Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ 29. ágúst 1993: „Nú er lok- ið ráðstefnu um þorskinn og áhrif veðurfars á vöxt hans og viðgang. Ráð- stefnan var haldin í Reykjavík undir stjórn Jakobs Jakobssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofn- unar, en á vegum Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Ráð- stefna þessi var fyrir marga hluti merkileg auk þess sem hún var afar lofs- vert framtak. Niðurstöður hennar benda ótvírætt til þess, að veðurfar hafi úr- slitaáhrif á vöxt og viðgang þorskstofnsins og reyndar annarra fiskistofna, en fari saman slæmt árferði í sjónum og mikil sókn, sé voðinn vís.“ . . . . . . . . . . 28. ágúst 1983: „Seðlabanki Íslands sendi frá sér frétta- tilkynningu í fyrradag og forsætisráðherra og við- skiptaráðherra efndu til blaðamannafundar. Tilefnið var þríþætt: 1) Ákvörðun hafði verið tekin um að lánskjaravísitalan myndi hækka um 8,1% 1. sept- ember og er það í samræmi við verðbólguþróun til þessa og óbreyttar reglur um út- reikning á þessari vísitölu. 2) Lánskjaravísitala hjá húsbyggjendum og náms- mönnum verður 5,1% 1. september. 3) Framvegis verða mánaðarlegir útreikn- ingar gerðir á vísitölum framfærslu- og bygg- ingakostnaðar og þeir not- aðir við útreikning á láns- kjaravísitölu.“ . . . . . . . . . . 25. ágúst 1973: „Mikill fjöldi húsbyggjenda bíður þess nú að fá að vita, hvernig háttað verði lán- veitingum frá Húsnæðis- málastjórn. Hér í blaðinu birtist í gær viðtal við Gunnar Helgason, sem er annar af fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins hjá stofn- uninni. Hann getur þess, að Byggingarsjóð skorti a.m.k. 700 milljónir nú þegar, og á næsta 18 mánaða tímabili sé fjárskorturinn um 2000 milljónir króna.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ORMAR OG VEIRUR Mikið álag hefur verið á tölvu-samskiptum undanfarnadaga vegna stórvirkrar tölvuveiru, sem farið hefur um Netið eins og eldur í sinu. Á föstudag hélt veiran áfram að valda usla á póst- þjónum fyrirtækja og fór töfin á tölvupóstsendingum hjá Símanum Interneti í um fimm klukkustundir þá um daginn. Friðrik Skúlason, hjá fyr- irtækinu Friðriki Skúlasyni ehf. sem þróar og framleiðir veiruvarnabúnað, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að svo virðist sem nokkur hundr- uð tölvur hafi sýkst af veirunni So- Big.F hér á landi og útbreiðsla sýk- ingarinnar sé því tiltölulega lítil. Hver tölva geti hins vegar gert nokk- uð mikinn skaða sökum þess að veir- an er þannig hönnuð að hún nýtir sér alla þá bandvídd, sem sýkt tölva hef- ur yfir að ráða, til að senda út póst. Skaðinn af völdum veirunnar So- Big er sennilega ekki fólginn í því að hún valdi skemmdarverkum á sýkt- um tölvum heldur því álagi, sem hún veldur í öllum tölvusamskiptum. Þó er vitað til þess að hún hafi valdið því að merkjakerfi járnbrautarlestanna á austurströnd Bandaríkjanna fór úr skorðum og lestarsamgöngur riðluð- ust. Þá komst tölvuormur, sem fór á kreik fyrir rúmri viku, inn í tölvukerfi bandaríska sjóhersins án þess þó að valda tjóni að vitað sé. Sérfræðingar telja þó ástæðu til þess að hafa áhyggjur og benda á að í raun komi ekkert í veg fyrir að höfundur orms skrifi hann þannig að hann eyði skjöl- um eða breyti hugbúnaðinum í tölv- um þannig að þær hætti að virka. Ástæðan fyrir því að tölvuormar og -veirur valda jafnmiklum usla og raun ber vitni er sú að lítil áhersla er lögð á öryggi við hönnun stýrikerfa og um leið er notandinn ekki var um sig. Friðrik Skúlason bendir á það í við- tali við Morgunblaðið í dag að í þeim efnum beinist spjótin að Windows- kerfi fyrirtækisins Microsoft. Ástæð- an sé ekki sú að önnur stýrikerfi séu öruggari, heldur eyði forritarar ekki tíma í að skrifa veirur fyrir kerfi með litla markaðshlutdeild. Á Windows- kerfinu eru margar gloppur. „Micro- soft er að reyna að taka á þessu,“ seg- ir Friðrik. „Bill Gates sendi þá til- skipun til starfsmanna Microsoft fyrir alllöngu að huga betur að örygg- ismálum, en það hefur ekki enn dug- að. Microsoft er eins og risaeðla. Þótt hausinn ákveði að beygja af leið fylgir skrokkurinn ekki strax á eftir, hvað þá ef taka á U-beygju.“ En vandinn er ekki eingöngu tæknilegur. Notandinn á einnig snar- an þátt í honum. „Stór hluti vandans er á milli stóls- ins og skjásins. Á meðan hægt er að plata notendur til að opna torkenni- leg viðhengi og sleppa vírusum laus- um munu vírusar lifa. Það væri hægt að koma í veg fyrir vírusvandamál að miklu leyti, ef Microsoft hefði ekki leyft að keyra vírusa innan úr póst- forritum, þ.e. opna viðhengi beint í póstforritunum. Þetta var fáránleg ákvörðun, enda líta menn svo á að Microsoft beri ábyrgð á þessum vanda að miklu leyti.“ Friðrik segir að ef vel ætti að vera ættu notendur að vista viðhengi í sér- stakri skrá, fara svo út úr póstforriti og opna viðhengið þar. „Windows- stýrikerfið hefur ekki verið hannað með öryggi í huga, heldur þægindi notenda. Árið 1988 höfðu engir að- gang að tölvupósti nema háskólanem- endur í tölvufræðum og starfsmenn einstakra rannsóknarstofnana. Núna eru lítil börn með heimasíðu og póst- fang og meira að segja hundar geta haft póstfang. Meðalnotandinn hefur ekki þekkingu á tölvum og vill þæg- indi. Öryggi og þægindi eiga sjaldn- ast samleið. Þeir sem ganga inn í fyrirtæki, þar sem miklar öryggis- ráðstafanir eru, þurfa að nota lykil- kort, láta skanna á sér fingraför eða augnhimnu og sæta vopnaleit. Auð- vitað er þægilegra að geta gengið beint inn, en þá hverfur öryggið. Microsoft hefur látið öryggið sitja á hakanum. Ef fyrirtækið hefði ekki staðið sig svo illa ræki ég ekki 50 manna fyrirtæki sem berst við vír- usa.“ Það er kominn tími til þess að við temjum okkur nýja siði. Hryðjuverk á Netinu eru ekki fjarstæðukennd hugmynd og láti hryðjuverkamenn til skarar skríða verða markmið þeirra mun hættulegri en tölvuþrjótanna, sem hafa látið að sér kveða undan- farna daga. V IÐBRÖGÐ umheimsins við ákvörðun íslenzkra stjórn- valda um að hefja hvalveið- ar í vísindaskyni eru nú farin að koma í ljós, tveim- ur vikum eftir að ákvörðun um að hefja veiðarnar var tilkynnt. Í frétt á baksíðu Morgunblaðsins í gær, föstudag, kemur fram að ferðaþjónustufyrirtæki hafa nú þegar misst við- skipti vegna veiðanna, sem hófust í vikunni. Haft er eftir Clive Stacy hjá Arctic Experience, sem er umsvifamesta ferðaskrifstofa í Bretlandi í Ís- landsferðum, að hrefnuveiðarnar séu áfall fyrir ferðaþjónustuna. „Nýhafnar hvalveiðar hafa strax áhrif á starf okkar, fólk hringir og afpantar ferðir. Á því leikur enginn vafi að hvalveiðarnar hafa neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Meirihluti Breta er á móti hvalveiðum, og mörg ár tekur að laga skaðann, sem unninn hefur verið á ímynd Ís- lands,“ segir Stacy í fréttinni. Hann hyggst krefjast staðfestingar hjá öllum samstarfsaðilum Arctic Experience á Íslandi á að fyrirtæki þeirra séu á móti hvalveiðum. „Ef þau undirrita ekki yf- irlýsinguna munum við ekki halda samstarfi við þau áfram. Það er eina leiðin fyrir okkur til þess að geta fullyrt við okkar viðskiptavini, að með ferð til Íslands séu þeir ekki að styðja hvalveið- ar,“ segir Stacy. Í sömu frétt kemur fram hjá Knúti Óskarssyni, sem rekur ferðaskrifstofuna Destination Iceland, að 18 manna hópur ljósmyndara og fyrirsætna frá Bandaríkjunum hafi hætt við myndatöku hér á landi. „Ætlunin var að taka tískuljósmyndir hér á landi, sem og forsíðumyndir, til dæmis við Jök- ulsárlón. Þau ætluðu að vera hér í tíu daga, og efnið átti að birtast í stórum tímaritum bæði á austur- og vesturströndinni,“ segir Knútur. „Við áttum von á hópnum nú í byrjun sept- ember, en nú fengum við tölvupóst frá forsvars- mönnum útgáfunnar, sem aflýsa komu hópsins. Ástæðan er sögð vera hvalveiðar Íslendinga. Út- gáfan sé umhverfissinnuð, og vilji ekki kynna fyr- ir lesendum sínum staði sem styðji hvalveiðar.“ Sigrún Sigmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá innanlandsdeild Ferðaskrifstofu Íslands, upplýsir að einn hópur frá Frakklandi hafi þegar afbókað ferð sína til landsins vegna hvalveiða. „Við höfum trú á að það sé aðeins byrjunin,“ segir Sigrún í fréttinni. Ímynd Íslands bíður skaða Fréttir af hvalveiðun- um hafa augljóslega vakið athygli víða. Á spjallþráðum á vef ferðaskrifstofunnar Lonely Planet hafa t.d. und- anfarna daga birzt hvatningar til ferðalanga um að leggja leið sína ekki til Íslands vegna hvalveið- anna. Þar fer reyndar fram lífleg umræða fólks af ýmsu þjóðerni um réttmæti hvalveiða og sitt sýn- ist hverjum. Mynd fréttaritara Morgunblaðsins í Ólafsvík, sem birtist á forsíðu blaðsins sl. þriðjudag og sýn- ir skipstjóra eins hrefnubátsins halda á hjarta fyrstu hrefnunnar, sem veiddist, hefur birzt í fjöl- miðlum víða um heim og vakið talsverð viðbrögð. Í yfirlýsingu frá Samtökum ferðaþjónustunnar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, laugardag, segir: „Einn stærsti söluaðili Íslandsferða í Bret- landi hefur sagt að hann hafi aldrei séð neina mynd sem skaði ímynd Íslands jafnmikið og þessi mynd.“ Í laugardagsblaði Morgunblaðsins segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, jafnframt að ímynd Íslands á Bretlandsmarkaði hafi skaðazt. „Það er auðvelt að skaða ímynd en gríðarlega erfitt að vinna hana til baka. Auðvitað vonum við að þetta fari ekki jafnilla og margir eru hræddir um en skaðinn er byrjaður,“ segir Erna. Íslenzk sendiráð erlendis hafa greint frá því að þeim hafi borizt þúsundir tölvupóstskeyta, þar sem hvalveiðar Íslendinga eru fordæmdar. Þar er oftast nær um að ræða staðlaðan texta, sem sendandinn fær á heimasíðu náttúruverndarsam- taka, en breytir ekki því að þúsundir einstaklinga hafa séð ástæðu til að senda slíkt skeyti. Rit- stjórn Morgunblaðsins hafa borizt margir tugir tölvupóstskeyta af þessu tagi, sum eru stöðluð, önnur frumsamin. Í einu slíku, sendu í gærmorg- un frá hollenzkri konu, segir: „Ég er mjög döpur yfir þeim fréttum að Ísland hafi á ný hafið hval- veiðar. Að einhver skuli vilja drepa þessar fallegu skepnur er mér ráðgáta. Er ekkert líf öruggt í þessum heimi fyrir kaldrifjuðum drápum? Vin- samlegast látið lesendur ykkar vita hvað okkur í Hollandi finnst um þessar vondu fréttir. Og að Ís- land sem ferðamannaland hafi glatað aðdráttar- afli sínu.“ Í mörgum bréfanna, sem berast, kemur enn- fremur fram að sendandinn hyggist sneiða hjá ís- lenzkum vörum og hvetji aðra til þess sama. Ýmis náttúruverndarsamtök hafa nú þegar hvatt til slíks, t.d. Greenpeace, International Fund for Animal Welfare og Konunglegu brezku dýra- verndunarsamtökin, Royal Society for the Pre- vention of Cruelty to Animals (RSPCA). Allt eru þetta samtök með tugi eða jafnvel hundruð þús- unda félaga og fréttir af baráttunni gegn hval- veiðum Íslendinga tróna efst á heimasíðum þeirra sumra. Þá hefur hvalveiðum Íslendinga verið mótmælt á götum úti í London, bæði við ís- lenzka sendiráðið og á Trafalgar-torgi. Neikvæð við- brögð ríkis- stjórna Viðbrögð ríkisstjórna í ýmsum helztu við- skiptalöndum Íslands hafa verið á sama veg. Í Morgunblaðinu sl. sunnudag var haft eft- ir Lenu Sommerstad, umhverfisráðherra Sví- þjóðar, að Svíþjóð og fleiri ríki, þ.á m. Bretland, hygðust leggja fram formleg mótmæli vegna hvalveiða Íslendinga. Fram kom í máli Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra í sömu frétt að Elliot Morley, brezki sjávarútvegsráðherrann, hefði sömuleiðis lýst vonbrigðum sínum með ákvörðun Íslendinga á fundi með henni fyrir skömmu og sagt að hún gæti valdið þrýstingi frá umhverfisverndarsamtökum um að verzlanir hættu viðskiptum við Íslendinga. Renate Künast, neytendamálaráðherra Þýzka- lands, sagði í vikunni að hvalveiðarnar væru ónauðsynlegar og hvatti Ísland til að endurskoða afstöðu sína. Mestu viðbrögðin komu hins vegar frá Banda- ríkjunum, þar sem viðskiptaráðuneytið hóf í vik- unni formlega athugun á því, hvort ástæða væri til að grípa til viðskiptaþvingana gegn Íslandi vegna hvalveiðanna. Bandaríska utanríkisráðu- neytið lýsti strax eftir að ákvörðunin um að hefja hrefnuveiðarnar varð kunn miklum vonbrigðum með hana og minnti á að til efnahagslegra refsi- aðgerða gæti komið. Degi síðar var gefin út önn- ur yfirlýsing, þar sem vísindaveiðunum var enn mótmælt, þær harmaðar og Íslendingar hvattir til að endurskoða ákvörðun sína. Þegar AFP- fréttastofan spurði embættismann í utanríkis- ráðuneytinu hvers vegna gefin væri út yfirlýsing um málið tæpum sólarhring eftir að fjallað var um það á blaðamannafundi ráðuneytisins sagði hann að þetta endurspeglaði þá þýðingu sem Bandaríkin teldu málið hafa. „Við vildum að öll- um væri ljós afstaða okkar,“ sagði embættismað- urinn. Hvar er upplýs- ingaherferðin? Þessi viðbrögð stjórn- valda og almennings í nágrannalöndum okk- ar koma auðvitað eng- um á óvart. Þau voru fyrirséð. Enn er ekkert hægt að fullyrða um það hvort nýhafnar vísinda- veiðar muni skaða hagsmuni Íslands svo ein- hverju nemi. Um það eru þó ákveðnar vísbend- ingar, ekki sízt á vettvangi ferðaþjónustunnar. Það vekur athygli að dæmin, sem þegar eru kom- in fram um afpantanir erlendra ferðamanna, varða ekki hvalaskoðunarferðir eins og margir óttuðust, heldur annars konar ferðalög. Greini- legt er að Samtök ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af málinu. Það, sem frekar kemur á óvart, eru viðbrögð ís- lenzkra stjórnvalda við þeirri athygli, sem hval- veiðarnar hlutu óhjákvæmilega að vekja, og það hversu flausturslega var staðið að bæði ákvörð- uninni um vísindaveiðarnar og sjálfu upphafi þeirra. Morgunblaðið hefur árum saman bent á þá óumdeilanlegu staðreynd, að mikill meirihluti almennings í helztu viðskiptalöndum Íslands er algerlega andsnúinn hvalveiðum. Margir trúa því að hvalir séu almennt í útrýmingarhættu. Jafnvel þótt menn telji hvalastofnunum ekki ógnað líta margir svo á að hvaladráp séu óréttlætanleg vegna þess hvað hvalirnir séu tignarlegar og gáf- aðar skepnur. Hvalirnir hafa að mörgu leyti öðl- azt sérstakan sess sem tákn hinnar óspilltu nátt- úru, sem aðgerðir mannsins stefna í hættu. Menn geta verið ósammála þessum skoðunum – kannski væri réttara að tala um tilfinningar – en þær eru engu að síður staðreynd sem taka verður mið af. Þær eru hluti af viðskiptaumhverf- inu í þeim löndum, sem Íslendingar selja vörur sínar til, rétt eins og efnahagsástandið eða mat- arsmekkur einstakra þjóða. Sú hætta hefur lengi verið fyrir hendi, að veiðar á hvölum myndu skaða hagsmuni Íslands á sviði fiskútflutnings og ferðaþjónustu, ekki sízt í ljósi þess að þeir, sem áhugasamastir eru um íslenzka náttúru og hrein- leika íslenzks hráefnis, eru jafnframt þeir, sem líklegastir eru til að vera andvígir hvalveiðum á forsendum umhverfisverndar. Morgunblaðið hefur því fært rök fyrir að for- senda þess, að hefja mætti hvalveiðar á nýjan leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.