Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ AÐ ER hreint með ólíkindum hve tor- velt er að afla upp- lýsinga um atburði, fólk eða samgöngu- tæki á fyrri tíð. Söfn og opinberar stofn- anir virðast ekki hafa tiltæk gögn, né geta gefið vís- bendingar um hvar þau sé að finna. Ég hefi margoft rekið mig á þetta á undanförnum árum. Nefna má tvö dæmi. Ég þurfti að fá svar við því hver hefði eða raunar hverjir hefðu verið læknar á Eyrarbakka haustið 1918. Ég hringdi á skrifstofu Lækna- félags Íslands og hélt að ganga mætti að vísum svörum. Kurteisleg kven- rödd svaraði og sagði: Það er svo langt síðan. Hvernig geturðu ætlast til þess að við vitum það? Ég sagði: Það er ennþá lengra síðan Hrafn Sveinbjarnarson var læknir á Eyri. Það er þó nokkuð vitað um hann. Öll sæmileg félög eiga nafnaskrár og fé- lagatal og geta veitt upplýsingar. Annað tilvik var þegar ég leitaði upplýsinga um Friðrik Svendsen agent á Flateyri. Hann var nafnkunn- ur maður á sinni tíð. Héraðshöfðingi og forvígismaður. Forfaðir Arndísar Björnsdóttur leikkonu og Ólafar konu Péturs Halldórssonar borgarstjóra. Í svipinn mundi ég ekki eftir langri og ítarlegri grein Gils Guðmundssonar í Skútuöldinni og hringdi því á héraðs- skjalasafn. Þar varð indæl stúlka fyrir svörum. Hún kvaðst ekkert vita um agent Svendsen. Þá saknaði ég Hall- dórs Kristjánssonar á Kirkjubóli. Sá hefði nú ekki verið lengi að þylja mér fræðin. Þá kom mér í hug að hringja til systur þeirra Kirkjubólsbræðra. Þar stóð ekki á upplýsingum: „Já, já. Hann agent Svendsen. Að vísu var hann löngu fyrir mína tíð. En gamalt fólk kunni af honum margar sögur. Hann átti við veikindi að stríða á efri árum. En meðan hann hafði heilsu sigldi hann á seglskipi að sinna erind- um í Kaupmannahöfn. Eitt sinn er hann bjó sig til brottfarar hittir hann gamla konu á vegi sínum. Hún vék sér að Svendsen og sagði: Guð gefi agent Svendsen eilíft logn alla leiðina.“ Svo bætti hún við annarri sögu. Friðrik Svendsen gekk um fjöruna í Önundarfirði og sá þar grásleppu liggja í fjöruborðinu. Í þjóðsögum er saga um kambinn, sem grásleppan var sögð hafa fengið með álögum fyrir hofmóð og dramb. Að sögn gömlu konunnar á Svendsen að hafa ávarpað grásleppuna og sagt: Þetta hafðirðu fyrir hofmóðinn. Því aðeins eru þessar sögur rifjað- ar upp að greinarhöfundur hefir leit- að, án árangurs lengi vel, að upplýs- ingum um vélbát sem keyptur var hingað til lands vegna Alþingishátíð- arinnar sem haldin var á Þingvöllum árið 1930. Í heimildaleit Það var sama hvert leitað var. Söfn og embættismenn sóru og sárt við lögðu. Enginn vissi neitt um Grím geitskó, en svo var farkosturinn nefndur eftir frægum fornmanni, sem tengdist Þingvöllum með augljósum hætti. Magnús Jónsson guðfræðipró- fessor var höfundur bókar, sem hann skráði um þessa miklu þjóðhátíð sem haldin var sólskinsdagana minnis- stæðu í lok júnímánaðar 1930. Í bók- inni er gerð grein fyrir fjölda atriða og minnisstæðra viðburða, en þar er ekki nefnt með einu orði að þessi virðulegi og vel smíðaði farkostur hafi flutt farþega um Þingvallavatn og það meira að segja ýmsa konungsættar. Aldraður Reykvíkingur, Egill Eg- ilsson, vélvirki, nú búsettur á Furu- grund 75 í Kópavogi, hafði samband við mig fyrir alllöngu. Hann kom með ljósmynd af vélbátnum og kunni frá mörgu að segja, enda engin furða. Hann var vélstjóri á bátnum allt frá upphafsför og lengi samtíða Pétri Ottesen Ámundasyni sem var skip- stjóri. Pétur átti heima um skeið í Hjarðarholti við Reykjanesbraut, skammt frá Öskjuhlíðinni. Pétur var náskyldur Pétri Ottesen alþingis- manni. Þeir frændur ýmsir voru skírðir Ottesen ef móðirin var þeirrar ættar. Svo var t.d. um Þorlák verk- stjóra Ottesen og Snæbjörn bónda á Gjábakka. Egill Egilsson var járn- smíðalærlingur hjá vélsmiðjunni Steðja, sem var til húsa við Tryggva- götu, sjávarmegin við versl. Ellingsen og kaffihúsin Hvol og Bryta sem sneru að Hafnarstræti. Ætli „Svarta pannan“ hafi ekki staðið um það bil þar sem verkstæði Steðja var. Víkur nú sögunni um skeið til Al- þingishátíðarnefndar. Það ætlaði að reynast erfitt að sækja heimildir í gögn nefndarinnar. Loksins tókst þó að fá send ljósrit úr bókum nefndar- innar. Þar er fyrst bókað tilboð Helga Valtýssonar skólamanns, sem kunnur var af áhuga á þjóðlegum fræðum og hugsjónum ungmennafélaga. Hann bauð Alþingishátíðarnefnd að sjá um bátsferðir á vatninu. Á fundi Alþing- ishátíðarnefndar sem haldinn er mánudaginn 9. desember 1929 eru viðstaddir Jóhannes Jóhannesson, Jónas Jónsson, Magnús Jónsson og Sigurður Eggerz auk ritara og fram- kvæmdastjóra (Magnúsar Kjaran). Ákveðið var að fela framkvæmda- stjóra að láta skipstjóra og vélstjóra á því íslenska skipi, sem fyrst kemur til Hamborgar, skoða bát þann, sem boðinn hefir verið til kaups þaðan til þess að hafa á Þingvallavatni. Þingvallanefnd samþykkti að fela Ásgeiri Jónassyni skipstjóra á Sel- fossi og vélstjóranum á sama skipi að svipast um í Hamborg eftir fljótabát þar í borg sem kynni að henta til mannflutninga á Þingvallavatni. Ás- geir skipstjóri varð tengdafaðir Sverris Þórðarsonar blaðamanns á Morgunblaðinu. Ásgeir Sverrisson blaðamaður heitir nafni afa síns. Sverrir vissi ekki um þessi kaup er ég innti hann heimilda. Ásgeiri skip- stjóra og vélstjóra félaga hans leist vel á bát þann er Þjóðverjar sýndu þeim í Hamborg og var afráðið að festa kaup á honum. Kom hann hing- að til lands með skipi Eimskipafélags- ins. Um vonda vegi með þungan bát Guðjón Bent Jóhannsson og Gísli Sveinsson frá Leirvogstungu unnu að því í vélsmiðjunni Steðja að yfirfara vélina í bátnum.Var Egill þeim til að- stoðar. Við athugun reyndist nauð- synlegt að yfirfara vélina og setja nýj- an öxul í bátinn þar sem hinn eldri var orðinn tærður.Vegna starfa sinna að þessu var Egill ráðinn vélstjóri. Bát- urinn var hafður á hafnarbakkanum, skammt frá Steinbryggjunni meðan á þessu stóð. Svo kom að því að bátur þessi yrði fluttur á áfangastað, austur á Þingvallavatn. Þar var honum fyr- irhugað lægi skammt undan Valhöll. Á kortum sem birt eru, annað í bók Magnúsar Jónssonar, Alþingishátíð- in, en hitt í kveri Péturs G. Guð- mundssonar nefndarmanns Alþing- ishátíðarnefndar, má sjá örsmáar teikningar af viðleguplássi skemmti- báts. Að öðru leyti er bátsins að engu getið. Til flutnings á Þingvöll var fenginn dráttarvagn, eða svokallaður „trail- er“. Sigurður Jónsson frá Laug, nafn- kunnur ferðagarpur, var fenginn til þess að stjórna flutningnum austur. Vegir voru vondir og báturinn þung- ur. Var farið að nóttu til. Þó var ein- hver hindrun og minnist einhver ferðamaður þess að hafa mætt drátt- arvagninum á leiðinni og þess að hafa orðið að víkja út í vegarkant til þess að hleypa „ferlíkinu“, dráttarvagnin- um, framhjá. Bátalægið var á vatninu, nærri Valhöll. Var nú hafist handa um að koma bátnum á flot. Þá tókst ekki betur til en svo að báturinn sökk. Var hann orðinn gisinn. Egill bætti því við Grímur geitskór bar 52 farþega og flutti varning frá Þingvöllum að Kaldárhöfða. Á myndinni sitja þeir Guðjón Bent Jóhannsson meistari og Egill Egilsson framarlega í bátnum. Mannflutningar á Þingvallavatni Egill Egilsson vélvirki. Var ráðinn vél- stjóri á bátinn Grím geitskó. Pétur Ottesen Ámundason, skipstjóri á Grími geitskó. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var keyptur vélbátur til að sigla með gesti á Þingvalla- vatni og hlaut hann nafnið Grímur geitskór. Pétur Pétursson fjallar um sögu bátsins og vandfundnar upplýsingar. Gústav Adolf, krónprins Svía, og Th. Stauning, forsætisráðherra Dana. Kristján X á Alþingishátíð 1930 heimsækir stúdenta í Hvannagjá á Þingvöllum. Þeir eru Bergljót Magnúsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Katrín Smári, Einar B. Pálsson, Þórir Kjartansson og Jón (Bonni) Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.