Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 28
SKOÐUN 28 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Jón Hólm Stefánsson, sími 896 4761. Ef þú þarft að selja eða kaupa bújörð hvar á landi sem er hafðu þá endilega samband við okkar mann, Jón Hólm bónda, sem aðstoðar þig með bros á vör. Bújarðir Laufás, Sóltúni 26, 105 Reykjavík – Þjónusta og öryggi í 30 ár laufas@laufas.is – www.laufas.is – sími 533 1111 – fax 533 1115. Íris Hall löggiltur fasteignsali. Opið hús Laufbrekka 18 Kópavogi Fallegt 229,5 fm hús á þessum vinsæla stað. Í húsinu eru forstofa, stofa, sjónvarpsstofa, eldhús, tvö baðherbergi, þvottahús, geymslur og þrjú svefnherbergi, auk 15 fermetra gróðurhúss. Gólf eru ýmist parket- eða flísalögð. Viður er í loftum. Frábært útsýni er m.a. til norðurs, Esjunnar og Akrafjalls. Opið hús í dag frá kl.14 til 16. Ari og Díana sýna eignina, Jón Pétursson, fasteignaráðgjafi verður á staðnum….. Áhvíl. 3.8 m. Verð 23.9 m Virkilega skemmtileg 3ja herb. 85,2 fm íbúð á 3. hæð í klæddu fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Tvö góð svefnherbergi með fata- skápum. Parket og flísar á gólfum. Gott bað m. t.f. þvottavél. Rúmgóð- ar sv-svalir. ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING. V. 11,6 M. (3636) Opið hús í dag milli kl. 14:00 og 17:00. Björn og Eygló taka vel á móti ykkur. WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fasteignasali VÍKURÁS 4 - OPIÐ HÚS Í DAG Glæsileg 93 fm 3ja herb. íbúð á 3ju hæð í Steni-klæddu fjölbýli efst í Hraunbænum. Ný glæsileg kirsu- berjaviðareld.innrétting. Gegnheilt merbau-parket á gólfum. Baðher- bergi flísalagt, baðkar. Herbergi dúklögð. Vestursvalir. Skemmtilegt útsýni úr íbúð. Íbúðinni fylgir sér- merkt bílastæði. Laus fljótlega. Áhv 6,3 m. V. 11,9 m. (3694) Opið hús í dag á milli kl. 13:00 og 16:00. Jens og Helga taka vel á móti ykkur. HRAUNBÆR 198 - OPIÐ HÚS Í DAG Þú slakar á og VIÐ SJÁUM UM HRINGDU Í OKKUR! Sími 520 9300 Kristján 897 2070 Friðlín 864 1717 Halldór 864 0108 Gunnar 690 9988 Birkir 659 2002 Kristbjörn 898 3221 Páll 896 0565 Guðrún 867 3629 Kristinn 897 2338 Pétur 893 9048 Hrafnhildur 899 1806 Suðurlandsbraut Á VORIN getur fólk enn keypt hrogn og lifur í verslunum á Suðvest- urlandi. Í öðrum landshlutum er í vaxandi mæli að finna léleg hrogn í litlum hrognasekkj- um og litla lifur á vorin. Þetta mál er í meira lagi örlagaríkt; þær breytingar hafa orðið á undanförnum áratugum að þorskur verður kynþroska nú 4–5 ára í stað 8–9 áður. Í ástands- skýrslu Hafró 2003 á netinu (Tafla 3.1.5, í afla) var 4-ára þorskur 2002 41% kynþroska en 5-ára 59%. Í ann- arri töflu, 3.1.6., má lesa að kynþroski jafngamals fisks í togararalli 2003 hafi verið 5% og 22%. Þá blasir við að rallfiskurinn gefur alls ekki rétta mynd af afla og munar miklu; kyn- þroska fiskurinn, 4-5-6 ára, hefur beinlínis synt út úr rallkorti Hafró eða togstöðvum, en þá er aldursdreif- ing í ralltölum röng. Vísitala veiði- stofns er reiknuð út frá þeim, en hún er undirstaða aflaráðgjafar og úthlut- aðs kvóta nú, hvort sem miðað er við 179 eða 209 þ. tonn. Væntanlega seg- ir Hafró þá að vísitalan sýni hlutfalls- legar breytingar á milli ára hvort sem aflasýni á togstöðvunum hafi náð til alls fisksins í sömu hlutföllum og áður eða ekki, en það er líka rangt því í upphafi rallsins 1983 var kyn- þroskahlutfall 4-5-6 fisks mjög lágt og munur á kynþroska í ralli og í afla lítill, andstætt því sem nú er. Á und- anförnum árum hefur mikið af léleg- um en kynþroska þorski fundist á grunnslóðum frá Breiðafirði norður og austur allar götur til Eystra- Horns; því blasir nú við að tog- ararallið sýnir nú hvorki rétta aldurs- dreifingu fisksins í afla né sjó eða hlutfallsbreytingar á milli ára. Tilkoma kynþroska er afgerandi breytistærð varðandi nánast allt, stofnstærðir, árlegan afrakstur, ald- ursdreifingu, eiginleika nýliða o.fl.; fiskurinn eyðir þá gífurlegri orku í myndun hrogna og svilja ásamt rugli í hrygningargöngu, en eftir hana er náttúrulegur dauði gífurlegur og reiknast væntanlega í tugum pró- senta á ári. Af þessum ástæðum er auðvelt að sjá hvers vegna sífellt minna veiðst af fiski eldri en 6 ára (60 cm) og er þá tæpast bara veiði um að kenna; þá má einnig búast við því að svokallað „ofmat“ Hafró á stofni verði með stuttu millibili vegna breytinga á „veiðanleika“ og leiðrétt- ingar nauðsynlegar. Stórmál Skýrsla á vegum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins ICES CM 2003/D:07 (slóð að neðan) frá 3.–6. júní sl. í Bergen fjallar um niðurstöður 16 sér- fræðinga frá 8 löndum um reiknilíkön fyrir stofnstærðir einstakra fiska, en þau eru grundvöllur að stofnmati og veiðiráðgjöf. Kafli 3.7 heitir „Mat- uration process“ eða þróunferli kyn- þroska. M. Heino við Hafforsknings- instituttet í Bergen og IIASA í Laxenburg, Austurríki, segir nið- urstöður byggjast á samvinnu stórs hóps vísindamanna, sem hafi verið skipulögð á vegum International Institute for Applied Systems Analysis í Laxenburg, Austurríki. Niðurstöður eru í stuttu máli þess- ar: „Rannsóknirnar beindust að breytingum á kynþroskaferli nytja- fiska með útreikningum á „probabil- istic reaction norm“ (prn) fyrir aldur og stærð fiska við kynþroska, en það tekur breytingum með veiðum í rás tímans. Þessi líkindi prn má nota við gerð stofnstærðarlíkana og einnig til að aðgreina (disentangle) áhrif um- hverfis frá erfðafræðilegum þáttum í kynþroskaferli“. Kynþroski er afdrifarík erfða- bundin ástandsbreyting einstaklinga, sem verður ekki snúið við; hún hefur afgerandi áhrif á vaxtarhraða í stærðar-aldurs-samhengi og nátt- úrulegan dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir nauðsyn „kynþroska- líkana“ í útreikningum á stofn- stærðum. 1. Í fyrsta lagi hefur kyn- þroskaferli mjög mikil áhrif á bæði vaxtarhraða og náttúrulegan dauða; í mörgum fiskum dregur tilkoman mjög úr vaxtarhraða og aldurs- stærðarmynstur breytist. Nátt- úrulegur dauði sumra fisktegunda getur orðið mjög mikill við kyn- þroska og hrygningu. 2. Tilkoma kynþroska getur haft mikil áhrif á veiðanleika; sumar veið- ar byggjast á annaðhvort kynþroska fiski eða ókynþroska, en breytingar á aldri í tilkomu kynþroska á milli tímabila breyta einnig veiðanleika. 3. Lífmassi hrygningarfisks er not- aður til að áætla breytingar á stærð fiskstofns í rás tímans m.a. sem við- mið í stjórnun veiða, en hann er háð- ur kynþroskaaldri, sem breytist í tíma, rúmi og með veiðum. Kafli 5 fjallar um niðurstöður hópsins og tillögur. Þar segir í 5.1.2 undir fyrirsögninni: „Andstaða við aldurs-lengdar-þáttagreind líkön“. „Það ríkir oft verulegt afskiptaleysi (inertia) gagnvart nýjum reikniað- ferðum, bæði meðal einstakra vís- indamanna og stofnana eins og Al- þjóðahafrannsóknaráðsins.“ „Þetta stafar af ýmsum ástæðum eins og flóknum (sophisticated) eiginleikum þeirra líkana, sem nota verður til að ná til prn og kynþroska. Það getur líka stafað af „oftrú á líkönum, sem notuð hafa verið og eru kunnugleg“. Í þessu sambandi má minna á íslenska togararallið og spurninguna hvar kynþroska þorskur var í vor þegar rallið fór fram fyrst hann fannst ekki í því. Í heilbrigðum vísindum á ekki að vera til andstaða við tilteknar að- ferðir sem sýna hluti, sem ekki hefur verið tekið tillit til. Það er með öllu óforsvaranlegt að farið verði að deila eins og áður tíðkaðist fyrir meira en einni öld. Sofið á verðinum? Hér er um að ræða mjög merkilegt mál. Of snemmbær kynþroski getur haft afgerandi áhrif á afraksturseig- inleika fiskstofna og um marga tugi prósenta getur verið að ræða, hvorki meira né minna svo og hrun; skýr- ingar geta einnig fengist á mörgu því sem gerist í sjónum og ekki var vitað. Í kafla 3.7 má finna að aðferðafræðin prn aðskilur áhrif umhverfis og erfða. Margir hafa haft áhyggjur af breyt- ingum í vistkerfinu vegna botn- skemmda sem þungar botnvörpur valda. Það er sannað að botnvörpur geta valdið skemmdum, en ekki er vitað hversu stór sá þáttur er í ein- stökum tilvikum. Ljóst er að ein kyn- slóð af þorski við Ísland verður ekk- Er togararallið ónýtt? Eftir Jónas Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.