Morgunblaðið - 07.08.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 07.08.2003, Síða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614 rio pressukanna/8 bolla áður 3.900 nú kr. 1.995. Eldföst skál áður 6.500 nú kr. 1.995 Brauð-og kjöthnífar Verð áður kr. 2.750 kr. stk. nú kr. 1.375 kr. stk. Tilboð Tilboð fimmtudag, föstudag og langan laugardag Á HÁDEGISTÓNLEIKUNUM í Hallgrímskirkju í dag koma fram þær Alda Ingibergsdóttir sópr- ansöngkona og Antonía Hevesi organisti Hafnarfjarðarkirkju. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 12, flytja þær fjórar Maríubænir. Fyrst syngur Alda tvær íslenskar Maríubænir, eftir þá Pál Ísólfsson og Sigvalda Kaldalóns. Þá leikur Antonía Ave Maria eftir Schubert. Síðasta Maríubænin er hin þekkta Ave Maria eftir Bach og Gounod sem Alda syngur ásamt tveimur köflum úr Stabat mater eftir Pergolesi. Tónleikunum lýkur svo á orgelverkinu Ite, missa est úr Organoedia eftir ungverska tón- skáldið Zoltan Kodály. Morgunblaðið/Arnaldur Antonía Hevesi og Alda Ingibergsdóttir. Maríubænir á hádegis- tónleikum Hallgrímskirkja EITT af einkennum góðra listaverka er að þau útskýra sig sjálf, lifa sjálfstæðu lífi, sjá sjálf um að ná sambandi við áhorfand- ann og lifa áfram í huga hans. Við slík verk hafa orð litlu að bæta. Þannig verk er ánægjulegt að skoða, þau auðga heiminn. Verk af þessum toga er nú að finna í Galleríi i8 þar sem Roni Horn sýnir ljósmyndaverk sitt Þetta er ég, þetta ert þú. Það samanstendur af tveimur 48 lit- myndaseríum, andlitsmyndum af frænku listakonunnar á unglings- aldri sem teknar voru á tveggja ára tímabili. Þetta er ég… var sýnt í Dia-listamiðstöðinni í New York árið 2001 og í Fotomuseum í Wintertur í Sviss fyrr á þessu ári, nú fáum að njóta þess hér í Reykjavík. Roni Horn hefur verið Íslands- vinur frá unga aldri en hún kom hingað fyrst á áttunda áratugn- um, fyrir tvítugt. Síðan hefur hún komið reglulega, unnið hér og á síðustu árum tekið myndir af landinu, íbúum þess bæði dýrum og mönnum sem og mannvirkjum, til dæmis sundlaugum. Hún hefur sérhæft sig í Íslandi og margir ættu að muna eftir ljósmynda- og textaseríu hennar Sérkenni Ís- lands sem birtist á baksíðu Les- bókar um nokkurt skeið á síðasta ári. Sjálf hefur Roni Horn líkt Ís- landsáhuga sínum og dvöl sinni hér við sjálfskipaða einangrun bandaríska nítjándu aldar ljóð- skáldsins Emily Dickinson sem hefur verið Roni innblástur í gegnum árin. Dickinson dvaldi síðustu tuttugu ár ævi sinnar heima við, hún smækkaði veröld- ina niður í húsið sitt og garðinn, líkt og besta leiðin til að velta fyrir sér umheiminum væri að upplifa hann í öruggri fjarlægð. Roni segist finna sjálfa sig og um leið umheiminn innra með sér á ferðalögum sínum hér á landi. Hún ferðast mikið ein og nýtur þess frelsis sem landið hefur upp á að bjóða, milli þess sem hún setur upp sýningar og vinnur að list sinni víða um heim. Áhorfandinn ræður Verk Roni Horn eru aldrei ágeng heldur alltaf hógvær í nálgun sinni við áhorfandann. Hún vinnur mestmegnis með ljós- myndir, oftast í samspili við ein- hvers konar textabrot, ljóð, stað- reyndir, sögubrot, lögreglu- skýrslur, eigin texta. Áhorf- andanum er í sjálfsvald sett hversu djúpt hann kafar í verkin, hvort hann lætur staðar numið við yfirborðið, við mynd af streymandi vatni í myndaseríu af ánni Thames, mynd af tilbrigða- litlu landslagi til dæmis á Mel- rakkasléttu í Hvergi-seríunni inn- an Sérkenna Íslands, við myndir af gljáandi flísum sundlaugainn- réttinga eða af sérkennalausu og áferðarfallegu andliti fyrirsæt- unnar í Þú ert veðrið. Áhorfand- inn ræður hvort hann gefur sér tíma til að lesa textana sem oft fylgja myndunum en Roni hefur unnið á áhrifaríkan hátt með tengsl mynda og texta þar sem textinn umbreytir myndinni. Þó að hún noti ljósmyndina sem sinn helsta miðil segir hún að það vaki ekki fyrir sér að fanga augnablikið. Það er frekar flæði tímans sem fangar hana. Þetta kemur greinilega fram í verkinu sem hún sýnir nú, Þetta er ég, þetta ert þú. Myndirnar af frænku listakonunnar eru teknar á tveggja ára tímabili, barn er að breytast í ungling. Seríurnar samanstanda af tvennum, mynd- um sem teknar eru með nokkurra sekúndna millibili. Tvennurnar eru síðan aðskildar og myndunum raðað upp á veggi hvorum and- spænis, amk. hér í i8 en fram kemur í sýningarskrá að þær hafa líka verið sýndar í hvorar í sínu herberginu. Í báðum tilfell- um er áhorfandanum boðið upp í dans á milli mynda, við fyrstu sýn eru seríurnar eins en þegar betur er að gáð breytist andlitssvipur fyrirsætunnar töluvert á þeim sekúndum sem líða milli þess sem myndirnar eru teknar. Á þessum myndum koma vel fram hin ótelj- andi andlit unglings sem er bæði barn og fullorðinn, þetta andlit er ekkert nema möguleikar, sterkir og lifandi. Tengslin milli andlits og landslags, veðrabrigða og skapsveiflna eru líka skemmtilega áþreifanleg en tengslin milli manneskju og náttúru eru rauður þráður í verkum Horn. Leikur að hinu ósegjanlega Eitt af því sem einkennir verk Roni Horn er leikurinn að því sem ekki er sagt. Á ljóðrænan hátt spilar hún saman þessari ei- lífu tvennu, orði og mynd og skapar þannig það þriðja, hið ósegjanlega. Það er best að leyfa verkum hennar að lifa sjálfum, of- túlkun bætir litlu við þau og dregur úr áhrifamætti þeirra. Verkið Þetta er ég… er einmitt eitt af þeim verkum hennar sem tala fyrir sig sjálf, einfaldur leik- urinn sem það býður upp á og al- menn skírskotun þess til flæðis tímans, manns og náttúru, um- breytingarinnar úr stúlku í konu og um leið aldursleysis manneskj- unnar, en við erum öll börn, mið- aldra, unglingar og gamalmenni í senn, gerir það að verkum að frekari útlistun á því gerir ekki nema draga úr áhrifum þess. Þetta er verk sem best er að sjá með eigin augum og vonandi gera það sem flestir. Hlynur undir stiga Gallerí i8 hefur boðið ungum og upprennandi listamönnum að sýna verk sín í kjallaranum, í agnarsmáu rými undir stiganum. Hlynur Hallsson er reyndar kom- inn yfir það stig að geta kallast ungur og upprennandi, hann hef- ur þegar fest sig í sessi sem lista- maður með ákveðnar skoðanir og sýn. En hann hefur unnið mest- megnis með tengsl texta og mynda svo það gengur mjög vel upp að hann sýni hér ásamt Roni Horn þó hann eigi allt eins fullt erindi á efri hæðina. Verk Hlyns undir stiganum er samsett úr fjórum hlutum. Skilti eins og þau sem sjá má í sund- laugunum sem leiðbeina um bað- siði áður en farið er í laugina mætir áhorfandanum þegar kom- ið er niður stigann. Í litla skotinu undir stiganum er svo úðaður texti á veggina, eitthvað á þá leið að listamaðurinn hafi sett sjálfan sig í skammarkrókinn, hann viti ekki fyrir hvað en geri það til vonar og vara. Síðan er ljósmynd af börnum í sólskini á leikvelli í útlöndum og texti sem segir frá óhappi á leikvelli, óhappi sem kannski hefði ekki orðið hefði listamaðurinn farið með börn sín í sundlaugina sem þau vildu og lokast þannig hringurinn og vís- unin í sundlaugarnar. Hlynur hefur unnið fleiri verk í sama dúr og ljósmyndina og litlu óhappasöguna eins og sjá mátti á sýningu hans í Nýlistasafninu fyrir ekki alls löngu. Þar leikur hann sér að hinu sértæka og hinu almenna, einkarými og almenn- ingsrými. Í verkum sínum al- mennt notfærir hann sér marg- víslega framsetningarmöguleika texta og mynda bæði til að sýna og fjalla um upplýsingaflæði og trúverðugheit opinberra miðla um leið og hann fjallar um einkalífið, litla persónulega atburði sem eru sértækir og almennir í senn. Hlynur vinnur innan þróaðrar hefðar í samspili texta og mynda, hefðar sem má rekja aftur til dadaista og súrrealista sem fyrst- ir voru til þess að vinna með til dæmis mótsagnir í texta og mynd og skapa þannig nýja heild. Lista- menn hafa allar götur síðan unnið með texta og myndir á marg- víslegan hátt, ekki síst á póst- módernískum tímum í lok síðustu aldar. Þá hafa kenningar um mið- ilinn og völd hans, eins og bók Marshall MacLuhans The Med- ium is the Message haft töluverð áhrif á myndlistarmenn sem vinna innan þessa geira. Það getur verið vandasamt að vinna á þennan hátt því ávallt er hætta á því að listaverkið verði einhvers konar lexía og glati list- rænum eiginleikum sínum. En Hlynur hefur til að bera hug- myndaflug og næmi sem forða verkum hans frá þeirri gryfju, í verkum hans vega salt persónu- leg einlægni og vitrænar vanga- veltur og niðurstaðan er marg- laga opin verk sem áhorfandinn á auðvelt með að tengjast. Þegar einn plús einn verða þrír MYNDLIST Gallerí i8 Til 13. september. Gallerí i8 er opið fimmtudaga og föstu- daga kl. 11–18 og laugardaga frá kl. 13–17. ÞETTA ER ÉG, ÞETTA ERT ÞÚ LJÓSMYNDIR, RONI HORN Roni Horn: Þetta er ég, þetta ert þú. Ragna Sigurðardóttir Gallerí i8, undir stiganum BLÖNDUÐ TÆKNI, HLYNUR HALLSSON TVÆR sýningar verða opnaðar í Norska húsinu í Stykkishólmi í dag kl. 17. Ljósmyndasafn Stykkishólms sýnir myndir í eigu safnsins og jafn- framt verður vefur safnsins opnaður. Þá opna leirlistakonurnar Kogga, Kristín Garðarsdóttir og Guðný Magnúsdóttir samsýningu undir heitinu Tríó. Safnið er opið daglega frá kl. 11– 17 og sýningarnar standa til 7. sept- ember. Morgunblaðið/Ómar Norska húsið í Stykkishólmi. Ljósmyndir og leirlist

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.