Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is Stokkhólmur www.icelandair.is/stokkholmur Ganga um gamla bæinn – í Gamla Stan er margt forvitnilegt að sjá. Byggingar, styttur, söfn og veitingahús. Í Stokkhólmi þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Birger Jarl, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustu gjöld. Brottfarir 18. okt. og 20. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Central Station Sergels Torg Gustov Adolfs Torg Karl XII's Torg Skeppsholmen Riddarholmen Stadsholmen Karl Johans Torg Vasagatan Kun gsga tan Kungsgatan Kun gste nsga tan Radisson SA S Royal Vikin g Birger Jarl Hamngatan Skeppsbron G otgatan Sveavägen Birger Jarisgatan Tule gatan Normalm Södermalm Gamla Stan D D rottninggatan Skansen Karlaplan Ju ng fr ug at an St ur eg at an G re v Tu re ga ta En ge lb re kt s- ga ta n Karlavägen Biblioteksgatan Valhallavägen Verð frá 34.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vonast til þess að hafist verði handa sem allra fyrst að stækka þjóðarleikvanginn í Laugardal og hann segir að völlurinn sé orðinn of lítill og að löngu tímabært sé að stækka hann svo unnt verði að koma fleiri áhorfendum á leiki ís- lenska landsliðsins. Uppselt er á landsleik Íslendinga og Þjóðverja í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellinum 6. september næstkomandi. KSÍ er aðeins leyfi- legt að selja í sæti og þar sem ekki eru sæti nema fyrir rúmlega 7.000 manns voru miðarnir fljótir að fara út. Eggert segir að KSÍ hafi und- anfarna mánuði verið í viðræðum við Reykjavíkurborg og ríkið um stækkun Laugardalsvallar en enn sem komið er hafi ekki verið tekin nein ákvörðun í þeim efnum. Hug- myndir KSÍ lúta að því að völlurinn verði stækkaður í tveimur áföngum og þegar framkvæmdum ljúki, von- andi innan þriggja ára, rúmi hann 14.000 manns í sæti. Framkvæmt í tveimur áföngum „Við erum alveg sáttir við að verkið verði í tveimur áföngum. En við viljum fá að leiða verkefnið og ráða tímasetningu enda erum við með aðstoð UEFA og FIFA að setja talsverðar fjárhæðir í púkkið. Við viljum að farið verði í fyrsta áfang- ann strax í haust og það er okkar von að svo verði og síðan verði far- ið í næsta áfanga eftir tvö ár eða 2006 og verkið klárað í enda þess árs,“ sagði Eggert við Morgun- blaðið. Gangi þetta eftir sem formaður KSÍ segir ætti Laugardalsvöllurinn að taka 9.-10.000 manns í sæti þeg- ar undankeppni fyrir HM 2006 hefst á næsta ári. „Það er verið að ræða saman og það eru ákveðin plön í gangi sem eru komin vel á veg. Við höfum rætt við borgaryfirvöld og erum að krefja ríkið um svör um að koma inn í þetta enda um þjóðarleikvang að ræða. Við erum með loforð frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, og Evrópska knattspyrnu- sambandinu, UEFA, um að þau ætli að styrkja okkur verulega og ég tel einstakt að við erum að leggja fram fjármagn með aðstoð okkar sambanda erlendis í að fara út í stækkun vallarins,“ sagði Eggert við Morgunblaðið. Eggert segir að það hafi alltaf legið ljóst fyrir að ekki yrði búið að stækka völlinn fyrir leikinn á móti Þjóðverjum en hann segir að Ís- lendingar sitji aftarlega á merinni hvað þjóðarleikvanginn snertir. „Við erum að verða langt á eftir öðrum þjóðum hvað völlinn varðar. Við þurfum ekki að fara annað en til Færeyja til þess að sjá að Fær- eyingar hafa í boði 6.000 sæti og það mundi jafngilda 35.-40.000 sæt- um á Íslandi. Ríki og borg verða að átta sig á því að við verðum að fylgja tímanum. Fólk hefur mikinn áhuga á knattspyrnu og þegar vel gengur vill það koma á völlinn og styðja við bakið á íslenska landslið- inu.“ Að sögn Eggerts hljóðar kostn- aður við stækkun Laugardals- vallar, sem tæki eftir stækkun 14.000 áhorfendur, ásamt bygg- ingu knattspyrnuhúss sem hýsa myndi skrifstofur KSÍ og fleira, um einn milljarð króna. „Þetta er búið að vera talsvert langan tíma í umfjöllun. Ég átti fund með mennntamálaráðherra og borgarstjóra ásamt fleiri ráða- mönnum frá borginni um þessi mál og ég vonast til þess að að einhver hreyfing komist á hlutina sem allra fyrst. Við erum búnir að berjast í því að fá peninga í svona mannvirki og þetta verður að gerast á þann hátt að KSÍ, ríki og borg leggist saman á eitt um að koma málinu í höfn,“ sagði Eggert. Eggert Magnússon formaður KSÍ vill að Laugardalsvöllur verði stækkaður Höfum dregist aftur úr öðrum þjóðum Morgunblaðið/Þorkell LANDSBANKI og Íslandsbanki, sem eru stórir hluthafar í SÍF og SH, vilja sameina félögin vegna þeirra samlegðaráhrifa, sem þeirri sameiningu myndu fylgja. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbanka, segir að meiri- hluti sé fyrir samruna meðal hlut- hafa beggja félaganna að sínu mati. „Landsbankinn hefur hins vegar lagt á það áherslu, að það verði samstaða í svo auknum meirihluta beggja félaganna, að hægt sé að ná fram samruna á jafnréttisgrund- velli. Takist sú samstaða ekki verða hins vegar aðrar leiðir farnar til að tryggja þetta markmið,“ segir hann. Halldór segir að bankinn telji að samlegðaráhrifin séu á bilinu 700– 1.000 milljónir á ári. „Þegar við keyptum fyrst hlut í SH var ásetn- ingur okkar alltaf að stuðla að sam- einingu þessara tveggja fyrirtækja, vegna þeirra miklu jákvæðu áhrifa sem hún hefði,“ segir hann. Öflugur söluaðili Ennfremur segir Halldór að bankinn telji að eitt sameinað fyr- irtæki yrði öflugri söluaðili og gæti náð fram enn betri árangri í mark- aðsmálum og hærra skilaverði til framleiðenda en ella. „Þá viljum við mjög gjarnan sjá SH og SÍF verða að alþjóðlegu matvælafyrirtæki með áherslu á sölu og framleiðslu á sjávarfangi. Við teljum að mjög mikilvægt sé að félagið stækki með áframhaldandi samvinnu og hugs- anlegum samruna við önnur fyr- irtæki,“ segir hann. Halldór segir þó að forsenda fyr- ir alþjóðavæðingu fyrirtækisins sé að höfuðstöðvar verði hér á landi og stjórn þess í höndum Íslendinga. „Við höfum alltaf gengið út frá því, enda eru hagsmunir innlendra framleiðenda það ríkir og sérþekk- ing það mikil hér á landi, að þýð- ingarmikið er að fyrirtækið lúti í aðalatriðum forræði öflugra ís- lenskra fjárfesta,“ segir Halldór. Halldór segir tvímælalaust að hagsmunir hluthafa og viðskipta- vina af samruna fari saman. „Með hliðsjón af því hve sjávarútvegur er mikilvægur í allri viðskiptastarf- semi Landsbankans erum við mjög áhugasamir, fyrir hönd viðskipta- vina okkar, um að þeir geti í sam- eiginlegu félagi notið bestu mögu- legu þjónustu á sviði markaðsmála. Ef rétt er að málum staðið við sam- runa myndi hagur bæði hluthafa og viðskiptavina vænkast verulega,“ segir hann. Arðsemi ekki næg Þá segir Halldór að arðsemi fyr- irtækjanna hafi ekki verið nægilega góð og að mjög brýnt sé fyrir hlut- hafa að leita leiða til að bæta hana. „Svo má ekki gleyma því að tíminn varðar hluthafa miklu. Ef allir eru sammála um þessi miklu samlegð- aráhrif er ljóst að hver mánuður sem þetta mál dregst er dýr. Mikl- um sóknarfærum er fórnað. Þess vegna teljum við að málið þoli ekki bið.“ Hann segir að Landsbankinn líti þó á það sem feng að fá til félagsins aðra aðila, þ.m.t. erlenda aðila, t.d. í tengslum við kaup á erlendum dreifingarfyrirtækjum. „Við höfum haft mjög skýra stefnu í þessu máli frá upphafi, en lykilatriði teljum við vera að um það náist sem víðtækust sátt meðal eigenda. Að því höfum við unnið eins og mögulegt hefur verið,“ segir hann. Stækkun erlendis Aðspurður um ástæður þeirrar afstöðu Íslandsbanka, að vilja sam- eina SH og SÍF, segir Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Íslandsbanka: „Ég tel að við sameiningu félaga eins og SH og SÍF megi ná fram mikilli hagræðingu og þar með bættri arðsemi. Þannig yrði einnig til félag sem gæti betur nýtt sér tækifæri til stækkunar á erlendum mörkuðum og þar með gæti það orðið öflugra við markaðssetningu og sölu á íslensku sjávarfangi.“ Bjarni segir að þegar dreifingar- og smásöluaðilar stækki og máttur þeirra fari vaxandi sé mikilvægt að framleiðsluaðilar og markaðs- og söluaðilar stækki einnig til að styrkja stöðu sína. „Sameining SH og SÍF myndi að mínu mati ná fram öllum þessum markmiðum,“ segir Bjarni. Íslandsbanki og Landsbanki vilja sameina SÍF og SH Íslendingar verði við stjórnvölinn Aðrar leiðir farnar ef aukinn meirihluti næst ekki MEÐAL aðfinnsla í skýrslu ríkisskattstjóra vegna málefna Norðurljósa hf. er að auglýs- ingar innan fyrirtækjakeðjunn- ar sjálfar séu ekki færðar til bókar og komi því ekki fram í virðisaukaskattsuppgjöri. Af stærstu fjölmiðlum landsins gjald- og tekjufærir aðeins Morgunblaðið kostnað við aug- lýsingar í eigin miðli. Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, sagði aðspurður að Morgun- blaðið hefði alla tíð gjaldfært og tekjufært eigin auglýsinga- reikninga í bókhaldi sínu og hagað virðisaukaskattsgreiðsl- um samkvæmt því. Örn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri DV, segir að þar hafi ekki tíðkast að færa kostn- að af eigin auglýsingum í bók- hald. „Almennt talað eru eigin birtingar ekki gjaldfærðar.“ Gunnar Smári Egilsson, rit- stjóri og framkvæmdastjóri Fréttablaðsins, segir að þar hafi heldur ekki tíðkast að kostnaðar- og tekjufæra aug- lýsingar í eigin miðli. „Við höf- um ekki haft ímyndunarafl til þess,“ segir Gunnar Smári. Hann segir að hins vegar mæli Fréttablaðið hversu mikið það auglýsir í eigin miðli. Þorsteinn Þorsteinsson, for- stöðumaður markaðssviðs Rík- isútvarpsins, segir að hvorki dagskrárkynningar né eigin auglýsingar séu gjaldfærðar. Eigin aug- lýsingar gjaldfærðar Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.