Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Lónið til sín laðar menn, / listajökullinn fagur,“ varð ónefndu skáldi að orði er það sá þetta par tylla sér á bakka Jökulsárlóns og virða fyrir sér und- urfagurt útsýnið í kvöldhúminu. Svo heillað var par- ið af útsýninu að það hafði tjaldað við spegilslétt lónið, umlukt margbrotnum og veðruðum jök- ulbrotum er ryðjast fram hægt og bítandi. Eigi gat skáldið yfirgefið lónið án þess að botna braginn: „kvikuelda kveikja enn, / hvort sem er nótt eða dagur.“ Lónið til sín laðar menn… Morgunblaðið/Árni Torfason ANDRI Árnason hæstaréttarlög- maður telur að í vissum tilvikum sé ástæða til þess að leysa samtök at- vinnurekenda upp, sérstaklega ef um er að ræða þröng samtök þar sem all- ir aðilar á tilteknum afmörkuðum markaði eiga aðild. Andri segir að samkeppnisyfirvöld víða um heim hafi áhyggjur af slíkum samtökum. „Það kemur til af því að þegar til- teknir fyrirtækjahópar hittast, ég tala nú ekki um þegar nánast öll fyr- irtæki í tiltekinni grein mynda ákveð- in samtök, þá er alltaf hætta á því að menn fari að ræða um málefni sem óheimilt er að hafa samráð um. Þetta er t.d. umræða um skiptingu markaða og verðlag,“ segir Andri. Í frumskýrslu Samkeppnisstofnun- ar um meint samráð tryggingafélaga er því haldið fram að Samband ís- lenskra tryggingafélaga hafi verið vettvangur meints verðsamráðs að- ildarfélaganna. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), er ósátt- ur við staðhæfingar Samkeppnis- stofnunar. „Þessi umræða kemur mér ansi spánskt fyrir sjónir, að mönnum detti í hug að leysa upp og banna fé- lög sem eru stofnuð í löglegum til- gangi af því þau geta mögulega orðið vettvangur samskipta sem leggi grunn að ólöglegu samráði,“ segir hann og bætir við: „Mér finnst það vanhugsað af forstjóra Samkeppnis- stofnunar að kasta þessu fram varð- andi eitt félag. Það verða þá vænt- anlega mörg félögin í íslensku samfélagi sem þyrfti að banna áður en yfir lýkur ef menn setja fram ein- hverja viðmiðun í þessu.“ Ari telur ekki að fagfélög séu lík- legri en önnur til þess að verða vett- vangur ólöglegs athæfis. „Ég á erfitt með að sjá að menn geti afmarkað það hvaða félög skapi hættu í þessu efni. Það verða auðvitað allir að fara eftir lögum og það er sæmilega skýrt hvaða aðgerðir eru ólöglegar. Ég held að það sé ekkert sérstakt í fyrirkomu- lagi fagsamtaka í atvinnulífi sem geri þær að einhverjum kjörvettvangi fyr- ir ólögmæt samskipti frekar en Rot- ary-klúbbar, Frímúrarareglur eða annar vettvangur þar sem menn eiga samskipti,“ segir hann. Umræðan fer inn á óeðlileg svið Andri Árnason segir hins vegar að þátttaka fyrirtækja í slíkum samtök- um geti verið varhugaverð jafnvel þótt félögin hyggist ekki nýta sér vettvanginn á ólöglegan hátt. „Fyr- irtæki sem taka þátt í svona fundum, en ætla sér ekki að taka þátt í sam- starfinu, en „spila með“ og nýta sér þá stöðu sem skapast við þessar að- stæður, geta verið að brjóta lög. Það er því mikilvægt að fyrirtæki, sér- staklega á sama markaði, hafi mjög sterk rök fyrir því að mynda samtök,“ segir hann. Ástæðan sé sú að það sé erfitt fyrir aðila að hittast án þess að umræðan fari fyrr eða síðar út á brautir sem ekki séu viðeigandi. Hann segir að hugsanlega þurfi að grípa til þess úrræðis að leysa upp slík samtök ef upp kemst að vettvang- urinn sé nýttur í annarlegum tilgangi. Andri segir heppilegra að fyrirtæki séu aðilar að stærri heildarsamtök- um. „Þar eru minni líkur á því að svona samstaða myndist,“ segir hann. Ari Edwald segir þróunina í sam- tökum fyrirtækja hafa breyst. „Það er hins vegar þannig að þróun sam- taka í atvinnulífinu er þannig að við- fangsefni þeirra eru að verða almenn- ari vegna þess að atvinnulífið er ekki eins deildaskipt og það var áður. Frelsi hefur aukist og dregið hefur úr opinberri miðstýringu þannig að sam- skipti við stjórnvöld og hagsmuna- gæsla er einfaldari og líkari fyrir alla heildina. Fyrirtækin hafa öll hags- muni af því að hafa heilbrigt við- skiptalíf og skýrar leikreglur. Það þarf ekki að vera að reka sérstök er- indi fyrir þessa grúppuna og hina grúppuna eins og áður var,“ segir hann. Fagsamtök geta verið vettvangur ólöglegs samráðs að mati Andra Árnasonar Stærri hagsmunafélög ólíklegri vettvangur ólögmæts samráðs Andri Árnason Ari Edwald BJÖRN A. Bjarnason, eigandi BB- bílréttinga, segir að gjald fyrir heil- brigðiseftirlit Reykjavíkurborgar hafi hækkað um meira en tíu þúsund krónur á milli ára. Í fyrra hafi fyr- irtæki hans þurft að greiða 37.900 kr.fyrir úttekt á vinnustaðnum en í ár barst reikningur upp á kr. 48.800. Hann segir fulltrúa Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkurborgar, sem hefur heilbrigðiseftirlit á sinni könnu, fara um fyrirtækið í fimm mínútur og svo sé honum gert að borga. Greiði hann ekki uppsett verð lendi fyrirtæki hans á uppboði. Björn bendir á að hann hafi ekki getað hækkað útselda vinnu í tvö til þrjú ár á meðan Reykjavíkurborg geti hækkað allt sem að henni snúi. Tímagjaldið hækkar Ellý K. J. Guðmundsdóttir, for- stöðumaður Umhverfis- og heilbrigð- isstofu, segir gjaldtöku fyrir eftirlitið fara eftir ákveðinni flokkun og bygg- ist á þeim tíma sem er áætlaður í eft- irlit með tiltekinni atvinnustarfsemi. Tímagjaldið sjálft er ákvarðað af fulltrúum Reykjavíkurborgar eftir leiðbeinandi reglum sem umhverfis- ráðherra setur. Ellý segir ekki meiri tíma fara í þetta eftirlit nú heldur hafi tímagjald- ið sjálft hækkað. Forsendur sem tímagjaldið byggist á eru rekstur heilbrigðiseftirlitsins. Þar koma inn í laun og launatengd gjöld, húsnæði og annar kostnaður við reksturinn. Kostnaður fylgir því bæði launaskriði og verðlagshækkunum, að sögn Ellýj- ar. Það séu í grófum dráttum skýring- arnar á þessari hækkun milli ára. Hún segir til skoðunar hjá stofn- uninni að færa bílasprautunarfyrir- tæki á milli gjaldaflokka í næstu starfs- og fjárhagsáætlunargerð. Fyrirtækin hafi sýnt mjög miklar framfarir í meðferð sterkra og hættu- legra efna. Það þurfi að fylgjast mjög vel með þessari atvinnustarfsemi vegna frárennslismála og umgengni við umhverfið. Í því felist eftirlitið. Gjald fyrir heil- brigðiseftirlit hækkar milli ára EFTIR rúma viku, laugardaginn 16. ágúst, verður Reykjavíkurmaraþon- ið hlaupið í tuttugasta sinn. Allt útlit er fyrir að erlendir hlauparar verði nokkru fleiri en í maraþoninu í fyrra og að sögn Ágústs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Reykjavíkur- maraþonsins, hafa nú þegar á fimmta hundrað útlendinga boðað þáttöku sína en þeir voru um 400 í hlaupinu í fyrra. Íslensku hlaupararnir skrá sig vanalega seinna eða síðustu dagana fyrir hlaupið þannig að ekki er enn ljóst hversu margir þeir verða. Þátt- takendur í síðasta Reykjavíkur- maraþoni voru um þrjú þúsund í öll- um hlaupunum en þar af hljóp á þriðja hundrað maraþonhlaupið sjálft og um 400 manns þreyttu hálft maraþon. Einnig var hlaupið tíu kíló- metra hlaup og skemmtiskokk. Hægt er að skrá sig í maraþonið á mbl.is og á skráningarsíðunni er hægt að velja hvort hlaupa á mara- þon, hálfmaraþon, 10 km hlaup, 10 km línuskautahlaup, 7 km eða 3 km skemmtiskokk eða 3 km skemmti- skokk fyrir 12 ára og yngri. Styttist í Reykja- víkurmaraþonið Fleiri erlendir hlauparar JÓN Diðrik, forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar, segir að fyr- irtækið hafi, undanfarin tvö ár, unnið að því að þróa drykki með kalsíum til að mæta auknum kröfum neytenda um bætiefni í vörum. Fyrirtækið hafi þó enn ekki sett slíka kalsíumbætta drykki á markað. Í grein tveggja tannlækna í Brit- ish Dental Journal sem Morgunblað- ið vitnaði til í gær, segir m.a. að framleiðendur gosdrykkja ættu að bæta flúor og kalsíum í drykkina til að vinna gegn eyðingu glerungs. Pétur Helgason, gæðastjóri hjá Vífilfelli, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að slíkt kæmi varla til greina að svo stöddu hjá fyrirtæk- inu, þar sem gosdrykkir fyrirtækis- ins væru framleiddir með leyfi frá The Coca Cola Company. Vífilfell framleiðir þó einnig Trópí-drykki, og minnir Pétur á að kalsíumbættur appelsínu-trópí hefði verið settur á markað fyrir nokkru. Sá drykkur hefði verið settur á markað til að mæta þörfum þeirra sem vilja fá kalk án þess að drekka mikið af mjólk og gengi ágætlega í sölu. Jón Diðrik bendir á að reglugerð um merkingar á drykkjum hefti þró- un fyrirtækisins á vítamínbættum drykkjum þar sem hlutfall bætiefn- isins þurfi að vera nokkuð mikið til þess að hægt sé skrá bætiefnið á um- búðir vörunnar en sé það of hátt geti það á hinn bóginn t.d. haft áhrif á bragð vörunnar. Hann segir að um- rædd reglugerð sé strangari hér á landi en í mörgum öðrum löndum en Ölgerðin sé þó að reyna að þróa drykki sem mæti þessum kröfum. Reglugerð hefti þróun drykkja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.