Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ K onungsskuggsjá er norskt rit frá 1260 sem varð- veitt er í íslensk- um og norskum handritum. Þetta er kennslubók og sett fram sem samræða föður og sonar. Bókin er siðalærdómur handa kaupmönnum, hirðmönnum og konungi. Þótt Eike Schnall sé ekkert af þessu hefur umrædd bók haft mikil áhrif á líf hans. Í kjölfar rannsókna á henni hefur hann setið á Árnastofnun dag- ana langa í heilt ár, nema hvað hann gaf sér tíma til að bregða sér heim til Þýskalands til þess að vera við- staddur fæðingu frumgetins sonar síns, Friðriks Júlíusar í mars sl. „Ég ætla að gifta mig þegar ég kem aftur til Bonn. Konan mín til- vonandi, Karin Stoverock, er í dokt- orsnámi í þjóðfræði og tónlist og er um þessar mundir að rannsaka söngva og aðra tónlist sem iðkuð var hjá Hitlersæskunni á tímum nasista í Þýskalandi, sjálfur hef ég verið að skoða hér lagabækur forn- ar, – einkum þann fróðleik sem sett- ur var í þess háttar bækur, eins konar alfræðilegan fróðleik,“ segir Eike þegar ég spyr hann um erindi hans til Íslands og hvað við taki þegar hann yfirgefur landið í næstu viku. Eike getur þess ennfremur að hann hafi þegar sótt um styrk til áframhaldandi rannsókna í Kaup- mannahöfn en úrslit í því máli liggja ekki fyrir enn. Faðirinn doktor í siglingum víkinga Eike Schnall fæddist í Bielefeld fyrir 35 árum en ólst upp í Bremer- haven þar sem faðir hans, sem er doktor í siglingum norrænna vík- inga, vinnur á stóru sjóminjasafni en móðirin starfar við stjórnunar- störf á sjúkrahúsi. „Ég er einbirni en átti í æsku hund sem Sesar hét og var snöggt- um meira hrifinn af honum en nafna hans, hinum rómverska herforingja Gajusi Júlíusi Sesar. Ég las hins vegar talsvert um herforingjann þegar ég var í latínunámi og það hafði áhrif á nafngift hundsins,“ segir Eike. Hann tók stúdentspróf í Brem- erhaven en fór svo til háskólanáms í Göttingen, Kaupmannahöfn og Vín- arborg. „Fyrst las ég heimspeki, þýsku og norrænu en hallaðist fljótlega mest að því síðastnefnda, – í norrænutím- um voru fáir nemendur og það líkaði mér vel,“ segir hann og brosir. „Ég skrifaði mína doktorsritgerð um Konungsskuggsjá, sem er al- fræðilegt rit. Ég reyndi að setja þennan fróðleik í samhengi við sam- félagið sem var við lýði í Noregi á þeim tíma sem Konungsskuggsjá var rituð. Safnar efni í nýja bók Eftir að hafa lokið doktorsprófi fékk ég starf í Bonn við háskóla- kennslu. Ég kom hingað fyrst í stutta heimsókn í tengslum við í kennaraskipti, Ásdís Egilsdóttir fór til Þýskalands en ég kom hingað. Mér líkaði svo vel að ég ákvað að koma hingað í launalaust leyfi til þess að viða að mér efni í næstu bók. Í Þýsklandi þurfa menn að skrifa aðra bók á eftir doktorsrit- gerðinni til þess að teljast hæfir til að skipa prófessorsembætti. Ég er sem sagt að vinna að þessari bók núna, – aðeins byrjaður að skrifa, en er mest í efnisöflun. Ég hef verið að rannsaka laga- handrit, svo sem Jónsbók og Kristnirétt Árna biskups.“ Jónsbók er talin hafa fengið nafn sitt af Jóni Einarssyni lögmanni, en hann var álitinn aðalhöfundur henn- ar og kom með hana til Íslands frá Noregi 1280 til að fá hana lögtekna. Miklar deilur urðu þó um það atriði og var hún ekki endanlega lögtekin fyrr en 1283. Jónsbók er sniðin eftir norskum lögum en þó er í henni all- mikið af þjóðveldislögunum. Jóns- bók gilti óbreytt að mestu fram á 16. öld en síðan var farið að nema ýmis ákvæði hennar úr gildi. Nokk- ur ákvæði Jónsbókar hafa enn laga- gildi. „Mitt svið er norrænt umhverfi á miðöldum, einkum norskt og ís- lenskt,“ heldur Eike áfram. „Mig langar til að skoða safna- handrit, hvernig efni þeirra tengist og hver sé bakgrunnur þeirra. Ég skoða safnahandritin, hvernig þau eru uppbyggð, hvað tengir þau sam- an og huga að því hvernig tengsl þeirra séu við vísindaumhverfið í ís- lenska miðaldasamfélaginu, sem þau voru rituð í. Ég ætla einnig að skoða hvort og hvernig svipuð rit á latínu höfðu áhrif á hin íslensku rit. Bækur voru á þessum tíma oftlega þýddar úr latínu yfir á íslensku. Táknmyndir til viðvörunar Heimspeki þessara tíma var flokkuð í sjö íþróttir og efst trónaði guðfræði, ég er að athuga m.a. hvort þessi hugmyndafræði passi við það sem fram kemur í ritunum. Mið- aldamenn trúðu því í stuttu máli að tilveran ætti sér upphaf og endi, þ.e. dómsdag og að Guð hefði skipulagt þetta allt saman. Í ríkjandi kerfi hinna sjö íþrótta voru sumar meira að segja „praktískar“, allt átti sér sinn stað í þessu kerfi en á eftir guð- fræði var heimspeki efst í eins kon- ar pýramída sem kerfinu var raðað upp í. Lög sem sett voru á þessum tíma voru að hluta talin eins konar und- irbúningur fyrir þá stund þegar fólk þyrfti að svara fyrir gjörðir sínar hér á jörðunni frammi fyrir hinum alvalda Guði. Efnið sem sett var með í bækurnar var t.d. táknmyndir sem ætlaðar voru fólki til viðvör- unar. Ég hef mikinn áhuga á að sjá hvaða efni var bætt við lagaákvæðin í Jónsbók og Kristnirétt Árna bisk- ups. Það er spennandi að athuga hvort þessu margbreytilega efni, allt frá talnafróðleik upp í umfjöllun um dómsdag, hafi verið raðað í ritin eftir reglum eða hvort þar réði til- viljunin ein. Kannski hefur þetta einfaldlega verið gert af því að þetta voru fallegar bækur og útgáfa þeirra áhrifarík.“ En hvert skyldi vera markmið þessara rannsókna? „Ég vil komast inn í hugmynda- heim og menningu Íslendinga á miðöldum. Stöku Íslendingar voru menntaðir í skólum ytra og báru fyrir þær sakir alþjóðleg áhrif heim með sér. Ekki eru til mörg íslensk rit í Þýskalandi frá miðöldum, enda tíðkaðist þar ekki söfnun slíkra rita eins og gerðist t.d. á 18. öld á Norð- urlöndum, einkum í Danmörku og Svíþjóð.“ Dýrmætt frumkvæði Eike Schnall hafði með sér bílinn sinn þegar hann kom með Norrænu til Íslands. „Það er gott að hafa með sér bíl hingað því dýrt er hér að leigja bíl. Fleira er dýrt, einkum matur, – og það er varla hægt að leyfa sér að fara út að borða á Íslandi. Hins veg- ar eru fasteignir hér ódýrari en í Þýskalandi, en það skiptir litlu máli fyrir mig, ég ætla ekki að setjast hér að. Á bílnum hef ég hef ég ferðast um landið, komið á Vestfirði og víðar og haft mikið gaman af. Mér finnst við- horf í smærri þorpum út á landi talsvert öðruvísi en þau sem ríkja í Reykjavík og enn ólíkari því sem gerist í bæjum í Þýskalandi. Í smærri þorpum hér vill fólk láta til sín taka og gerir margt sjálft í menningarlífi staðanna. Í Þýska- landi er fólk atkvæðaminna í þess- um efnum. Mér fannst gaman að kynnast þessu frumkvæði sem er vafalaust nokkuð dýrmætt fyrir menningu Íslands.“ Eike hefur ekki látið sitja við orð- in tóm þegar hann talar um að kynnast menningarlífi þjóðarinnar. Hann hefur meðal annars sungið í Mótettukór Hallgrímskirkju undan- farna mánuði. „Þar hef ég sungið verk t.d. eftir Bach sem ég söng aldrei í Þýska- landi. Ég var þó í kór í Köln og söng þar bæði endurreisnartónlist, róm- antíska tónlist og margt fleira. Ég lærði á lágfiðlu og fiðlu sem barn og unglingur og hef mikinn áhuga á tónlist. Ég fór á marga tónleika, m.a. hjá Mótettukórnum, og spurði svo fólk í Árnastofnun hvernig hægt væri að komast í svona kór. Skömmu síðar var mér sagt að koma í prufusöng hjá kórstjóranum og fékk inngöngu. Talið berst að Íslendingasögun- um, áhuga Þjóðverja á þeim og áliti þeirra á Íslendingum. „Þjóðverjar hafa áhuga á bók- menntum en síður á fræðilegri hlið þeirra. Hvað Íslendingana sjálfa snertir þá er sú hugmyndafræði, að Íslendingar séu „hrein þjóð“, auð- vitað löngu horfin, – nú er það land- ið sjálft sem er álitið hreint. Nátt- úra Íslands er það sem Þjóðverjar hafa mestan áhuga á hvað Ísland varðar. Hins vegar kom það mér á óvart hvað mörgum útlendingum ég hef kynnst hér. Á Árnastofnun, þar sem er skemmtilegt að vera og gott að vinna, hef ég hitt fólk frá hinum marvíslegustu stöðum og vegna fá- mennisins kynnist fólk hér fljótt. Í húsi vinar míns Sigurðar Péturs- sonar við Hagamel, hef ég einnig kynnst mörgu fólki, þar hef ég búið og deilt herbergi m.a. með rúss- neskum manni og öðrum ítölskum, sem hafa orðið góðir vinir mínir. En þó að margt hafi verið ánægjulegt hér þá hlakka ég óneitanlega til að fara heim til sonar míns og tilvon- andi eiginkonu.“ Hingað koma menn frá ýmsum löndum til þess að kynna sér margvíslega þætti í þjóðararfinum. Dr. Eike Schnall segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá rannsóknum sínum á Konungsskuggsjá og Jónsbók og fleira flýtur með. Morgunblaðið/Guðrún Guðlaugsdóttir „Þjóðverjar hafa áhuga á bókmenntum en síður á fræðilegri hlið þeirra,“ segir dr. Eike Schnall. Eitt ár á Árna- stofnun gudrung@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.