarra sem kynnu að hafa aðgang. Eggert segir að skipt hafi verið um læs- ingar á skrifstofu hreppsins um jólin 1998 og síðan þá hafi vörslu- menn bókhaldsins verið endur- skoðandi hjá KPMG og fv. oddviti V-Landeyjahrepps. Alla tíð neitað sök Eggert hefur alla tíð neitað sök í þessu máli og gagnrýnt vinnu- brögð og meðferð þess frá upphafi fyrir dómstólum. Þessu máli tengdu hafa þrír dómar fallið hjá Héraðsdómi Suðurlands og fjórir í Hæstarétti. Auk ákæru á hendur Eggerti fyrir brot í opinberu starfi höfðaði hann mál á hendur V-Landeyjahreppi þar sem hann krafðist greiðslna fyrir lán sem höfðu verið færð á hans viðskipta- reikning. Tapaði Eggert því máli í héraði sl. vor og hefur áfrýjað því til Hæstaréttar. Afrit af sama skjali eins og það leit út í gögnum fyrir Hæstarétti, þá númer 290. Afrit skjalsins sem Eggerti barst nýverið úr bókhaldsgögnum gamla V-Landeyjahreppsins, merkt númer 270. Eggert Haukdal Eggert Haukdal, fv. oddviti V-Landeyjahrepps, hefur ritað lögreglunni á Hvolsvelli bréf Krefst innsigl- unar á bók- haldsgögnum ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF SIF, sótti veika konu um borð í skemmtiferðaskipið Black Prince á sunnudagskvöld. Skipið var statt um 140 sjómílur suðvestur af landinu. Óskað var aðstoðar um klukkan 19 og var þyrlan komin í loftið tæpum 40 mínútum síðar. Konan var með innvortis blæðingar og var flutt á bráðamóttöku í Fossvogi. Black Prince var á leið til Reykjavíkur þeg- ar aðstoðar var óskað. Þyrla sækir far- þega á skemmti- ferðaskipi RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að tillaga verði lögð fyrir forseta Ís- lands um að staðfesta norrænan samning um heilbrigðisviðbúnað af Íslands hálfu. Samningurinn var gerður í Svolvær í Noregi 14. júní í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu er með samningn- um leitast við að stuðla að frekari samvinnu milli Norðurlandanna um undirbúning og þróun á heilbrigðis- viðbúnaði með tilliti til viðbragða við hættuástandi og hamförum af ýmsu tagi. Samvinnan skal fara fram á milli þar til bærra aðila á sviði heil- brigðis- og félagsmála og nær yfir undirbúning viðbúnaðar og aðstoð ef einhvers konar hamfara- eða hættu- ástand skapast í aðildarríki. Samn- ingurinn er hugsaður sem viðbót við norræna björgunarsamninginn frá 20. janúar 1989 og kemur ekki til framkvæmda falli þörfin fyrir aðstoð undir síðarnefnda samninginn. Í 4. gr. samningsins kemur fram að Norðurlöndin skuldbindi sig með- al annars til að veita aðstoð þegar þess sé óskað, veita upplýsingar við tilteknar kringumstæður, sem og stuðla að, efla og þróa samvinnu milli ríkjanna á ýmsum sviðum. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur staðfest að stað- festing samningsins kalli ekki á laga- breytingar hér á landi. Staðfesta samning um viðbúnað vegna hamfara ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.