Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 11
fimmtudagmorgni fékk ég skeyti sem hafði ver- ið sent rúmum sólarhring áður.“ Tjón vegna orma á borð við SoBig getur ver- ið af ýmsum toga. Þegar vefur flugfélags liggur niðri missir það af sölu og það á við um fjölmörg fyrirtæki sem bjóða vöru til sölu á Netinu. Friðrik segir að eina ráðið gegn póstflóði af þessu tagi sé að stöðva póstinn áður en hann nái til einstakra pósthólfa. „Internetið er byggt upp þannig, að pósturinn hoppar á milli tölva. Stundum fer hann að vísu beint frá sendanda til viðtakanda, en oft hoppar hann einu sinni eða oftar. Við bregðumst við þessu með því að nota svokallað Aves-kerfi. Þá breytum við uppsetn- ingunni, þannig að pósturinn taki á sig dálítinn krók í gegnum leitarvél, þar sem hann er flokk- aður sem eðlilegur póstur, víruspóstur eða rusl- póstur. Vírusarnir eru stöðvaðir og ruslið líka, eða þá að það er merkt sem rusl og sent áfram, ef fólk vill.“ Aves-kerfið er fyrst og fremst not- að hér á landi, þótt flestir viðskiptavina Frið- riks Skúlasonar ehf. séu erlendir. Friðrik segir að á næstunni muni fyrirtæki hans ganga frá stórum samningum við erlenda aðila, sem ætli að taka kerfið í notkun í október. Inni á vefsíðunni aves.f-prot.com er tafla, þar sem sést hverjir algengustu vírusarnir eru og hve stór hluti allra skeyta, sem skoðuð hafa ver- ið, er smitaður. „Oftast nær eru um 2% af skeytum í umferð smituð. Þegar vírusar gera usla og þessi tala fer upp í 5% grípum við í taumana, sendum út viðvaranir og fleira í þeim dúr. Núna er staðan sú, að 80% af öllum skeyt- um sem við skoðum eru með þessum ormi, SoBig.“ Friðrik segir að ekki bæti úr skák að ýmsir póstþjónar hér á landi séu rangt upp settir. „Þegar þeir greina skeyti með ormi þá bregðast þeir þannig við að þeir svara sendandanum og segjast hafa fengið smitað skeyti frá honum. En sá sem sýnist hafa sent skeytið gerði það í raun ekki, heldur falsaði vírusinn póstfang hans. Þessir póstþjónar eru því að senda röngum að- ilum aðvaranir og tvöfalda alla umferð sem berst til þeirra. Stjórnarráðið, stjr.is, hefur ver- ið sérstaklega slæmt með þetta, en það stendur til bóta.“ SoBig sleppt á klámsíður Yfirvöld víða um heim reyna að hafa hendur í hári þeirra sem dreifa veirum og ormum, en það getur reynst þrautin þyngri. „Nú hefur þegar verið upplýst hvernig SoBig var dreift. Svokölluðu sleppiforriti, sem gerir ekkert ann- að en að sleppa vírusum lausum, var dreift inn á klámsíður á Netinu. Þeir sem fóru inn á síð- urnar fengu orminn og tölvurnar þeirra urðu fyrsta kynslóð sendenda. Í kjölfarið fóru vélar um allan heim að senda orminn á öll möguleg póstföng sem hann fann. Ef fólk er með hrað- virka tengingu og fær þennan orm, nýtir orm- urinn alla þeirra flutningsgetu. Ef kveikt er á tölvunni er hætta á að vélin sendi mörg hundr- uð þúsund skeyti. Hér á landi eru menn al- mennt ekki rukkaðir fyrir það magn gagna sem þeir senda frá sér, heldur það sem þeir sækja, jafnvel bara það sem þeir sækja frá útlöndum. Sums staðar í Bandaríkjunum eru menn rukk- aðir fyrir gögn sem þeir senda frá sér og geta átt von á stjarnfræðilegum reikningum um næstu mánaðamót. Þeir hafa í raun lítið sér til varnar, því þeir bera ábyrgð á gögnunum sem tölvurnar þeirra senda frá sér.“ Friðrik segir að SoBig-ormurinn sé varla skrifaður með fjárhagslegan ávinning í huga. „Það eru dæmi um orma, sem opna bakdyr á tölvunni, eins og kallað er. Í kjölfarið getur ein- hver annar komist inn á vélina og látið hana gera hvað sem er. Þetta er mikið notað af þeim sem senda út ruslpóst. Jafnvel hafa verið uppi vangaveltur um að rússneska mafían standi straum af kostnaði við gerð slíkra orma, til þess að geta notað vélar um allan heim til rusl- póstsendinga. Það er alltaf lokað jafnóðum á þá sem senda ruslpóst, svo menn þurfa alltaf nýjar og nýjar vélar. Hver vél nær svo kannski að senda hundrað þúsund eða milljón skeyti áður en lokað er á hana og þá færa menn sig á næstu vél. Það er því hægt að græða á þessum orm- um.“ Friðrik segir að flestir ormar séu illa skrif- aðir. „Msblaster er til dæmis illa skrifaður. Ef hann hefði ekki látið XP-vélarnar ræsa sig aftur og aftur hefði hann áreiðanlega lifað lengur og orðið meira vandamál. En þegar vélarnar hrundu svona uppgötvuðu menn orminn strax. SoBig er allt annars eðlis. Höfundurinn skrifar greinilega allan kóðann sjálfur, en byggir hann ekki á bútum af kóðum frá öðrum, eins og Msblaster. Þar að auki notar hann fjölþráða póstvél, sem sendir mörg skeyti samtímis. Eini flöskuhálsinn er þá hraðinn á nettengingunni.“ Háskólanám í veirum Þótt mikil áhersla sé lögð á að ná þeim sem senda veirur og orma um allan heim hefur lög- reglan ekki alltaf árangur sem erfiði. „Það má þó vel vera að fljótlega berist fréttir af því að banda- ríska alríkislögreglan hafi handtekið tvítugan náunga einhvers staðar. Vírusahöfundar eiga ýmislegt sameiginlegt og eru oftast nær ungir karlmenn, en það er auðvitað ómögulegt að segja til um hvort höfundur SoBig fellur í þann hóp.“ Dæmi eru um að háskólar bjóði upp á nám- skeið í gerð veirna. Friðrik Skúlason gefur lítið fyrir skýringar háskólans í Calgary í Kanada, sem segir að hefðbundnar lausnir í veiruvarna- málum hafi ekki virkað. Þeir sem skrifi veiru- varnaforritin viti ekki hvernig veiruforritahöf- undar hugsi. Fyrst þurfi að mennta þá í að skrifa veirur og í kjölfarið geti þeir varist þeim. „Menntasnobb af grófustu gerð,“ segir Friðrik, sem ætlar sér aldrei að ráða nokkurn mann sem hefur farið á slíkt námskeið. „Ég get ekki ímyndað mér að lögreglan vilji starfsmenn sem hafa reynslu af innbrotum.“ Aðspurður hvort búast megi við harðari at- lögum veirna og orma í framtíðinni, eða hvort varnirnar verði sífellt betri svarar Friðrik að þetta sé stríð. „Vopnin verða sífellt öflugri, en það verða varnirnar líka. Þetta er endalaus elt- ingaleikur og frá verslunarmannahelgi hefur geisað stanslaus orrusta.“ Þægindi framar öryggi Friðrik Skúlason segir það í raun ekki að öllu leyti tæknilegt vandamál að veirur geri þennan usla. „Stór hluti vandans er á milli stólsins og skjásins. Á meðan hægt er að plata notendur til að opna torkennileg viðhengi og sleppa vírusum lausum munu vírusar lifa. Það væri hægt að koma í veg fyrir vírusvandamál að miklu leyti, ef Microsoft hefði ekki leyft að keyra vírusa innan úr póstforritum, þ.e. opna viðhengi beint í póstforritunum. Þetta var fáránleg ákvörðun, enda líta menn svo á að Microsoft beri ábyrgð á þessum vanda að miklu leyti.“ Friðrik segir að ef vel ætti að vera ættu not- endur að vista viðhengi í sérstakri skrá, fara svo út úr póstforriti og opna viðhengið þar. „Windows-stýrikerfið hefur ekki verið hannað með öryggi í huga, heldur þægindi notenda. Ár- ið 1988 höfðu engir aðgang að tölvupósti nema háskólanemendur í tölvufræðum og starfsmenn einstakra rannsóknarstofnana. Núna eru lítil börn með heimasíðu og póstfang og meira að segja hundar geta haft póstfang. Meðalnotand- inn hefur ekki þekkingu á tölvum og vill þæg- indi. Öryggi og þægindi eiga sjaldnast samleið. Þeir sem ganga inn í fyrirtæki, þar sem miklar öryggisráðstafanir eru, þurfa að nota lykilkort, láta skanna á sér fingraför eða augnhimnu og sæta vopnaleit. Auðvitað er þægilegra að geta gengið beint inn, en þá hverfur öryggið. Micro- soft hefur látið öryggið sitja á hakanum. Ef fyr- irtækið hefði ekki staðið sig svo illa ræki ég ekki 50 manna fyrirtæki sem berst við vírusa.“ krot Morgunblaðið/Jim Smart rsv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 11 Höfundar orma og vírusa ÞEIR sem búa til vírusa og orma frá grunni virðast oftar en ekki af sama sauða- húsinu. Friðrik Skúlason segir að þótt allt- af séu undantekningar frá hverri reglu falli meginþorri handsamaðra orma- og vírusahöfunda undir eftirfarandi lýsingu: Þeir eru karlkyns. Aðeins ein kona er í hópi þeirra sem náðst hafa hingað til. Þeir eru á aldrinum 12–40 ára, en flestir um 20 ára. Aldurinn skýrir af hverju vírus- ar og ormar láta oftast á sér kræla á sumr- in. Þá eru höfundarnir í skólaleyfi og hafa nægan tíma til að skrifa forrit. Þeir eru sæmilega gáfaðir, með ein- hverja menntun, en venjulega engir topp- menn. Þeir eru venjulega kvenmannslausir og virðast margir hætta að skrifa vírusa þeg- ar þeir kynnast dömu. Þeir eru stundum atvinnulausir. Þeir eru félagslega heftir, jaðra við að vera andfélagslegir, siðblindir í ein- hverjum skilningi og sjá ekkert rangt við athæfi sitt. Þeir þrá athygli. Reyndar hefur sú þörf það stundum í för með sér að þeir hælast um og eru því gómaðir. Sumir þeirra sem handsamaðir hafa verið á undanförnum árum hafa fallið vel undir þessa skilgreiningu, til dæmis sá sem skrifaði Melissa-orminn fyrir nokkrum ár- um. Orminn skýrði hann eftir uppáhalds- dansmærinni á súlustaðnum sem hann stundaði. TÖLVUVEIRUR og -ormar hafa gert óþyrmilega vart við sig í þessum mánuði. Í lið- inni viku skall á árás veiru, sem kallast „So- Big“ og hefur náð margfalt meiri útbreiðslu en áður hefur gerst í tilfellum sem þessum. Í vik- unni á undan gerði ormurinn „Blaster“ tals- verðan usla. Vírusinn í liðinni viku er talinn hafa valdið því að merkjakerfi járnbrautarlestanna á austurströnd Bandaríkjanna hætti að virka. Kerfið nær til 23 ríkja fyrir austan ána Miss- issippi. Á þessu svæði urðu allt að tíu klukku- stunda tafir á lestarferðum og var ferðum jafnvel aflýst, en yfirleitt var röskun mun minni. Afleiða af orminum Blaster, sem heitir Welchia og virðist hafa verið búin til í því skyni að ráða niðurlögum Blaster, varð til þess á þriðjudag að innritunarkerfi flugfélagsins Air lá niðri, sem ef til vill þarf ekki að koma á óvart, en hins vegar var tekið til þess að hún komst inn í þann hluta tölvukerfis bandaríska sjóhersins, sem ekki hefur að geyma leyni- legar upplýsingar, og hefur það aldrei gerst áður. Blaster varð til þess að kerfi hrundu, en Welchia veldur jafnvel meiri usla vegna þess að sú veira leitar hátt og lágt að Blaster, sem lamar eða hægir verulega á tölvukerfum, þótt höfundurinn sé sennilega þeirrar hyggju að hann sé Basil fursti netheima. Embættismenn í Kanada sögðu að viðgerðir eftir rafmagnsleysið, sem skall á austurströnd Norður-Ameríku fyrir rúmri viku, hefðu geng- ið hægar en ella vegna tölvuveirnanna. Fred B. Schneider, deildarstjóri við Corn- ell-háskóla, sagði í samtali við dagblaðið Washington Post að nú væru blikur á lofti: „Það kemur ekkert í veg fyrir að einhver taki Blaster eða SoBig.F og láti þá eyða öllum skjölunum þínum eða breyta hugbúnaðinum í tölvunni þinni þannig að hún hætti að virka. Við erum komin hættulega nálægt heimi þar sem óvinveittar veirur eru ríkjandi.“ Mikil leit fer nú fram að höfundum orm- anna, sem leystir hafa verið úr læðingi und- anfarna daga og enn eru ekki hættir að gera óskunda. Talið er að Blaster eigi rætur að rekja til enskumælandi lands vegna þess að í forritunarkóðanum sé að finna lýtalausa ensku. Þar kemur fyrir orðið „San“, sem talið er að geti verið stytting á Sandy og sé ef till vill vísbending um að höfundur veirunnar hafi viljað ganga í augun á kvenmanni. Höfundur Welchia er hins vegar talinn vera frá Kína vegna þess að í kóðanum er að finna kínversk orð og nöfn. Einnig kemur fram að hann sé búinn til fyrir gott málefni. Tölvuhernaður og hryðjuverk Eðli málsins samkvæmt eru höfundar tölvu- veirna alltaf skrefi á undan þeim, sem vinna að vörnum. Hingað til hefur hins vegar alltaf tek- ist að hrinda árásum á Netinu. Spurningin hefur hins vegar verið hversu mikið tjón veir- an nær að valda fyrsta sólarhringinn eða þar til hægt er að stöðva hana. Veiran SoBig er einstaklega öflug að því leyti. SoBig veirur byrjuðu að koma fram í jan- úar. Ormurinn, sem nú er í umferð og er for- ritaður þannig að hann rennur út 10. sept- ember, hefur fengið heitið SoBig.F og allt eins má vænta þess að fyrr en varir komi fram ormurinn Sobig.G, nýr og betri. SoBig.F er skrifaður þannig að hann kemur sér fyrir eins og Grikkir í Trójuhestinum forðum og síðan er hægt að nota orminn til að dæla ruslpósti úr tölvum út um allan heim án þess að eigandi tölvunnar hafi hugmynd um hvað sé á seyði. Fyrir vikið hefur ekki verið útilokað að orm- inum hafi verið sleppt lausum í ábataskyni, þótt enginn hafi sýnt fram á að dreifendur ruslpósts á Netinu hafi leitað til veiruforritara til að komast fram hjá hindrunum. Þá velta menn vöngum yfir því hvaða álykt- anir eigi að draga af atburðum undanfarinna daga. Árásir ormanna sýna berlega veikleika hátækninnar. Margir hafa áhyggjur af því að Netið gæti orðið vettvangur hryðjuverka og benda á það tjón, sem hægt sé að valda með skemmdarverkum á Netinu og tölvukerfum. Þar fer fjármálalífið fram, heilu samgöngu- kerfin eru tölvustýrð, starfsemi sjúkrahúsa treystir á tölvukerfi, sömuleiðis hvers kyns birgðakerfi. Hryðjuverkasamtök hafa ekki beint sjónum sínum að Netinu hingað til þótt ljóst sé að þau noti Netið til samskipta. Hins vegar hefur verið fullyrt að nokkrir tugir ríkja hafi verið að þróa tækni til að stunda tölvu- hernað með það fyrir augum að geta valdið stórtjóni á Vesturlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Segja sérfræðingar að þar sé um að ræða ódýra hertækni, sem nota megi til að gera árangursríkar árásir á bæði hern- aðarleg og borgaraleg skotmörk. Ormar ágústmánaðar AP Netveran Eldveggur (fyrir miðju) verst sókn tölvuþrjótsins frá hægri og tölvuveirunnar frá vinstri í túlkun Listakademíunnar í Berlín á tölvu- og upplýsingasýningunni í Hannover.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.