Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 43 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Tvær löggur. Tvöföld spenna. Tvöföld skemmtun. Sýnd kl. 3, 5.30, 8.30 og 11. B.i. 12 ára. POWER - FORSÝNING KL. 8. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6.Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. POWER - FORSÝNING Fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! POWERSÝNINGKL. 8. I . . www.laugarasbio.is Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 9.15 og 10.30. Yfir 30.000 gestir ! Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. MEÐ ÍSLENSKU TALI ATH! Munið eftir Sinbað litasamkeppninni á ok.is SV. MBL Frumsýning Ofurskutlan Angelina Jolie er mætt aftur öflugri en nokkru sinni fyrr í svakalegustu hasarmynd sumarsins! POWE RSÝn ING kl. 1 0:15 Á STÆ RSTA THX tjald i lan dsins Sýnd kl. 3.30, 6, 8 og Powersýning kl. 10.15. POWER - FORSÝNING Í KVÖLD KL. 20:00 - I Í . : Hverfisgötu  551 9000 BAD BOYS II FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! SÉRSTAKIR Breskir bíó- dagar verða haldnir í Há- skólabíói 29. ágúst til 14. september. Alls verða sýnd- ar níu myndir á hátíðinni upprunnar frá Bretlands- eyjum, Bloody Sunday, Purely Belter, The Croup- ier, Lucky Break, Pure, The Magdalene, Sister, Sweet Sixteen, All or Nothing og Plot with a View. Opnunarmynd Breskra bíódaga er mynd eftir hinn þekkta leikstjóra Ken Loach, áðurnefnd Sweet Sixteen. Aðalhlutverkið í myndinni er í höndum Martins Compstons, sem hlaut fyrir frammistöðu sína tilnefningu, sem besti leikarinn á Cannes í vor. Martin leikur einmitt aðal- hlutverkið í nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðriksson- ar, Niceland, en tökur hafa staðið yfir hérlendis að und- anförnu á myndinni. Íslands- vinur í opnunar- myndinni EITT helsta málgagn djasstónlist- arinnar, Downbeat, hefur valið bassaleikarann Skúla Sverrisson á lista yfir rísandi stjörnur í rafbassa- leik. Gagnrýnendur á vegum tíma- ritsins standa árlega fyrir þessu vali á helstu hljóðfæraleikurum og söngvurum í ýmsum flokkum en þetta er í 51. skipti sem valið fer fram. „Þetta hefur í gegnum árin verið helsta blaðið. Það hefur verið tekið mikið mark á þessum lista, aðallega í þessum hefðbundnari djassi,“ seg- ir Skúli Sverrisson, sem býr og starfar í New York-borg. „Ég fylgdist mikið með þessu þegar ég var yngri á Íslandi. Ég las Downbeat reglulega því það var eina leiðin til að fylgjast með djass- heiminum,“ segir Skúli og bætir við að blaðið sé jafnan íhaldssamt í vali sínu. „Það er aðallega vegna þess sem þetta kom á óvart. Það eru meira og minna búin að vera sömu nöfnin þarna síðan ég byrjaði að fylgjast með þessu fyrir tuttugu ár- um,“ segir hann. Þess má geta að Skúli hlaut ásamt Óskari Guðjóns- syni tvenn verðlaun á Íslensku tón- listarverðlaunahátíðinni, sem hald- in var fyrr á árinu, fyrir plötuna Eftir þögn. „Mikið af þeirri tónlist sem ég hef verið að fást við hefur ekki ver- ið fjallað um í þessu blaði því þeir eru meira í hefðbundnari djassin- um. Svo virðist sem þeir séu að opna eyrun fyrir nýrri tónlist.“ Skúli segir að Vernharður Linnet hafi frætt hann um að enginn annar íslenskur hljóðfæraleikari hafi komist á lista hjá Downbeat en Björk hefur komist á lista hvað varðar athyglisverða plötu. „Þetta er aðallega gott því þetta blað er prentað í mörgum eintökum og tekið mikið mark á því í hinum hefðbundna djassheimi. Ef þetta opnar leiðir fyrir mig og mína vini, sem eru á listum þarna líka, þá er það besta mál.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Skúli Sverrisson bassaleikari er búsettur í New York-borg. Skúli Sverrisson á lista hjá Downbeat Virt tímarit velur Skúla Sverrisson á lista yfir rísandi stjörnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.