Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 2
ENGIN slys urðu á mönnum og lítið sem ekkert eignatjón varð í jarð- skjálfta upp á rúmlega 5 stig á Richt- er við Krísuvík um kl. 2 aðfaranótt laugardags. Fjöldi skjálfta fylgdi í kjölfarið; þar af nokkrir yfir 3 stig á Richter. Stærsti eftirskjálftinn, 3,9 stig á Richter, varð kl. 2.07. Skjálft- arnir áttu upptök sín í sprungum norðvestan við Krísuvík. Stærstu skjálftarnir fundust m.a. á höfuð- borgarsvæðinu, á Akranesi, á Bláfeldi á Snæfellsnesi og í Þorlákshöfn. Vist- menn meðferðarheimilisins í Krísu- víkurskóla vöknuðu við stærsta skjálftann og flúðu út undir bert loft. Þeir fundu skjálftavirknina greini- lega frameftir morgni. Þá sakaði ekki. Skv. upplýsingum frá jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands bendir ekkert til að skjálftarnir séu fyrirboðar eldgoss á svæðinu. Kristín S. Vogfjörð, jarðskjálfta- fræðingur á jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands, segir að skjálftarnir hafi átt upptök sín í sprungum við Krísuvík og þaðan til norðurs. „Þeir virðast raða sér á norður/suður-sprungu.“ Hún segir að yfir hundrað eftir- skjálftar hafi mælst á hverjum klukkutíma nóttina eftir stóra skjálft- ann. Þar af var einn 3,9 stig á Richter eins og áður sagði og annar upp á 3,4 stig kl. 3.20. Aðspurð segir hún að lít- ill skjálfti hafi mælst á svæðinu kl. 23.17 á föstudagskvöld og annar lítill skjálfti hafi mælst kl. 1.59, rétt fyrir stóra skjálftann. „Þetta er virkt svæði og ekkert óeðlilegt að þar séu skjálft- ar. Í flestum vikum er einhver virkni en þó sjaldan eins og núna,“ segir hún og vísar til stóra skjálftans aðfaranótt laugardags og eftirskjálfta hans. Mikið hringt í Neyðarlínuna Yfir hundrað manns hringdu í Neyðarlínuna skömmu eftir stóra skjálftann. Engar tilkynningar bár- ust um skemmdir eða meiðsl á fólki. Skv. upplýsingum frá Neyðarlínunni var fólk aðallega skelkað eða vildi fá upplýsingar um hvað væri á seyði. Var m.a. mikið hringt frá höfuðborg- arsvæðinu. Bakvakt almannavarnadeildar rík- islögreglustjóra hóf strax eftir fyrsta skjálftann könnun á áhrifum skjálft- anna að sögn Jóns F. Bjartmarz, yfir- lögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir að svokölluð samhæfing- arstöð almannavarna hafi „verið virkjuð“ um kl. 2.20, en það þýðir að fulltrúar frá Neyðarlínunni, Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, Rauða krossinum, Landlækni, Vegagerðinni og ríkislögreglustjóra hafi hist í Skógarhlíðinni í Reykjavík og farið yfir stöðu mála. Samráð var haft við almannavarnanefndir á höfuðborgar- svæðinu og á Suðurnesjum. Ekki þótti ástæða til að fara út í frekari að- gerðir. Ávallt er þó bakvakt hjá al- mannavarnadeild ríkislögreglustjóra að sögn Jóns. Stærsti skjálftinn 1929 Að sögn Páls Halldórssonar, jarð- skjálftafræðings hjá jarðeðlissviði Veðurstofunnar, varð stærsti mældi skjálftinn á umræddu svæði, þ.e. vestan við Hengil á Reykjanesskaga, árið 1929. Var hann um 6,3 stig á Richterskvarða og átti upptök sín í Brennisteinsfjöllum. Stór skjálfti, upp á um 5,6 til 5,8 á Richter, átti einnig upptök sín á sama stað árið 1968. Þá urðu tveir stórir skjálftar, sá fyrri upp á 5,3 og sá síð- ari upp á 5,5, á svæðinu árið 1973. Sá fyrri átti upptök sín vestan við Kleif- arvatn en sá síðari rétt við Grindavík. Að lokum má geta þess að stór skjálfti, upp á 5 til 5,5 á Richter, átti upptök sín í norðurjaðri Kleifarvatns hinn 17. júní árið 2000, eða um þrjátíu sekúndum eftir fyrri Suðurlands- skjálftann, sem átti upptök sín norður af Hellu. Páll segir að skjálftinn við Kleifarvatn það árið hafi í raun „týnst“ vegna Suðurlandsskjálftans. Jarðskjálfti sem mældist rúmlega fimm stig á Richter við Krísuvík Engin slys á mönnum og lítið sem ekkert eignatjón Morgunblaðið/Kristinn Ferðalangar frá Spáni og Ítalíu höfðu haft fregnir af skjálftunum og fóru að skoða hverasvæðið í Krísuvík þar sem mikið gekk á í skjálftunum árið 2000. Þeir fóru þó með gát enda enn titringur í jörðu á svæðinu. Skjálftar sem fóru yfir 3 á Richter eru merktir með stjörnu á kortinu. FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ MATARVERÐ LÆKKAR Hækkun á verði matvæla á árinu 2001, sem varð í kjölfar lækkunar á gengi krónunnar, hefur að verulegu leyti gengið til baka. Frá ársbyrjun 2002 hefur verð á matvælum lækkað um 6,7%. Á sama tíma hefur neyslu- verðsvísitala hækkað um 2,2%. Mat- arverð hefur ekki verið lægra síðan í maí 2001. Frá ársbyrjun 2001 hefur matvælaverð hækkað um 5,8%, en neysluverðsvísitala hefur á sama tímabili hækkað um 11,8%. Breskir hermenn felldir Óþekktir árásarmenn réðust á bíl breskra hermanna í Basra í Suður- Írak í gærmorgun og féllu þrír her- menn auk þess sem einn særðist illa. Fjórir óbreyttir borgarar úr röðum Íraka særðust einnig, þar af kona og tvö börn sem urðu fyrir bíl her- mannanna. Íraska lögreglan hand- tók tíu manns, þar af nokkra fyrr- verandi liðsmenn Saddams Husseins, í skyndiáhlaupi í einu hverfa Bagdad snemma í gær og lagði hald á mikið af vopnum og skotfærum. SÞ-menn aftur til starfa Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Bagdad tók í gær aftur til starfa í tjöldum við Canal-hótelið þar sem hún starfaði áður en hermdar- verkamenn réðust á húsið í liðinni viku. Þeir urðu þá allt að 23 að bana, þ.á m. aðalfulltrúa SÞ, Sergio Vieira de Mello, og er enn leitað í rústunum að líkamsleifum. Lík Vieira de Mell- os var flutt áleiðis til ættjarðar hans, Brasilíu, á föstudag. Við starfi hans hefur tekið landi hans, Lopes da Silva. Metuppskera á grænmeti Útlit er fyrir mjög mikla upp- skeru á korni, kartöflum og útirækt- uðu grænmeti á Suðurlandi og víðar. Byrjað er að þreskja korn, þremur vikum fyrr en venjulega, og græn- metið er sömuleiðis tíu dögum til tveimur vikum á undan því sem ger- ist í meðalári. Þá hefur grasspretta verið með eindæmum í sumar og í Hreppunum byrjuðu bændur á þriðja slætti í vikunni. Dímon hugbúnaðarhús ehf. er metnaðarfullt og ört vaxandi hug- búnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í samþættingarlausnum fyrir farsíma og lófatölvur. Hugbúnaður Dímon tengist tölvukerfum fyrirtækja og gerir virkni þeirra aðgengilega í nýjum miðlum. Fyrirtækið er með traustan rekstur og fjölmarga innlenda og erlenda viðskipavini. Dímon sækist nú eftir að ráða nokkra einstaklinga í tæknideild félagins. Umsækjendur skulu senda umsóknir ásamt ferilskrá með tölvupósti til job@dimonsoftware.com merktar „umsókn mbl 240803“ fyrir 29. ágúst næstkomandi Starf: Hugbúnaðarsérfræðingur Hæfniskröfur: > Háskólagráða í verkfræði eða tölvunarfræði nauðsynleg eða sambærileg menntun. > Meistaragráða æskileg. > 2–4 ára starfsreynsla á sviði hugbúnaðarþróunar æskileg. > Þekking á J2EE og XML nauðsynleg. Einnig leitar Dímon að einstaklingi sem mun bera ábyrgð á skráningu og utanumhaldi einkaleyfa félagsins. Starf: Einkaleyfissérfræðingur Hæfniskröfur: > Reynsla af gerð einkaleyfaumsókna og þekking á umsóknarferli einkaleyfa í Bandaríkjunum og Evrópu er nauðsynleg. > Þekking og reynsla á einkaleyfum á sviði hugbúnaðar. > Háskólagráða í verkfræði eða tölvunarfræði nauðsynleg eða sambærileg menntun. > Menntun á sviði lögfræði æskileg. ar g u s – 03 -0 38 9 Sindra-Stál hf. er eitt af stærstu innflutnings- og þjónustufyrirtækjum á landinu með um 60 starfsmenn. Markmið fyrirtækisins er að þjóna íslenskum fyrirtækjum með fjölbreytt vöruval í stáli og málmum og bjóða upp á úrval af vélum og tækjum í hæsta gæðaflokki. Sölumaður í iðnaðarmannaverslun Sindra-Stál óskar eftir að ráða sölumann til afgreiðslustarfa í verslun Sindra-Stáls hf. í Hafnarfirði. Verslanir Sindra-Stáls í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri sérhæfa sig í þjónustu við iðnað- armenn og fyrirtæki með því að bjóða fjöl- breytt úrval af vélum, tækjum og rekstrarvör- um. Við leitum að líflegum og þjónustulunduðum starfsmanni. Reynsla og þekking af sölustörf- um úr hliðstæðum rekstri er æskileg. Upplýsingar veita Örn Gylfason, og@sindri.is og Jón Emil Halldórsson, jeh@sindri.is Skriflegar umsóknir óskast sendar til Sindra - Stáls hf., Klettagörðum 12, 105 Reykjavík, merkt- ar: „SINDRI — Hafnarfjörður“, fyrir 1. sept. nk. Sölumaður 54 ára ötull og samviskusamur sölumaður óskar eftir starfi á fasteignasölu. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á salmon_x@hotmail.com. Sunnudagur 24. ágúst 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.053  Innlit 15.099  Flettingar 69.979  Heimild: Samræmd vefmæling Hitler á háaloftinu Sunnudagur 24. ágúst 2003 ferðalögSöfn BerlínarsælkerarVænleg vínuppskerabörnHestamennskabíóProximitas Kaldir og hlýir straumar Ævintýraleg ferð til Svalbarða Norðurslóðir góð mælistika á loftslags- breytingar. Prentsmiðja Morgunblaðsins Heimildir leynast víða. Hlynur Ómar Björnsson rakst á skjöl um félag Ís- lendinga í Þýskalandi á stríðsárunum og nokkur sendibréf úr fórum afa síns og komst að því að þau gefa einstaka innsýn í líf á viðsjárverðum tímum./8 Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 34 Sigmund 8 Bréf 34 Af listum 20 Dagbók 36/37 Listir 20/23 Krossgáta 38 Forystugrein 24 Hugvekja 39 Reykjavíkurbréf 24 Leikhús 40 Skoðun 26/29 Fólk 40/45 Minningar 30/33 Bíó 42/42 Þjónusta 31 Sjónvarp 46 Kirkjustarf 31 Veður 47 * * * JÚLÍUS Fossberg, staðarhaldari meðferðarheimilisins í Krísuvík, segir nóttina hafa verið langa og lít- ið sem ekkert hafi verið sofið. „Ég bý í húsi um þrjú hundruð metra frá Krísuvíkurskóla og vaknaði við fyrsta skjálftann um tvö um nóttina. Þetta var alveg eins og sprengja, það hristist allt og skalf,“ sagði Júl- íus í samtali við Morgunblaðið. Hann flýtti sér niður í skólann eft- ir fyrsta skjálftann og voru þá vist- menn á meðferðarheimilinu komnir út. Þar dvelja nú 16 manns. „Ég hef ekki orðið var við skemmdir á skól- anum, hann er mjög sterkbyggður og sérhannaður fyrir aðstæður hér. Hins vegar hafa innanstokksmunir hjá mér færst til og dottið um koll. Ísskápurinn galopnaðist og snyrti- dót hrundi úr hillum. Sömuleiðis voru hljómflutningstækin dottin á hliðina. Myndir og blómapottar í skólanum höfðu einnig brotnað.“ Lögreglan í Hafnarfirði kom í skólann í fyrrinótt að beiðni sam- ræmingardeildar Almannavarna, til að athuga hvort skemmdir væru á híbýlum. Júlíus segir þær ekki telj- andi. Drunur og dynkir Júlíus segir stanslausar drunur og dynki í lofti, sem og stöðugan titring jarðar. „Nú rétt áður en þú hringdir kom enn einn snarpur kippur og þess á milli titrar allt hjá manni. Það kom um hálftíma hlé á titringnum snemma í morgun, en nú er allt farið af stað aftur. Þetta er mjög óþægilegt, en þó bærilegra eftir að birti. Það var mjög ónota- legt meðan enn var svartamyrkur. Ég hef ekkert lagt mig eftir að fyrsti skjálftinn kom og er nú klukk- an orðin rúmlega níu,“ sagði Júlíus. Ekki hefur orðið vart aukinnar brennisteinslyktar að mati Júlíusar, en það myndi benda til þess að sprungur hefðu opnast. „Hins vegar vitum við að sjálfsögðu ekki hvað verður, en vonum hið besta. Sömu- leiðis er ég tilbúinn með rútu fyrir íbúana hér ef við þurfum að yf- irgefa staðinn,“ sagði hann að lok- um. Staðarhaldari í Krísuvík um skjálftana „Þetta var alveg eins og sprengja“ HREFNUVEIÐISKIPIÐ Sig-urbjörg BA-155 veiddi aðra hrefnu sína undir kvöld á föstu- dag, að sögn Gísla Víkingssonar leiðangursstjóra. Stefnt er að því að veiða 38 hrefnur í vís- indaveiðum Hafrannsóknastofn- unar sem standa yfir til loka septembermánaðar. Vitað er að hin hrefnuveiði- skipin, Njörður KÓ og Halldór Sigurðsson ÍS-14, hafa veitt sína hrefnuna hvort, en ekki náðist samband við þau skip á laug- ardagsmorgun til að kanna hvort þau hefðu náð fleiri hrefn- um. Gísli á Sigurbjörgu segir að hrefnan sem veiddist á föstudag hafi verið tæpir átta metrar að lengd. Hann vildi ekki gefa upp staðsetningu skipsins en sagði að skipverjar hefðu mikið orðið varir við hrefnu. Sigurbjörg nær annarri hrefnu SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra beinir þeim tilmælum til veiðimanna að þeir hlífi grágæsa- og blesgæsastofninum eins og þeir frekast geta, en veiði frekar heiða- gæs á komandi veiðitímabili. Vegna rjúpnaveiðibanns hefur ásókn í gæsaveiði aukist um 25– 30% og kom fram í Morgunblaðinu í gær að Sigmar B. Hauksson, for- maður Skotveiðifélags Íslands, ótt- aðist að stofnar grágæsa og bles- gæsa þyldu ekki meiri veiði en nú er. Hins vegar væri stofn heiða- gæsa mjög stór og þyldi aukna veiði, en heiðagæsir væru erfiðari til veiða. „Það er ljóst að stofnarnir þola ekki ótakmarkaða veiði, en heiða- gæsastofninn má við meiri veiði. Ég vonast til þess að veiðimenn taki tillit til þessa. Að öðrum kosti er hætta á að banna verði veiðar þeirra tegunda, sem ekki þola auk- ið álag,“ sagði Siv í samtali við Morgunblaðið. Veiði helst heiðagæs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.